Vísir - 03.01.1963, Blaðsíða 7
V í SIR . Fimmtudagur 3. janúar 1963.
7
Dr. Richard Beck:
Tekur sæti framarlega á
skáldabekknum
Fátt er ánægjuiegra, eða frem-
ur vekjandi til frjórrar hugsunar,
heldur en það, að fylgjast með
ferli vaxandi manns, hvort heldur
er í listum eða bókmenntum.
Þetta hefir mér orðið ríkt í huga
við lestur hinnar nýju ijóðabókar
Þórodds Guðmundssonar, Söi-
mánuður, sem út kom fyrir stuttu
síðan á vegum Bókaútgáfu Menn
ingarsjóðs. Þar er áreiðanlega
vaxandi skáld að verki. Það leynir
sér ekki, beri maður þessa bók
saman við fyrri ijóðabækur hans,
þar se..i mörg ágæt kvæði og
vel ort var að vísu að finna, er
báru því jafnframt vitni, að skáld
inu voru, með hverri nýrri bók,
að vaxa vængir um andríki og
víðferðma hugsun, og tök hans á
viðfangsefnum stöðugt að verða
fastari og markvissari.
Eigi að síður ber þessi nýja
ijóðabók Þórodds áreiðanlega af
hinum fyrri bæði um það, hve
kvæðin eru yfirleitt jöfn að gæð-
um og skáldskapargildi, en þar
fara saman málsnilld og bragfimi,
fágað ljóðform, ósjaldan frum-
leiki í efnismeðferð, og alltaf fög-
ur og göfug lífsskoðun.
Öndvegi skipa í bókinni „Ávarp
Fjallkonunnar 17. júní 1960“, fag-
urt kvæði og hreimmikið, en þessi
eru upphafserindin:
Úr myrku djúpi rís ég heið og há
með hvelfdan barm
og eld í hjartans leyni, blik um
brá
og bjartan hvarm,
hef svanarödd og sumaraugu blá,
er sefa harm.
í minni þöll er alltaf frið að fá
og frelsis óð,
er huldur landsins hörpustrengi
slá
við helga glóð.
Og þeim, semhafa ætíð unga þrá,
er ást mín góð.
Á sömu strengi hjartaheitrar og
djúpstæðrar ættjarðarástar álær
skáldið í ágætiskvæðinu „Móðirin
góða“, en þar renna aðdáuniií á
ættjörðinni, glöggur skilningur á
skuld vorri við hana, og eggjanin
til frjósamra dáða, í einn farveg.
Af skyldum toga spunnin eru
náttúrulýsingarnar mörgu í bók-
inni, sem eru hver annarri betri:
—- „Straumflétta" (Við Goðafoss),
formfagurt kvæði með seiðmagni
undiröldu djúprar tilfinningar.
„Blóðberg", hugnæmt í einfald-
leika sínum og innileik, að
ógleymdum sonnettunum um efni
úr ríki náttúrunnar, er síðar verð
ur getið.
Segja má, að kvæðið „Ég
heyrði hörpuslátt“ sé sprottið úr
sama jarðvegi, heillandi ljóð, þar
sem þýður en þó hljómmikill
bragarhátturinn fellur ágætlega
að unaðsfögru viðfangsefninu.
Það kvæði er einnig ágæta vel
unnið, heilsteypt í bezta lagi, og
nýtur sín því aðeins til fullsj að
lesið sé í samhengi, en þó freist-
ast ég til að taka hér upp, sem
dæmi um bragfimina, fagurt mál-
far og andríki, eftirfarandi er-
indi:
Ég heyrði hörpuslátt.
í heiðið fagurblátt
steig hjartans dýri óður
frá lofts og lagar hjörð
og laufi skrýddri jörð
til lífsins miklu móður,
jafnt lofgjörð eiiífung
sem andvörp tregaþung
og von hins veika bróður.
Það fer að vonum um jafn
mikinn ættjarðarvin og þjóðræk-
inn, eins og Þóroddur Guðmunds
son er, að hann kann vel að
meta vorn íslenzka bókmennta-
og menningararf, og kemur það
fagurlega fram í snjöllu og frum
legu kvæði hans, „Svanir á Más-
vatni", en þar hyllir hann, á tákn
rænan hátt, íslenzk öndvegisskáld
að fornu og nýju. Hann hittir
einnig prýðilega í mark í kvæð-
unum um tvö af höfuðskáldum
vorrar samtíðar, þá Jakob Thor-
arensen („íslenzkt skáld“) og
Davíð Stefánsson („Fagraskógar-
skáldið“).
Erfiljóðin í þessari bók Þór-
odds eru einnig fögur og merki-
leg, bæði hið hreimþýða og fag-
uryrta kvæði um Þorbjörgu Jó-
hannesdóttur, og þá eigi síður efn
ismikil og svipmikil kveðjan til
Þorkels Jóhannessongr háskóla-
rektors. Mun öllum, sem þekktu
þann afbragðsmann, þykja loka-
erindið sem talað út úr sínum
huga:
Drengileg og þrungin hjarta-
hlýju er hún einnig samúðar-
kveðjan fagra, sem skáldið sendi
yfir hafið þeim, er þetta ritar,
þegar sorgin þunga gisti sali
hans.
En stórbrotnust kvæðanna í
þessari bók, enda lengst og yfir-
gripsmest um efni, eru vitanlega
kvæðaflokkarnir „Skálholtsljóð
1956“ og „Háskóli íslands 50
ára“. Bera þau því órækan vott,
að mikil hugsun og vandvirkni
um Ijóðform liggja að baki þeirra,
enda lýsa þau ágætri yfirsýn yfir
viðfangsefnin, og efnismeðferðin
er sambærileg, því að báðir eru
kvæðaflokkarnir tilbreytingaríkir
um bragarháttu og með sterkum
tilþrifum. Má það t. d. segja um
kaflann „Þótt kirkjan brynni" í
Skálholtsljóðunum. Hins vegar
eru Maríuversin í þeim ljöða-
flokki einkar þýð og hugþekk.
Þróttmiklir að hugsun og mál-
fari eru einnig margir kaflarnir
f Háskólaljóðunum. Hvað minnis-
stæðastur verður mér þó II. kafli,
gullfalleg sonnetta um and....s ar-
in íslenzkra heimila öldum sam-
an og þá eída þekkingarþrár og
sannleiksleitar, sem þar voru
kynntir.
Sterkur er andlegi og trúar-
strengurinn í þessum kvæðum, í
ljóðum eins og „Förumunkar",
sem er óvenjulega samfellt kvæði
og segir mikið í stuttu máli. í
vísunum hjartnæmu „Ráð mitt
allt þér fús ég fel“, sem vel
mega sálmur kallast, og þá ekki
sízt í „Kvæði um Krist“, sem
túlkar á einfaldan en lotningarfuli
an hátt kjarna kenningu Meistar-
ans frá Nazaret. Sömu ættar er
hið fagra kvæði „Reynitré", og
iýsir lífsskoðun skáldsins sér
ágætlega í lokaerindi þess:
Þeir teinar sig löngum teygja hæst
í tindrandi birtu og yl
og hefja sig Drottins himni næst,
sem harma og finna til.
Með þrekraunum aðeins þroski
fæst
við þjáninga djúpan hyl.
Önnur ágætiskvæði eru „Him-
invangar“, þar sem djúpstæð feg
urðarþrá skáldsins finnur sér
framrás í ljóðrænun myndum og
táknrænum. „Laugalönd“, ná-
skylt að efni og anda, talað beint
út úr hjarta skáldsins, og „Þú
sagðist", yndislegt kvæði, auðsjá
anlega ort til hinnar ágætu konu
skáldsins, og mætti hver eigin-
kona telja sig vel sæmda af slíkri
ástarjátningu manns síns.
Og þá kem ég að þeim ljóðun-
um, sem mér þykir hvað vænzt
um í þessu kvæðasafni Þórodds,
en það eru sonnetturnar, sem all-
ar eru prýðisvel gerðar, og er sá
frægi og fagri bragarháttur þó
ekki auðmeðfarinn, jafn hnitmið-
aður og hann er. Glögg er sú
mynd og hugstæð, sem brugðið
er upp af Guðmundi Arasyni i
sonnettunni um hann. Faguryrtar
og skýrum dráttum dregnar eru
lýsingarnar í sonnettunum „Aðal-
bláber“ og „Va!humall“, en samt
held ég að sonnettan „Auðnu-
fugl“ sé fegurst af þeim Ijóðum
skáldsins í þessari bók hans, þó
að erfitt sé að gera upp á milli
þeirra, svo vel eru þessar sonnett
ur ortar að öllu leyti. En sonnett-
an „Auðnufugl" er á þessa leið:
Til nokkurra skrílsláta kom í
miðbænum eftir miðnætti á nýárs-
nótt og safnaðist'þá hópur ungl-
inga umhverfis lögreglustöðina.
Tildrögin að þessum látum mun
hafa verið þau að lögreglan hand-
tók pilta sem staðnir voru að því
að brjóta rúðu í Austurstræti. —
Safnaðist þá strákalýður umhverf-
is lögreglumennina1, gerðu aðsúg
að þeim og eltu þá að lögreglu-
stöðinni. Safnaðist þá smám sam-
an fleira fólk að lögreglustöðinni
unz lögreglan gerði útrás m.a.
með táragassprengjum og rak lýð-,
| inn burtu. Eftir það var allt rólegt |
og með kyrrum kjörum í miðbæn-
um.
Drykkjuskapur var talsverður
eins og venja er um áramótin og
fangageymslur lögreglunnar yfir-
fullar. Auk þess ók lögreglan
mörgum drukknum mönnum heim
til þeirra.
Lögreglan tók allmarga unglinga
með óleyfilegar sprengjur og m.a.
einn pilt með allmikið magn, eða
8 karton samtals.
Á nokkrum stöðum, einkum í
miðbænum voru rúður brotnar, þ.
á.m. rúða í Dómkirkjunni. Mikið
var um árekstra á gamlársdag, m.
a. urðu 2 árekstrar á skömmum
tíma eftir hádegið. I einum þeirra,
Þóroddur Guðmundsson helgar
þessi ljóð móður sinni, Guðrúnu
L. Oddsdóttur. Það er henni mak-
legur sómi, því að með þessu
Ijóðasafi sínu hefur Þóroddur tek
ið sæti framarlega á bekk ís-
lenzkra samtiðar skálda. En Bóka
útgáfa Menningarsjóðs á mikla
þökk skilið fyrir að gefa út þessi
fögru, prýðilega ortu og hugð-
næmu ljóð, sem verma og hefja
huga lesandans.
sem varð á mótum Lönguhlíðar og
Miklubrautar slösuðust þrír, þ.á.m.
tvö börn og var það allt flutt í
Slysavarðstofuna.
Aðfaranótt sunnudagsins varð
slys á Njarðargötu móts við Vetr
argarðinn, en þar var bifreið ekið
á þrjá vegfarendur. Tvær stúlkur
meiddust, en piltur sem með þeim
var slapp.
Flest samkomuhús hæjarins voru
þéttsetin og í sumum þeirra drukk
ið næsta fast. Til einhverra átaka
mun hafa komið í Iðnó og valdið
þar tjóni á húsmunum.
Á nýársdagsmorgun var piltur
tekinn með hlaðinn riffil, og var
þá búinn að hleypa af honum 2
skotum úti á götu í Kleppsholt-
inu. Var búið að afvopna piltinn
þegar lögreglan kom á vettvang
og tók hann í vörzlu sína.
Maður fannst liggjandi við Vetr
argarðinn á gamlárskvöld. Taldi
hann að á sig hafi verið ráðizt og
barinn svo í kviðinn að hann gat
ekki staðið á fætur.
Hjá slökkviliðinu var næsta ann
ríkt á gamlárskvöld og nýársnótt-
ina, því það var kvatt 7 sinnum
á vettvang, þar af 4 sinnum á
tímabilinu kl.8-9 á gamlárskvöld
en í öll skiptin af litlu til-
efni. Eftir miðnættið var það þrí
vegis kvatt út, í einu tilfellinu var
um gabb að ræða, en í hin 2 skipt
in um óverulegan eld. í gær var
slökkviliðið tvívegis kvatt á vett
vang, í annað skiptið vegna gabbs,
en í hitt skiptið vegna elds í ösku
tunnu.
í slysavarðstofunni var geysi-
mikið annríki og samtals var kom
ið þangað með 140 manns til að-
gerðar á gamlársdag og nýársnótt.
Happdrætti Karlakórsins
Dregið var í bílhappdrætti Karla-
kórs Reykjavíkur á þriðja í jólum,
en þar sem sölumenn höfðu þá
ekki allir gert upp var númeno
innsiglað og það ekki opnað fyrr
en í gær. Þá kom upp númer 5248.
Sá sem hefur miða með því númeri
er þar með orðinn eigandi að nýrri
Opel Record bifreið.
Málfundafélagið Óðinn
Skrifstofa félagsins mun í vetur verða opin
á föstudagskvöldum frá kl. 8,30—10 síðdeg-
is. Sími 17807. Á þeim tíma mun stjórn
félagsins verða til viðtals við félagsmenn, og
gjaldkeri taka við félagsgjöldum.
Frá hálfnuðu starfi þú horfinn ert.
En heilt var það samt og mikilsvert.
Með sigrandi styrk við stig þitt hvert,
þú stefndir á hæstu miðin.
Þér geðjaðist ekki hugarhik,
en höndlaðir gæfunnar augnablik,
unz sannleikans hörgar og Breiðablik
þín biðu með lokkandi hliðin. —
Á þinni langsóttu lærdómsbraut
við landvinning hvern, sem þér féll í skaut,
þitt hugrekki óx við hverja þraut.
Nú harma þig allir liðinn.
I bjarkar krónu blóðrautt lítið höfuð
þitt birtist mér á sólmánaðar kveldi
tvið hvíta glóð frá aftansólar eldi
með augu líkt og perlur geislum stöfuð.
Á hlýjum stað þú áttir egg þín falin
sem annazt var af lífs þíns kæru brúði.
v Hin fleygu ljóð í grænu skógarskrúði
af skáldsins kærleik voru fædd og alin.
Öll söngvaþrá er sólarljósi skyld.
Til sigurs gaztu eldvagn hjartans knúið.
Þín ást var bundin auðnu þinnar dís.
Sem daggir vorsins ljóð þín ljúf og mild
mig laugað gátu, hryggð í fögnuð snúið.
Hjá þér var alltaf bót við böli vís.
140 fíuttír /
slysavarðstofuna