Vísir - 23.01.1963, Síða 3

Vísir - 23.01.1963, Síða 3
VlSIR . Miðvíkudagur 23. janúar 1963, 3 / GUFUBAM Eins og flestum er kunnugt, starfa í Reykjavík tvær gufu- baðstofur. önnur nefnist Gufu- baðstofan og er til húsa vestur á Kvisthaga. Hún er rekin af Jónasi Halldórssyni. Hin nefnist Sauna, sem er finnska nafnið fyrir gufubað, og er rekin af Edvard Hinrikssyni og Guðrúnu Bjarnadóttur, f einu af háhýsun- um við Hátún. Gufuböð cins og þessi hafa lengst af verið algcngust í Finn landi, en nú hefur umheimurinn skjmdilega áttað sig og breiðist þetta nú út eins og eldur f s'inu um allan heim. Þó að þettahafi mest verið tíðkað f Finnlandi að undanförnu ,eru þeir engan veginn einu mennimir sem hafa notað þetta. Það hefur komið í ljós við uppgröft hér á landi, að til foma hafa verið hér sér- stök baðhús, þar sem steinar voru hitaðir upp með glóðum og hellt vatni á, til að fá raka. Þetta er einmitt það sama sem gert er núna. Telja kunn- ugir að gufuböðin séu hin mesta heilsulind. Hitinn hreins- ar burt úr líkamanum allskyns óhreinindi og Iosar burt slfm úr lungunum. Þá hafa hinar snöggu hitabreytingar, þegar farið er úr gufunni í kalda sturtu, þau áhrif, að svitahol- umar ' fá meira þanþol og menn verða því ekki eins kul- vísir, þar sem húðin getur lok- ast og opnast hraðar. Þessi tvö gufuböð hafa í meg inatriðum sama útbúnað. Á báð um stöðum geta menn lagt sig eftir baðið og sofnað ef þeir vilja. Einnig cr á báðum stöð- um hægt að fá nudd og ljós. Ofnarnir eru eitthvað mismun- andi. Em til dæmis steinar of- an á ofninum f Hátúni, sem skvett er á vatni annað slagið, til að auka rakann. Á myndinni að ofan til vinstri sést Jónas nudda einn af gest- um sínum á Kvisthaganum. Á myndinni til hægri em böm í klefanum í Hátúni, með vendi, sem menn nota til að berja hvorn annan í baðinu. Til hægri sést ofninn með steinunum V Að neðan til vinstri sjást tveir menn í hvíldarherbcrginu á Kvisthaganum, þar sem menn gcta lagt sig fyrir og eftir bað- ið. Til hægri cr Edvard í stofu sinni f Hátúni við hitakassa, sem notaður er fyrir þá, sem ekki þola hita í lungun.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.