Vísir - 21.01.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 21.01.1963, Blaðsíða 3
tffSIR . Mánudagur 21. Janúar 1963. 3 1«*™« S SliSiiÍÍliil* |jg|MB|pj . — : f j VÍÐINES >f Það er álit margra, sem vit hafa á, að það raunhæfasta, sem gert hefur verið i áfengismál- um hér á landi, sé starfsemi Bláa bandsins. Það rekur nú vistheimili f Reykjavík fyrir drykkjumenn, en þar sem kom- ið hefur í ljós að dvölin þar tek- ur yfir of skamman tíma til að verða að fullu gagni, hefur það að undanfömu rekið vistheimili á Víðinesi á Kjalamesi. Við fórum þangað upp eftir og hittum Jón Sigurðsson, ráðs- mann, sem þekktur er orðinn af metsölubókinni, sem út kom i vetur. Sýndi hann okkur stað- inn. og lýsti starfseminni. — Á heimilinu em nú 17 vistmenn, sem er raunverulega einum meira en rúm er fyrir. Vistmenn hafa þama ágætan aðbúnað. Era yfirleitt tveir sam- an i herbergi. Auk þess hafa þeir setustofu, billiard-herbergi og fleira til dægrastyttingar. — Vinnu stunda þeir fimm tima á dag og er vinnutfmanum skipt í tvo hluta, fyrir og eftir hádegi. Á sumrin er jörðin heyjuð og unnið að alls kyns umbótum í kringum húsin. Að vetrinum vinna vistmenn hins vegar við að setja upp veiðarfæri. Sagði Jón, að vinna þessi væri fyrst og fremst til þess að halda / mönnum i Ifkamlegu standi, frekar en til að láta þá vinna fyrir sér. Reynslan hefur sýnt, að dvöl þaraa gefur mjög góða raun til Iækningar á ofdrykkju. Segir Jón að eitt það mikilvæg- asta til að hægt sé að lækna hana, sé að gera sér grein fyrir að hér er ekki um löst að ræða, heldur sjúkdóm. Á efstu myndinni t. h. eru aðalbyggingar vistheimilisins að Víðinesi. Til vinstri er Jón Sig- urðsson ráðsmaður. Á myndinni i miðið leikur einn vistmaður á orgel í fristundum. Á myndinni að neðan til hægri er Pétur Pét- ursson skipstjóri með tíkina Týli, sem er mjög vinsæl á staðn um. Að neðan til vinstri eru starfsstúlkur í eldhúsinu, Mar- grét Bjarnadóttir t. v., og Halla Hennóðsdóttir ráðskona

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.