Vísir - 24.01.1963, Síða 5
V1SIR . Fimmtudagur 24. janúar 1963.
5
Heimdallur
f Framhald at bls. 6.
Skipulagsnefnd.
Þór
Whitehead.
Nefndin er skipuð 5 mönnum
og. er formaður hennar Þór
V/hitehead sölumaður.
Verksvið nefndarinnar er að
gera tiliögur um ýmis þau atriði
í innra skipulagi félggsins, sem
breyta mætti eða betur gætu far-
ið. Þá er og hlutverk nefndar-
innar að brydda upp á ýmsum
nýjungum varðandi skipulagsmál.
Mjög mæðir á nefndinni, þá er
félagið aðstoðar við undirbúning
ýmissa kosninga.
Kvikmyndasýninganefnd.
Friðrik
Friðriksson.
Nefndin er skipuð 3 mönnum
og er Friðrik G. Friðriksson
verzlunarskólanemi formaður
hennar.
Hlutverk nefndarinnar er:
Að athuga möguleika á út-
vegun pílitískra fræðslumynda
efleaais frái;' ci'- - J '
Að annast val og sýningu
kvikmynda á kaffifundum með
ýmsum sérhópum t. d. skóla-
nertium.
Að efna til sjálfstæðra kvik-
myndasýriingakvölda.
Samstarf —
Framhald af bls. 9.
Mikilvæg
samvinna.
Þakka þér fyrir Jóhann. Vilt þú
að lokum segja mér hvað þér
fannst jákvæðast við háskólalífið
í Gautaborg?
Ég held að það sé hin nána
samvinna milli deilda. Verðandi
Iæknar og verðandi lífeðlisfræð-
ingar og náttúrufræðingar sækja
oft sömu verklegu námskeiðin.
Flestar sýningarkennslustundir
höfum við haft sameiginlegar. í
raun og veru getur kennsla lengi
vél verið sameiginleg fyrir alla
þá stúdenta sem þurfa að nema
lífeðlisfræði, hvort sem það eru
læknar eða kennarar. Slík sam-
vinna er alltaf til mikils ágóða
fyrir báða.
Er ekki 1 íka um talsverðan
sparnað að ræða?
Jú, vissulega. Sumstaðar gegn-
ir jafnvel sami prófessor störfum
við tvær deildir, þegar um er að
ræða grundvallarfög, sem sam-
eiginleg eru bæði læknis- og nátt-
úrufræði.
Frá vísindalegu sjónarmiði er
/ slík samvinna eflaust jafn mikil-
væg?
Vissulega. Að minni hyggju
er samstarfið á milli sérfræðinga
i hinum ýmsu greinum, jafnvel
yfir déildamúrana, eitt það mik-
ilvægasta fyrir framþróun vísind-
anna. Okkur skilst æ betur að
hin stranga deildaskipting er oft
á-tíðúm óeðlileg og hindrar hraða
og eðlilega þróun. Mér finnst
slík samvinna um kennara vel
koma til mála hér heima — og
að hún hljóti raunar að vera sér-
lega æskileg hér vegna smæðar
okkar. En hvaða leiðir sem verða
nú farnar, þá er það augljóst, að
umbætur eru ekki einasta æski-
legar og tímabærar — þær eru
óhjákvæmilegar.
g-
Níu teknir —
Framhald at bJs. 16
þarfa hávaða eða verið til óþurftar
og truflunar í umferðinni á einn
eða annan hátt.
í gærkveldi og fram eftir nóttu
voru bifreiðaeftirlitsmenn sendir
sérstaklega á stúfana þessara er-
inda og fundu þeir samtals 9 bif-
reiðar, sem þeir töldu það athuga-
verðar, að akstur þeirra yrði ekki
leyfður fyrr en fullnægjandi aðgerð
hafi farið fram á þeim. Sjö þessara
bifreiða tók lögreglan í vörzlu sína
og tók af þeim skrásetningarmerk-
in, en tveim bifreiðanna var leyft
að fara, þó með því skilyrði að
notkun þeirra yrði ekki Ieyfð fyrr
en að viðgerð lokinni.
Þá skýrði lögreglan ennfremur
frá því, að af 9 ökumönnum þess-
ara bifreiða hafi 8 þeirra verið
unglingspiltar, fæddir á árunum
1945 og 1946 og því tiltölulega ný-
búnir að taka próf. Virðist sem
þeir flestir hafi lagt kapp á að
eignast ódýra bíla og ekki alltaf í
sem beztu ásigkomulagi. Hafi
hinir nýju eigendur þá ekki heldur
gætt skyldu sinnar að láta gera
við farartækin oð þess vegna hafi
lögreglan orðið að grípa til þessara
ráðstafana.
Lögreglan , og bifreiðaeftirjitið
munu halda áfram aðgerðum sín-
um í þessu efni eftir því sem á-
stæða þykir til.
Mildur vetur —
Framh. at bls lb.
Jótlandsskaga. Suður á Frakklandi
er sumstaðar 10 stiga frost. Sam-
gönguerfiðleikar eru meiri og minni
í flestum löndum álfunnar, ár lagð
ar, t.d. Dóná á 240 km. kafla frá
Dóná suður að landamærum Júgó
slaviu, á Bretlandi eru skip frosin
inni í árósum, í Wales komust
kolaskip ekki inntilBristol vegna
•ísreks nokkra daga, en nú mun
vera að rætast eitthvað úr, Thames
er lögð bakka milli í fyrsta sinn
í 68 ár. (f Kingsbury), á annað
hundrað fjár hefur fennt á Dart-
moorheiði og víðar, gasskömmtun
er og rafmagns og miklir erfiðleik
ar af þeim sökum, og þjóðvegir
lokaðir í hundraða tali vegna fann
fergis.
í Evrópulöndum hafa talsvert á
annað hundrað manns farizt af
völdum vetrarkuldanna, þeirra með
al nokkrir menn, sem urðu úti og
fórust í snjóflóðum.
Bankinn hækkar —
Framhald at bls. 1
reynt að taka hana sem allra
fyrst í notkun.
Þá hefur Ctvegsbankinn fleiri
áform á prjónunum um aukn-
ingu starfsemi sinnar svo sem
stofnun útibús í Keflavík og
fleira.
í dag kl. 12 hélt bankastjórn-
in blaðamannafund í hádegis-
verðarboði í Þjóðleikhúskjallar-
anum, þar sem skýrt var frá
hinum nýju áformum og teikn-
ingar birtar. Munum við greina
ítarlega frá fyrirætlunum bank-
ans og birta myndir af hinu
nýja húsi á morgun, en þar sem
blaðið var farið í prentun þegar
fundurinn hófst er ekki unnt að
skýra frá því í dag hvað þar
gerðist.
Raimsókn ai Ijúka
Yfirheyrzlur fóru fram í gær út
af fráfalli Þorsteins Ingimundarson
ar skipverja á m.s. Kötlu, en hann
hafði látizt af völdum hreinsi-
vökva, sem hann drakk í misgrip-
um, svo sem skýrt var frá í Vísi
s. I. laugardag.
Eins og þar var skýrt frá, skeði
! þetta óhappaatvik sunnudaginn 13.
þ. m., en það var ekki fyrr en
síðari hluta dags daginn eftir sem
Þorsteinn leitaði læknishjálpar, en
þá var það orðið um seinan.
Það var Ingólfur Þorsteinsson yf
irvarðstjóri hjá rannsóknarlögregl
unni, sem hafði með rannsókn
málsins að gera. Hann sagði að
yfirheyrzlur skipverja á m. s.
Kötlu hafi ekki farið fram fyrr en
nú vegna þess að skipið var farið
í strandferð út á land þegar vitn-
I aðist um óhappið, og skipið kom
ekki fyrr en á sunnudagskvöld til
Reykjavlkur aftur.
Ingólfur tjáði Vísi að ekkert
nýtt hafi komið fram við þessar
yfirheyrzlur, aðeins staðfesting á
framburði Þorstein/ heitins sjálfs.
Eins og áður hefur verið skýrt
frá, var það triklórætylen sem
Þorsteinn drakk í misgripum fyrir
bjór. Triklór hreinsivökvinn er af
framleiðenda hálfu afgreiddur í
brúsum, greinilega merktum, og á
hverjum brúsa er aðvörun um það
að vökvinn sé hættulegur, menn
skuli jafnvel varast að anda hon-
um að sér meir en nauðsyn kref-
ur. Ennfremur er varað við því að
hella honum á flöskur eða önnur
ílát. En einmitt það höfðu skip-
verjar á m. s. Kötlu gert, hellt
honum yfir á bjórflösku, sem var
greinilega merkt með bjórmiða, og
því ekkert eðlilegra heldur en að
álíta að í henni væri bjór. Það
mun Þorsteinn og hafa gert, enda
mun hann hafa verið eitthvað „ryk
aður“ frá deginum áður, en alger-
lega ódrukkinn á sunnudaginn þeg
ar hann neytti vökvans.
Eiginleiki triklór hreinsivökvans
er að leysa upp efni og fyrjr bragð
ið mjög hættulegur Iíffærum
manns, ef hans er neytt.
Ingólfur Þorsteinsson yfirvarð-
átjóri sagði í viðtali við Vísi í
morgun, að frumrannsókn í máli
þessu væri í þann veginn að ljúka
r úr því yrði það sent saksókn-
ara til meðferðar.
Barnsgrátur —
- imhalo 4' Ib -nðu
hússins nær alelda og eina und-,
ankbmuleiðin út um glugga á'
efri hæðinni. Var fyrst fleygt út
sængurfatnaði og börnin síðan
látin síga niður á hann og kom-
ust allir klakklaust til jarðar.
Fólkið lét það verða sitt fyrsta
verk að bjarga öllum nautgrip- ]
um út úr fjósi, sem er áfast I
tUf
uirnuegur er ann
Þorramatur Naustsias
Veitingahúsið Naustið var
brautryðjandi íslenzkra veitinga
húsa með alfslenzkum mat, súr-
meti, hangikjöt, svið, hákarl,
flatbrauð og annað þess hátt-
ar, sem það nefnir þorramat og
ber einkum á borð fyrir gesti
sfna á þorranum. Ýmis önnur
veitingahús hafa sfðan farið að
dæmi Naustsins með fram-
leiðslu þorramats.
Halldór Gröndal veitingamað-
ur tjáði blaðamönnum í miklu
þorrablóti í Naustinu í gær. að
hann myndi senda ís-
lenzkan þorramat.til stórveizlu
erlendis, þ. á m. til New- York,
Osló og Khafnar og e. t. v. til
Hamborgar. Ofan úr Borgarfirði
hafi borizt beiðni um íslenzkan
þorramat í 150—60 manna
veizlu, og þetta sýndi ljósast
hvað þorramatur Naustsins nyti
mikilla vinsælda heima og er-
lendis
Nú orðið súrsar veitingahús-
ið sjálft allt súrmeti, sem það
hefur á boðstólnum, og f viss-
um tilfellum notið tilsagnar
bændafólks um meðferð og súrs
un matarins. Þetta hafi gefið
hina ágætustu raun.
Annað dæmi um brautryðj-
andastarf Naustsins nefndi Hall-1
dór yfir borðum í gær, en það
var að Naustið hafi fyrst veit-
ingahúsa borið hákarl á borð.
Hafi hákarlinn á þeim árum ver-
ið í hálfgerðri niðurlægingu sem,
neyzluvara, nema helzt hjá
gömlu fólki, enda hafi hann þá
getað valið úr hákarli að vild
fyrir 6 krónur kílóið. Nú hefur
eftirspurnin aukizt svo stórkost-
lega að kílóið kostar á 2. hundr-l
að krónur.
Óþarft er að taka fram, að1
þorramatur Naustsins er hinn
fjölbreyttasti og gómsæt-
asti og borinn að vanda fram f
trogum að þjóðlegum sið.
bæjarhúsinu, svo og hænsnum,
og gat ýtt burtu dráttarvél, sem
stóð undir húsinu. Slökkvilið
kom frá Egilsstöðum og tókst
því að verja hlöðu, sem er áföst
fjósinu og fjósið að mestu leyti,
en nokkrar skemmdir urðu á
því. Þá var bæjarhúsið brunnið
til kaldra kola.
Hjónin á Borg misstu allt inn
bú sitt í brunanum og hafa því
orðið fyrir geysilegu tjóni. Fólk
ið dvelst nú í Birkihlíð, sem er
nýbýli í Iandi Borgar.
Áfengið —
Framh. af bls. 1
seldi Áfengisverzlun rikisins fyrir
199,4 millj .kr. Aukningin er þess
vegna 36,4 millj. kr. eða sem næst
18 af hundraði, en hafa verður I
huga, að verðlag á áfengi hækkaði
á sl. sumri, og veldur aukningu
umsetningarinnar að nokkru, en
annars sagði Jón Kjartansson. að
magnið hefði einnig aukizt. Ekki
er þó búið að reikna út, hversu
mikil áfengisneyzlan er á hvern
mann í Iandinu á sl. ári.
Vantar fólk
til Ólafsvíkur
Ágætur afli er nú í Ólafsvík, og
fá bátar 8-12 tonn í róðri, að því
er fréttaritari skýrði blaðinu frá i
gær, en það háir nokkuð, að skort-
ur er á mannafla.
Hefir aðstaða fólks þó verið stór
bætt að undanförnu, því að hrað-
frystihús Ólafsvíkur hefir t.d. reist
verbúðir fyrir um 100 manns, og
að auki hefir verið komið upp
mötuneyti fyrir starfslið fyrirtæk-
isins. Segja kunnugir, að óvfðá á
landinu sé aðbúnaður vertiðarfólks
betri, og meðaltekjur verkámanna
munu • hvergi hafa verið hærri á
öllu landinu árið 1961 en í Ólafs-
vík.
Ný síldar- og fiskimjölsverk-
smiðja hefir tekið til starfa í kaup-
túninu. Er hún eign hraðfrystihúss
ins og hf. Regins, sem yfirtók eign-
ir Kaupfélags Ólafsvíkur, þegæ-
hagur þess vat orðinn mjög bágur
Við verksmiðjuna er þró fyrir 10
þús. mál síidar, en afk.öst voru
reiknuð 1500 mál á dag, en eru
meiri en Vélsmiðjan Héðinn, sem
smíðaði vélarnar, hafði lofað og
þykir mönnum það harla gott.