Vísir - 08.02.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 08.02.1963, Blaðsíða 8
8 V T 1 R . Föst'H-^ur 8. febrúar 1963. VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. - Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Hæfnispróf ökumanna í Vísi í gær birtist merk grein eftir Gunnlaug Briem sakadómara, þar sem hann lýsti áliti sínu á því hvemig fækka mætti hinum tíðu umferðarslysum og hvemig tekið væri á hinum ýmsu umferðarbrotum. Fyrir nokkrum dögum var sú tillaga gerð af blaðs- ins hálfu að upp væri tekið sérstakt hæfnispróf bif- reiðastjóra á vissu árabili, svo unnt væri að ganga úr skugga um það, hvort viðkomandi hefði hæfileika tll þess að aka bifreið skammlaust. En það er alkunna, að ýmsir hafa gilt ökuskírteini þótt andlegir eða líkam- legir gallar rýri mjög aksturshæfni þeirra. Nú er það svo, að maður getur tekið bílpróf um tvítugt og hald- ið sínu skírteini til dauðadags án þess að gangast nokkru sinni undir endurnýjunarpróf. Um þetta atriði segir sakadómari að athugandi sé að koma því á, að þegar menn endumýja ökuskír- teinin á 5 ára fresti, þá verði menn látnir ganga undir sérstakt próf í umferðarreglum, ef sakavottorð gefi til kynna að þess sé þörf. Hér er hreyft nýrri hlið þessa hæfnisprófs og það takmarkað við þann hóp manna, sem augljóslega þarf að bæta akstur sinn. Ekki er að efa, að vamaðar- áhrif slíks hæfnisprófs yrðu mikil, auk þess sem með þeim væri unnt að koma í veg fyrir að þeir menn ækju bifreið, sem augljóslega hafa þá galla, sem gera þá ófæra bifreiðastjóra. Vísir hefir margítrekað það í skrifum undanfama daga, að núverandi ástand í þessum málum kallar á skjótar úrbætur. Sömu ráð duga ekki nú og fyrir 30 árum, því bifreiðatalan hefir margfaldazt. Það er tví- mælalaust skylda umferðar- og lögregluyfirvalda að bregðast við nýjum vandamálum með nýjum ráðum. Sjö banaslys urðu í umferðinni í janúar. Við skul- um koma í veg fyrir að þau verði jafnmörg aðra mán- uði ársins. Ibróttaæskan og borgin Það er ástæða til þess að vekja athygli á því, að Reykjavíkurborg hefir lagt sérstaka áherzlu á að skapa æskunni fjölbreytt og hentug skilyrði til íþróttaiðkana. Það gerir borgin: með úthlutun hentugra svæða fyrir fþróttafélögin, með ríflegum lánum og styrkjum til bygginga félags- heimila, með fjölbreytilegum íþróttanámskeiðum fyrir æsk- una, með byggingu glæsilegrar íþróttahallar í Laugardaln- um, með byggingu íþróttavallar í Laugardalnum, sem við- urkenndur er einn bezti og skemmtilegasti íþróttaleikvangur á Norðurlöndum. með stofnun íþróttaráðs, þar sem allri umsjón og eft- irliti með íþróttamálum höfuðborgarinnar hefur verið komið í betra horf. „Það er aldrei hægt að segja um árangur — ekki i tölum að minnsta kosti. Hér er um mannssálir að ræða, ekki dauða hluti; við reynum að sá góðum frækornum, en vitum aldrei, hvenær þau kunna að bera á- vöxt“. Frú Þóra Einarsdóttir brosir hálfafsakandi. „Ó, þér megið nú ekki láta þetta koma út, eins og við álítum okkur einhverja dýrlinga, þó að við séum að reyna að hjálpa ógæfusömu fólki, sem lent hefur í erfiðleik- um f lífinu", heldur hún áfram. „Við erum bara hjálpartæki, aldrei neitt annað eða meira en það“. Við sitjum í dagstofu vist- heimilisins VERND á Stýri- mannastíg 9 og drekkum fjarska hressandi — og vel sterkt — svart kaffi. Það er heimilislegur blær á öllu, og frú Þóra er miklu llkari elsku- legri húsmóður en hátíðlegum skrifstofustjóra. 1 kjöltu hennar liggur yndislegur lítill kettling- ur og malar í gríð og ergi. „Hver einasti hlutur f þéssu húsi hefur okkur verið gefinn af góðu og hjálpsömu fólki“. Hún bendir á snotur húsgögn- in, gluggatjöld og dúka, jurtir Vistheimili Verndar að Stýrimannastíg 9 stofnandi félagasamtakanna Verndar, sem hefur á stefnu- skrá sinni að hjálpa afbrota- mönnum, er hlotið hafa dóma eða bíða þess að verða dæmdir, til að komast aftur f sátt við þjóðfélagið og byrja nýtt líf á traustum grundvelli. En það er enginn leikur að fá frú Þóru til að tala um sjálfa fólk, er lagt hefur málefninu lið. „Við Skúli skiptum þessu á milli okkar, þ. e. a. s. hann vinnur meira út á við, en ég hér á skrifstofunni. Svo eru margir í stjórn samtakanna og enn fleiri sjálfboðaliðar, sem leggja fram vinnu og margs konar hjálp, hvenær sem þeir geta. Skúli er alveg ómetanlegur starfsmaður, hann vinnur bók- staflega dag og nótt og hefur einstaklega gott lag á að tala við fangana. Hann fer tvisvar f viku í Hegningarhúsið í Reykja vík og tvisvar f mánuði að Litla Hrauni". Aðalatriðið að fá fólk til að hjálpa sér sjálft. Skúli Þórðarson er fram- kvæmdastjóri Verndar og hefur gegnt því starfi rúmlega ár, en fyrirrennari hans var Axel Kvaran, stud. jur. Hann er ró- legur í fasi með hlý, skilnings- rík augu. Það er vel hægt að skilja, að honum veitist létt að vekja traust skjólstæðinga sinna. „Aðalatriðið er að fá fólk til að hjálpa sér sjálft", segir hann, „láta það sjálft finna lausn á vandamálum sínum, en vera allt af reiðubúinn að hjálpa því á hvern þann hátt, sem mögulegt er“. „Án þess þó að skerða sjálfs- virðingu þess“, bætir frú Þóra við. „Það er oft erfiðara að þiggja en gefa. Við viljum ekki þrengja okkur upp á nokkurn mann, heldur láta hvern og einn sjálfráðan, hvort hann vill fá að stoð. Strax og fangar eru komn ir í gæzluvarðhald, reynum' við að komast í samband við þá, svo að þeir viti, að þeir geta teitað til okkar, ef þeir kæra sig um“. „Og eru þeir ekki fegnir að geta fengið hjálp, þegar þeir þurfa á að halda?“ í pottum, lampa, málverk á veggjunum. „Það er ekki hægt að lýsa því nógu sterkum orð- um, hvað íslendingar eru gott fólk. Enda væri ómögulegt að reka þessa starfsemi, ef svo væri ekki“. Hún er formaður og aðal- sig. Því umræðuefni hefur hún sýnilega lítinn áhuga á. Aftur á móti ljómar hún öll, þegar hún minnist á samstarfsmenn sína, starfið sjálft, hin fjöl- mörgu og ótæmandi verkefni, sem fram undan eru, og ekki sízt allt það góða og hjálpfúsa Jólin voru mikil hátíð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.