Vísir - 22.01.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 22.01.1963, Blaðsíða 2
2 V í SIR . Þriðjudagur 22. janúar 1963. ECörfuknattleikur: KFRsigraði á Hraðkeppnis- mótinu í gærkvöldi Húsbrot / veitingaskála— óspektir við slökkvistarf Siggi stóri hindrar Þorstein Hallgrímsson. Þeir bítast um boltann í leik K. F. R. og í. R. i gærkvöldi. Rannsókn i máli tveggja manna sem voru með drykkjulæti og ýmis konar óspektir i sambandi við hús brunann á Akranesi aðfaranótt 12. þ.m. er nú lokið af hálfu lögreglu- stjórans á Akranesi og verður mál ið sent til afgreiðslu sýslumanns- ins í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu í Borgarnesi. Að þvl er Haraldur Jónasson fulltrúi lögreglustjórans á Akra- nesi skýrði Vfsi frá eru málsatriði í aðalatriðum sem hér segir: Aðfaranótt laugardagsins 12. þ. m. barst beiðni frá sýslumannin- um í Borgarnesi til lögreglunnar á Akranesi um að hún handtæki þrjá menn sem myndu vera á leið inni þangað ofan úr Borgarfirði og hefðu þeir gert óskunda í veitingaskálanum á Hvítárvöllum jafnhliða því sem þeir hafa ráð- ist á veitingarmanninn. Var gizkað á að mennirnir væru í jeppa og sennilega myndi öku- maðurinn vera undir áhrifum áfeng is. Lögreglan var við beiðni sýslu manns og sendi menn á móti óróa- seggjunum en þá var klukkan far- in að ganga fjögur um nóttina. Komust lögreglumennirnir lang- leiðina upp að Hvítárbrú en mættu aðeins einum jeppa og héldu þá að þessi beiðni sýslumanns hefði verið á einhverjum misskilningi byggð. Datt þeim samt í hug að menn þessir kynnu að hafa verið í fólksbifreið sem þeir mættu á leiðinni, snéru þeir þá við og héldu út á Akranes aftur og voru ákveðn ir í að hremma umrædda fólks- bifreið þegar út á Ákranes kæmi. Raunin var og sú að menn þeir sem lögreglan leitaði að voru í fólksbifreiðinni, en þess skal getið jafnframt að sá sem ók henni reyndist ekki vera undir áhrifum áfengis, hins vegar báðir farþegar hans. Þegar fólksbifreiðin kom til Akra ness stóð húsið á Vesturgötunni í björtu báli. Nam hún þar staðar og báðir farþegarnir fóru út og gerðust aðsópsmiklir mjög svo að til vandræða horfði fyrir slökkvi- liðsmennina. Það var í fyrsta lagi að þeir voru báðir fyrir þegar slökkvilið- ið kom á vettfang og skýrðu þeir þá frá því að fjöldi manns væri inni í hinu brennandi húsi. En þær upplýsingar voru mjög til óþæg- inda fyrir slökkviliðsmennina. Ann ar vildi óður og uppvægur hjálpa eitthvað til og óð hann, þrátt fyrir aðvaranir félaga síns inn í brenn- andi húsið, en var þá kominn að köfnun af reyk og flýtti sér út að glugga húsins. Þar drógu slökkvi- liðsmenn hann út og skarst hann þá eitthvað við þau átök. Ekki lét maðurinn sér þetta að neinni kenningu verða en tók nú að skipa skökkviliðsmönnunum fyr ir og þóttist allt betur vita en þeir. En þegar þeir hiýddu ekki fyrir- skipunum hans tók hann einn þeirra haustaki og um hendurnar á öðrum tók hann, þar sem sá var með slökkvislönguna á lofti. Reyndu þeir að hrista hann af sér eftir mætti og sinntu honum sem minnst. Um þetta leyti kom óeinkennis klæddur lögregluþjónn á vettvang og reyndi að bægja hinum öl- j drukknu óróaseggjum frá. Kom tii ' átaka milli hans og þess sem ráð- izt hafði inn í húsið og háft sig j meira í frammi. Hafði lögreglu- þjónninn hann undir, en þá 'kom félagi hans honum til hjálpar og kvað ósæmilega farið með heið- virðar hendur, eins og hann komst að orði. Ekki kom þó til frekari stóraðgerða milli þeirra, enda barst þá fljótlega hjálp er lögreglumenn irnir komu úr Hvítárvallaför sinni, þeirri er að framan getur. Fluttu þeir drykkjurútana báða í fanga- geymsluna það sem eftir var nætur Taldi fulltrúi lögreglustjóra hér vera um einstæðan atburð að ræða og algera óhæfu í veigamiklu og áríðandi starfi slökkviliðsmanna, þar sem í raun og veru var um Framh. á bls. 5. I gærkveldi var haldið fyrsta hraðkeppnimót vetrarins í körfu- knattleik og tóku 4 lið þátt í keppn inni. Úrslit mótsins kom mjög á óvart, en það var hið gamla og reynda lið KFR, sem sigraði ÍR í spennandi og hörðum leik, í lok leiktímans, sem var 2x15 mínútur, voru liðin jöfn, 24 — 24, en í fram- lengingu, 1x5 mín., tókst KFR að setja 3 stig og sigruðu því Islands- meistarana ÍR með alla sfna lands- liðsmenn. Og kom sá sigur öllum körfuknattleiksunnendum mjög á óvart. Fyrsti leikur kvöldsins var á milli KFR og unglingaliðs KR. — Leikurinn var jafn fyrstu 10 mín., en þá var staðan 12 — 11 fyrir KFR. Síðustu 5 mín. tókst KFR-liðinu vel upp og breyttu tölunum í 20 — 15. Þannig var staðan í hálfleik. I síðari hálfleik léku liðin mjög líkt og var forskot KFR-Iiðinu til mikillar heppni. Leiknum lauk með verðskulduðum sigri KFR, 36 — 29. Segja má, að sigur þeirra í þess- um leik hafi eingöngu verið að þakka Einari Matthíassyni, en hann skoraði 15 stig í leiknum og átti mjög góðan varnarleik. KR-liðið kom einum of sigurvisst inn á og var það þeim að falli í þetta sinn, en leikmerin KR voru fyrir Ieikinn við KFR farnir að bollaleggja sigur leik sinn við ÍR í úrslitunum. Og má með sanni segja, að það væri einum of mikil bjartsýni. KR-ing- arnir voru að vísu óheppnir í körfu- skotum sínum, en kæruleysið f byrj un gerði út um sigur þeirra í þetta sinn. Næsti leikur var á milli íslands- meistaranna ÍR og Ármanns. ÍR- ingar kynntu nú fyrir áhorfendum 3 nýja pilta, er allir leika f 2. ald- ursflokki, og lofa þeir sýnilega góðu fyrir liðið. Ármenningar komu með einn nýjan pilt, Sigurð Ingólfsson, og var hann liðinu mik- ill styrkur. Leikur Ármanns og ÍR var jafn framan af, í hálfleik var staðan 15 — 13 fyrir ÍR. Strax í síð- ari hálfleik jafna Ármenningar, en einn hinna ungu pilta úr ÍR, Tóm- as Zoega, breytti tölunum í 19 — 15 með glæsilegum langskotum. Leik- ar héldust jafnir þar til 15 mín. voru til leiksloka, að Birgir Birgis varð að yfirgefa völlinn með 5 villur, en þá var staðan 23 — 22. Við að missa Birgir út af var eins og allan vilja drægi úr Ármenn- ingum, en iR-ingar efldust um helm ing, sérstakle|a Þorsteinn Hall- grímsson, sem mestan heiðurinn átti af sigri IR f þessum leik. Hann breytti stigamuninum þessar sið- ustu 5 mín. í 38 — 27, en það var úrslitatala leiksins. Úrslitaleikurinn á milli KFR og I’R var spennandi og skemmtilegur út í gegn. KFR tókst vel upp f byrjun, settu fyrstu 2 körfurnar áð- ur en i’R tókst að setja eina. KFR svaraði með næstu 4 körfum, eða í 12—2. Þeir héldu forskotinu út fyrri hálfleikinn, en í leikhléi var staðan 17 — 8 fyrir KFR. I seinni h'álfleik fóru iR-ingar að saxa á for skotið með hverju upphlaupinu öðru hraðara, en sentringar liðsins f þessum leik voru ónákvæmar og enduðu of margar þeirra á áhorf- endapöllunum. Þegar rúm mínúta var til leiksloka var staðan 24 — 20 fyrir KFR og bjuggust flestir við sigri þeirra f leiknum, en það fór þó ekki svo, því framlengingu þurfti til að fá úr skorið um sig- urvegarana. ÍR tókst sem sé að jafna fyrir leikslok og hefðu getað gengið út af með sigurpáimann f höndunum, er Guðmundur Þor- steinsson fékk tvö vítaköst á síð- ustu sekúndu leiksins, en þá var staðan 24 — 24. Hefði aðeins ann- að þeirra heppnazt var sigurinn iR-rriegin, en Guðmundi mistókst bæði skotin og varð því að fram- lengja um 1x5 mín. Mikil spenna var þessar mínútur og mátti ekki á milli sjá hver myridi sigra, En IR fékk ekki skorað í framlenging- unni. Hins vegar gerði hinn efni- legi leikmaður KFR, Hörður Berg- steinsson frá Laugavatni, út um leikinn með einni körfu, sem ger- ir 2 stig, og síðan bætti hann við 1 stigi við úr vítakasti. KFR gekk því út af eftir þennan skemmtilega leik með sinn fyrsta sigur á móti ÍR eftir nokkurra ára keppni þeirra 4, milli. - klp /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.