Vísir - 23.01.1963, Síða 6

Vísir - 23.01.1963, Síða 6
V í S IR . Miðvikudagur 23. janúar 1963. Hér fer Elbjörn fyrir um Litlabelti, en skipalest siglir i kjölfar hans. ar smáeyjar með ströndum fram. Hinum stærri og mikilvægari höfnum er næstum alltaf haldið fremst að telja Kaupmannahöfn, opnum, og ber þar fyrst og sem mestur hluti inn- og útflutn ings landsins fer um. Þar verða stundum tafir af völdum ísa, en í 30 ár hefir höfnin aldrei lokazt. EsbjerghöV t^ggur held- ur ekki á Vestu-'Jöda^di. og Friðrikshöfn hefir jai'nar: veri<S nokkuð örugg á ísavetrum. Sífelldar kærur og kvartanir. Það má segja um þessi ís- mál Dana, að erfitt er að gera, svo að öllum líki. Jafnskjótt og sjó og sund fer að leggja að vetrarlagi, heyrast kvartanir um það, að þjónustan, sem isbrjót- arnir veita skipum og öðrum að- ilum sé allsendis ófullnægjandi, ISA VCTUR IDANA VCIDI Danir hafa miklar á- hyggjur af því, að ísalög í sundunum og með ströndum landsins yfir leitt muni gera þeim mjög erfitt fyrir í vetur, og kemur þetta greini- lega fram í dönskum blöðum. Það, sem hér fer á eftir, er byggt á ýmsum slíkum skrifum danskra blaða. Ögnir ísveturs vofa yfir okk- ur. ísbrjótaflotinn hefir verið bú inn til siglingar, og ísinn fer vaxandi í höfn Kaupmannahafn ar og öðrum höfnum landsins. Aðeins þrír dagar voru liðnir af nýja árinu, þegar fyrsta skipið festist í ísnum, en til allrar ham ingju gat það Iosnað af eigin rammleik. Ef kuldar halda áfram á næst- unni, þarf ekki að sökum að spyrja. Þá mun allt frjósa, sem 'frostið getur, meðfram ströndum landsins, og ef þánnig fer, mun Iangur tími líða. þar til erfið leikunum verður aflétt. 'x Veturinn hefir gengið óvenju- lega snemma í garð Frosthörk ur gerði þegar f desember fann koma var fyrir iólin og um ára- mótin var sjó farið að leggia Það er því ekki að furða, þótt menn horfi með nokkrum kvíða til framtfðarinnar Gallinn er nefnilega sá, að margra dómi. að ísbrjótafloti landsins er ófull nægjandi, þegar eittthvað er um ís að ráði, þvi að samgöngu- þarfirnar með ströndum fram eru miklu meiri en. þegar séð var fyrir þeim ísbrjótum. sem nú eru f notkun Sá stærsti. Stóribjörn, er með 5000 ha. vél en þingið hefir ekki enn tekið á- kvörðun um smíði 7200 ha. ís- brjóts, sem lagt hefir til, að verði smíðaður. Of fáir ísbrjótar tiltækir. Dönsk blöð segja, að ísbrjót- arnir sé alltof fáir, svo að al- varlegt ástand geti af skapazt. Þó er ekki hægt að gera saman- burð við tvo sfðustu ísvetur, 1965 og 1949, þvf að þörfin er orðin svo miklu meiri vegna aukinna siglinga. Til sögunnar eru komnar ýmsar iðngreinar, sem krefjast þess að fá hráefni tafalítið og með skömmu milli- bili, og flutningar frá þeim verða að ganga með sama hætti. Loks eru skipin sífellt að verða stærri, og það krefst stærri ís- brjóta til að ryðja þeim braut. Menn vita að sjálfsögðu ekki, hvernig fsinn muni hegða sér„ enda veltur það á svo mörgu, til dæmis því hvar hann verður mestur og þykkastur. Stundum er Stórabelti verst, stundum austurströnd Jótlands, þess á milli Eyrarsund. Að þessu sinni eru helzt líkur fyrir því, að vandinn verði fyrst og fremst við Jótland í vetur. Ferjusiglingar torveldast. Eitt af því fyrsta, sem vart verður f sambandi við ísalögin, er það að siglingar ferja þeirra, sem ríkisjárnbrautirnar dönsku hafa a sfnum snærum. verða tor veldari, þeim er fækkað að mun, eða þeim er hSett alveg um tfma, þegar ísinn verður sérstaklega erfiður DSB, en það er skamm stöfun járnbrautanna dönsku, gera þó ekki ráð fyrir, að sigl- ingar leggist niður á Stórabelti, því að þar er til taks ísbrjótur- inn Holger danske sem getur flutt 600 faþega, ef þurfa þykir. Um tíma hélt hann uppi sigling um á Stórabelti einn, veturinn 1947. í þessu þætti samgangnanna kemur hins vegar til greina nýtt atriði Bílaferjur miklar eru komnar til sögunnar, og þær eru svo nýjar af nálinm, að þær hafa aldrei verið reyndar f ís áður. Hvernig mun þeim ganga að sigla yfir Stórabelti? Menn eru hræddir um, að þær geti lent í miklum erfiðleikum, þvf að þær eru stór skip og heldur sein f vöfum. ' Firðir lokast. Þegar kuldar ganga í Dan- mörku, gerist það einna fyrst, að Limafjörð á Jótlandi leggur. Við hann eru ýmsar hafnir, þar sem menn' eru við því búnir, að þær verði lokaðar nokkurn hluta vetrar. Álaborg er til dæm is í hættu, þar sem fs rekur oft að mynni fjarðarins, þegar vindur er austlægur. Margar hafnir við Jótland austanvert leggur fljótlega, þegar mjög kalt er, og er erfitt að halda þeim opnum. Þá er. og erfitt að halda uppi samgöngum við ýmsa ísbrjótarnir geri ekki nægjan- legt gagn, þeir sé of litlir, afl vana og þar fram eftir götunum. Svo leikur allt í lyndi i nokkur ár, enginn ís gerir vart við sig, og samstundis heyrast kvartanir um það, að stórfé sé eytt til viðhalds á fsbrjótunum, sem liggi aðgerðarlausir og engum til gagns ár eftir ár. Sannleikurinn er sá, að þeir eru Iítt nothæfir til annars en að brjóta ís, því að þeir eru byggðir samkvæmt öðrum meg- inreglum en önnur skip. En sannleikurinn er líka sá, að þeir geta ekki haldið öllum höfnum Danmerkur opnum samtfmis, og þess vegna fær viðskiptamála- ráðherra, yfirmaður þeirra, allt af fjölda nefnda í heimsókn frá borgum, sem illa eru staddar vegna ísalaga. Því er heldur ekki að neita, að vandræðin af völdum íssins geta orðið marg- vísleg og langvarandi, einkum af því að margar verksmiðjur safna ekki miklum efnisbirgð- um, og þarfnast þess vegna stöð ugra aðdrátta á hráefnum ti! starfsemi sinnar. Þetta gerir vart við sig í æ rfkara mæli, og þess vegna mega Danir æ ,síður við því, að ísinn setji samgöngur úr skorðum. Ýms fyrirtæki sem stofnuð hafa verið eftir síð asta ísavetur (1956), hafa t. d. ekki gert sér neina grein fyrir því, hvernig þau eigi að tryggja rekstur sinn, ef ísinn lokar höfn um langan tíma. Ástæðulaust að óttast stóráföll. Yfirleitt mun það skoðun manna f Danmörku, að ekki sé ástæða til að óttast stóráföll af völdum ísalaga, þótt alls konar óþægindi hljóti að gera vart við sig .Stafar þetta m. a. af þvf að ísinn er venjulega horfinn eftir fáeinar vikur, og þá fer allt f samt tag aftur. Ástæðulaust er talið að óttast þurfi skort á kol um eða olíu, en olíunotkun hefir vaxið mjög ört síðustu árin. Olíufélögin gæta þess alltaf að hafa nokkurra mánaða birgðir í geymum sínum á þeim tíma árs, þegar gera má ráð fyrir, að fs- inn komi, ef hann gerir vart við sig á annað borð. Er þetta m. a. gert til þess, að ekki þurfi að leggja stór og dýr olíuflutninga skip í hættu f ís. Einn þáttur samgangnanna græðir annars einkum á því, ef ísinn lokar leiðum með strönd- um fram eða torveldar siglingar. Það er flugið. Ýmis smá flug- félög hafa leitazt við að hagnast á þessu. Þau hafa tekið að sér að flytja ýmsan varning og farþega milli borga, eða milli eyjanna, smárra og stórra. Vet- urinn 1956 voru til dæmis notað- ar 50 flugvélar til slfkra flug- ferða, og þótti gefast vel, þótt öryggið mætti oft vera meira. Megintilgangur ísbrjótanna. Yfirmaður ísbrjótanna dönsku heitir K. J. Hörning, og hann hefir yfir sér isbrjótaráðið, sem í eru fulltrúar hafnarborga, skipafélaga og ríkisins. Ráðið Framh á bls 5 Stóribjörn á ferð um Stórabelti. Hann hefir komið tveim sr. áskipum til hjálpar, og þau hafa brotið af sér skrúfuna i ísnum, svo að ísbrjóturinn hefir orði ð að taka þau i drátt.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.