Vísir - 08.02.1963, Blaðsíða 16
Föstudagur 8. febrúar 1963.
Iðja sem
urum5%
hækkun
Það hefur orðið að samkomu
lagi milii Félags ísl. iðnrekenda
og Iðju, félags verksmiðjufólks
i Rcykjavík, að frá og með 1.
febrúar s.l. hækki allir samn-
ingsbundnir kauptaxtar féiag-
anna, þar með taldir ákvæðis-
vinnutaxtar, um fimm prósent.
Byhíng í írak í morgim:
KASSCM FORSÆTISRÁD■
HÍRRA SKOTINN Tll BANA
í morgun gerðust þau
tíðindi suður i írak, að
hópur háttsettra liðsfor-
ingja úr hernum gerði
vopnaða byltingu og
náðu þegar í stað á sitt
vald höfuðborginni Bag-
dad. Útvarpaði útvarps-
stöðin í höfuðborginni
tiikynningu frá þeim um
að Karem Kassem for-
sætisráðherra hefði ver-
ið skotinn í vopnavið-
skiptum, sem urðu í
morgun. í sömu tilkynn-
ingu kemur það f ram, að
herforingjarnir, sem
hafa tekið völdin, eru
fylgismenn Nassers Eg-
yptalandsforseta og
stefna að því að sam-
eina allar Arabaþjóðir.
En þeir segja, að Kass-
em forsætisráðherra hafi
svikið loforð sín um að
vinna að slíkri samein-
ingu.
Launatillögur ríkisstjórnarinnar:
80 millj. króna kjarabætur
Eins og kunnugt cr, voru á s.l.
vori sett lög um kjarasamninga op-
inberra starfsmanna. Var í lögun-
um gert ráð fyrir, að Iaunakjör rík-
isstarfsmanna væru ákveðin með
heildarsamningi milli ríkisins og
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja, en Kjaradómur skæri úr, ef
samningar tækjust ekki. Fer sér-
stök nefnd, skipuð af fjármálaráð-
herra, með fyrirsvar af hálfu ríkis-
ins í samningum þessum, en
Kjararáð af hálfu Bandalagsins.
Seint í nóvember s.I. lagði
Kjararáð fram tillögur sínar um
launaflokka og launastiga og hafa
þær verið birtar. Tillögur Kjara-
ráðs gerðu ráð fyrir yfir 100%
launahækkun að meðaltali frá nú-
gildandi launalögum og mundu
þær hafa í för með sér allt að 600
millj. kr. aukningu á launaútgjöld-
um ríkisins og ríkisstofnana á ári.
Undanfarna mánuði hefur samn-
inganefnd ríkisins unnið að tillög-
um af hálfu ríkisstjórnarinnar. Þær
tillögur voru lagðar fram í dag.
Fela þær f sér fjölgun launaflokka
í 25, en launaflokkar eru 15 sam-
kvæmt núgildandi launalögum frá
árinu 1955. Jafnframt er flokkaröð-
inni snúið við þannig að lægsti
flokkurinn verður nú 1. fl., en
hæsti launaflokkurinn verður 25. fl.
Byrjunarlaun I 1. fl. (nýliðar við
vandaminnstu störf) verða kr. 3500
á mánuði samkv. tillögunum, en
hámarkslaun í 25. fl. (ráðuneytis-
stjórar, biskup, landlæknir, sendi-
herrar o. fl.) verða kr. 14.700 á
mánuði.
Aldurshækkanir samkv. núgild-
andi launalögum eru fjórar, eftir
1 ár, 2 ár, 3 ár og 4 ár Eftir til-
, r 1 a ■ U n. >> : > ; ' j) , "■**
. Lfl. vByrjunarlaun ■ ■'' 1 ■ Eftir 10 ár
i ,#?* 3500
í 4500 4750 5000" ' i '5250 ^
t 5000^ 5000 % 5250 5250 . 5500 ' 5500 5750
Æxk: 5500 5750 6050
3- ■
6. 5500 5750 6000 6300
7- 5750 > v,4 6000 6250 6550
ö. 6000 6250 6500 6800
9- M|p«6250 6500 6800 7150
10. 6800 7100 7450
. m« ^jBp°00 7100 7400 ; 7750
12. ■ m ' .7700 7700 8050 8100
f400.2 8450
14, 15. ISo 8050 8400 8400 8750 8800 9200
16. 6400 8 750 : lliillill II ilililllil
37. ið.:; 8900 9400 0800 9700 10200 - 10200 10700
19 . 9950 Jf 10400 10850 11400
20. 11300 : 11850
}$0:\ I
1 i ■; I ;
1 22. 12 3Ö0 , rjÍÍjro 12900
25. Vsf‘-3 13500:
124. 13400 14100
,25. 3.4000 ' , >, , 14700
iögum nefndarinnar verða aldurs-
hækkanir þrjár þ.e. eftir 1 ár, 3 ár
og 10 ár 1 efstu flokkunum er þó
aðeins ein aldurshækkun, eftir tíu
ára starf.
Tillögurnar eru í höfuðdráttum
byggðar á þeim meginreglum, sem
lög um kjarasamninga opinberra
starfsmanna ákveða, að Kjara-
dómur skuli hafa hliðsjón af við
úrlausnir sínar, en þær eru:
1. Kjör launþega, er vinna við
sambærileg störf hjá öðrum
en rikinu.
2. Kröfur, sem gerðar eru til
menntunar, ábyrgðar og sér-
hæfni starfsmanna.
3. Afkomuhorfur þjóðarbúsins.
Samkvæmt reglunni um viðmið-
Framhald á bls. 5.
Leit oð
þrem börnum
í gær var lögreglan beðin um
aðstoð við leit að þremur börnum
sem farið höfðu að heiman frá sér,
en komust öll heil á húfi til skila.
Skömmu eftir hádegið í gær var
lögreglan beðin að svipast um eft-
ir tveim fjögurra ára gömlum
börnum sem farið höfðu heimanað
frá sér frá Fálkagötu. Var tekið að
óttast um þau, þar sem ekki var
vitað hvert þau höfðu farið, og
bæði aðstandendur og lögregla leit
uðu þeirra. En nokkru síðar komu
börnin sjálf heim.
í gærkvöldi um hálftíuleytið bah..
lögreglunni aftur beiðni um aðstoS
við leit að 8 ára dreng sem far-
ið hafði frá barnaheimili í Mos-
fellssveit. En f þann veginn sem
leitarflokkur var að leggja af stað
með sporhundinn í fararbroddi
barst tilkynning um að drengurinn
væri kominn fram.
Verðmæti inn- og útfluttrar vöru
á sl. ári jókst um ca. 18% að
krónutölu, miðað við árið 1961,
gamkvæmt bráðabirgðatölum Hag-
stöfu Islands.
Verðmæti útflutningsins allt síð-
ast ár nam 3.618,8 milljónum kr.
57stunda vinnuvika verka-
mams að meðaltali 1961
Allmjög hefur að undanförnu
verlð rætt og ritað um hina svo
kölluðu „vinnuþrælkun“, og hef
ur þvf þrælkunarhugtaki þá
einna helzt verið haldið á Iofti
af stjórnarandstæðingum. Pétur
Sigurðsson (S) kvaddi sér hljóðs
á Alþlngi í gær og ræddi af
þekkingu um vinnutíma verka-
fólks og fleira.
Af þekkingu er sagt, því Pét
ur hafði við að styðjast athug-
anir sem gerðar hafa verið á
vegum vinnutímanefndar þeirr-
ar, er Alþingi skipaði fyrir
nokkru og rannsakar þessi mál.
1 ræðu Péturs kom m. a.
fram, að verkamaður vann 1961
57 stundir í viku að meðaltali.
Einnig upplýsti Pétur, að óunn-
ar greiðslustundir, þ. e. bein
fríðindi, væru hvergi meiri en
hér á íslandi.
Samkv. skýrslum, sem vitnað
var í, kemur í ljós, að meðal-
launatekjur verkamanns 1961
voru 78.3 þús. og ef miðað er
við þá tölu annars vegar og
skattaframtöl annars vegar, er
Ijóst að heildartekjur verka-
nanns eru 15—18% hærri en
aunatekjur. Vinnutími lægst
aunaðs verkafóiks 'ar betta ár
!653 stundir, 207f ' ;v. tímar,
15.9 vinnuvikur e 17.8 tímar
á viku (allt meðaltalstölur).
Til hliðsjónar má geta þess
að Dagsbrún gerir ráð fyrir 300
vinnudögum á ári eða 2400 dag
vinnutfmum eða um 300 dag-
vinnutímum meira en unnið var
árið 1961.
Þessar upplýsingar sagðist
Pétur vilja gefa, vegna hinna
sífelldu umræðna um „vinnu-
þrælkun", og lét fylgja með
hvernig hugarfari Framsóknar-
manna var háttað gagnvart
vinnutímanum, þegar sá flokk-
ur fór með völd. Er ekki ástæða
til að rekja þau atriði hér, enda
margsönnuð o galkunn.
(Sjá nánar um ræðu Péturs
f þingfréttum bls. 6).
ugve:
við ísl. flugflotann
Enr, hafa íslendingar eignazt
nýja flugvél. Er það Skymaster
flugvél, sem Flugfélag íslands
hefur fest kaup á og kallast
Straumfaxi. Getur hún flutt 68
farþega. Hún ber einkennisstaf
ina TF-FID. Er flugfloti Flug
félagsins nú orðinn 8 flugvélar,
vær Viscountvélar, þrjár Sky-
nastervélar og þrjá Dakotavél
_ir. Auk þess hefui félagið eina
Skymasterflugvél á leigu. Alls
^etur þessi floti flutt 464 far-
þega í einu.
Á síðasta ári og þes a er ís-
lenzki flugflotinn mjög að auk-
ast, enda hefur aldrei fyrr verið
um eins mikla aukningu á far-
þegaflugi að ræða og nú.
í fyrra keyptu íslendingar til
landsins fimm flugvélar og var
í þeim hópi ein stór flugvél,
Cloudmastervél, sem Loftleiðir
keyptu. Nú í sumar sjá Loftleiða
menn fram á gífurlega aukningu
farþega yfir Atlantshafið og er
fyrirsjáanlegt að það verður að
Framh. á bls. 5.
v—...w . 1 ij t..'.