Vísir - 04.01.1963, Side 3

Vísir - 04.01.1963, Side 3
V1SIR . Föstudagur 4. janúar 1963, 6 Jf ‘,f W' »''A ■éíM>. ■ ■ . I W£.l v . ■ issililps wmámm , * •« éhHH| wmm. Thalidomid-börnum hjdlpað taugaveikluðu fólki ró án þess þó að það yrði forfallið í lyfið. Mest var notkun þess í Þýzka- landi, þar sem Thalidomid varð eitt algengasta svefnlyfið. ★ En lyfið reyndist hinn mesti ógæfuvaldur. Nú, þegar það hef- ur loksins verið bannað og tekið úr notkun, fæst yfirlit yfir hin hörmulegu gjöld. Yfdr 7 þúsund ungbörn hafa fæðzt vansköpuð, aðallega útlimalaus. Það verður nú eitt brýnasta verkefni læknavísindanna, að finna upp nýjar aðferðir, sér- staklega í útlimasmiði, til þess að bæta aðstöðu þessara van- sköpuðu barna er þau vaxa upp. Svo er mælt, að bömin séu að öllu leyti eðlileg, sérstaklega að þau séu andlega heilbrigð. ★ Sú fræðigrein, sem fæst við uppfinningu og smíði gervilima, hefur þróazt mjög á undanförn- um árum og sýnir Myndsjáin í dag nokkur dæmi þess hvernig útlimalausum bömum er gert mögulegt að bjarga sér. En bet- ur má ef duga skal. Er vonast eftir því að framfarir verði nú örari en nokkru sinni fyrr á þessu sviði, svo að Thalidomid- börnin geti bjargað sér f þjóð- félaginu. Ekkert má til spara til að hjálpa þeim. Öllum er nú kunnugt um þann mikla harmleik, sem orsakaðist af nýju lyfi, svokölluðu Thalid- omid, sem lyfjaverksmiðja í Þýzkalandi fór að framlciða og selja fyrir nokkrum árum. Hinu nýja lyfi var lýst sem undrameðali er veitti þreyttu og Myndirnar sér á síðunni eru af bömum, sem fæddust van- sköpuð án útlima fyrir nokkr um árum, áður en Thalid- omid-hneykslið kom upp. Þá var fæðing slíkra bama mjög fátíð. Myndimar sýna hvem- ig bömunum er hjálpað. Þau geta borðað með stálörmum og stálgripum og þau geta gengið á fótastelli, sem sett er undir þau. Það sýnir hvern ig heégt er að hjálpa 7 þús- und Tahlidomid-börnum. En það merkilegasta við myndirnar er að þær sýna, að þessi vesalings böm geta brosað. Það er aðalatriðið að þau missi ekki hugrekkið og duginn.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.