Vísir - 08.01.1963, Síða 7

Vísir - 08.01.1963, Síða 7
V 1 S IR . Þriðjudagur 8. janúar 1863. Úljósar fregnir af fyr- irgangi í jazzheiminun ef'tir Leif Þórorinsson ^lloft á förnum vegi hefur mað- ur heyrt þá, sem telja sig einkavini heilagrar Sesselju, hella sér út yfir eitthvað sem þeir kalla fjárans jazzinn. Þeir eiga vita- skuld við þá dægurlagasúpu sem ungir sem gamlir íslendingar eru fóðraðir á af Ríkisútvarpinu og þá ekki síður Keflavík plús hverri einustu danshljómsveit sem á sér lætur kræla, og virðist raunar dafna aldeilis prýðilega af, en á þeim kræsingum bera amer.sku negrarnir, höfundar jazzins svo- nefnda, harla litla eða enga á- byrgð. Reglulegur jazz heyrist í rauninni afar sjaldan á þessum frostbitnu slóðum. Eitt af örfá- um tækifærum sem íslenzkum almenningi gefst til að fúlsa við honum, er þegar Jón Múli flytur sína ágætu kynningarþætti í út- varpinu en það er hins vegar alltof sjaldan, og af miklum van- efnum hvað nýjar hljómupptökur snertir. TJugmyndaruglingur um jazz A og venjulega dægur- og dansmúsik er svo sem engin ný bóla. í rauninni má fullyrða, að slíkt hafi einmitt helzt staðið jazzinum fyrir þrifum, og hafa þó æði margir farartálmar orðið á þróunarbraut hans. Komist hins vegar einhver, sem hefur sæmilega fótfestu á evrópskum músikgrundvelli, í tæri,við ósvik- inn jazz, er ekkert líklegra en'sá hinn sami dæmi hann skilyrðls- laúst 'léttvægan, og jafnvel einsK- is virði. í honum finnst ekkert sem á evrópska vísu gæti kaliast skipuleg uppbygging, og hljóm- rænt innihald hans er oftast frumstætt, og eitt fyrir sig held- ur leiðinlegt. Af hreint fjárhags- legum ástæðum hafa flestir jazz- menn orðið að sækja lagrænan efnivið í dægurmúsik hvers tíma, og upphaf sitt á jazzinn að nokkru leyti að rekja til hljóð- færaleikaranna í bordellóunum í New Orleans um aldamótin. Ekkert af þessu þykir nú veru- lega fínt, og er víst varla nema von. En jazzinn inniheldur samt ýmislegt sem engum unnanda músikgyðjunnar er sæmandi að skella við skollaeyrum. Hann byggist til dæmis á beitingu tón- blæbrigða hinna ýmsu hljóðfæra, í ríkara mæli en nokkru sinni hefur þekkst í evrópskri músik. i Hljóðfalls^kipun hans getur í fljótu bragði virst einfeldnings- leg, ekki sízt ef grunnhljóðfallið er slegið af ekki alltof gáfuðum Leifur Þórarinsson. mun á næstunni rita allmargar greinar um tónlist hér í blaðið. Birtist hin fyrsta þeirra hér í dag og fjallar hún um jazzinn og suma þá sem hann leika bezt. trommuleikara. En leggi menn eyru við rödd einhvers blásturs- hljóðfærisins, og séu svo heppnir að það sé í höndum fólks eins og Louis Armstrong eða Lester Young, fer ekki hjá að þei heyri með hvílíku öryggi og létt- leik tónar hinna „improviseruðu1' lagtilbrigða falla á ólíklegustu stað umhverfis slíkt hljóðfall, og með að því er virðist óendanleg- um breytileik. Þetta? og ótal- margt annað, skulum við geyma okkur, þar til einstakir stílar og höfundar jazzins verða til um- ræðu. TXvernig sem á það er litið, er jazzinn innrás negrans í iista- og skemmtanaheim þeirra hvítu. Þróun hans stendur í beinu samhengi við jafnréttisbar- áttu negranna, og viðbrögð ráð- andi afla í listaheiminum gegn honum, ber að skoða í því ljósi. Stefna þeirra hefur alla tíð verið meðvitað eða ósjálfrátt, að halda honum í listrænum neðri byggð- um skemmti- og danstónlistarinn- ar, og hingað til hefur þeim orðið sorglega oft að ósk sinni. Flestir hinna yngri jazzunn- enda og músikanta álíta að jazz- inn sé eins og svokölluð klassísk músik fyrst og fremst til að hlusta á. Hlutverk hans sem dansmúsik og hulinshjálmur drykkjuláta, skuli vera lokið. Hann sé sjálfstætt listform og eigi fullt tilkall til þeirrar rólegu yfirvegunar sem evrópsk músik- hefð hefur skapað sínum af- kvæmum. En næturlíf stórborg- anna gerir enn sínar kröfur, og sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir æsifregnir af stórsigrum jazzins í Carnegie og Philharmonic Hall, og velheppnuð „festivöl" í New- port og Washington, eru reyk- sýjaðir næturklúbbar hans eina örugga húsaskjól. Það er eflaust rétt, að jazzklúbbarnir í Green- wich Village séu snöggtum skárri vinnustaðir en ástarmarkaðurinn * 52. stræti og Times Square hverf- inu. í Greenwich Village (einum elzta hluta New York borgar) er á síðustu árum hefur verið aug- lýstur upp sem listamannahverfi í forkostulegum leikhússtíl, þykir kynþáttamisrétti til dæmis ekki LESTER YOUNG lega baráttu undangenginna kyn- slóða, og kokhreysti ungu mann- anna, hefur jazzinn tapað, I það minnsta í bili. Konsertar í venjuleguin hljóm- leikahúsum hafa ekki reynst sá afkomugrundvöllur sem jazzleik- ararnir höfðu vonað. Og þegar búið er að skifta gróðanum af festivölunum milli agenta og aug-, lýsingamanna, er oftast sáralítið eftir handa músíköntunum. Og sem listviðburðir eru þessir kon- sertar og festivöl yfirleitt harla lítils virði. I augum agentanna, er oft á tíðum eru eigendur eða full- trúar klúbba og plötufyrirtækja, er gildi þeirra fyrst pg fremst auglýsingagildi, og öll tilhögun þá sniðin eftir þvi. Á einum konsert er ekki ólíklegt að milli fimm og tíu hljómsveitir séu látnar koma fram, hver á fætur annarri, líkt og CHARLIE PARKER tilhlýðilegt. Alskeggjuð borgara- börnin, sem hafast þar við þangað til familían verður þeim út um virðulegt ævistarf, leggja jafnvel lykkju á leið sína til að krækja „a crazy Negro“ í kunningjahóp- inn. Úr nokkurri fjarlægð virðist nefnilega eilftill ævintýraljómi leika um jazzistana. Þarna dansa þeir inná skrautlýst sviðið, með gljáfægða hlátra í andlitunum, og ölglaðir s áheyrendur hrópa og stappa og klappa í tryllingslegri hrifningu. Áður en fagnaðarlætin ná að deyja út, hefja þeir æsandi samleik á horn sín og bumbur og einn af öðrurn rekja þeir fagnað- arboðskap í lífsglöðum sólóum. Og dagblöðin og vikuritin kepp- ast við að birta af þeim myndir, og þeir ku raka saman dollurum af metsölu nýjustu grammófón- plötunnar. En á bakvið fagurtennt brosin, sem, ef betur er að gáð, eru sama gríman og allir svertingj ar setja upp í návist þeirra hvítu. felast þreyttar, ef ekki örvænting arfullar sálir. Því þrátt fyrir hetju númer í fjölleikahúsi. Menn geta ímyndað sér hver skilyrði þetta eru fyrir listgrein sem byggist á skyndiinnblæstri og stemmningu, fyrir tónlistarmenn sem að miklu leyti semja tónlistina um leið og þeir flytja hana. Sé klassískum túlkara nauðsynlegt að spila sig upp, eins og það er kallað, getur jazzmúsikantinn bókstaflega ekki lifað án þess. En þarna næst þó pft margfalt betri árangur en í klúbbunum. I næturklúbbunum, ekki aðeins í Greenwich Village, þar sem þeir eru langskástir, heldur í öllum stærri borgum Bandaríkjanna, verða músikantar að vinna við hin ömurlegustu skilyrði. Þar verða þeir kannski að leika fyrir drukkinn símalandi lýðinn, frá klukkan 9-10 að kvöldi til 4. um morguninn. Loftið er mettað tó- baksreyk og andremmu nætur- svallsins, og þar sem féglaður eig- andinn telur sjaldnast ástæðu til að kóma upp mannsæmandi bún- ingsherbergjum, eru nálægar krár og kaffihús eina athvarfið, vilji þeir kasta mæðinni í leikhléum. Þeir eru ófáir, sem grípa til hero- innálarinnar eða marijuana stöng- ulsins, til að dreifa athyglinni frá þessum ærandi þrældómi, og sálar drepandi lítilsvirðingu. Eina^leið- in til að koma tónlist sinni á framfæri við sæmileg skilyrði finna jazzleikararnir í upptökusöl- um plötufyrirtækjanna. En hún er hins vegar aðeins opin þeim sem getið hafa sér verulegan orðstír. Og jafnvel þeir sem þar komast inn, eru ekki sjálfs sln herrar nema að takmörkuðu leyti. Þeir eru háðir sölusjónarmiðum og duttlungum eigendanna, og það skýrir að nokkru leyti hvers vegna snillingar á borð við t.d. Charlie Parker eða Dizzy Gille- spie létu stundum frá sér fara hluti, sem varla eru samboðnir annars flokks listamönnum. Og það er óhugnanlegur þáttur í plötusvindlinu, þegar vissir ag- entar þröngva skjólstæðingum sín um til að skipta um útgáfufyrir- tæki og gera samning við fyrir- tæki sem þeir annað hvort eiga hlut i sjálfir eða hafa þegið af mútur. Agentarnir eiga nefnilega hægt um vik, þar sem þeir eru oftast valdamiklir á skemmtana- markaðnum, og geta útilokað þá listamerin, sem ekki haga seglum eftir vindi, frá allri vinnu í lengri eða skemmri tíma. Jazzklúbbur- inn Birdland var ekki alls fyrir löngu hið gullna þlið til frægðar og frama í New York. Og menn þurfa vart að velt vöngum lengi yfir hvers vegna margir þekkt- ustu jazzleikarar heimsins riftu samnirtgum við útgefendur sína, á árunum 1958 til 1960, til að hefja innspilanir á vegum plötufyrir- tækisins Roulette. Það kemur sem sagt upp úr kafinu, að sami mað- ur, Hr. Morris Levy, er aðaleig- andi bæði Birdlands og Roulette. Eftir því sem bezt verður séð er helzta vonin til framdráttar jazzinum, bessu eina frumlega list fyrirbrigði sem Ameríka hefur lagt heirriinum til. enn sem kom- ið er, að iðkendur hans sýni þann Framhald á bls. 10. !K2v-‘ Ltra

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.