Vísir - 22.01.1963, Blaðsíða 9
V í SIR . Þriðjudagur 22. janúar 1963.
9
innistæðna. sem þeir kunna að
eiga umfram skuldir. Fasteigna-
veðlán allt að kr. 200.000.00 tek-
in til 10 ára eða lengri tlma og
notuð hafa verið til að afla fast-
eigna eða endurbæta þær, skerða
þó ekki skattfrelsi sparifjár.
Ekki er að lögum skylt að
telja fram skattfrjálst sparifé, en
mönnum er samt eindregið ráð-
lagt að gera það, þar sem gera
þarf grein fyrir því, ef það er
notað síðar til kaupa á eign.
Eignir og tekjur barna.
-j- I 10. tölulið eignadálks eru
taldar upp eignir barna, og í
11. tölulið tekjudáíks eru tald-
ar upp tekjur barna. Er það svo
að skilja, að tekjur og eignir
barna beri alltaf að telja fram
á framtali foreldris eða fram-
færanda?
— Tekjur barna, sem eru und-
ir 16 ára aldri, skulu taldar fram
á framtali framfæranda. Ef árs-
tekjur barnsins eru hærri en kr.
10.000.00, er heimilt að ákveða
því skatt sérstaklega, en þá ber
framteljanda að óska þess sér-
staklega og skulu þau tilmæli
færð í G-lið á öftustu sfðu fram-
talsins.
Eignir. barna, sem eru undir
16 ára aldri, skal einnig færa á
framtal framfæranda. Þó er
heimilt að skattleggja eign barns
ins sérstaklega, ef óskað er.
Á það skal bent, að venjulega
er hagkvæmara að skattleggja
barn sérstaklega, ef tekjur þess
fara yfir umræddar kr. 10.000.00
eða ef eignir eru verulegar.
— í tekjudálknum er talið upp
— Sá misskilningur virðist all
ótbreiddur, að viss upphæð af
tekjum giftra kvenna sé skatt-
frjáls og ekki framtalsskyld,
þannig að ef gift kona hefir t. d.
undin 15 þösund krónur f tekjur
þurfi ekki að geta um það á fram
tali. Þetta er rangt. Allar tekjur
giftra kvenna ber að telja fram
eins og aðrar tekjur. En ef um
er að ræða hreinar launatekjur
vegna vinnu utan heimilis, þá
skal .færa launin að fullu ti!
tekna undir tekjulið 12 á fram-
tali, en helminginn af þeirri upp-
hæð til gjalda undir frádráttarlið
13 a. Séu launin greidd fyrir
vinnu við atvinnurekstur, sem
hjónin eiga, annað hvort eða
bæði, eða ófjárráða böm þeirra,
gilda um það sérstakar reglur,
sem hlutaðeigendur þurfa að
kynna sér sérstaklega.
Gjöld dregin frá.
Hvað er hægt að segja um
hina ýmsu frádráttarliði fram-
talsins? Hvaða skatta og önnur
opinber gjöld má t. d. draga frá
tekjum?
— Eignarskattur og eignarút-
svar dregst frá tekjum og er
fært undir 3. og 4. tölulið í
frádráttardálki framtalsins.
Ennfremur kemur til frádrátt-
ar söluskattur og aðstöðugjald
hjá þeim, sem þau gjöld greiða.
Tekjuskattur og tekjuútsvar er
ekki frádráttarbært til tekju-
skatts. Hins vegar er tekjuút-
svar dregið frá tekjum við álagn-
ingu tekjuútsvars, sé það greitt
að fullu fyrir lok þess árs, þegar
útsvarið var álagt.
í.nwnNvÍ?:
Halldór Sigfússon.
ÚT FRAMTAIIÐ ÞITT?
elli- og örorkulífeyrir, sjúkra-
eða slysabætur og fjölskyldubæt-
ur. Eru allar greiðslur úr almanna
tryggingunum skattskyldar?
— Bætur, sem greiddar eru í
eitt skipti fyrir öll, þar með tal-
inn fæðingarstyrkur, eru ekki
skattskyldar. En elli- og örorku-
lífeyrir, sjúkra- og slysabætur,
fjölskyldubætur og mæðralaun
er allt skattskylt og skal færa
undir 8., 9. og 10. lið í tekjudálk
framtalsins. Barnalífeyri skal
hins vegar færa í þar til ætlaðan
lið á fyrstu síðu framtalsins.
Á árinu 1962 voru fjölskyldu-
bætur fyrir hvert barn kr. 3.027,-
00. Fjölskyldubætur vegna barna,
sem fæðast á árinu, eða ná 16
ára aldri á árinu, verður að
reikna eftir mánaðargreiðslum,
en þær voru sem hér 'segri: Tíma-
bilið 1/1-31/5 kr. 246.56 og frá
1/6—31/12 kr. 256.43.
— 12. tekjuliður á framtali
heitir launatekjur konu. Eru þær
ekki að einhverju leyti skatt-
frjálsar?
Álagðan tekjuskatt og tekju-
útsvar skal færa á 2. slðu fram-
talsins. Þeir, sem fasteignir eiga,
mega ennfremur færa til gjalda
greidd fasteignagjöld til borgar-
sjóðs, þar með talið brunabótaið-
'gjald og lóðaleiga. Fasteigna-
gjöld af sumarbústöðum og öðr-
um slíkum eignum má þó ekki
færa til gjalda.
— Loks má nefna almanna-
tryggingagjaldið. Það skal færa í
8. tölulið frádráttardálks. í
Reykjavik nam þetta gjald á
síðasta ári fyrir hjón 2.090.00,
einhleypan karlmann kr. 1.900.-
00 og fyrir. einhleypa konu kr.
1.425.00. Sérreglur gilda um þá,
er greiða í sérsjóði, sem viður-
kenndir eru af Tryggingastofnun
rikisins. Almannatryggingagjald
þeirra var fyrlr hjón kr. 627.00,
einhleypan karlmann kr. 570.00
og fyrir einhleypa konu kr. 428.-
00. Sjúkrasamlagsgjald kemur
einnig til frádráttar, en það nam
á s.l. ári kr. 1.296.00 fyrir hjón
og kr 648.00 fyrir einhleypan.
— Hvaða tryggingariðgjöld
má draga frá?
— 1 fyrsta lagi iðgjöld af líf-
eyristryggingu, þ. e. framlög
launþega til Iífeyrissjóðs, en
flestir lífeyrissjóðsfélagar munu
greiða 4% af föstum launum.
Sérreglur gilda um ýmsa slika
sjóði og yrði of langt mál að
gera grein fyrir þeim.
Þá má draga frá iðgjald af lifs-
ábyrgð. Hámarksfrádráttur fyrir
þá, er greiða i Iífeyrissjóð, er kr.
4.000.00, en fyrir aðra kr. 6.000-
00.
Ýmis frádráttur.
— Er ekki hluti af tekjum
sjómanna skattfrjáls?
— Þeir sjómenn, sem háðir
eru greiðslu slysatryggingaið-
gjalds sem fiskimenn, mega dragp
frá tekjum sínum kr. 500.00 á
mánuði fyrir hlífðarfatakostnaði.
Auk þess fá þeir fiskimenn, sem
skráðir eru eftir sömu reglu i 6
mánuði eða lengur kr. 3.000.00
á mánuði til frádráttar. Hluta-
ráðnir menn njóta sama frádrátt-
ar, þótt þeir séu ekki lögskráðir.
Frádrátt þennan skal færa í 11.
tölulið frádráttardálks, og til-
greina jafnframt vikufjölda.
Fiskimenn, sem greiða fæði
sitt sjálfir, mega draga frá kr.
35.00 á dag á því tímabili, sem
Hvað ef húsið eyðileggst?
þeir eru lögskráðir. Þessi frá-
dráttur færist í 10. tölulið frá-
dráttai-dálks. Jafnframt skal til-
greina dagafjölda.
— Þá kemur 12. liður, skyldu-
sparnaður. Hvað á að færa þar?
— Þar skal færa þá fjárhæð,
sem framteljandi á aldrinum 16
—25 ára hefir fengið greidda í
sparimerkjum á árinu 1962 og
innfærð er í sparimerkjabók. Til
frádráttar leyfist ekkihærri upp-
hæð en 6% af árslaununum.
Sparimerki, sem endurgreiðast á
sama ári og fyrir þeim er unnið
vegna undanþágu frá sparnaðar-
skyldu, færast ekki til frádráttar.
— Hvað um greiðslu fyrir
húshjálp, má draga hana frá
tekjum?
— Eins og búið var að segja
fá einstæðir foreldrar eða aðrir
einstaklingar, sem halda heimili
vegna skylduómaga, sérstakan
frádrátt, og einnig um það rætt,
að ef gift kona vinnur utan
heimilis, er helmingur af kaup-
inu dreginn frá. Að öðru leyti er
kostnaður við heimilisaðstoð
ekki frádreginn.
Tjón á eignum.
— Ef maður verður fyrir 50.-
000.00 kr. tjóni á bíl sínum, fær
hann þá viðgerðarkostnaðinn eða
tjónið frádrégið?
— Sé um að ræða bifreið, sem
ekki er notuð við atvinnurekstur,
er slfkt tjón ekki frádráttarbært,
enda koma bætur, sem menn
kunna að fá, ekki heldur til
tekna. Hins vegar geta aðilar sótt
til skattstjóra um sérstaka íviln-
un á sköttum, ef óbætt tjón nem-
ur miklu og efnahagur er slæm-
ur.
Sé bifreiðin atvinnutæki, getur
farið eftir ýmsum atvikum, að
hvaða leyti slíkt tjón telst rekstr-
arkostnaður.
— Ef húseign skemmist
vegna tjóns, sem ekki er bætt af
tyggingarfélagi, fæst þá tjónið
frádregið?
— Ef viðhaldskostnaður vegna
skemmda nemur meiru en tjóna-
bætur á framteljandi rétt á að fá
hann frádreginn, enda séu færð"
ar fullar sönnur að þessum kostn
aði, og eins að því, að viðgerðar-
kostnaðurinn allur stafi frá tjón-
inu, og ekki sé jafnhliða um end-
urbætur að ræða.
— Um aðra frádráttarliði, sem
til greina koma, og margir hverjir
eru bundnir við sérstakar ástæð-
ur, er rétt að menn kynni sér á-
kvæði laga og reglugerðar. Má
þar nefna ferðakostnað í lang-
ferðum vegna atvinnu, gjafir til
menningarmála og líknarstarf-
semi, kostnð vegna öflunar bóka
og tækja til vísindalegra og sér-
fræðilegra starfa, námsfrádrátt,
frádrátt vegna stofnunar heimilis
o. fl.
Frestir styttir.
. — Við nefndum framtaks-
frestinn í upphafi. Er það rétt að
verið sé að stytta fresti frá því
sem verið hefur, t. d. þá fresti,
sem endurskoðendur háfa haft ti!
að skila framtölum fyrirtækja?
- Já, það er rétt, og um
þetta var strax tilkynnt snemma
í október. Þessi stytting getur
bakað ýmsum erfiðleika, og hef-
ur sumstaðar vakið nokkra ó-
ánægju og ekki öllum ljóst, að
hér er um nauðsyn að ræða.
— Auðvitað er margt. rem
getur tafið endanieg ril«:
skil, mörg fyrirtæki auk þae* yf-
irhlaðin störfum og endurskoð-
endur ekki síður — en »íl \Ot-
sögðu æskilegt, ??' bók’^ald sem
allra flestra sé e.uii.rskoðað áSur
en framtölin eru send skattsto'-
unni. En tillitssemi skattstofui*i>-
ar verður að þoka fyrir þc‘.'':
nauðsyn, að skattskráin ki'/mi á
réttum tíma samkvæmt lögum
» — Hvenær á það að vara?
— Skatt- og útsvarssiailn o&a
gjaldheimtuskráin eins og húu au
er kölluð á að koma í siðasta lugl
1 júni. Langur tími fer í að reikna
út í skýrsluvélum hin ýmsu gjöld
1 skránni og prenta þau, svo skatt
stofur verða að hafa lokið vlnnu
við framtöl og álagningu að
mestu fyrir aprillok. Fram eftir
febrúar er verið að raða framtöl-
um og ýmsum heimildum og
koma þeim inn í framtölin. Fjöldi
upplýsingamiða, er berast skatt-
stofunni, um kaupgreiðslur og
annað, munu nema hundruðum
þsúunda. Skattstofan hefur um
2 y2 mánuð til þess að vinna að
endurskoðun og rannsóknum á
framtölum alls almennings, og þó
einum mánuði minna að þvi er
varðar allan atvinnurekstur ein-
stak linga og félaga. Það er þvi
auðsætt, að ekki má skerða
þennan skamma tíma með frest-
veitingum að neinu ráði. Einnig
er þess að gæta, að skattstörfin
eru að sumu leyti viðameiri nú
en áður.
— 1 hverju er það fólgið?
— Sumir nýju frádráttarliðirn-
ir eru nokkuð örðugir I fram-
kvæmd. Auk þess gera skatta-
lögin nýju auknar kröfur til
skattstjórnarmanna um rökstuðn-
ing fyrir úrskurðum, áætlunum
og breytingum. Þá er aðstöðu-
gjaldið, sem er skorðað við ná-
kvæmar álagningarreglur, kom-
ið 1 stað veltuútsvarsins, sem oft
gat verið laust I reipunum.
Skattastofur og framtalsnefndir
hafa nú bundnari hendur en áð-
Framh. á 5. síðu.
Þegar barn vinnur sér inn
peninga.
w V