Vísir


Vísir - 11.02.1963, Qupperneq 3

Vísir - 11.02.1963, Qupperneq 3
VlSIR . Mánudagur 11. febrúar 1963, 3 ALLTAD FRJÓSA FAST .ftS ,no; ; iöiH tigiiH : Kl ,noa?,ni‘íaIl8H hií> í Enn linnir ekki frosthörkunum í Evrópu og er þetta að verða einna harðasti veturinn sem kom ið hefur þar á þessari öld. Sér- staklega valda kuldarnir miklum erfiðleikum við siglingar um dönsku sundin. Þar er sjórinn minna saltur en þegar kemur út á rúmsjó og hafa stöðugar fréttir verið að berast utan frá Danmörku um vaxandi erfiðleika þar sem siglingar eru mjög þýð- ingamiklar fyrir allar samgöng ur í eyríki eins og Danmörku. Fyrst bárust fréttir um að ýms ar smáeyjar með bæjum og þorp um hefðu einangrazt svo að flytja varð vistir til þeirra með flug- vélum eða þyrilvængjum. Síðan varð að kveðja ísbrjótana út, hvern á fætur öðrum eftir að þeir höfðu legið árum saman ó- notaðir í höfnum. Þeir voru fengn ir til að brjóta siglingarennur f fsinn á helztu siglingarleiðum milli Sjálands og Fjóns og Jót- Iands og ennfremur eftir Eyrar- sundi, einni þýðingarmestu sigl- ingaleiðinni. Enn hörnuðu frostin og síðustu dagana er svo komið, að jafnvel hinir þyngstu og stærstu ísbrjót ' v i j . uiJnofi í ar fá ekki lengur ráðið við ís- helluna, sem er sumsstaðar orð in allt að 2ja metra þyl (; og rennurnar teknar að frjósa mjög fljótt aftur þó takist að brjóta þær. íslendingar hafa nokkuð kom- izt í kast við ísalögin á dönsku sundunum. Esju tókst að brjót- ast á síðustu stundu út frá við- gerð í Álaborg, en nú er sú renna lokuð. Þá hafa skipsmenn á Gull- fossi þurft að glfma við að sigla gegnum ísinn og þá kemur sér vel, að hann er ^kraftamikill og sérstaklega styrktur til að geta brotið sér leið gegnum ís. Myndsjáin birtir í dag tvær myndir úr síðustu ferð Gullfoss til Kaupmannahafnar. Önnur þeirra sýnir Gullfoss við bryggju í Kaupmannahöfn og er hafnar dokkin þakin íshroða. Hin var tekin á siglingu á Eyrarsundi, þar sem annað skip sem var fast í ísnum reynir að sæta lagi og sigla f kjölfar Gullfoss um renn- una, sem hann var búinn að brjóta í ísinn. Síðustu fréttir frá Kaupmanna höfn herma að annað skip Eim- skipafélagsins, hinn nýi Mána- foss sitji nú fastur í ísnum fyrir utan Kaupmannahöfn ásamt 35 öðrum skipum. Og Gullfoss er á leiðinni út. Hann flytur m.a. hóp skemmtiferðafólks, sem notfærir sér hin lágu fargjöld að vetrar lagi. Skipið varð nærri fullsetið, þvf að sumir fóru jafnvel til að kynnast því, hvernig það er að sigla í ís. Ljósmyndir Jóh. Harald vaaberg. >f Myndir af Gullfossi í ísnum

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.