Vísir - 22.01.1963, Blaðsíða 4
Ví SIR
——
Þriðjudagur 22. janúar 1963.
Þáttur af JONI
Hér á landi er staddur
*
um þessar mundir merkur
vestur-íslenzkur athafna-
maður, Jón Ólafsson sem
ber kenninafnið Stái, en
stálframleiðslu og stál-
rannsóknum hefir hann
helgað lífsferil sinn.
Tón er einn af þessum hugum-
" stóru bjartsýnu aidamóta-
mönnum, sem brutust til fjár og
frama í erlcndu Jandi með far-
sælt vegarnesti úr íslenzku for-
eldrahúsi. Nú dvelst hann hér
um hríð í ellinni heima á gamla
Fróni, en hugurinn eri ennþú
bundinn við framfaramálin og
efst er honum í huga að Islend-
ingar komi upp sinni eigin stál-
bræðslu, en sendi ekki brota-
járnið óunnið úr landi. Og fyrir
skömmu færði hann Iðnminja-
safni íslands veglega gjöf.
I því tilefni lcomu nokkrir for-
ystumenn iðnaðarins saman til
hófst í Háb^e, þar sem Jón Ól-
afsson Stál var einnig kominn.
Var þar margt spjallað, Jóni vel
fagnað og sjálfur ræddi hann um
áhugamál sín og lífsstarf.
Jón Ólafsson Stál er nú maður
á áttræðisaldri, en ern og
fullur af lífsþrótti. Hann fæddist
og ólst upp í Gnúpverjahreppi til
14 ára aldurs, bróðir séra Ólafs
á Kvennabrekku. Þá fór hann á
skútur, sem margra unglinga var
siður á þeim árum, en innritaðist
í , Flensborgarskólann árið 1908.
Eftir skólanám í Fiensborg greip
útþráin hug Jóns og hélt hann til
Skotlands. Þar dvaldist hann í
tvö ár og snéri svo aftur heim til
Reykjavíkur. Hugðist hann þá
setjast að hér heima og tók að
sér kennslu í ensku. En hugur-
inn var ytra, og árið 1913 fór
hann aftur til Skotlands.
Frá Skotlandi fór hann síðan
nokkru seinna vetur um haf, af
.hálfgerðri tilviljun, segir hann,
þvl enn var hann staðráðinn í
því að setjast að á íslandi.
Þegar vestur til Kanada kom
ákvað hann að hefja nám í nýrri
fræðigrein, sem þá voru miklar
vonir bundnar við, en ekki marg-
ir kunnu deili á, efnafræðinni.
Lagði hann sérstaka stund á þá
grein hennar, sem málmfræði
hefir verið nefnd á íslenzku en
enskir kalla metallurgv.
gftir að hafa aflað sér undir-
stöðumenntunar í grein þess-
ari snéri hann sér að því að afla
sér atvinnu, og bauðst þá starf
við átálvinnslu. Var það árið
1916, sem hann hóf að gera stál
og var hann brautryðjandi í stál-
gerð í Vestur-Kanada. Var þá
lífsferill Jóns ráðinn, þv£ við
stálframleiðslu át'ti hann eftir að
eyða ævi sinni og svo góð voru
samskipti hans og stálsins að
hann tók heiti þessa skíra og
harða málms upp í nafn sitt og
varð brátt þekktur vestra undir
nafninu Stál..
Allt frá því að Jón hóf stálgerð
einsetti hann sér með metnað
þ,ins unga framsækna íslendings
í brjósti að búa til bezta stál,
sem þekktist þá á vesturhelmingi
heims. Hann reisti þó ekki sitt
eigið stáliðjuver. Til þess hafði
hann hvorki auð né afl, heldur
tók hann að sér stjórn stálvera
fyrir aðra. Vann hann þar mik-
ið brautryðjendastarf í Kanada
og stjórnaði hinni verklegu hlið
ýmissa risafyrirtækja. Og öðrum
kom hann á réttan kjöl, er halla
var tekið undan fæti, Til marks
um vinnuhæfni og vöndun stál-
framleiðslu þeirrar, sem Jón
stjórnaði má nefna að í síðustu
styrjöld var honum veitt sérstök
viðurkenning fyrir að hafa búið
til bezta stálið, sem þá var notað
í styrjöldinni af hersveitum Kan-
ada. Voru það brynþynnur, 6
sentimetrar á þykkt, er notaðar
voru sem skjól fyrir brynvagna.
• vióL- .....fliSðatnsd Ib |
Jón starfaði yið stálgþrð allt
fram til ársins 1955, er hanif
dró sig í hlé frá störfum. Frá því
hefir hann oftar en einu sinni
komið hingað heim til íslands og
hér hefir hann nú dvalizt um
Jón Ólafsson Stál.
magn úrgangsjárns er komið upp
fyrir 10 þús. tonn á ári, en það
er áætlað 10 þús. tonn árið 1970.
jgngu skal hér spáð um það
hvort stálver rís á íslandi á
næstunni. En staðreynd er að
innán fárra áratuga er grundvölL
ur þess fenginn. Gjörðin Jóns
er hér jafn merkileg. Hann kom
fyrstur manna fram með þessa
hugmynd, þv£ hann vildi miðla
þjóð sinni af reynslu sinni og
sérkunnáttu og kenna henni að
búa sem mest að sínu á þessu
sviði. Færi ekki illa á því að
nefna fyrsta íslenzka stálverlð
Jónsver, í höfuðið á honum. Og
hér er auðvitað ekki reiknað með
því að járn finnist 1 jörðu svo
borgi sig að vinna það.
Ef slíkur fjársjóður reyndist
fólginn í islenzkum jarðvegi
myndi dæmið auðvitað gjörbreyt
ast. En jarðfræðingar vorir
munu þó heldur svartsýnir á
slíka járnfundi.
Ckal þá drepið á gjafir Jóns
^ Stáls til Iðnminjasafnsins.
Um það safn hefir verið heldur
hljótt, þótt það sé harla merki-
legt og háfi verið stofnað fyrir
styrjöldina. Frumkvöðull þess
og oddviti er hinn hugkvæmi
völundur, Sveinbjörn Jónsson í
Ofnasmiðjunni. Það var hann,
sem hafði forgöngu um að kalla
saman fund iðnaðarmanna með
Jóni Stál, sem áður er minnzt á,
og á því móti skýrði hann frá
gjöfum Jóns til safnsins.
Nokkra hríð ferðaðist Jón um
Kanada og hélt fyrirlestra í fé-
lögum verk- og málmfræðinga
um stálgerð. Við þá fyrirlestra
notaði Jón skuggamyndir, sem
hann sjálfur hafði tekið og sýndu
alla þætti stálframleiðslunnar.
Eru myndir þessar hinar skýr-
ustu og gleggstu. Við myndirnar
og hugmyndum hans
nokkurt skeið. Og gjarnan leggur
hann leið sína um New York, þar
sem sonur hans býr. Hann hefir
fetað i fótspor föður síns, lokið
doktorsprófi i raunvísindum og
starfar nú sem prófessor vestra.
Það var árið 1952 að Jón las
fregnir um það í Islenzku blöðun-
Einn af brotajámsbingum borgarinnar: Á að bræða járnið innanlands?
um að miklir brotajárnsflutning-
ar ættu sér stað frá íslandi og
væri járnið selt til bræðslu er-
lendis. Kom honum þá i hug
hvort ekki myndi skynsamlegra
fyrir landa hans að setja á stofn
litla stálbræðslu £ stað þess að
flytja járnið úr landi óunnið.
Þessar hugleiðingar sínar festi
hann í letur og sendi fornvini
sínum Árna Óla, sem birti þær
i Lesbók. Vakti grein Jóns
mikla athygli og urðu nokkrar
bollaleggingar meðal framá-
manna í íslenzkum iðnaði um
það hvort hér væri ekki fram-
tíðarverkefni fyrir höndum. Ó-
beint varð þessi grein Jóns til
þess að fyrir skömmu lét Iðnað-
armálastofnunin fara fram ítar-
lega rannsókn á möguleikum
þess að stofna hér stálbræðslu.
Var fenginn til þessarar rann-
sóknar sérfræðingur í málm-
vinnslu, sem starfar á vegum
Sameinuðu þjóðanna, dr. Sims.
Hefir skýrsla hans nýlega verið
birt og var hennar fyrst getið í
dagblöðum hér í Vísi á föstudag-
inn. Kemst dr. Sims þar að þeirri
niðurstöðu að varla sé enn svo
mikið brotajárn hér innanlands
að það myndi borga sig að
stofna stálverið. Hins vegar kæmi
það síðar til greina, einkum, er
hefir Jón nú ritað itarlegar
skýringar á íslenzku sem þeim
fylgja. Er hér um hina bezu
gjöf að ræða, sem sýnir Islenzk-
um iðju- og iðnaðarmönnum
glögga mynd af þessum iðnaði,
sem hér er enn með öllu óþekkt-
ur. Auk þessa hefir Jón gefið
safninu ítarlegar dgghækur, sem
hann hefir haldið um stálgerð-
ina, allt frá upphafi. Eru þær
færðar af stakri nákvæmni, og
bera höfundinum, áhuga hans og
uppfinningum órækt vitni.
T ræðu sem Sveinbjörn Jónsson
hélt í samsæti Jóns þakkaði
hann gjafirnar og rakti nokkuð
áhuga Jóns á íslenzkum iðnaðar-
málum og sérstaklega íslenzkri
stálgerð. Árni Óla minntist fornra
kynna við Jón en þau hófust með
bréfaskriftum milli þeirra góð-
kunningjanna.
Sjálfur mælti Jón einnig nokk-
ur orð til viðstaddra og mátti
heyra að þar fór hugumstór og
bjartsýnn maður, sem ávalít her-
ir unnað sinni ferðaslóð, þótt ör-
lögin hafi svo um vélað að föður-
löndin hafi orðið tvö. Og vist
mundi Jóni Stál engin betri gjöf
gefin en ef íslenzkt stálver risi af
grunni áður en hann er allur.