Vísir - 08.02.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 08.02.1963, Blaðsíða 1
R«ykj»V*k 11| ✓ - mMáím Ánægðir með tak- mörkun netaveiða Sjávarútvegsmálaráðuneytið gaf f gær út tilkynningu um bann við þorskanetjaveiðum á stóru svæði, sem takmarkast af línum er hugsast dregnár suð- vestur og norðvestur af Reykja- nesi og takmarkast sjálfkrafa til hafs af 12 mílna fiskveiðimörk- unum. Jafnframt eru sett tak- mörk við fjölda netja, sem bát- ar mega hafa í sjó. Tíu manna bátar mega aðeins hafa 90 net í sjó og 11 manna bátar ekki fleiri en 105 net í sjó. Að sögn ráðuneytisins eru þessar reglur settar eftir allýtar lega athugun á ráðum „til að mæta þeirri áæskilegu þróun, sem átt hefur sér stað á undan- förnum árum í þá átt að auka notkun þorskanetja á vetrarver- tíð við Suðvesturland". Vísir ræddi við Gqðmund Jónsson útgerðarmann á Rafn- Teikning af bann- svæðinu skv. reglu- gerð ráðu- neytisins. Það sannast eigi að- eins á einu sviði heldur öllum, hversu gróandi og blómlegt atvinnulíf er nú hér á landi. Fyrir vetrarsíldveiðarnar voru allar síldarverksmiðjur suðvestanlands stækkað ar um 50% og byggð ný verksmiðja í Sandgerði, og nú er þegar hafinn undirbúningur að meiri framkvæmdum við síld- arverksmiðjur norðan og austanlands fyrir sumarsíldveiðarnar í ár en þekkzt hefir um ára- bil, að undanskildu s.l. ári e. t. v. Verktakar á sviði verksmiðju- bygginga hafa auglýst eftir nokkur hundruð járniðnáðar- Framhald á bls. 5. Karlakórinn Fóstbræður flutti ásamt Sinfóníuhljómsveit V I íslands Völuspá eftir Hartmann á hljómleikum í Háskóla- V bíói í gærkvöldi. Stjómandi var Ragnar Bjömsson. — ■“ Húsfyllir var og fögnuðu áheyrendur flutningnum. — I; iMyndin er af kórnum á sviðinu, í honum er milli 40—50 !■ Imeðlimir. — (Ljósm. Vísis: I.M.). ;■ .V.V.V.V.V.VAVAmVAW.V.’.V.’.'.'.'.W.’.V.V.V.Wi Björa fxr 15 farþega vél fyrir litlu flugvéliaa Bjöm Pálsson flugmað- maður er nú að gera ráð- stafanir til að reyna að leysa samgöngumál þeirra staða á landinu, sem hafa ekki fengið stóra flugvelli. Hann var nýlega úti í Bret- landi og festi þar kaup á 15 farþega vél af gerðinni Prest- vick Pioneer. Flugvél þessi hef- ur sérstaklega stutta lendingar- og flugtakseiginleika, þannig að hún á að geta lent á öllum sjúkraflugvöllum á landinu. Hún er sérstaklega hentug til farþegaflugs til Snæfellsness og Vestfjarða. Prestvick Pioneer er að ýmsu leyti lík hinni svokölluðu Cari- bou-flugvél, sem mikið var tal- að um að kaupa fyrir nokkrum árum, en miklu ódýrari. Björn býst við að flugvélin komi hingað til lands um næstu mánaðamót. Hún hefur verið f einkaeign austur í Persíu, en var fyrir nokkru flutt til Bret- lands, þar sem hún var boðin til sölu. kelsstöðum f morgun og spurði hann um álit hans á reglugerð- inni. Guðmundur kvaðst fagna henni. „Við höfum lengi barizt fyrir þessu hér í Sandgerði. Við ætluðum ekki að fara á þorska- net, heldur vera með stóru bát- ana á línu fram að síldveiðinni, en á litlu bátunum með línu alla vertíðina. Bátarnir hafa fiskað vel á línu og fiskurinn, sem þannig fæst, er miklu betri en netjafiskurinn. Við í Sandgerði erum ákaflega hrifnir", sagði Guðmundur að lokum. Haraldur Ágústsson skipstjóri sagði að sér litist vel á tillög- urnar. Það þurfti eitthvað að gera í þessum málum, sagði Haraldur. Það var fyrirsjáan- Iega nauðsynlegt að fækka net- unum. Það er oftast verið með of mikið af netjum í sjónum, þar af leiðandi dregizt lélegur fiskur úr sjó. Ég er hins vegar ekki búinn að athuga bannsvæð in, svo ég get lítið sagt um það atriði reglugerðarinnar, sagði Haraldur að lokum. Stórfelléar endurbætur á síldar- verksmSjom norðanlands og austan Nýjar verksmiðjur í Borg- arfirði og Breiðdaisvík

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.