Vísir - 24.01.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 24.01.1963, Blaðsíða 10
m V1SIR . Fimmtudagur 24. janúar 1963. Ódýrt KULDASKOR og BOMSUR TIL SÖLU: Opel kapitan ’57 og ’59. Ford ’58 góður taxi. Chervolet ’56 orginai Chervolet ’55 2ja dyra. Ford ’55 sjálfsk. 6 syl. Plymonth ’56. Chervolet ’53 2ja dyra. Renault daupline ’60. Fiat ’58. Opel Caravan ’59. Taunus ’61 og ,55. 5 herb. íbúðir við Álfheima — Granaskjól — Bogahlíð — Skipholt — Karfavog — Ingólfsstræti og víðar um bæinn. FASTEIGNA & SKIPASALA Konráðs Ó. Sævaldssonar Hamarshúsinu v/Tryggvag. 5. hæð (lyfta.) Símar 24034, 20465, 15965. Rafglit Tókum upp um helgina Indverskar, handunnar skrautvörur. Hafnarstræti ,r Sími 12329 Sængur - Endurnýjum gömlu sængurn- i ar ej7um dún- og fiðurheld ver DÚN- OG FIÐURHREINSUN 1 Kirkjuteig 29, simi 33301. Skyffogarar —■ t-ramhald at bls 4 Vonir hafa ekki brugðizt. „Og þær vonir hafa ekki brugðizt, sem þér gerðuð yður, þegar þér höfuð frétt um þessi skip og fóruð síðan að starfa á þeim?“ „Nei, öðru nær. Ég fór að heiman fyrir einum fjórum árum, af því að ég hafði hug á að kynn- ast þeim nýjungum, sem maður frétti þá, að væru að gerast með öðrum þjóðum í þessu efni. Síðan hefi ég verið á öllum þrem Fair- try-togurunum, og þeir hafa sann fært mig um, að þeir eru skip framtíðarinnar, og sama máli gegnir um minni skuttogarana, eins og Junelle og Lord Nelson, sem eru nýjustu skip Breta af þeirri tegund, sem heilfrystir fiskinn. Um þann síðari er það að segja, að í þeim ferðum, sem hann hefir farið — hann er mán- uð í hverri, eins og ég hefi tekið fram áður — hefir hann að jafn- aði fengið 20.000 pund fyrir afl- ann í hverri ferð. Hann fer svona tíu ferðir á ári og verðmætið er því lágt reiknað 25—30 milljónir króna árlega. Það er ekki svo lít- ið. Og rétt er að geta þess um Lord Nelson, að í honum'var lest til að ísa fisk með gamla laginu. Það hefir kannske átt að vera til einhvers konar samanburðar. Hvað um það, nú er verið eða jafnvel búið að breyta þeirri lest, gera hana að frystigeymslu fyrir heilfrystan fisk. ísunin fær með því þann dóm, að hún uppfylli ekki Iengur kröfur tímans." Opni markaðurinn verður úr sögunni. „Ef þróunin heidur áfran. í þessa átt, mun hið garnla sölu- fyrirkomulag á togarafiski í enskum höfnum verða senn úr sögunni?“ „Já, það er fyrirsjáanlegt, að uppboðsfyrirkomulagið hefir senn sungið sitt síðasta, fyrir skip, er sækja á fjarlæg mið, og er sízt að harma það, úr því að öruggur markaður fæst í staðinn, þótt uppboðskerfið gæti stundum gefið mikið í aðra hönd við rétt markaðsskilyrði. Það mætti segja mér, að eftir nokkur ár verði það úr sögunni, að íslenzkir togarar sigli með ísaðan fisk á brezkan markað — og jafnvel tii fleiri landa — af því að slíkt sölufyrir- komulag verði horfið og annað tekið upp. Þetta liggur í augum uppi, því að skip, sem heilfrystir fiskinn með fullkomnum tækjum en ís- ar ekki í lest, hefir möguleika á að leita víðar og lengur að góðum afla en sá togari, sem er með bráðnandi ís innanborðs. Og hugsum okkur bara muninn á vörunni, sem kemur úr tveim slíkum skipum, sem hafa annars verið jafnlengi á veiðum við sömu aðstæður." Fiskileit er sjálfsögð. „Þér talið um að leita að fiski Hvað segið þér um það atriði yf- irleitt — fiskleit í þágu togara og annarra veiðiskipa?" „Ég tel, að leit að fiski sé ekki síður nauðsynleg fyrir togara en smærri skip, eins og þau, sem eru hér að síldveiðum. Það er mikilvægt og sjálfsagt að hafa leitarskip eins og Þjóðverjar Slíkt skip hefir oftast fundið ný mið, þegar afl; -ð tregðast þeim slóðum * benti síð ast á. Eða sl / að haf’ nána samvinnu, «,us og á sér stað hjá Frökkum. Portúgölum og Spánverjum við Nýfundnaland og Grænland. Þar hirðir hjálp- semin ekkert um þjóðerni, allir eru bræður að því leyti, að þeir segja hver öðrum til um, hvar helzt sé aflavon. Ég hefi sjálfur haft samvinnu við fiskimenn þessarra þjóða við Nýfundnaland, og ég er stórhrifinn af þeirri hjálp, sem þeir veita innbyrðis Skipin dreifa sér í marga hópa. sem láta vita hvernig gengur á hverjum stað, og lendi einhver hópurinn í ördeyðu, fær hann oft ast ieiðbeiningar frá hinuni, svo að menn komast fljótt í afla aft- ur. Slíkt er til fyrirmyndar, sann- kallað bræðralag fiskimanna, sem þekkja erfiðleikana og vilja hjálpa hver öðrum til að sigrast á þeim. íslendingar leita í blindni. Mér liggur við að segja, að ís- lenzkir togarar, sem fara til dæmis á Grænlandsmið, leiti I blindni. Þeir bera ef til vill niður, þar sem togarar eru nýbúnir að skarka og skafa botninn, en fara fram hjá öðrum stöðum, þar sem aðstæður geta verið hagstæðar. Þetta stafar af því, að þeir hafa ekki nema takmarkaðan tíma til slíkrar leitar — þeir verða aö afla I skyndi til að komast sem fyrst tii hafnar aftur. Leitarskip á ekki að gera neitt annað en að leita fiskimiða, svo að það geti jafnan bent á beztu staðina, þeg- ar afli tregðast, þar sem togarar eru hverju sinni. í þessu efni er samstarf milli togara einnig mik- ilvægt. Það á ekki sízt við, þeg- ar fiskur er orðinn eins tregur og raun ber vitni. Fyrir fáeinum árum þóttu 200 tonn í túr áheima miðum bærilegur afli, en nú þykj ast menn góðir, ef þeir fá á sama tíma eitthvað á annað hundrað tonn.“ Framtíðarleiðin fyrir íslendinga. „Að endingu væri fróðlegt að heyra álit yðar á því, hvaða hátt íslendingar eiga að hafa á rekstri togaraútgerðar sinnar á komandi tímum. Hvað viljið þér segja um það atriði?" „Mér sýnist í fyrsta lagi, að ís- lenzk togaraútgerð eigi sér harla litla og jafnvel enga framtið, ef ekki verður gerð breyting á henni, alger breyting og um- skiDti. oa sú breyting á að vera fólgin í þvi, að við endurnýjum togaraflotann með skuttogurum, sem heilfrysta fiskinn. Menn verða að v..~ við því búnir að fara á fjarlæg mið á þessum skip- um, enda eigum við nóg af litlum skipum, sem eiga að sitja ein að heimamiðunum. Þetta er í ör- stuttu máli álit mitt á framtið þessarar útgerðar. Með þessari breytingu á skipan útgerðarinnar mundi finnast lausn á margvíslegum vanda, ekki sízt mundi vöruvöndun auk- ast stórkostlega og svo yrði vafa- laust miklu auðveldara að manna logarana, þegar þeir gætu næst- um boðið upp á vinnuskilyrði -•ins og þau gerast í landi. Ég fæ •kki séð, að hægt sé að tryggja •ag sjómanna og útgerðarmanna betur en með þessu ráði, en án slíkrar breytingar held ég, að vonlaust sé að tala um, að tog- araútgerð eigi framtíð fyrir sér hér á landi í þeirri miklu sam- keppni, sem er á þessu sviði og fer vaxandi með fullkomnari skipum og bættri aðstöðu útlend inga í þessu efni.“ Heppilegas^ ogaralagið. ,,Henta skuttogarari„. ns og þeir tiðkast nú helzt er stærðin hin heppilegasta fyrlr okkur, fyrirkomulag ofan þilja eða undir og þar fram eftir göt- unum?“ „Menn eru talsvert að þreifa sig áfram í þessu efni, eins og eðlilegt er, þar sem þessi tegund togara getur eiginlega ekki tai- izt nema átta ára, því að Fairtry I er ekki eldra skip. Það virðist nokkuð á reiki, hvað heppilega.-t er, og ég er þeirrar skoðunar, a.5 skipasmiðirnir og skipaverkfræð- ingarnir hafi ekki fundið heppi- legasta Iagið — kannske af því að þeir eru ekki sjómenn og hafa fæstir siglt og starfað á slíkum skipum. Af reynslu minni tel ég, að yfirbygging og vél skuttogara eigi að vera aftur á skut, en nú er hvort tveggja haft allt frá miðju og fram undir hvalbak. Þegar stjórnpallur er svo framar- lega, þarf skipstjóri eiginlega að hafa augu i hnakkanum — hann þarf bæði að fylgjast með því, sem er framundan skipi hans, og svo þarf hann að hafa eftirlit með vírum og vörpu, vinnu á þiljum, að svo miklu leyti, sem hún fer fram þar, og þar fram eftir götunum. Brú sé aftur á skut. Stjórnpallurinn á að vera eins og brú aftur á skipinu, og er þá varpan dregin undir og fram fyrir hana, þegar lokið er að toga. Lest á svo að vera £ miðju skipi, fyrir framan vélarúm, eins og nú tiðk- ast á togurum. Ég tel, að skut- togaralagið muni vera hentugra fyrir smærri skip, ef fyrirkomu- lag þeirra er haft þannig. Frakkár hafa reynt frávik frá þessu — hafa stjórnpallinn alveg úti í bakborðshlið og aftan við miðju, svo að skipstjóri sér vel yfir skipið en þarf eftir sem áður að horfa dálítið aftur. Það skips- Iag minnir á flugstöðvarskipin. Ég er sannfærður um, að eins og skuttogararnir eru skip framtíð- arinnar, er það lag að hafa stjórn pall og vél aftar en nú er gert, einnig það sem koma skal. Islendingar verða að fylgjast betur með í þessu efni en þeir hafa gert. Þessi mál eiga að þró- ast hægt og sígandi, en ekki taka óðum stökkbreytingum, og liggja svo alveg niðri á milli." Vísir væntir þess, að þetta fróðlega viðtal verði ýmsum íhugunarefni, og vonandi verður þess ekki mjög langt að biða, að íslendingar eignist fyrsta skut- togarann. Að ufan — Framhald at bls 8 hefur ástandið í þessum efnum versnað nokkuð eftir sjónvarps viðtal hans, þar sem skólafélag ar hans hafa veitzt að honum fyrir ósanngjörn ummæli hans þar. Þegar Meredith hóf pám í há- skólanum var hann eins og allir aðrir nýsveinar látinn , ganga undir gáfnapróf. Hann stóðst það vel og telja stjórnendur skólans að hann sé þess vegna nægum gáfum gæddur til að stunda háskólanámið. Hitt sé miður farið að hann hafi van- rækt það. Annar sækir. Þó Meredith hætti námi i Missisippiháskóla má enn bú- ast við nýjum árekstrum í þess um háskóía." Nú berast fréttir af þvi að annar svertingi hafi sótt um inngöngu í háskólann og að þessu sinni í lagadeild háskólans, en það var einmitt ,1 lagadeildinni, sem mestrar mótspyrnu gætti gegn inngöngu Meredith. Frægt [ * fólk ■ i ; ' s Stjórnmálaerfiðleikar virðast ekki gera Adenauer nema gott eitt. Á biaðamannafundi ekki alls fyrir löngu var hann spurð ur: Adenauer — Dr. Adenauer. Einu sinni sögðuð þér að þegar þér yrðuð gamall ætluðuð þér að draga yður út úr stjórmálum. Hvenær álítið þér eiginlega að mennimir séu gamlir? — Þegar þeir eru tiu áruni eldir en ég, svaraði kanslarinn brosandi. * Kvikmyndastjarnan Kim Novak var nýlega í París og til þess að losna einu sinni við „eiginhand- aráritunarpláguna" lét hún svarta hárkollu yfir ljósu lokk ana. Kim Novak En óheppnin elti hana. Hún fór í dýragarðinn, og þegar hún >tóð fyrir framan apabúrið teygði einn apinn fram hendina og rykkti hárkollunni af kvik- myndadísinni. U Og þarna stóð Kim Novak — Iljóshærð — og varð að gera svo vel og taka upp penna og byrja m að skrifa nafn sitt. 1 m * Maitre Floriot, einn frægasti lögfræðingur Frakka (hann var m. a. aðalverjandinn í Peugeot- málinu), varð 60 ára ekki alis fyrir löngu. Hann fékk þúsundir árnaðaróska og sendi öllum sem höfðu sent þær eftirfarandi bréf: Maitre Floriot — Ég óska ykkur öllum gæfu og gengis — en eins verð ég þó að fá að óska sjálfum mér — að ég lifi ykkur öll.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.