Vísir - 08.02.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 08.02.1963, Blaðsíða 9
VlSIR . Föstudagur 8. febrúar 1963. 9 Heimsókn á Vist- heimili VERNDAR að Stýrimannsstíg 9 íVstmenn eru aldrei iðjulausir „Jú, allflestir eru þeir það. En einstöku mönnum er ómögu legt að hjálpa, þvl miður". „Hvernig er hugarástand manna undir svona kringum- stæðum?“ Skúli verður fyrir svörum: „Ákaflega mismunandi, eins og að líkum lætur. Yfirleitt eru þeir mjög niðúrdregnir og fullir af eftirsjá, einkum eftir fyrsta brot. Og alltaf á þetta að verða í síðasta sinn. Þeir vilja bæta sig, en oftast er það úthaldið, sem á skortir. Svo er áfengið. Það er mesta vandamálið. Við höfum haft mjög gott samstarf við AA-samtökin og Bláa band- ið, og oft komum við skjólstaeð- ingum okkar fyrir á drykkju- mannahælum til lengri eða skemmri dvalar". „En það þyrfti að samræma betur starfsemina“, segir frú Þóra. „Bezt væri að mynda eina heild úr mörgum stofnunum, eins og Bláa bandinu, öryrkja- sambandi íslands, Vernd, Fram- færslu borgarinnar o. fl„ gjarn- an undir stjórn Framfærslunn- ar. Þá gætum við haft nánara samband okkar á milli, unnið betur saman og komið meiru til leiðar". hér á landi mörg ár, og eins og allir vita, hefur Oscar Clausen rithöfundur unnið þar merkilegt brautryðjendastarf, sem er lofs- vert og gott. Hann hefur raunar verið heiðursfélagi í Vernd frá stofnun samtakanna. En þetta er yfirgripsmikil starfsemi, og veitir ekki af, að margir bætist í þann hóp, sem reynir að leysa vandamálin. Ég vann fjóra vet- ur við fangahjálp á Norðurlönd um, aðallega í Kaupmannahöfn og Noregi, og þá kynntist ég starfseminni frá öllum hliðum. Eftir þessa fjóra vetur þótti ég hæf til að vinna sjálfstætt, og þá var að reyna að notfæra sér reynsluna hér á íslandi, þar sem þörfin er brýn. Ég hef heim sótt aragrúa af fangelsum og upptökuheimilum á Norðurlönd- um á vegum fangahjálparinnar Þar — en það megið þér ómögu- lega setja I blaðið“. Ég set það nú samt. Og vona, að frú Þóra fyrirgefi mér. „Mér finnst það merkilegast, þegar ég lít aftur, að nokkur mannsekja skyldi treysta okkur í byrjun, þegar engin reynsla var enn fengin í þessu“, heldur frú Þóra áfram. „Við Lára í Ási — frú Lára Sigurbjörns- okkur með fjárframlögum og ó- teljandi einstaklingar hjálpað okkur með sjálfboðavinnu og gjöfum. En okkur vantar alltaf sjálfboðaliða í margs konar störf — slíkt er mjög vel þeg- ið“. „Hvað er orðið langt síðan Vernd tók til starfa?“ „Ja, samtökin voru stofnuð 19. október 1959, en við tókum formlega til starfa 1. febrúar 1960. Við höfum reynt að vinna í kyrrþey og forðast allt aug- lýsingaskrum, bæði vegna þess að við viljum ekki segja of mikið, fyrr en við erum búin að fá lengri reynslu og getum betur dæmt um árangur starf- seminnar, og eins af því að þetta starf er þannig í eðli sínu, að það verður að fara fram í kyrrþey og án of mikils umtals. Þetta er fjarskalega viðkvæmt mál, eins og gefur að skilja. Skjólstæðingar okkar eru menn, sem ratað hafa í ó- gæfu, og enginn vill vekja of mikla athygli á slíku. Þeir eiga sjálfir erfitt, og fjölskyldur þeirra ekki síður. Og sumir eiga hér sitt eina athvarf, sem þeir geta flúið til, þegar í nauðirnar rekur“. „Já, auðvitað, það er vel skilj anlegt, en haldið þér samt ekki, að það sé gott, að fólk fái að vita um það, sem þið eruð að gera? fslendingar eru ákaflega hjálpsamir, þegar gott málefni er annars vegar, en þeir þurfa þó að vita af því“. Eins og ein stór fjölskylda. „Já, það er satt“, samsinnir frú Þóra. En svo lítur hún á leitað til mín eins og mömmu sinnar, þegar eitthvað er að. Þá fyrst kemur hjálpin að veru- legu gagni“. „Er ekki erfitt að vinna trún- að þeirra?" „Jú, það getur reynzt erfitt“, annars staðar", segir frú Þóra. „fslendingar eru stoltir og við- kvæmir og oft mjög lokaðir i byrjun, en þegar þeir loksins opna sig, þá segja þeir okkur allt. Svona starf er vandasamt I litlu þjóðfélagi, en ekki síður ■»v- Starfsemin alltaf að aukust. „Hvað hafa margir verið hér í vetur?“ „Mest 15 I einu. Starfsemin er alltaf að aukast, og I raun og veru þyrfti að sklpta þessu niður á að minnsta kosti tvö heimili — vistheimili eins og þetta fyrir menn, sem koma um skemmri tíma og þarfnast ýmis- legrar aðstoðar, sem við getum veitt, og svo hæli fyrir fólk, sem lítið er raunverulega hægt að gera fyrir nema veita þvl læknisaðstoð og góða umhirðu. Það er afar óheppilegt að hafa hvað innan um annað menn, sem eru að reyna að drífa sig og byrja nýtt lff, og svo menn, sem ómögulegt er að hjálpa á þann hátt. Þeir stórspilla fyrir, en þeir þurfa líka að hafa eitt- hvert athvarf, og meðan ekki er til sérstakt hæli fyrir þá, getum við ekki úthýst þeim. Svo eru unglingavandamálin ... En ef við eigum að fara út í upptalningu á öllum þeim brýnu vandamálum, sem liggja fyrir og krefjast úrlausnar, kemst ekki annac fyrir f Vísi þann daginn!" „Eigum við þá kannske að snúa okkur að því, hvernig þessi starfsemi byrjaði upphaf- lega?“ „Ja ...“. Frú Þóra hikar svo- lítið. „Stundum getur maður ekki annað en gert vissa hluti — og þörfin var mikil fyrir ein- hvers konar starf á þessu sviði. Að vísu hefur verið fangalijálp dóttir, meina ég - gengum manna á milli og reyndum að lokka fólk til að skrifa undir plagg, sem við höfðum sett saman, þ. e. a. s. beiðni til Al- þingis um styrk til að hefja þessa starfsemi. Það gekk miklu betur en við þorðum að vona. Kannske héldu sumir, að við værum með lausa skrúfu, en þeir skrifuðu samt undir, og það var fyrir mestu“. Fjárhagurinn naumur. „Og fenguð þið styrkinn?" „Já, við fengum 50 þúsund. Nú höfum við fengið hann hækkaðan upp f 200 þúsund á ári, og húsaleiguna borgar Reykjavíkurbær. En við berj- umst samt alltaf f bökkum, og fjárhagurinn er naumur — það fer allt eftir þvf, hvað ég er dugleg að snfkja! Mikið bless- um við líka fólkið, sem hjálpar okkur. Það munar um hvað lft- ið sem er. Oft fáum við fata- gjafir, og ég get sagt yður, að hver einasta smápjatla er nýtt út í yztu æsar“. „Hvemig er með áheit? Hef- ur aldrei verið heitið á Vernd sem gott málefni?" „Stundum, jú. Það væri in- dælt, ef fólk reyndi það við og við. Annars eru ca. 400 ein- staklingar í félagasamtökunum Vernd og 65 félög, sem standa á bak við okkur. Flest eru þau kvenfélög, mörg úti á landi, og einu sinni á ári senda þau full- trúa á aðalfundinn, sem hald- inn er hér í Reykjavík. Ýmis önnur félög hafa líka styrkt mig með ofurlitlum áhyggju- svip. „Þér ætlið að gæta þess að gera þetta ekki skrumkennt eða væmið? Við reynum að hafa þetta eins og heimili, og hér verða allir að vera eins og ein stór fjölskylda, allt eins eðlilegt og hægt er. Skúli sér um fyrstu samtölin við fang- ana, meðan þeir eru f Hegning- arhúsinu og sfðar á Litla- Hrauni, en það er nauðsynlegt að hafa konu hér á vistheimil- inu, álft ég. Þeir verða að geta svarar Skúli, „en það er frum- skilyrði þess, að hægt sé að hjálpa þeim. í byrjun eru þeir oft varir um sig og tortryggnir, en um leið og þeir finna, að við erum að leitast við að hjálpa þeim til að leysa vandamál sín — og að mögulegt er að leysa þau — fyllast þeir áhuga á að gera eins og þeir geta. Hitt er annað mál, að úthaldið er oft ekki eins gott og viljinn til að bæta sig“. „Fólk er miklu opinskárra nauðsynlegt þess vegna. Og það er mikill töggur í fólkinu hér — oft höfum við séð menn, sem taldir voru algerlega von- lausir, drífa sig upp úr þvf og sýna verulegan manndóm". Margvfsleg aðstoð. „En hvers konar aðstoð bjóðizt þið til að veita föng- unum?“ „Hún er margvísleg", segir Skúli. „Fyrst og fremst sjáum Framh. á bls, 10 Frú Þórn Einarsdóttir og Skúli Þórðarson við störf sfn. *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.