Vísir - 03.01.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 03.01.1963, Blaðsíða 10
 m VÍSIR Fimmtudagur 3. janúar 1963. .... .......IHIFIMWW" Að utan Framhald at Dls 8 fer hún niður i 90 og enn hækk- ar hún sig upp í 120 þó svolítil sveigja sé á veginum. Rödd Veru er róleg og ákveð- in, alltaf söm og jöfn, aldrei nein skabrigði í henni, hvorki æsingur, ótti né reiði. Blaðamaðurinn finnur, að öku konan hlýðir félaga sínum svo blint, að honum finnst það nálg- ast það að vera óhugnanlegt. — Hvað ef hún mismælir sig, spyr hann. Ef hún segði óvart beygja til hægri en átti að ver'a beygja til vinstri. Myndi öku- konan þá hlýða og aka út af veginum? — Það hefur aldrei komið til þess er svarið. Slík mistök mega ekki verða og þau hafa aldrei orðið. Einu sinni kom þó dálítið alvarlegt atvik fyrir í ökuferð- inni í Argentínu. Vera hafði merkt í blokkina, að skarpt horn væri framundan, — beygja skarpt til hægri eftir 100 metra, sagði hún og Evy hlýddi, setti í lægri gír og bjó sig undir að beygja. — En allt í einu var fólk framundan sem veifaði og hrópaði. Bíllinn út af og munaði minnstu að slys yrði. Þær stöll- úrnar vöruðu sig ekki á því, að síðan þær óku um veginn síð- ast og skráð niður minnisatriðin höfðu vegagerðarmenn komið óg breytt veginum og við því varð ekki séð. — það getur vel verið að sum- ir karlmennirnir séu leikn ari ökumenn en við, — en það sem við höfum fram yfir þá flesta er hið algera gagnkvæma traust sem ríkir á milli okkar. Síðustu tvö árin er ekki vitað tii að nein tveggja manna sveit í kappakstri hafi haldið saman allan tímann nema þær stöllurn ar. Það vill oft koma upp ágrein ingur milli tveggja manna, sem standa í slíkri þolraun og því fylgir tortryggni og öfund. Þetta veldur því að ökumaður þreytist fljótt. Hann þykist ekki geta treyst til fulls leiðbeiningum félaga síns, hann verður fyrst að sjá sjálfur hvort vegurinn beygir til hægri eins og sessu- nautur hans hefur sagt honum. Og þess eru dæmi að ökumaður inn missi traust til félaga síns, þegar hann segir allt í einu — Æ, hvar var ég nú á blaðinu? Milli þeirra stallsystranna Evy og Veru ríkir hins vegar full- komið traust. Þannig tekst þeim í samstarfi að sigra karlmenn- Sfjörnuspáin rramnald af bls 4 ast fremur auðvelt að afla þér heilsubótar ef þú þyrftir að leita til læknis á annað borð. Þróun mála á vinnustað ætti einnig að vera með þeim hætti, að til bóta horfði og þú gætir bætt aðstöðu þína mikið þar og fest þig í sessi. Þú kannt að lenda í einhverjum erfiðleikum við vini þína og kunn ingja á árinu, án þess þó að hafa beinlínis gert ráð fyrir því fyrir fram. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Tímabilið eftir 4. apríl 1963 verður heillaríkast fyrir þig. Það stafar meðal annars af því að þér áskotnast þá meiri frítími til tóm- stundaiðju og ástundunar þeirra málefna, sem kunna að standa næst hjarta þínu. Ástvinir þínir eru þér einnig hjálplegir og því væri hyggilega fyrir þig að gera eins mikið og í þínu valdi stendur til að framfylgja málefnum þeirra, sérstaklega hvað börnum viðvík- ur. Þú ættir ekki að leggja út í neinar áhættur varðandi heimilið og þær fasteignir, sem þú kannt að eiga fyrir 4. apríl. Þér er nauð- synlegt að koma hlutunum fyrir á þann hátt að heimilislífið sé á sem traustustum grundvelli. Þú kannt að eiga í einhverjum erfið- leikum við nágranna þína eða ættingja sakir áhrifa Saturnusar. Skyndilegar breytingar á vinnu- stað gætu haft talsverð áhrif á stöðu þína í þjóðfélagsstiganum. Steingeitin, 22. de. til 20. jan.: Þú gerðir vel í því að leita ráð- legginga vina þinna, nágranna og vándamanna, þegar þú kannt að vera illa fyrir kallaður til að leysa aðsteðjandi vandamál. Þér mun reynast betur að taka hlutina með heimspekilegri ró og leysa þá eft- ir vel yfirveguð mál, heldur en að ráðast strax til atlögu. Eftir 4. apríl 1963 þá breytist þetta og Júpíter gengur þá inn í fjórða hús sólkorts þíns. Undir þeim áhrifum er heppilegast að leggja höfuð áherzlu á að leysa þau verk efni, sem þegar liggja fyrir, frem- ur en að hefja ný viðfangsefni. Einnig er mjög hagstætt að koma málefnum heimilisins í varanlegt fyrsta flokks horf. Einnig er tals- vert hagstætt að selja undir þess- um áhrifum. Yfirleitt má segja að árið sé undir heppilegum áhrifum hjá þér og þú gerðir vel í því að nota fyrstu þrjá mánuðina til að kynna þér betur starfsaðferðir þær, er kunna að vera það nýj- asta í starfsgrein þinni. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Fyrstu þrjá mánuði ársins verður Júpíter í öðru húsi fjár- málanna í sólkorti þínu og er því heppilegt fyrir þig undir þeim áhrifum að leitast við að auka tekjustofn þinn og jafnvel að kaupa nýjar fasteignir eða eitt- hvað í innbúið. Það sem eftir er af árinu væri vel notað til ým- issar kynningarstarfsemi, þar sem þú gætir aflað þér meiri þekk- ingar á þeim viðfangsefnum, sem þú daglega fæst við. Einnig muntu hafa gott af nágrönnum þínum og nánum ættingjum, því þeir geta veitt þér haldgóð ráð við þeim viðfangsefnum, sem stundum kunna að reynast þér ofviða. Saturn verður enn ( «ói- merki þínu og stendur það þér nokkuð fyrir þrifum og veldur því meðal annars að ýms persónu- leg vandamál þín ná ekki fram að ganga, eða verða fyrir óeðli- legum töfum. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Þú ættir að eiga fremur auðvelt með að framfylgja ýmsum per- sónulegum áhugamálum þínum fyrstu þrjá mánuði ársins meðan Júpíter er enn í sólmerki þínu. Undir þeim áhrifum geturðu einn- ig styrkt þig persónulega í sessi á vinnustað eða í vinahóp þínum og þeim félagslegu samtökum, sem þú kannt að vera meðlimur í. Eftir 4. apríl gengur Júpíter inn í annað hús fjármálanna í sólkorti þínu og bendir það til þess að málefni varðandi efnahaginn og fjárhaginn eigi fyrir sér útþenslu- tímabil, þar sem þú átt auðvelt með að afla þér meiri tekna og eigna. Þú kannt hins vegar að eiga í nokkrum erfiðleikum við nána félaga þína eða jafnvel maka, án þess að hafa getað rennt grun í það fyrir fram. Það getur átt sér stað skyndilega og mikið er undir því komið, að þú bregðist vel og drengilega við á stundu erfiðleikanna. VÖRÐUR - HVÖT - HEIMDALLUR - ÓÐINN ÁRAMÓTASPILAKVÖLD Áramótaspilakvöld Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Sjálfstæðishúsinu og Hótel Bor^. SKEMMTIATRIÐI: Sjálfstæðishúsið 1. spiluð félagsvist 2. ávarp: Formaöur Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra. 3. spilaverðlaun afhent > 4. dregið í happdrætti 5. spánska dansíríóið ,,Queta Barcelo“ dansar spánska dansa 6. dens Húsið opnað kl. 20,00 lokað kl. 20,30. verður í dag 3. janúar kl. 20,30 í Hótel Boig 1. spiluð félagsvist 2. ávarp: Varaformaður Sjálfstæðisflokksins Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra 3. spilaverðlaun afhent 4. dregið í happdrætti 5. spánska danstríóið „Queta Barcelo“ dansar spánska dansí. 6. dans Húsið opnað kl. 20,00 lokáð kl. 20,30 Sætamiðar afhentir í Sjálfstæðishúsinu í venjulegum skrifstofutíma. Skemmtinefndin. LANDSMALAFÉLAGiÐ VÖRÐUR JÓLA TRÉSSKCMM TA NIR Landsmáíafélagsins Varðar verða að Hótel Borg í dag 3. janúar og föstudaginn 4. janúar kl. 15.00 til kl. 19.00. Verð aðgöngumiða kr. 60.00. Aðgöngumioar afhentir á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðishúsinu á venjulegum skrif- stofutíma. Landsmálafélagið VÖRÐUR.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.