Vísir - 03.01.1963, Blaðsíða 5
V í SIR . Fimmtudagur 3. janúar 1963.
5
fíeirí bátar á sjó í
nátt og mikill afíi
Miklu fleiri bátar voru á sjó í
nótt en í fyrrinótt og mikill afli.
Akranesbátar fengu ágætan afla
í nótt og 16 bátar tilkynntu komu
sína í morgun, er Vísir átti tal
við fréttaritara sinn þar. Kvað
hann síldina hafa veiðst „norður
í kanti“ (NNV af Skaga) og í Mið- j
nessjó. Síldin er misjöfn, yfirleitt
mögur, og allt að fyllast aftur.
Þessir bátar höfðu pantað eða
tilkynnt komu sína. Sigurður 1300
Ólafur Magnússon 1150, Keilir 950
Sigrún 8-900, Haraldur 1000, Anna
1000, Skfmir 1800, Heimaskagi'500
Reynir 600, Sveinn Guðmundsson
750, Ver 500, Fiskaskagi 1000,
Höfrungur 800, Sæfari 900, Nátt
fari 900 og Sigurvon 100.
Hafnarfjarðarbátar voru allir á
sjó í nótt og voru þessir komnir
í morgun eða höfðu tilkynnt afla
sinn, er Vísir hringdi í Fjörðinn:
Héðinn 1350, Fjarðaklettur 1000,
Eldborg 1700, Fákur 1400, Álfta-
áfengiskassar —
Framh. u ols. .16.
merktir Áfengisverzlun ríkisins.
Búið var að ganga ,úr skugga um
það að þaðan hefur ekkert áfengi
horfið og gizkar lögreglan á að
unglingar hafi einhversstaðar
hnuplað kössunum tómum og flutt
þá í hellinn -- en í hvaða tilgangi
er með öllu óljóst.
Búnaðarmálastj —
Framh. at Dls 16.
land fyrir þá bændur sem nú
eru í landinu, hvað þá ef þeim
fjölgar. Ræktað land þyrfti að
aukast um helming á næstu tíu
árum, jafnvel þó að bændum
fjölgaði ekki. Búin myndu þá
einnig stækka og jafnhliða
þyrfti meiri hús.
„Ekki myndu búin þó stækka
um helming, því að nokkuð af
aukningunni myndi fara til að
fóðra betur núverandi bústofn,
til að fá sem mestar afurðir. Það
liefur ekki minna að segja að
auka afurðir af bústofninum
sem fyrir er, en að auka bústofn
inn“.
„Síðasta ár var fremur erfitt
fyrir landbúnaðinn. Veturinn
var kaldur og spratt því seint,
þannig að heyfengur var minni
en venjulega. Þarna mun vera
að leita skýringar á því að engin
fjölgun mun hafa orðið á búfé
á árinu“.
nes 450, Ársæll Sigurðsson 400,
Gísli lóðs 400, Fram 400, Auð-
unn 1000, Hringur 450 en Mánatind
Guðmundur Böðvarsson.
Ný Ijóðabók
eftir Gudmund Böðvarss.
Út er komin bókin Saltkorn í
mold, ný Ijóðabók eftir Guðmund
Böðvarsson skáld. Þetta er sjöunda
ljóðabók Guðmundar, og mun
mörgum þykja hún allfrábrugðin
hinum fyrri að efni til, því að hér
er gengið milli leiða í kirkjugarði
og rakin saga þeirra, er þar hvíla.
Eru í bókinni alls 24 kvæði, þar af
bæði formáli og eftirmáli. Bókin
er 102 blaðsíður, prentuð og bund-
in í Prentsmiðjunni Hólum og
Hólabókbandinu, og er frágangur
allur og útlit óvenjulega smekk-
Iegt. Útgefandi er Bláfellsútgáfan.
Færeyjaflug —
Framhald af hls. 1.
flugfélag sem starfandi er í Fær-
eyjum Föreyja Flagfélag. Þær
koma víða við og bæði innan félags
og utan og þær eru enn í fullum
gangi, að því er Sveinn tjáði Vísi.
Kvaðst hann búast við að þeim
lyki áður en langt liði, og tir því
yrðu endanlegar ákvarðanir teknar
um áætlunarflug Flugfélags ís-
lands til Færeyja. En á þessu stigi
málsins hefði Flugfélagi íslands
engin vitneskja borizt hvorki frá
dönsku flugmálastjóminni né
dönsku stjómarvöldum um að fé-
lagið yrði að hætta við þessar at-
huganir sfnar.
ur búinn að fá 250. Síldin veidd-
ist í Miðnessjó og er misjöfn —
fer í frystingu og bræðslu að
mestu. Skortur er verkafólks í
Firðinum.
Til Reykjavíkur voru komnir eða
höfðu tilkynnt komu sína kl. rúm-
lega 11 árdegis í dag 19 bátar með
18.350 tunnur. Voru þá enn bátar
úti, sem fóru í gær og sumir fengu
allmikinn afla, til dæmis Sólrún
1500, en ekki lagðir af stað inn.
Þessir höfðu tilkynnt komu sína:
Hafþór 900, Þráinn 1100, Halldór
Jónsson 750, Sigurfari 800, Guðm.
Þórðarson 1700, Akraborg 450, Sig
urður Bjarnason 1800, Pétur Sig-
urðsson 1500, Víðir 800, Sæfari
BA 1150, Ásgeir 500, Sæþór 800,
Björn Jónsson 120, Hafrún 1200,
Náttfari 900, Ólafur bekkur 1150,
500, Hannes lóðs 400 og Svanur
750. Flotinn var í Miðnessjó og
norður í kanti.
Augfiýsið í VBSI
Samið í Katanga?
Námufélagið í Katanga
er nú sagt tilleiðanlegt til
viðræðna við fulltrúa Sam-
einuðu þjóðanna um skipt
ingu tekna af námurekstr-
inum.
Herflokkar úr liði Sameinuðu
þjóðanna voru í gærkvöldi seint
komnar að útjaðri námubæjarins í
grennd við landamæri Norður-
Rhodesiu, en í bæ þessum hefur
Tsjombe sett upp höfuðstöð sfna.
Nýjar fréttir frá Jadotville voru
ekki fyrir hendi í morgun snemma,
en í gærkvöldi hermdu fréttir það-
an, að lið Katanga myndi berjast
þar til hinzta manns og ef í það
færi skilja þar við allt í rústum.
Fyrr í gær höfðu borist fréttir
um, að U Thant hefði neitað að
fallast á skilyrði Tsjombe fyrir
því, að hann færi til Elisabeth-
ville til samkomulagsumleitana.
Krafðist Tsjombe vopnahlés á
svæðinu milli Jadotville og Elisa-
bethville og ferðafrelsis fyrir sig
og ráðherra sína. P Thont hafnaði
á þeim grundvelli, að reynslan
sýndi, að loforðum Tsjombe væri
ekki að treysta.
Þessi afstaða U Thants vekur
furðu á Bretlandi, þar sem menn
líta svo á, að með því að beita
hervaldi hafi verið Iagt út á hættu-
legar brautir og brotið í bág við
sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar
líta menn og svo á, að Kennedy
forseti, sem talinn er hafa heitið
U Thant stuðningi við stefnu hans
í Kongó, ætti að taka meira tillit
til brezkra skoðana og þess, að
brezkt samveldisland (Norður-
Rhodesia) er nágrannaland Kat-
anga.
Sslendingar sjú
hið fræga
Kennedy - viðfal
Upplýsingaþjónusta Bandaríkj-
anna hefur nú ákveðið að hafa
sýningu opna almenningi á kvik-
mynd þeirri sem tekin var af sjón-
varpsviðtali Kennedys forseta á
dögunum. En frá þessu merkilega
viðtali var nýlega skýrt í Vísi, er
það var sýnt íslenzkum ráðherrum
og öðrum forustumönnum hér á
landi.
í því ræðir Kennedy forseti við
þrjá bandaríska fréttaménn á mjög
hreinskilin hátt um mörg helztu
vandamál heimsins. Samtalið var
óundirbúið og varð fyrir bragðið
miklu persónulegra og skemmti-
legra en venjuleg fréttasamtöl.
Ýmis ummæli forsetans í þessu
samtali vöktu heimsathygli.
Sýningin fer fram í Nýja Bíó á
laugardaginn kl. 3 síðdegis.
Breskir fískimena kvarta
yfír yfírgaagi Rússa
Þeirri skoðun vex nú óðum fylgi
meðal brezkra fiskimanna, að á-
kveða þurfi 12 mílna landhelgi um
hverfis Bretland.
Stafar þetta af því, að Bretar
hafa nokkrum sinnum á undan-
förnum vikum átt í brösum við
rússneska fiskimenn, sem sækja
nú á mið við Bretland í ríkara
mæli en nokkru sinni fyrr — og
sjást jafnvel að veiðum þar, þótt
hitt sé algengara að rússnesk fiski
skip séu á lóni við eyjarnar, en
hafizt ekkert sérstakt að.
Rússnesk fiskiskip eru m.a. að
veiðum undan suðvesturströnd
Bretlands, Þar hafa menn talið um
70 veiðiskip og eitt verksmiðju-
skip, sem komu á þessi mið
snemma í desember og hafa veiði
skipin stundum verið svo nærri
Iandi, að til árekstra hefir komið
milli áhafna þeirra og brezkra
fiskimanna, sem telja á rétt sinn
gengið.
Fiskimenn hafa haldið fund í
Brixham, þar sem þeir hafa
samþykkt að senda nefnd
manna á fund landbúnaðar- og
fiskimálaráðherrans til að
hvetja hann til þess að berjast
fyrir því, að fiskveiðalandhelgi
við Bretland verði stækkuð.
Formaður nefndarinnar, togara
skipstjóri að nafni Richard Cove,
héfir komizt svo að orði í samtali
við blöð um þetta mál, að 12 mílna
landhelgi sé „nauðsynleg" (essent-
ial). — Brezku fiskimennirnir
segja meðal annars, að hinir rússn
esku hafi togað yfir lfnur þeirra,
og eyðilagt veiðarfæri fyrir um
það bil 3000 sterlingspund. Fari
því fjarri, að Rússar geri ^ þetta
af tilviljun eða í ógáti, því áð lín-
urnar séu vel merktar. Einu sinni
kom það fyrir, þegar skelfiskveiði
menn voru að reyna að finna veið-
arfæri, sem þeir höfðu týnt vegna
veiða Rússa, að „fimm togarar tog-
uðu af ásettu ráði og hlið við hlið
þvert yfir Iínur brezku fiskimann
anna, svo að mörg hundruð krabba
gildrur slitnuðu frá og sukku til
botns“. Lína frá einum brezku
bátanna festist í vörpu eins Rúss-
ans, sem togaði áfram, eins og
ekkert væri, þótt Bretarnir köll-
uðu, og urðu þeir loks að höggva
á línuna til að losna.
Skemmdarverk í Eyjakirkjugarði?
í einu dagblaðanna í morgun
birtist rosafrétt um að spjöll
hefðu verið unnin á kirkjugarð-
inum í Vestmannaeyjum á gaml-
árskvöld. Hefðu þar verið brotin
milli 70-100 trjáplöntur í garð-
inum og fallegur trjágróður á
leiðum eyðilagður, Var þessu
jafnað við skemmdarverk
sænskra unglinga í kirkjugörð-
um jólin.
Vegna þessarar fréttar snéri
Visir sér í morgun til bæjar-
fógetaebættisins í Vestmanna-
eyjum og spurðist fyrir um
þetta mál.
Voru þau svör gefin að em-
bættinu væri allsendis ókunn-
ugt um að nokkur spjöll hefðu
verið unnin á kirkjugarðinum og
ekki hefði heldur lögreglu kaup
staðarins borizt neitt um það
til eyrna. Þá kvaðst formaður
sóknarnefndar Vestmannaeyja
ekki vita til þess að umrædd
spjöll hefðu verið unnin á garð-
inum.
Embættið kvað því hér vera
um tilhæfulausa fregn að ræða.
Auglýsing um sumlugs-
sUrteini og iðgjöld
Samlagsskírteini ársins 1962 gilda áfram,
þar til auglýst verSur útgáfa nýrra skírteina.
Greiðslur þarf ekki að færa inn á skírteinið.
Mánðaraiðgjald verður 60 kr. frá 1. jan.
Sjúkrasamlag Reykjavíkur.
Jólatrésskemmtum
Glímufélagið Ármann verður haldin að Hótel
Borg mánudaginn 7. janúar kl. 3 síðdegis.
Skemmtiatriði — Margir jólasveinar —
Kvikmyndir.
Aðgöngumiðar eru seldir í bókaverzlunum
Lárusar Blöndal, Vesturveri og Skólavörðu-
stíg 2, Sportvöruverzluninni Hellas og Verzl-
uninni Vogaver.