Vísir - 24.01.1963, Qupperneq 9
V1SIR . Fimmtudagur 24. janúar 1963.
9
Samstarf sérfræðinga
fslénzkur lífeðlisfræð-
ingur, dr. Jóhann Axels-
son, hefur síðastliðin sex
ár unnið að rannsóknum
við ýmsar þekktustu vís-
indastofnanir í Evrópu.
Síðastliðið hálft ár hefur
hann gegnt prófessors-
störfum við háskólann í
Gautaborg.
Dr Jóhann er hér heima í stuttu
fríi og Vísir notaði tækifærið til
þess að leggja fyrir hann nokkrar
spurningar.
Þú laukst meistaraprófi í líf-
eðlisfræði 195f>, var það ekki?
Jú, í Osló f úrslok 1956 held ég
að ég fari ré'-t með.
í>ú varst há þegar farinn að
vinna að þínum áhugamálum,
taugum og vöðvum?
Já, meistaraprófsritgerðin er
byggð á tveggja ára rannsóknum
á flutningi taugaboða frá tauga-
endum til vöðvanna, en heldur
var nú tæknin gamaldags miðað
við það sem við höfum i dag.
Ný tækni.
Þú leggur mikið upp úr nýt-
ingu nýrrar tækni?
Já, flestar þær framfarir i líf-
eðlis- og læknisfræði, sem mest
er tekið eftir, byggjast á uppgötv-
un nýrrar tækni, eða umbótum á
gömlum aðferðum, eða þá á því
að beita tækni, sem þróazt hefur
í öðrum vísindagreinum við Iíf-
fræðileg viðfangsefni.
Eru þá megintakmarkanir vís-
indalegra framfara tæknilegar?
Nei, en á tækninni byggist auð-
tekinn árangur, hin djúpstæðari
vandamál eru túlkunarvandamál
og meðferð niðurstaðanna.
Að afloknu meistaraprófi vann
Jóhann um tíma við Centre Etude
de Physiologie nerveuse et El-
ectrophysiologie í París.
Viltu segja okkur frá vinnu
þinni í París, Jóhann?
Allir á þessari stofnun unnu
að rannsóknum á heilanum. Fyr-
ir mlg var þetta námstími. mjög
mikilvægur að vísu, ég gerði eng-
ar sjálfstæðar rannsóknir eins og
gefur að skilja, heldur vann með
öðrum.
Og að þeim tíma loknum var
þér boðið til Lundar ?
Já, þar vann ég í 2 ár með pró-
fessor Thesleff, og lærði nýtingu
rafeindatækni við margvíslegar
rannsóknir á taugum og vöðvum
Honum á ég mjög mikið að
þakka.
Þeir félagar birtu saman fjölda
greina um niðurstöður sínar. Jó-
hann lauk á þessum tima sænsku
licentiand-prófi. Eftir uppgötvun
þeirra á eðli þess ofnæmis, sem
þróast í vöðvum, þegar þeir missa
samband við taugar sinar, var Jó-
hanni boðið til Oxford til árs
dvalar.
Rannsóknir
á vöðvum.
Hvað dvaldist þú lengi i Ox-
ford?
Að mestu I rúm 3 ár. Ég var
þó mikið á ferðalögum og alltaf
með annan fótinn í Sviþjóð
Fyrirlestraferðir og þinghöld?
Já, menn tala orðið alltof mik-
ið. Þú þekkir nú eitthvað til þess
sjálfur
Þér vannst samt timi til að
verja doktorsritgerð i Lundi með
mestu prýði. Geturðu sagt mér
eitthvað um efni þeirrar ritgerð-
ar?
Nei, það held ég að mér sé al-
veg ómögulegt, nema hvað hún
fjallaði eingöngu um sjálfvirkar
vöðvafrumur. Slíkar frumur eru
í hjartanu og í sléttum vöðvum
t. d. í æðunum, Þær geta dregið
sig saman alveg upp á eigin spýt-
ur og starfað óháðar taugum og
taugaboðum.
Allir vita að hjartað í fóstrinu
slær löngu áður en nokkrar taug-
ar hafa vaxið til þess, og að slétt-
ir vöðvar halda áfram að starfa
klukkutimum og jfnvel dögum
saman eftir að þeir hafa verið
einangraðir frá öllum taugum.
............................................................................................ .................................................................................................................................................... .....................................................................:
mmrrfWmmmmmimmrrTWKnn'"""'1'-'- ■■ ■ —
Prófessor Jóhann Axelsson. — (Ljósm.: Víslr)
vorir Svíar að, þegar þeir vilja
hefja kennslu í lífeðlisfræði?
Þá situr fvrir upnbygging vis-
indastofnunar, síðan kemur
kennslan. Til þess að vera fær
um að veita raunhæfa kennslu
verður stofnunin að vera byggð
upp sem rannc,óknarstofnun. Á
hessu meginatriði virðist oft gæta
skilningstregðu.
Hvílir samt ekki á ykkur þung
kennsluskylda?
Jú, og brýnasta verkefnið er
að fullnægja kröfunni um mennt-
un kennara við æðri skóla.
Hve mikið starfslið telja Svíar
sig þurfa til þess að geta veitt
viðunandi kennslu í þinni grein?
Það fer nú nokkuð eftir nem-
endafjölda. í lífeðlisfræði hefur
prófessorinn sér til hjálpar doc-
ent, sem hefur þó litlar kennslu-
skyldur, 1 eða 2 lektora, og þetta
5 til 10 aðstoðarkennara, eða
starfsmenn, sem helga sig að
mestu verklegu kennslunni.
Hvað hafið þið mikið af slfku
aðstoðarfólki núna?
8, og allir hafa kennsluskyldur
utan 1. Þetta er allt fólk, sem
vinnur að doktors- eða licentiand-
gráðu jöfnum höndum og hefur
rannsóknarstofur sínar í stofn-
uninni.
Góð launakjör.
Ég veit að þú vilt ekki gera
beinan samanburð á aðstæðum
og kjörum íslenzkra og sænskra
háskólakennara. Getum við samt
ekki tekið eitt atriði til saman-
burðar. Prófessorar við Háskóla
fslands hafa rúmlega 9 þúsund
kr. í laun á mánuði. Hvað hafa
þeir í Sviþjóð?'
Jú, mér er engin launung á því.
Þeir hafa 32 þúsund kr. á mán-
uði í Sviþjóð. Ef þessar upplýs-
og framþróun vísindanna
Þetta virðast vissulega vera
hinar merkilegustu frumur?
Já, og merkilegast er hve litið
sléttir vöðvar hafa ennþá verið
rannsakaðir, jafn mikilvægir og
þeir eru frá læknisfræðilegu sjón-
armiði.
Vita menn þá mun minna um
slétta vöðva en þverrákótta?
Já, og þó verða sjúkdómar, sem
eiga rætur slnar að rekja til trufl-
ana á starfi sléttra og sjálfvirkra
vöðva mun fleirum að fjörtjóni
en sjúkdómar I þverrákóttum
vöðvum.
Og hverju sætir þetta nú, Jó-
hann?
Ég held nú að frumorsökin sé,
að vegna sjálfvirkni sinnar og
smæðar þá hafa þessar frumur
reynzt allerfiðar viðfangs. En
þekkingin vex nú með hverjum
degi og áhuginn er að verða geysi
legur. Fyrsta verkefni mitt, þeg-
ar ég kem utan, er að sitja fund
kliniskra vísindamanna um orsak-
ir blóðþrýstings-breytinga.
Raunhæf kennsla.
Eftir doktorsprófið var Jóhanni
veitt docentsnafnbót I lífeðlis-
fræði við háskólann I Lundi og
í sumar, þegar hann dvaldist við
rannsóknir i Oxford, barst honum
beiðni frá háskólanum f Gauta-
borg um að starfa þar sem pró-
fessor i y2 ár og veita nýstofn
aðri b'feðlisfræðistofnun forstöðu
Og hvernig fara nú frændur
ingar kæmu frá íslenzkum há-
skólakennara, yrði það eflaust af
mörgum skilið eingöngu sem á-
róður fyrir bættum lífskjörum.
Veigamesta atriðið i þessu sam-
bandi er þó, að það er álitið ó-
samrýmanlegt prófessorsstarfinu
I Sviþjóð að hafa nokkra aðra
vinnu. Hér virðist beinlínis ætl-
azt til þess.
Hins vegar vil ég taka það skýrt
fram, að enda þótt við búum við
svona góð skilyrði í Sviþjóð, þá
er ekkert fjær mér en að fella
áfellisdóma um aðstæðurnar hér
heima. Hér er ennþá allt á frum-
býlisstigi. Svíar byggja á alda-
gamalli hefð. Eftir dvöl mína hér
finnst mér allar ástæður til bjart-
sýni um framtíð háskólans.
Frh á bls. 0.
--1 ^41II----tor MTlifr Ip
Jóhann
við
-annsóknir
í rann-
■óknarstofu
Oxford-
háskóla.
Próf. Jóhann Axelsson
skýrir frá rannsóknum
sínum í lífeðlisfræði
mmmm
ahKPJesaiiKsa