Vísir


Vísir - 08.01.1963, Qupperneq 8

Vísir - 08.01.1963, Qupperneq 8
8 V í SIR . Þriðjudagur 8. janúar 1963. VISIR Jtgetandi: Blaðaútgátan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingóifsstræti 3. Áskriftargjald er 55 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Æskan í dag Kirkjuspjöll sænskra unglinga á jóladag hafa orð- > ið mörgum umtals- og umhugsunarefni á þeim dög- um, sem síðan eru liðnir. Spjöllin sýna, að háþróað þjóðfélag, sem býr forkunnar vel að þegnum sínum frá vöggu til grafar, elur samt upp æsku, sem er sið- laus. íslenzkur æskulýður á einnig við sín vandamál að etja, þótt sem betur fer hafi ekki slík ódæmi gerzt hér á landi sem á jóladag í Svíþjóð. Til skamms tíma hefir þeim vandamálum harla lítill gaumur verið gef- inn. Heimilin hafa verið talin fullfær um að annast æskuna, rétt eins og var þegar þjóðin bjó enn við sveitamenningu. En nú eru breyttir tímar og borg- arlífið felur í sér ný vandamál. Reykjavíkurborg og aðrir kaupstaðir hafa á síðustu árum búið mjög í hag- inn fyrir æskuna. Tómstundaheimili hafa risið af grunni og Tjarnarbær er miðstöð lista og menningar. Það er tvímælalaust rétt stefna að staðsetja tóm- stundaheimilin út um borgina í hverfunum, sem næst heimilum barnanna. Þannig eiga þau auðveldast með að sækja þau, án þess að þurfa að hverfa langt út fyr- ir veggi heimilisins. Um nokkurt skeið hefir Lido nú verið rekið fyrir æsku borgarinnar af framtakssömum veitingamanni, án nokkurs opinbers styrks. Eigandinn hefir nýlega lýst því yfir hér í blaðinu, að tap sé á rekstrinum, og ef skemmtanaskattur verði ekki gefinn eftir af ríkis- ins hálfu, verði skammur starfstími fyrirtækisins. Það færi illa ef Lido lokaði strax aftur dyrum sín- um fyrir æskunni. Því kemur það mjög til athugunar að bærinn eða ríkið hyggi, hvort ekki sé rétt að hlaupa hér undir bagga. Að vísu eru nokkuð skiptar skoðanir á því fyrir- tæki að safna æskunni í eitt stórhýsi til dansskemmt- ana. En þetta er tilraun til þess að koma á heilbrigð- ara skemmtanalífi ungs fólks og hana ber ekki að dauðadæma fyrr en séð er hvern ávöxt hún ber. Sjóhæfni fiskiskipa : 1 síðustu viku birtist hér í blaðinu mjög athyglis- verð grein eftir Sigurjón Einarsson skipstjóra um hin tíðu sjóslys að undanförnu, er skipum hefir skyndilega hvolft. Var þar orsökin rakin m. a. til kjölfestuleysis í hinum nýju skipum, auk ofþunga á dekki. Nú hefir skipaskoðunarstjóri tekið undir þessi orð og skorað á alla skipstjóra að hverfa helzt algjörlega frá dekk- hleðslu á fiskibátum. Þetta er stórmál. Það er öryggis- mál og tugir sjómanna geta átt líf sitt undir því að hér sé fyllsta varkárni sýnd. En eru hin tíðu slys og meintar orsakir þeirra ekki tilefni til gagngerðrar opinberrar rannsóknar á sjó- hæfni íslenzkra fiskiskipa? , Á síldveiðum í YEÐURHORFUR næsta sólarhring: Suðvestur land, austan eða suðaust an kaldi, stinningskaldi á miðunum. Það er talið vafasamt, að það verði sjóveður. Það hefir verið rysjutíð og stopul sjósókn undanfarið. Ég hafði ver- ið búinn að tryggja mér að fá að fljóta með m.s. Eldborg út á síldarmiðin, ef það gæfi. Það er ekki fyrr en eftir hádegið, að Gunnar Hermannsson, skipstjóri Eldborgar, á- kveður að leggja í ’ann. Haldið skal út ekki seinna en klukkan tvö. Landkrabbi um borð. Skipshöfnin á Eldborg virðist stundvís, því að allir eru mættir á réttum tíma. Ég varð átakan- lega var við, að sjómönnum þyk ir ekki sérlega fiskilegt að fá landkrabba með á veiðar, og var ég óspart látinn heyra „andann“ á þann hátt, sem svo vel hæfir íslenzkri sjómannslund. Það var Síðan er klukkutíma matarhlé. í eldhúsinu rikir Valmundur. Stefnt vestur í Jökuldjúp. Fljótlega eru tekin fram spilin miðunum. Hún stendur djúpt enn þá, en er að færast ofar f sjón- um, segja þeir, sem komnir eru á miðin. Veðrið er ekki sem léttur andinn urp borð í Eldborg. 0g t:íniinn líður fljótar með því verst, svo að það er tímaspurs- Það er byrjað að rigna, og það kvað nú bara vera betra, segja sjómennirnir, þá kemur hún bet- ur upp, heldur en ef það væri tunglskin. Leitað í asdic. Um leið og komið var út úr að dreifa hu8anum við sPila‘ mál> hvenær byrjað verður að hafnarmynni, settust þeir í borð- mennskuna á leið til síldarmið- kasta. Hún hlýtur að gefa sig salihn, sem ekki stóðu vaktir. Að- anna- ^1, seSÍa þeir> sem sveima yfir alumræðuefnið varð auðvitað afla Á miðri Ieið fórum við að fylgj torfunum vestur 1 Jökuldjúpi. fréttir, veðurhorfurnar, og síðan ast með því í gegnum talstöðina, Klukkan er að verða nín hprnr léttara hjal. h.eraig átlitih muni vera áti á vls nálgnmst “ot™” þeirra með nótina á síðunni. Þau skip eru ýmist að draga nótina eða eru að háfa. Síldveiðiflotinn er eins og borg til að sjá, sam- felld Ijósadýrð. Skipstjórarnir tala saman sín á milli i gegnum talstöðina. Sumir gefa upp, að þeir hafi kastað einu sinni eða tvisvar og ;_Tinn þetta 200 — 300 tunnur í kasti, .bragðs góð síld, segja þeir. Það virðist ekki vera mikið um stór- köst að ræða. Gunnar skipstjóri stendur við hin marg-rómuðu asdic-tæki og veitir athygli því, sem tækin sýna. Það sjást torfur, en þær reynast standa of djúpt, eða síld- in er of dreifð, svo að Gunnar leitar betur. Hann gefur hásetan- um við stýrið upp stefnuna, sem stýra á hverju sinni, og við för- um stóran sveig utan til í hinum stóra síldveiðiflota. Kraftblökkin hífir nótina hægt og rólega inn. zx.. •. jitra

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.