Vísir - 24.01.1963, Síða 4

Vísir - 24.01.1963, Síða 4
4 V í SIR . Fimmtudagur 24. janúar 1963. „Lausn vandamála íog- araútgerðarinnar er að mínum dómi að finna í tvennu — tekin verði upp notkun skuttogara og haf in heilfrysting aflans urn borð í skipunum‘6. Þannig fórust Lofti Júlíus- syni skipstjóra orð meðal annars, þegar tfðindamaður frá Vísi átti tal við hann um skuttogara, sem nú ryðja sér óðum til rúms með öðrum þjóðum, og önnur skyld málefni. Loftur er I'slendinga bezt dómbær á þessa hluti, þvf að hann hefir stundað sjóinn í þrjá áratugi, verið lengstum á togurum hér við land en síðustu fjögur árin á hinum nýju, full- komnu Fairtry-togurum Breta, sem raunar mættu alveg eins kallast fljótandi frystihús. Skotar eru frumkvöðlarnir. „Það var skozkt fyrirtæki, Saivesen í Leith, sem áður hafði einkum lagt stund á hvalveiðar. Það voru raunar hvalveiðarnar, sem gáfu forvfgisinönnum þessa fyrirtækis hugmyndina um skut- togið. Hvalirnir eru teknir upp um op og rennu á skut bræðslu- skipanna stóru, sem notuð eru við hvalveiðarnar í Suður-íshafi. og það var þessi útbúnaður skips- ins, sem kom Salvesen til að hugleiða,' hvort ekki mætti beit-a sömu aðferð við togveiðar. Síð- an -var hafífet handa um að fram- og s,ú reynsla, sem af .þessu fékkst, var síðan hagnýtt við undirbúning og smíði fyrsta ski^t- togarans, sem sögur fara af. Hann var smíðaður í Aberdeen í Skotlandi og hlaut nafnið Fair- try I, hét að nokkru í höfuðið á korvettunni, brautryðjandanum, er nefndist Fairfree". Lofffðir JiúEsusspBi, skipsf|éri, segir ffrú kosfum sku!" „Nú eru þessi skip Salvesen- félagsins orðin þrjú, er það ekki?“ „Jú, þau eru orðin þrjú, heita öll Fairtry, bera aðeins tölustaf til aðgreiningar innbyrðis, Stærð- in er um 2600 lestir. Fyrsta sltip- ið var að sjálfsögðu fyrirmynd við smíði hinna, eins og vænta má, en þeim hefir vei ið breytt á margan hátt í samræmi við þá reynslu, sem fékkst-af notkipi Fairtry I. Eru síðari skipin, sem eru systurskip, því frábrugðin hinu > fyæstia, áunp&rga iund og -oð öllu ’leyti ; fullkomnariJ; eins og vera ber.“ „ < hvort slík skip hentuðu sér og láta smíða þau þar, en tekið svo bara afrit af þeim til eigin afnota — en ekki veit ég, hvað hæft er í því. Hitt er vist, að hver þjóðin af annarri, sem vill fylgjast með í nýjungum á þessu sviði, hefir snúið sér að skutfogarasmíðum. Auk þeirra þriggja, sem þegar hefir verið getið, má nefna Norð- menn, Frakka og Austur-Þjóð- verja, og vafalaust eru fleiri byrjaðir á undirbúningi, þótt slíkt hafi ekki komizt í hámæli.“ Tvenns konar skuttogarar. „Getið þér gefið mér stutta lýs ingu á skipum þessum í aðal- atriðum, svo að lesendur geti áttað sig sem bezt á þeim?“ „Já, og er þá fyrst að geta þess, að um tvær tegundir skut- togara er að ræða nú orðið, og þær eru verulega frábrugðnar innbyrðis. Fyrst ber að nefna hina algeru verksmiðjutogara, og eru Fairtry-skipin gott dæmi um þá. Þeir eru í rauninni fljótandi frystihús, því að vinnubrögðin eru — auk veiðanna — hin sömu og í frystihúsi á landi. Glænýr fiskurinn er tekinn og flakaður, síðan frystur og loks settur í kæligeymslu. Úrgangur' allur fer í mjölverksmiðju og lýsi i geyma, ef því er til að dreifa. ; Á þessum togurum eru um 80 manns, og réttur helmingur get- ur eiginlega kallast frystihús- starfslið. Þpssi skip eru 2600— 0 30.00.leatir; níiir ;:tii „Hi.ni.r ^sjíuttogargrntr erti mup * binni/ 1000—1400 lestir, og ‘á- Löftiir Júlíusson, skipstjóri, í frost eftir 2 klukkustundir. „Það þarf vfst ekki að óttast, að hráefnið sé farið að skemm- ast, þegar það kemur í hendur aðgerðarmanna á þessum togur- um?“ „Nei, í rauninni mun óhætt að segja, að fiskurinn geti ekki komið betri á matborð neytenda en einmitt úr þessum togurum. Um tveim stundum eftir að varp- an er komin upp um skutopið, er farið að frysta fiskinn, sem í henni var, eða jafnvel mun fyrr. Hráefnið er þess vegna eins nýtt og það getur verið. Sé snyrting í lagi, þarf ekkert mat á fram- leiðsluna, enga „ragara", og eng- in hætta er á kvörtunum á eftir, eins og oft vill brenna við hér á landi, af ástæðum sem óþarft er að rekja hér. Árangurinn er svo til dæmis fólginn í því, að þeir, sem vilja fá góða vöru, gera fasta samninga um kaup á fiski úr slíkum togur- um. Hafskipin stóru, sem segja má jafnvel að berjist fyrir sínu í samkeppninni við flugvélarnar, . bjóða farþegum sínum ekki ann- að en fisk úr skuttogurum með frystitækjum um borð. Sama máli gegnir um gistihús, sem eru vönd að virðingu sinni, og enn má nefna sjúkrahús, sem bera sjúklingum sínum aðeins heil- næma fæðu. Betri meðmæli er vart hægt að fá með þeim fiski, sem kemur úr þessum nýtizku skipum. Og benda má á, að út- gerðarmenn þessarra skipa eru ekki háðir kenjum markaðarins, sem allir kannast við — þeir fá sitt fasta, umsamda verð og það gerir þessa útgerð vitanlega marg falt tryggari en nokkra aðra tog- araútgerð." Mikil ásókn í skiprúm. „Hvað er að segja um aðbúnað kvæma tiiraunir í þessa átt, eins fljótt og kostur var á.“ Korvettu var breytt í togskip. „Var þá strax smíðaður togari með þessu lagi?“ „Nei, byrjað var á að breyta korvettu, sem notuð hafði verið í styrjöldinni, henni breytt eins og þurfa þótti. Síðan voru veiðar hafnar í tilraunaskyni níeð henni, Margar þjóðir sigla í kjölfarið. „Aðrar þjóðir hafa svo verið fljótar að taka þetta nýja togara- lag upp eftir Salvesen?" „Já, og fyrstir munu Rússar og Vestur-Þjóðverjar hafa verið. Sumir segja meira að segja, að hinir fyrrnefndu hafi fengið lán- aðar teikningar hjá skipasmíða- stöðinni í Aberdeen til' að athuga, höfn aðeins um 20 manns. Þar er fiskurinn aðeins haiisaður og tekið innan úr honum, og síðan er hann frystur í heilu lagi.“ Mikill munur á lengd útivistar. „Hvað um lengd útivistar eða veiðiferðar á þessum togurum?" „Verksmiðjutogararnir eru 3— 3ý2 mánuði í hverri veiðiför, og fer um það bil hálfur mánuður aðeins í að sigla á miðin og heim, því að langt er haldið, vest- ur að Nýfundnalandi eða Græn- landi, eða norður f Hvítahaf. Þeg- ar í skipið eru komnar um 600 lestir af flökum, þykir vel að verið, því að þá er einnig í því drjúgt af mjöli og einnig talsvert af lýsi, ef þannig stendur á. Það má segja, að skipið sé með 8 — 900 lestir, þegar það kemur til hafnar, og er þá staðið við í 10— 14 daga. Við reiknum með að fara fullar þrjár ferðir á ári og erum í þeirri fjórðu, þegar árið er á enda. Eftir 3ju hverja ferð er lengri viðstaða í heimahöfn, eða 3 — 4 vikur. Slíkt er ekki gert gert vegna viðgerðar, því að í skipinu er fullkomið verkstæði, svo að hægt er að gera við allt, sem krefst þess ekki, að skipið sé t'ekið á þurrt. Á heimleið er skipið til dæmis alltaf málað hátt og lágt, og kemur alltaf nýmál- að og fallegt í höfn. Hinir togararnir, sem heilfrysta fiskinn, eru ekki lengur en mán- uð í ferð í einu, og þeir leggja afla sinn I frystihús, þar sem hann er tekinn eftir hendinni til frekari vinnslu." skipverja og aðstöðu til vinnu?" „Þessari spurningu má svara með því, að þeir menn, sem einu sinni hafa starfað á skuttogurum, fara ekki á gömlu togarana með siðutoginu ótilneyddir. Öryggið er margfalt meira á þessum ný- tízku skipum, þegar varpan er tekin um borð, og ég ætla ekki að gera neinn samanburð á að- stöðunni við vinnuna. Hann er hreinlega ekki hægt að gera. Eða er hægt að gera samanburð á að standa á opnum þiljum í illviðri eða vinna til dæmis í húsi hér í Reykjavík? Slíkur er nefnilega munurinn, af því að unnið er undir þiljum á þessum nýju skip- um. Þótt 10 — 12 menn gangi úr skaftinu eftir hverja ferð hjá okkur, af ýmsum ástæðum, er aldrei vandkvæðum bundið, að fá menn með litlum fyrirvara. Og frá Noregi berast þær fréttir, að þar sé margir umsækjendv.r um hvert skiprúm á skuttogurunum nýju, þegar auglýst er eftir mönr. um.“ Framh. á 10. siðu. Frakkar hafa reynt nýtt lag skuttögara, sem hér sést. Það er togarinn Colonel Pleven II, sem er með stjórnpallinn úti á bakborðshlið, eins og niyndin sýnir greinilega. Þetta er um 1700 lesta skip.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.