Vísir - 13.02.1963, Page 7
V í S IR . Miðvikudagur 13. febrúar 1963.
7
Geislar frá gerfisólum
í skammdeginu sjáum við
lítið til sólarinnar góðu,
hún skín sjaldan og stutt
í hvert skipti. Við erum
fölar og veiklulegar í útliti
og því ekki nema eðlilegt
að við reynum að bæta úr
þessu með gerfisólum - en
hvað eru gerfisólimar og
hvaða gagn gera þær?
Sérhver sólargeisli, sem á
okkur skín, er samansettur úr
mörgum mismunandi geislateg-
undum. Tvær þeirra geislateg-
unda eru sérstaklega mikilvæg-
ar fyrir heilbrigði og fegurð
mannsins: ultrafjólubláu og
infrarauðu geislarnir UV og IR).
Báðar þessar geislategundir má
framleiða á tæknilegan hátt:
hina ultrafjólubláu með kvarz-
brenni og hina með infrarauð-
um lampa.
HVERNIG VERKA ULTRA-
FJÓLUBLÁU GEISLARNIR?
Ultrafjólubláu geislunum er
skipt eftir öldulengd. UV-A eru
langbylgjugeislar, UV-B eru
miðbylgjugeislar og UV-C eru
stuttbylgjugeislar. UV-A breyta
litarefnum húðarinnar þannig;
að húðin verður brún, UV-B
efla myndun litarefnanna og
valda því að húðin flagnar.
UV-C gera húðina rauða, ef þeir
eru látnir skína of lengi á hana.
UV-B og UV-C hafa þannig eng
ar beinar fegurðarverkanir. Aft-
ur á móti efla þær mótstöðu
líkamans gegn sjúkdómum,
haida efnaskiptunum í líkaman-
urh réttum og mynda D víta-
mín í líkamanum, en það er
mjög mikilvægt fyrir myndun
beinanna.
I flestum lömpum eru UV-A,
-B og -C geislar settir saman á
ákveðinn hátt en einnig eru til
lampar. þar sem hægt er að
stjórna magni hverrar geisla-
lengdar.
Hvernig verka
infrarauðu geislamir?
f flestum kvarzlömpum er
infrarauður lampi, sem hægt er
að nota einan eða með UV
geislum. Infrarauðu geislarnir
eru mjög heitir og efla blóð-
rásina. Þeir lækna einnig ýmis
konar bólgur og lina sársauka.
Eru geislamir
óskaðlegir?
Þeir, sem þola eðlilegan sól-
bruna, þola yfirleitt einnig UV
geisla. Það mikilvægasta er að-
eins að kunna að fara rétt með
þá og Iáta ljóstímann í hvert
skipti fara eftir gerð húðarinn-
ar. Það verður að gæta mikillar
varúðar, ef háræðarnar eiga til
að víkka mikið, þar sem UV
geislarnir og einkum þó infra-
rauðu geislarnir örva blóðrás-
Verður maður brúnn
af UV geislum?
Hvort maður verður dökk-
brúnn, ljósbrúnn eða alls ekki
brúnn er komið undir húðinni.
Hjá sumum verka geislarnir
sterkt á litarefnin, hjá öðrum
lítið eða alls ekkert. Ef þið
ætlið að kaupa ykkur ljóslampa
aðeins í þeim tilgangi að verða
brúnar, skuluð þið fyrst fá lán
aðan Iampa eða fara í Ijós á
snyrtistofu og sjá hvaða áhrif
Ijósin hafa á húð ykkar.
Þar að smyrja líkaman
fyrir ljósböð?
Ef húð ykkar er viðkvæm
berið þið á hana verjandi krem
— alls ekki næringarkrem —
og nuddið því vel inn. Ef húðin
er mjög feit er óþarfi að smyrja
hana. Augun verjið þið bezt
með tveimur bómullarhnoðrum,
sem þig festið við augnlokin
með kremi. Þetta á að vernda
augun alveg eins vel og gler-
augu en kosturinnn er sá að
hér losnið þið við hvítu rendurn
ar í kring um augun. Ef þið
notið aðeins infrarauða geisla
(ekki UV) er óþarfi að verja
húðina og augun sérstaklega.
Hve oft má fara í Ijósböð
og hve lengi i hvert skipti?
Þið byrjið með hálfa mínútu
og lengið tímann um hálfa mín-
útu í hvert skipti. Um leið og
þið finnið, að húðin er farin
að stríkka eða roðna stanzið
þið við þann tíma, sem þið þol-
ið bezt. Það er alls ekki hægt
að gefa ákveðna stundaskrá. En
fyrir alla muni látið ekki leiðast
til að vera of lengi f ljósunum
í fyrstu, þótt þið sjáið engan
árangur. Hann kemur ekki í
Ijós. fyrr en eftir átta klukku-
stundir. Tvö UV ljósböð á viku
eru alveg nóg. Effir að þið haf-
ið tekið 16 Ijósböð (8 vikur
hættið þið í 4—6 vikur og byrj
ið þá aftur — með hálfa mín-
Sitjið ekki of náiægt Iampanum. í leiðarvísinum fáið þið upplýsing-
ar um hve langt frá þér eigið að vera.
útu ef húðin er viðkvæm en
með 1—2 mínútur ef þið hafið
þolað vel geislana.
Um infrarauða geisla gildir
önnur stundaskrá. Þar er óhætt
að byrja með 15 mínútna Ijósa-
tíma og lengja hann upp í allt
að 1 klst. ef þið þolið geislana
vel. UV-lampinn, og einnig
hinn infrarauði, verður að fá að
hita sig í þrjár mínútur því að
þá fyrst er afl geislanna full-
komið.
Þessar upplýsingar um ljós-
Iampana eru aðeins almenns eðl
is — þið megið ekki láta undir
höfuð leggjast að lesa vel leiðar
vísinn sem fylgir hverjum
lampa. Þar fáið þið að vita
hve langt frá lampanum þið
eigið að vera o.m.fl., sem nauð-
synlegt er fyrir ykkur að vita.
Þórarinn við sama heygarðshomið — Ólafur Bjröns
son gefur lexíu í hagfræði — einhliða áróður og
skrum Framsóknar — um iðnlánasjóð.
.ÍOi:':.'
Fjölsóttur fundur Sjálf-
stæðismanna á Selfossi
Sjálfstæðisfélagið Óðinn hafði
mjög fjölsóttan stjórnmálafund á
Selfossi sl. sunnudag. Aðalræðu-
maður fundarins var Gunnar
Thoroddsen, fjármálaráðherra.
Ráðherrann ræddi um árangurinn
af viðreisnarráðstöfunum ríkis-
stiórnarinnar.
rosidiiTÍnn hófst kl. 15 og stóð
fram yfir kl. 19, enda voru fjörug-
sr umræður eftir aðalræðu ráð-
''errans. Mikill einhugur ríkti á
undinum, sem þótti sérstaklega
el heppnaður. Þeir, sem tóku þátt
'’inum frjálsu umræðum eftir að-
'ðuna voru þeir ^’iðlaugur
ason, alþingi .,aður. Sigurður
‘li Ólason, alþingismaður, Óli Þ.
Tuðbjöms, kennari, Helgi Jónsson,
bankafulltrúi, Gunnar Sigurðsson,
Seljatungu, Runólfur Guðmunds-
son, smiður. Um 100 manns sóttu
fundinn.
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi
halda annan fund nk. sunnudag,
að Flúðum í Hrunamannahreppi.
Þar talar Ingólfur Jónsson, ráð-
herra og ræðir um landbúnaðar-
mál. Þingmenn og frambjóðendur
Sjálfstæðisflokksins f Suðurlands-
kiördæmi mæta á fundinum. Þá er
ákveðið að haldinn verði fundur
S’álfstæðismanna á Eyrarbakka og
S'okkseyri, 24. febrúar. Þar munu
Tnnólfur fóp-son. Sieurður Óli
Ólason og ’uðlaugur Gíslason
flytja ræður.
í;S"
jgnn þá hélt umræðunum um
áætlunarráðið áfram f gær,
umræður, sem frekar mætti
kalla almennar stjórnmálavanga
veltur. Hingað til hefur málflutn
'ng^ir^-Ou.ræður manna einkum
rl'™^.l»Íl,?ílatusarþvott Þórar-
ins Tímaritstjóra og afneitun
hans á kommum.
Einar Olgeirsson notaði ræðu
tíma sinn, eins og rakið hefur
verið hér áður til að minna
Framsókn og Þórarinn á fyrri
samskipti þeirra við sósialista
og opinberaði jafnframt hið á-
nægjulega samstarf sem verið
hefur á milli þessara tveggja
flokka í núverandi stjórnarand-
stöðu.
Þórarinn fékk orðið aftur í
gær, og var þá sannarlega ekki
búinn að ljúka sér af um þetta
umræðuefni. Endurtók hann enn
fyrri ummæli sfn og Tímans um
lengri vinnutíma nú en nokkru
sinni fyrr, um versnandi afkomu
og álasanir sínar á hendur Sjálf
stæðisflokknum fyrir að reyna
breiða yfir samstarf sitt við
kommúnista. „Það er einhver
mesti hræsnisleikur í íslenzkum
stjórnmálum, einstæð og stór-
kostleg hræsni“.
Því næst vék Þórarinn tali
sínu að kommúnistum og ásak-
aði þá um samvinnu við íhalds-
öflin. Hann kvað Einar Olgeirs-
son og hans fylgismenn vera
stærstu svikarana í kjarabar-
áttu verkalýðsins, því þeir hefðu
hvað eftir annað svikizt undan
merkjum og haft samvinnu við
auðvaldið. Ef þeirri samvinnu
hefði ekki verið til að dreifa og
pólitík Einars hefði ekki verið
eins sterk og raun ber vitni, þá
væri verkalýðurinn betur á vegi
staddur.
Hann viðurkenndi að Fram-
sóknarflokkurinn hefði stundum
verið á móti kauphækkunum,
þvi það væri hans stefna, að
kaupgjald mætti aðeins þá
hækka, þegar atvinnuvegirnir
stæðu undir þeim hækkunum.
Þær hækkanir sem ekki eru
raunhæfar koma að engu gangi,
sagði hann. Takmarkið ætti þvi
einnig að vera að bæta önnur
kjör, svo sem með lækkun vaxta
og lengingu lánstíma. ICvað Þór
arinn þessi tvö síðast nefndu
atriði vera ein höfuð baráttumál
Framsóknar.
JJar hann þá að sama brunni
og kollegar hans halda sér
við í efri deild þar sem á dag-
skrá er þessa dagana, Stofnlána
deild landbúnaðarins. Eins og
getið var um hér í gær, leggja
þeir þar til að vextir á lánum
verði lækkaðir.
Ólafur Björns-
son gaf þeim
Framsóknar-
bændum enn
lexíu í hag-
fræði varðandi
vexti. Með
lækkun vaxta,
sagði Ólafur,
dregur úr
sparifé, þá minnkar fé i bönk-
um, með öðrum orðum, minna
er hægt að lána út. Það er því
til lítils að lækka vexti til hvers
sem vera skal, ef ekki er hægt
að útvega fé. Bændur eru litlu
bættari, þótt vextir verði lækk
aðir ef engin fjármagnsmyndun
er fyrir hendi og ekkert fé er
tii. Þetta sjá allir heilvita menn.
I þessum umræðum leggja
Framsóknarmenn einnig til að
ríkisstyrkur verði hækkaður,
upp í 30 milljónir á ári, og telja
það ósanngjarnt að bændur
leggi sjálfir fram fé í sína lána-
sjóði. Ásgeir Bjarnason (F) sem
talaði í gær, hélt því fram í
þessu sambandi að bændur borg
uðu 2 krónur á móti hverri einni
frá ríkinu í stofnlánadeildina.
Bjartmar Guðmundsson (S)
svaraði þessari fullyrðingu Ás-
geirs, kvað hana ranga og vill-
andi, og óviðeigandi að Iáta slík
ummæli frá sér fara á háttvirtu
Alþingi. Bjartmar kvað það rétta
vera, að bændur greiddu árlega
8 milljónir á ári til sjóðsins, rík-
ið sjálft 4,1 millj., neytendur 5
millj. og 65 milljónir hefðu verið
lagðar fram sem stofnfé til 10
ára, svo hlutföll þau er Ásgeir
talaði um væru alröng.
Þannig kýttu menn um þessi
mál, en ljóst er af öllu, að um-
ræður og tillögur Framsóknar-
manna eru hinar óraunhæfustu
og hreinn og beinn einhliða áróð
ur og skrum gagnvart bændum,
skrum sem enga stoð á, ef litið
er almennum, raunsæjum aug-
um á þessi mál.
j efri deild urðu einnig nokkrar
umræður um iðnlánasjóðinn
sem getið er um annars staðar
í blaðinu. Gagnrýndi Ólafur
Jóhannesson (F) þá tilhögun að
láta iðnrekendur sjálfa greiða til
sjóðsins og sagðist vera á móti
þeirri tilhögun að deila sköttum
í sjóði og einnig því að þeir
sem njóta góðs af sjóðnum
skuli sjálfir, látnir greiða í hann
Ekki vildi hann þó taka af skar-
ið, þar sem hann sæi í greina-
gerð að iðnrekendur hefðu sjálf-
ir lagt blessun sína yfir frum-
varpið.
Að öðru leyti studdi hann
breytingar þær sem gerðar eru
á iðnlánasjóði.
Bjarni Benediktsson þakkaði
Ólafi stuðninginn og tók undir,
að óheppilegt væri að deila
sköttum í sjóði. En íann kvað
hins vegar erfitt að breyta þess
ari tilhögun, hún væri komin á.
og mörgum þeim, sem hefðu sér
stök áhugamál, fyndist slnu tó
betur borgið ef því væri varið
beinlínis til þeirra.
Eggert Þorsteinsson (A) tó’-
einnig til máls og lýsti ánægji
sinni með breytingarnar.