Vísir - 11.02.1963, Side 8
8
VÍSIR . Mánudagur 11. febrúar 1963.
VÍSIR
Útgefandi: Blaðaútgáfan VtSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 65 krónur á má nuði.
t lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Börðusi gegn heilsugæzlunni
tos nerlr augsýnilega komið illa við Tímann, er
Vísir benti á það fyrir nokkrum dögum að framsóknar-
menn hefðu lagzt gegn því sjálfsagða réttlætismáli
sem almannatryggingarnar eru. Reynir blaðið í gær í
löngu máli að afsaka þessa afstöðu flokksins. Skýring-
in, sem blagið gefur á því að framsóknarmenn á þingi
voru þeir einu sem ekki greiddu atkvæði með almanna
tryggingafrumvarpinu er sú, að það hafi verið flaust-
urslega undirbúið!
Að vísu eru liðin 17 ár frá því að almannatrygg-
ingafrumvarpið var samþykkt, en svona lélegar skýr-
ingar duga ekki einu sinni til, þótt málið sé ekki lengur
í fersku minni. Sannleikurinn var sá að framsóknar-
flokkurinn lagðist gegn fullkominni heilsugæzlu í land-
inu vegna þess að hann taldi hana óþarfa og of kostn-
aðarsama. Bamalegar tilraunir til þess að víkja sér
undan ábyrgðinni á því að hafa verið gegn almanna-
tryggingunum duga ekki þótt mörg ár séu liðin frá
því að flokkurinn brást í þessu réttlætismáli.
Hér sem endranær kom hið sanna eðli framsóknar
í ljós: hatrammt afturhald og eiginhagsmunastefna.
Og það er sama afstaðan sem einkennir flokkinn í dag.
Nú er barizt gegn tilraunum ríkisstjórnarinnar að hefta
dýrtíðina og festa krónuna. Og öll viðskiptasamvinna,
við erlendar þjóðir er fyrirfram stimpluð sem land-
ráðastarfsemi!
Hjartaslög afturhaldsins hafa sízt dofnað.
Hví seldust skuldabréfin?
Tímanum gengur illa að sætta sig við þá staðreynd
að skuldabréf íslenzka lánsins í Englandi seldust upp
á einni mínútu, svo mikil var eftirspumin.
Og sízt af öllu má blaðið af því heyra að þetta
sýni traust á greiðslugetu íslenzka ríkisins og hag-
stæðri fjármálastjórn síðustu ára. Sú skýring er ekki
til annars en að hlæja að henni segir Þórarinn. „Mörg
ríki sem hafa traustari fjárhag en ísland hafa sótt um
leyfi til þess að fá að bjóða út skuldabréfalán í Bret-
landi“ segir Tíminn .
Það er hárrétt, en hér þegir Tíminn yfir aðalatriði
málsins, því að ísland var fyrsta ríkið sem fékk leyfi til
þess í 10 ár að bjóða út skuldabréfalán. Það leyfi hefði
ekki fengizt ef f jármálatraustið hefði skort. Aldrei fékk
Eysteinn slíkt leyfi.
Það myndi verða hlegið í Bretlandi ef Þórarinn
snéri þessum ummælum sínum yfir á ensku. Það yrði
hlegið hátt að framsóknarskýringunni á velgengni
skuldabréfalánsins.
LandkömmBiim langaði
ekki á norðurhesmsskaatið
Þegar Vilhjálmur Ste-
fánsson andaðist á sl.
ári, var hans getið víða
um heim, meðal annars í
fréttaritum, sem Upplýs
ingaþjónusta Bandaríkj-
anna gefur út á ýmsum
stöðum, og hefir Vísir
borizt slíkt rit, sem gefið
er út í Danmörku. Er
fyrsta greinin í janúar-
hefti þessa árs um Vil-
hjálm og hljóðar svo:
Einhver fróðasti maður varð-
andi könnun héraðanna við
norðurskautið, Vilhjálmur Stef-
ánsson, sem var af fslenzkum
ættum, er látinn í Bandaríkjun-
um á 82. ári. Hann var einn af
hinum síðustu ótrauðu braut-
ryðjenda, sem könnuðu óbyggð
ir norðurhjarans f upphafi þess
arar aldar á hundasleða en
Filhjálmur Stefánsson í Eskimóab úningi á einum leiðangra sinna
hann hafði hins vegar engan á-
huga fyrir sjálfu norðurheim-
skautinu. Þegar einhver spurði
hann, hvernig á því stæði, svar
aði hann: ,,Ég er vísindamaður,
ekki skemmtiferðamaður".
Á tímabilinu frá 1904 til 1919
var Vilhjálmur Stefánsson alls
tíu vetur og þrettán sumur í
heimskautshéruðunum og dró
sig síðan í hlé til að helga sig
útbreiðslu þekkingar á 'þessúm
slóðum. Það var þess vegna
frekar vegna kenninga sinna
en ferðalaga og leiðangra, að
Vilhjálmur Stefánsson varð
þekktur á sviði heimsskauts-
kannana. Þegar hann andaðist,
hafði hann ritað 24 bækur um
heimsskautshéruðin auk ótelj-
andi greina og haldið fjöl-
marga fyrirlestra, en að auki
lét hann eftir sig safn bóka um
heimskautamál, sem á engan
sinn líka. f safni þessu voru
alls um 25,000 bókabindi og
45,000 handrit, auk ýmissa
minni verka, og er safn þetta
talið í senn það stærsta og
bezta af sínu tagi f heiminum.
Dartmouth-háskóli tók við
safninu 1953, og er það til ó-
metanlegs gagns fyrir heim-
skautskönnuði um heim allan.
Spáir um ferðir
flugvéla.
Vilhjálmur spáði því þegar
árið 1922, að flugleiðir fram-
tíðarinnar milli Ameríku og
Evrópu og Asíu mundu liggja
yfir heimskautið. Hann spáði
þvf einnig árið 1913, að sá tfmi
kæmi, þegar kafbátar mundu
sigla undir íshellu norður-
heimskautsins, og hefir það ver
ið gert nokkrum sinnum upp á
síðkastið.
Vilhjálmur fæddist árið 1879
f Manitoba f Kanada, og voru
foreldrar hans íslenzkir, Jó-
hann Stefánsson og Ingibjörg
Jóhannesdóttir. Þegar sveinn-
inn var á öðru ári, fluttust þau
suður til Dakota-svæðisins f
Bandaríkjunum, þar sem þau
settust að og hófu búskap.
Fyrst íslandsferðir
Vilhjálms.
Þegar Vilhjálmur hafði lokið
námi, heimsótti hann ættland
sitt til að framkvæma rannsókn
á fjárbúskap Islendinga fyrir
utanríkisráðuneytið bandaríska.
Þetta var árið 1904, og ári síð-
ar kom hann aftur til íslands
og þá sem meðlimur fornfræða-
leiðangurs, er gerður var út af
Harvard
Fyrstu heimskautsleiðangrar
hans voru til ósa Mackenzie-
fljóts og norðurhéraða Alaska
Sá leiðangur var farinn á árun-
um 1906 og 1907. og var til-
gangurinn að framkvæma
mannfræðilegar rannsóknir á
Eskimóunum, sem árna búa.
Þar sem skip það, er átti að
sækja Vilhjálm og leiðangur
hans, komst ekki á staðinn
vegna hafíss, hafði hann vetur-
setu hjá Mackenzie-Eskimóum,
og gafst honum með því ágætt
tækifæri til að rannsaka tungu
þeirra og lifnaðarhætti.
Næsta heimskautsleiðangur
fór hann ásamt gömlum skóla-
bróður frá Iowaháskóla, dr.
Rudolph M. Anderson. Stóð sá
leiðangur frá 1908 til 1912 og
var þá farið til héraðanna um-
hverfisParry-höfða, Krýningar
flóa og Viktoríueyju.
Lengsti
leiðangurinn.
I Ieiðangri þessum, sem
kostaður var af Náttúrugripa-
safni Bandaríkjanna og Kanada
stjórn, gerði Vilhjálmur þá
merkilegu uppgötvun, að á
Viktoríueyju byggju ljóshærðir
Eskimóar. Vísindamenn tóku
frásögn hans af þessu með
nokkurri varúð, en þetta var
síðar staðfest af öðrum leið-
öngrum, og kenning Vilhjálms
um, að Eskimóar þessir væri
afkomendur norrænna land-
könnuða, sem komið hefðu til
heimskautshéraðanna frá Græn
landi, hlaut almenna viður-
kenningu.
Meðan á þessum leiðangri
Framhald á bls. 10.
m
j
i