Vísir - 24.01.1963, Side 8
8
V í SIR . Fimmtudagur 24. janúar 1963.
Jtgetandi Blaðaötgátan VtSIR
Ritstiörar Herstemn Pölsson Gunnar G Schram.
Aðstoftarritstióri Axei rhorsteinsson
Frétiastióri Þorstemn 0 Fhoraiensen
Ritstiórnarskritstofui Laugavegi 178
Auglýsmgai og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
A.sKriftargiald ei 55 rrónui ð mánuði
I lausasölu 4 ki eini — Simi 11660 (5 Unur).
Prentsmiðja Visis — Edda h.f
Stytting vinnudagsins
Undanfarið hafa átt sér stað nokkrar umræður um
lengd vinnudagsins hér á landi. Hefur málgagn komm-
únista veitzt mjög að ríkisstjórninni fyrir það að
vinnudagurinn sé hér lengri en víða annars staðar og
nefnt orðið vinnuþrælkun í því sambandi.
Það er satt og rétt, að vinnudagurinn á íslandi er
langur hjá flestum starfandi mönnum. En það er ekki
nýtt fyrirbrigði. Undanfarna áratugi höfum við íslend-
ingar verið að byggja upp land okkar frá grunni. Það
má í rauninni segja, að öll þau mannvirki, sem við
sjáum nú á ferðum okkar um landið, hafi risið síðan
um aldamót.
Þess vegna hafa íslendingar orðið að leggja nótt við
dag. Verkefnin hafa verið svo mörg og aðkallandi, en
hendurnar fáar, sem r.ð þeim hafa starfað. Og það er
ekki síður þessi skortur á vinnuafli, sem valdið hefur
hinum langa vinnudegi.
Útreikningar byggðir á skýrslum Skattstofunnar
sýna að síðasta ár voru meðaltekjur verkamanna, iðn-
aðarmanna og sjómanna tæpar 100 þúsund krónur. Er
þess veg^^ljarri lagi að tala um að þessar stéttir búi
við kaupþrælkun. Hitt er rétt, að þessar tekjur hafa
aðeins fengizt með mun lengri vinnudegi en 8 stunda
degi. Það verkefni, sem nú íiggur fyrir, er að hækka
tekjur hinna lægst launuðu, þannig að tekjurnar geti
’ialdizt en vinnutíminr styttist í eðlilegt horf.
Á það skal lögð sérstök áherzla, að þetta er ekkert
ágreiningsmál. Ríkisstjórnin veitti frumvarpinu um 8
".tunda vinnudag fullan stuðning. Það er margendur-
tekin stefna hennar að hækka laun hinna lægst laun-
uðu í þjóðfélaginu svo mikið sem unnt er án þess að
efnahagskerfið fari úi skorðum.
En almennur 8 stunda vinnudagur verður ekki fram-
’cvæmdur með einu pennastriki á einum degi. Til þess
barf lengri tíma og ölí hróp og slagorð um annað eru
áróður, sem ekki er á rökum reistur. Það er engum
greiði gerður, og allra sízt verkamönnum, með því að
reyna að gera 8 stunda vinnudaginn að pólitísku árás-
arefni. Slík málsmeðferð flýtir ekki komu hans. Hún
tefur einungis fyrir því að sá dagur renni upp.
Ökufantar í sjúkraheimsókn
í gær var skýrt hér * blaðinu frá nýstárlegum dóm-
am, sem tekið er að kveða upp í Bandaríkjunum. Sá,
ism slysi veldur eða umferðarlög brýtur, er þar
tæmdur til þess að heimsækja sjúkrahús og skoða af-
'eiðingar gálauss aksturs.
Umferðarslysin eru "ívaxandi og ógnvænlegt vanda-
mál hér á landi. Hér skal ekki kveðið á um það hvort
"kynsamlegt sé að fylgja hinu bandaríska fordæmi í
díkum refsimálum. En nýstárleg tilraun hetfur þar
verið gerð, sem sjálfsagt er að gefa fullan gaum,
hvernig reynist í framkvæmd.
James Meredith svarti stúdentinn í Missisippi sem mestar deilur urðu um s. 1. hnust, sést i kenslu-
stund.
Svertingjastúdentim
hefur staíið sig illa
Eini svarti nemandinn
í Missisippi háskóla er
nú að hætta þar námi eft
ir aðeins misseris dvöl í
háskólanum. — Verður
skólavist hans þar æði
endaslöpp eftir allt það
sem á undan er gengið,
harðvítugar deilur um
inngöngu hans í skól-
ann, róstur og jafnvel
manndráp á háskólalóð-
inni.
í háborg hvítra.
Menn rekur enn minni til at-
burðanna í háskólabænum Ox-
ford s.l. haust, þegar sverting-
inn að nafni James Meredith
sótti um inngöngu í Missisippi-
háskóla. Fylki þetta hefur verið
talið kjarni Suðurríkjanna þar
sem hvítu mennirnir sitja yfir
hlut hinna svörtu og blöskraði
þeim að svertingi skyldi leyfa
sér að heimta inngöngu I há-
borg hvíta kynstofnsins. Við-
brögð hinna hvítu manna urðu
snögg. Þeir neituðu Meredith
um inngöngu og gekk þetta svo
langt að sjálfur fylkisstjórinn
Mr. Barnes lýsti því yfir að
svertinginn skyldi aldrei kom-
ast inn í háskólann.
En lög og réttur höfðu sinn
framgang. Lögregla og herlið
sambandsstjórnarinnar tóku
bæinn á sitt vald og leiddu
svertingjann inn í háskólann.
Þar með var mótspyrnan brot-
in á bak aftur og síðan hefur
svertinginn fengið að sitja f há-
skólanum ekki alveg óáreittur
en með sæmilegum friði.
í sjónvarpi.
En dag nokkurn fyrir skömmu
birtist Meredith svertingjastúd-
ent allt í einu í sjónvarpi, þar
sem blaðamaður átti viðtal við
hann og skýrði hann þar svo
frá að hann væri að gefast upp,
myndi hætta námi í háskólan-
um þegar þessu kennslumisseri
lyki. Er það sorglegt að svo
skuli ljúka námsferli sem hófst
með miklum og fréttnæmum
viðburðum.
Meredith sagði sjálfur að
hann væri að hætta vegna þess
að hann þyldi ekki ofsóknir þær
sem hann hefði orðið fyrir. En
athugun sýnir að þetta er ekki
hin raunverulega ástæða. Hún
er fyrst og fremst .ú, að hon-
um hefur ekki gengið vel í skól
anum. Hann hefur ekki reynzt
góður námsmaður og fengið
lakar einkunnir. Það skal tekið
fram að ekki er iíklegt að and-
úð prófdómara á honum valdi
þessum lágu einkunnum.
Nagar blýantinn.
Starfsmenn háskóians segja
að hann hafi unnið lítið að námi
Hann hafi gert lítið pnnað en
að sitja í sæti sínu og naga blý
antinn, segja þeir.
Meredith stundar nám I fimm
námsgreinum við háskólann.
Hann tekur mjög lítinn eða
engan þátt í umræðum, en það
er siður í bandarískum háskól-
um að kennsla fer mikið fram
í almennum umræðum milli
stúdenta og prófessora. Hann
spyr fárra spurninga og svarar
enn •færri. Þrjár námsgreinar
hefur hann vanrækt, þær eru
stærfræði, franska og enska.
Honum gengur betur í sögu,
en beztur er hann f svokallaðri
stjórnmála og félagsfræði. í
ameríska skólakerfinu eru ein-
kunnir gefnar eftir bókstöfum.
Er A-einkunn hæst en E er fall
einkunn. Hann er með lága D-
einkunn, þannig að hann rétt
skríður. Þeir sem fá D-einkunn
mega aðeins halda áfram eftir
að hafa tekið við áminningu
og ef þeir taka sig ekki á næsta
misserið en fá aftur D-einkunn,
þýðir það fall.
Starfsmenn skólans telja að
Meredith sé nú farinn að ráð-
ast á skólann og halda þvi fram
að hann sé ofsóttur, en það sé
aðeins tylliástæða, hann óttist
að hann muni ekki standast
prófin.
Hefur fengið
frið.
Um þá staðhæfingu hans, að
hann sé ofsóttur segja þeir, að
það sé ekki rétt. Hann varð fyr
ir nokkrum ofsóknum fyrstu
vikurnar í skólanum, en þá tók
skólastjórnin í taumana og hót
aði hverjum þeim brottrekstrl
sem veittist að Meredith. Þetta
hreif og hann fékk eftir það að
vera í friði, þótt hann yrði á-
fram einangraður. Hinsvegar
Fhr. á 10. síðu.