Vísir - 08.01.1963, Qupperneq 3
V í S IR . Þriðjudagur 8. janúar 1963.
«» . ■r-:. «wapw«»»t--re.,Ai.i»ii.i ..iiieaciJU'uuuwiMn
Jules de Canouville Iýkur ævi sinni á vígvöllum Rússlands. Hann
fellur á bökkum Beresina-fljóts. Hann er leikinn af Stephen Boyd.
Pálína var mjög fögur kona
og er mynd hennar varðveitt
um alla eilífð í hinni fögru
höggmynd Canova, sem kölluð
hefur verið Borghese Venus.
Hún var einnig skarpgreind
kona sem lék sér að biðlunum
og hafði oft persónuleg áhrif á
stjórnarstefnu Napoleons.
I hinni miklu kvikmynd leik-
ur sjálf Gina Lollobrigida aðal-
hlutverkið Pálínu og er það álit
manna, að Gina hafi aldrei ver-
ið fegurri og skapmeiri en i
þessu hlutverki. Er því lýst sem
miklum leiksigri hennar.
ooo
Einn aðalþáttur kvikmyndar-
innar fjallar um baráttu Pálínu
og Jósefínu eiginkonu Napole-
ons um sama elskhugann. En
Jósefína var ekki síður lauslát
en Pálína. Hinn ungi maður sem
þær rifust um hét Jules de
Canouville og lyktaði ferli hans
þannig, að Napoleon tók hann
með sér i Rússlandsleiðangur-
inn. Þar féll Canouville.
. Myndsjáin birtir í dag nokkr-
ar atriðismyndir úr kvikmynd-
inni, sem hefur vakið svo mikla
athygli.
Þegar Napoleon er gersigraður og leggur niður völd yfirgefa allir
yinirnir hann. Þá Ieitar hann hælis hjá systur sinni Pálínu.
•Nýlega er lokið suður
á ftalíu töku mikillar
kvikmyndar, sem fjallar
um líf Pálínu Bonaparte
systur Napoleons keis-
ara, sem frægust varð
undir heitinu Paola Borg
hese, en Napoleon gifti
hana ítölskum aðals-
manni af hinni virðulegu
Borghese ætt.
Það hjónaband varð þó lítið
meira en nafnið tómt, því að
Pálína var hin mesta léttúðar-
drós, lifði í stöðugum veizlu-
fagnaði ýmist í París eða Ítalíu.
Hún var mesta lauslætisdrós og
átti fleiri elskhuga en á fingr-
um yrði talið.
Jósefína neyðir Pálínu til að giftast Leclerc hershöfðingja, en
skömmu síðar andast hann og sést Pálína hér við dánarbeð hans.
\