Vísir - 21.01.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 21.01.1963, Blaðsíða 5
VÍSIR . Mánudagur 21. janúar 1963. 5 m E3 RöðulS — Framh. af bls. I EITRUN í ANDRÚMSLOFTI Borgarlæknir fór út í tog- arann við komu hans til Reykja víkur og skoðaði aðstæður og líðan sjómannanna. — Hann komst að þeirri niðurstöðu að eitrun myndi vera að ræða frá frystivél skipsins. Rannsókn á frystivélinni fer nú fram og mun hafa komið í Ijós, að ör- yggi í sambandi við vélina var ábótavant. Öxulþéttiskífur ó- þéttar, útblástursvifta ekki í sambandi þar sem öryggisloki var sleginn út og ennfremur var enginn aðvörunarmiðill £ frystiyökvanum, svo að hann er lyktarlaus. Efnið í frystivökvanum er svokallað methylklórid, sem er eitrað efni, allskylt methylalkó- hóli eða tréspiritusi. Ekki er það talið saka að anda því að sér skemmri tíma, en hættulegt ef það er lengri tíma, kannski marga daga. ÓVINNUFÆRIR Togarinn Röðull var að veið um í Meðallandsbugtinni þegar þessi veikindi gerðu vart við sig. I fyrstu var sem fyrr segir, ætlað að hér væri um umgangs pest eða einhverskonar matar- eitrun að ræða. En ástandið var orðið svo siæmt, að allir háset- arnir sem búa í Iúkarnum fram í skipinu voru orðnir veikir og • komu ekki til vinnu á dekki. Einn þeirra hafði flutt sig aftur í skipið og veiktist hann ekki. Þegar skipið kom til Reykja- víkur £ fyrrinótt úm 3 leytið fór borgarlæknir, Jón Sigurðs- son, aðstoðarlæknir hans Björn L. Jónsson og fulltrúi Eggert i’ Ásgeirsson úb £ skipið á ytri j; höfninni og voru þar fram til kl. 8 um morguninn. Þeir tóku sýnishorn af matvælum til rann ] sóknar á þvi hvort um matar- eitrun væri að ræða, en bráð- lega beindist athyglin að þvi að hér væri um að ræða eitrun £ andrúmsloftinu. Fréttamaður Visis fór um borð í Röðul og skoðaði að- staeður. Þar hagar svo til, að netageymsla skipsins er undir lúk^ranum og hleri þar í góif- ið niður í geymsluna. í afmörk uðum bás í netageymslunni er frystivél skipsins. Var sýnilegt að ef eiturloft myndaðist frá frystivélinni myndi vera greið- ur aðgangur fyrir það að kom- ast upp í lúkarinn. Er þá mik- ið undir þvi komið hvernig Ioftiœsting er. Þegar fréttamaður Vísis kom þarna voru tveir menn frá Skipaskoðun ríkisins að skoða vélina og mæla eiturloftið með sérstökum tækjum. Vildu þeir annars fátt um rannsóknina segja og mun það allt koma nánar fram við sjópróf i mál- inu. Nú liggja tveir skipverjanna, þeir Þór Reynir Jensson og Brynjar Valdemarsson í sjúkra- húsinu i Vestmannaeyjum. Þeir voru verst haldnir og er líðan þeirra enn slæm. Hinrik Linnet læknir skýrði Vísi þó svo frá að þeir myndu vera úr lífs- hættu. Líðan þeirra virðist held ur batnandi. I borgarsjúkrahúsinu í Rvík liggja 11 menn og eru þeir þess- ir: Joachim Kaehler, Guðfinnur Erlendsson, Sigurður H. Gisla- son, Gylfi 'puðnason, Yngvi ÓI- afsson, Guðmundur Lárusson, Bárður Árni Steingrímsson, Bjarni Þ. Bjarnason, Þórir Atli Guðmundsson, Gunnar K. Þor- geirsson og Jón E. Helgason. Líðan þeirra er sögð eftir at- vikum. Annars voru þeir mis- jafnlega haldnir af veikinni, sumir veikari en aðrir. Síldin — Framh. af bls. 1 is í ^ær, en hvessti á miðunum, er á leið nóttina. Það voru ekki Akranesbátar, sem lóðuðu á síld þarna, þeir voru inni, heldur bátar frá öðrum ver- stöðvum. Það eru um 10 bátar á Akranesi, seni halda eithvað áfram á síld, en smærri bátarnir eru að tínast út á línu þessa viku, og eins og stendur eru þrír línubátar úti. Á Akranesi er sem stendur hol- lenzkt skip, Jonita, og tekur 700— 800 tn. af síld. Danska flutningaskipið Axel Sif, sem hingað kom lekt, er til viðgerð ar í slipp í Reykjavík, og er vænt- anlegt hingað að viðgerð lokinni. alveg draumur Þaö er O tur áklæbi 0 13 D 0 Q i Framlciðum áklacði í allar tegundir bíla OTUR — Hringbraut 121 Sími 10659 I Fékk kmmmgja sim til aí taka á sig sökina Á laugardaginn tók Iögreglan mann, sem nóttina áður hafði ekið undir áhrifum áfengis á grindverk inn í Kleppsholti, en fékk að þvi búnu mann til að taka á sig sökina. Það var um klukkan hálfsex á laugardagsmorguninn, sem kona nokkur vaknaði í húsi sínu í Klepps holti við hávaða úti fyrir. Varð henni litið út um gluggann og sá þá hvar ekið hafði verið á trégrind- S.H. — Framhald af hls 1 yfir þeim hækkunum, sem orðið hafa á verði á fiski til vinnslu inn anlands, þar sem þær séu mun meiri en hækkanir á markaðsverði. Til úrbóta benti fundurinn með- al annars á jrer leiðir, að Seðla- bankinn lækki vexti af afurðalán- um sjávarútvegsins um 2%. Þá leggur fundurinn til að útflutn- ingsgjald og skattur á sjávarafurð um verði lagt niður í núverandi formi og verði lagt á magn, i stað þess að leggja það á verðmæti, eins og nú er. Þá leggur fundur- inn til að hraðað verði tollalækk- unum, þar sem ýmis konar vernd- aður iðnaður keppi um of við út- flutningsatvinnuvegina á vinnu- markaðnum. Framleiðsla frystihúsa innan SH var á árinu 1962 62.804 tonn, en á árinu 1961 var hún 61.969 tonn. Aukning á útflutningi SH nam 14,6%. Stærstu kaupendur voru (innan sviga tölur frá ’61); Rússland 19.714 (5.574), Bandarík- in 14.441 (14.723) England 5179 (7.744) Tékkóslóvakia 5.141 (5844) V-Þýzkaland 4.243 (5.087), A- Þýzkaland 4.226 (991), Pólland 1.807 (2.997), Rúmenia 1.756 (23), Holland 1.181 (1.551). Sést af þess- um tölum að útflutningur S. H. hefur minnkað til vestrænna landa, en aukizt til flestra A-Evrópuland- anna. Bænaskró — Framn u us 16. sagði, að allir sem beðnir hefðu verið, hefðu tekið vel í að und- irrita, og jafnframt að farið hefði verið i skóla í þessum til- gangi Þetta bænaskjal mun berast ríkisstjórninni einhvem næstu daga og svar hennar mun svo berast þegar Alþingi kemur sam an síðast í þessum mánuði, því að þá verður fyrir lögð tillaga Fram að þessu hefir verð að- göngumiða að skemmtunum unga fólksins í Lídó verið 65 krónur á sunnudögum, en myndi lækka niður í 40—45 krónur ef skemmtanaskattur ,yrði afnuminn. Á föstudögum og sunnudögum hafa aðgöngu- miðar kostað 45 krónur, en tnyndu aðeins kosta 25 krónur þá daga ef skemmtanaskattur- inn yrði afnuminn. Þessar upplýsingar eru frá forráðamönnum Lídó og ’ sýna að hér yrði um stórlækkun að ræða sem myndi geta ráðið úr- slitum um það hvort hin virð- ingarverða tilraun til að ur fyrir utan húsið. Jafnframt sá hún, að bílnum var ekið aftur á bak út úr spýtnabrakinu og að því búnu á brott. Ekki gat hún greint skrásetningarmerki bifreiðarinnar. Húseigandinn fór þá á stúfana og hafði ekki lengi leitað er hann fann bifreið, sem bar þess ótvíræð merki, að henni hafði verið ekið á grindverkið, m. a. vegna þess að tréflísar sátu fastar á bílnum. — Gerði hann lögreglunni þá aðvart og hóf hún leit að ökumanni, sem fyrst í stað bar ekki árangur. Kom hún að húsdyrum hans læstum, en seinna um daginn fann hún hann þó heima hjá sér, enda hafði hún þá fengið úrskurð um að fara inn i íbúðina ef ekki yrði opnað. Til þess kom þó ekki, Maðurinn opn- aði af sjálfsdáðun, en var þá vel við skál. Við yfirheyrslu reyndi ökumað- urinn að bera af sér að hafa ekið bílnum á grindverkið. Kvað annan mann, ódrukkinn, hafa gert það. Vildi sá einnig gangast undir þá sök, en við nánari samanburð á framburði þeirra komu þó veilur fram, sem bentu á að hér var ekki farið með rétt mál. Kom þar að lokum, að maðurinn viðurkenndi brot sitt, játaði að hafa verið drukk inn við stýrið og jafnframt að hafa fengið félaga sinn til að taka á sig Aflasölur í dag B.v. Harðbakur seldi ísfisksafla í Grimsby í morgun, 223 lestir fyr ir 14.693 sterlingspund. Gylfi seldi hluta af sildarfarmi í Hamborg, 150 Iestir fyrir 84 þús- und mörk. Hann selur afganginn í Cuxhaven á morgun. B.v. Vikingur selur síld og fisk i Cuxhaven í dag, Þorkell Máni í Bremerhaven, mestmegnis síld. um að afnema skemmtanaskatt af stöðum, sem starfa í þágu unga fólksins. Um siðustu helgi var margt um manninn í Lido og fór allt vel fram að venju, og má benda á að hljómsveit sú, er húsið hefur yfir að ráða, er ein skemmtilegasta danshljóm- sveit bæjarins. Hverju svarar nú rikisstjórn- in þessari athyglisverðu mála- leitan unga fólksins? Ætla má, að henni verði tekið með full- um skilningi. skapa ungu fólki góða aðstöðu til heilbrigðs skemmtanahalds lánast eður ei. — Ef skatturinn yrði afnuminn hefði a.m.k. allt verið gert.'sem unnt er, til að koma til móts við hags muni unga fólksins í þessu efni í þeirri von að það kjósi að skemmta sér á heilbrigðan hátt. Þess ber að geta um þær töl- ur, sem nefndar hafa verið, um afnám skemmtanaskattsins, „myndu ekki hrökkva til að lækka verð aðgöngumiða svo mjög, sem þar er nefnt, heldur er þar einnig um lækkun að ræða af hálfu veitingahússins, sem vill fyrir sitt leyti koma á móti unga fólkinu eins og unnt er jafnhliða því, að skatturinn yrði afnuminn. sökina. Samkvæmt lögum liggja þung viðurlög við því athæfi að taka á sig sök fyrir annan aðila, eða reyna að fá mann til þess arna. Þykir það mjög alvarlegt brot. Slys — Framh. af bls. 1. una, þar sem búið var að meiðsl- um hans, auk þess var hann látinn liggja þar nokkurn tíma til að sjá hvort einhver innvortis meiðsli gerðu vart við sig, en er svo varð ekki var hann fluttur heim til sín. Um klukkan 11 sama kvöld varð umferðarslys á Flringbraut rétt vest an Elliheimilisins. Hjón voru á leið yfir götuna, er Volkswagenbifreið, sem ekið var vestur götuna, bar að og lenti hún á konunni, Sæunni Gisladóttur, Brávallagötu 18. Sæ- unn kastaðist í götuna og hlaut áverka á höfði og fæti. Hún var flutt í slysavarðstofuna. í gær varð maður, Marino Valdi- marsson, Grettisgötu 49, fyrir bif- reið á Kalkofnsvegi hjá Hreyfils- stöðinni. Hann mun hafa fótbrotn- að. Aðfaranótt sunnudagsins fannst meðvitundarlaus maður liggjandi á Skólavörðustíg móts við Kron. — Hann var fluttur í slysavarðstofuna og komst úr því fljótlega til með- vitundar. í Hafnarstræti gekk ölvaður mað ur á bíl og meiddist eitthvað, en ekki alvarlega. Politiken — Framh at bls ltj. dag (í Vísi) að spiritisminn á íslandi væri alþýðutrúboð sem misjafnir menn stæðu fyrir. Einn af lögfræðingum höfuð- borgarinnar hefir lýst þeirri skoðun sinni að það sé óum- deilanlegt hlutverk biskupsins að sjá svo um að prestarnir boði Guðs orð ómengað, en ekki spiritismann. En dómpró- fasturinn í Reykjavík er ekki sömu skoðunar. Séra Jón Auðuns, sem er spiritisti, hefir óbeint átalið biskup úr predikunarstólnum fyrir þá þröngsýni, sem hann telur að einkenni fólk sem ekki viðurkenni spiritismann..... Bendir ýmislegt til þess að lát- ið merkisfólk muni láta heyra frá sér í æ vaxandi mæli fyrir atbeina íslenzkra miðla. Fyrsta stjarnan hefir þegar kveðið sér hljóðs — hún er Marilyn Mon- roe. Fyrrverandi forstjóri ríkis- útvarpsins Jónas Þorbergsson er sá heppni, sem boðskap henn- ar heyrði, fyrir tilstilli miðils- ins (Hafsteins) Björnssonar. Hún skýrði svo frá að hún hefði átt við nokkra erfiðleika að stríða í framhaldslífinu. er hún varð að venjast nýjum staðhátt um. Fyrrverandi sendiherra ís- lands i Danmörk, prófessor Sig urður Nordal, hefir ásamt ís- lenzkum rithöfundi gefið út safn um drauga og þjóðsögur, en ennþá hefir doktorsritgerð um drauga og spiritisma ekki séð dagsins ljós. Rafmagnsljósið og bætt sam- göngutækni hefir að vísu varp- að að nokkru skugga á hina gömlu íslenzku draugatrú, en ef til vill öðlast þó spiritisminn sama sess í vitund þjóðarinnar fyrir atbeina útvarpsins og prestanna. T Lídó-miðarni myndu stórlækka

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.