Vísir - 02.03.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 02.03.1963, Blaðsíða 7
VÍSIR . Laugardagur 2. marz 1963. Dæmdir «— Framhald ai hls 1 fénu og höfðu einnig falsað fram- sal á 4 tékka og selt þá og eytt andvirði þeirra, þegar komst upp um brot þeirra um þremur vikum siðar. Ákærði Gísli hafði árið 1961 sætt 6 mánaða fangelsi skilorðs- bundið fyrir auðgunarbrot og voru nú málin dæmd f einu lagi, Var hann dæmdur í fangelsi í 12 mán- uði og sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi í 2 ár. Frestað hafði ver- ið ákæru á ákærða Einar árið 1961 og hlaut hann fangelsi í 7 mánuði. Þá var ákærðu gert að greiða skaðabætur og sakarkostn- að. 2. Máli ákæruvaldsins gegn Birni Hallgrími Gíslasyni, Grettis- götu 54B, hér í borg. Sannað var með greiðri játningu ákærða og öðrum gögnum að í júli og ágúst mánuði s. 1. falsaði hann og fé- nýtti sér 5 tékka samtals að fjár- hæð kr. 3.300,00. Ákærði, sem hefur áður sætt refsidómi fyrir skjalafals og þjófnað, var dæmdur í fangelsi í 7 mánuði og ennfremur gert að greiða skaðabætur og sak- arkostnað. 3. Máli, sem af ákæruvaldsins hálfu hefur verið höfðað á hendur manni nokkrum, hér í borg, fyrir þjófnað. Upplýst var að nótt eina í maí mánuði s. 1. tók hann að ófrjálsu ásamt öðrum manni tvær sparisjóðsbækur í húsi einu i Vest urbænum, þar sem hann var gest- ur. Reyndust innstæður bókanna nema samtals kr. 69.543,00. Næsta morgun fór ákærði í sparisjóð með aðra bókina og falsaði þar út- tektarseðil að upphæð kr. 38.000,00, en tókst ekki að fá upp hæðina greidda þar eð sparisjóðn um hafði þegar verið gert aðvart um hvarf bókarinnar. Ákærði, sem hefur eigi áður sætt refsidómi, var dæmdur í fangelsi í 8 mánuði skilorðsbundið í 3 ár og gert að greiða kostnað sakarinnar. (Frá sakadómi). Hvotarfundur Sjálfstæðiskvennafélagið HVÖT heldur fund í Sjálfstæðishúsinu nk. mánudagskvöld, 4. marz, kl. 8.30. Á fundinum tala alþingiskonurnar frú Auður Auðuns og frú Ragn- hildur Helgadóttir. Enn fremur verða góð skemmtiatriði. Allar Siálfstæðiskonur eru velkomnar m-.ðan húsrúm leyfir og heitir fé- lagsstjórnin á þær að fjölmenna og mæta stundvíslega. Rússneski formálinn uð sög unni „Dagur i lífí ívans" Vísir birtir í dag síðasta kafla rússnesku skáldsögunnar, „Dag- ur í lífi ívans“ eftir Alexander Solzhenitsyn. Fer hér á eftir formáli eftir Alexander Tvadosky i febrúar- hefti „Soviet Literature“, sem lýsir viðhorfi sovjezku valdhaf- anna til slíkra bókmennta og varpar enn fremur Ijósi á per- sónulegan skilning þeirra á sög- unni. Xj’fnið, sem Alexander Solz- henitsyn byggir sögu sína á, er óvenjulegt í sovézkum bók- menntum. Það er bergmál frá þeim sjúklegu þáttum í þróunar- tímabili okkar, sem kennt var við persónuleikadýrkun, er Flokkurinn hefur nú vegið og léttvægt fundið, hafnað með öllu. Það tímabil virðist okkur nú vera úr grárri forneskju, þótt ekki sé langt um liðið. En nú- tíminn getur aldrei Iátið sig for- tíðina engu varða, hvernig svo sem hún er. Öruggasta leiðin til fullkomins og óafturkallan- legs uppgjörs við alla svarta bletti fortíðarinnar er réttlátur og djarflegur skilningur á öllu því, sem þessu tímabili var sam- fara. Þetta er einmitt það, sem N. S. Khrushchov átti við í minnis- stæðri ræðu sinni í lok 22. flokksþingsins: „Það er skylda okkar að endurskoða afar ná- kvæmt og gagngert þá hluti, sem voru tengdir misbeitingu valdsins. Tímarnir líða, við deyj um, allir erum við dauðlegir, en svo lengi, sem við vinnum, get- um við og verðum að útskýra margt og segja flokknum og fólkinu sannleikann. Þetta verð- ur að gera, svo að sama sagan endurtaki sig ekki.. Dagur í Lífi ívans Deniso- vichs er ekki eingöngu heimild- arplögg, er ekki blöð úr vasa- bók eða minningar úr eigin lífi höfundarins, þótt aðeins per- sónuleg reynsla geti gefið sög- unni svona sterkan persónuleg- an blæ. Þetta er skáldverk, bók menntir, og það er aðeins vegna listrænna hæfileika höf- undarins í meðferð efnisins, sem lífsreynsla veitti honum, að sagan hefur svona mikið gildi, sem heimild, listræn túlk- un á vettvangi sem þar til nú hefur ekki virzt bjóða upp á möguleika til bókmenntalegra vinnubragða. Lesandinn mun ekki finna í bók Solzhenitsyns neina um- feðma lýsingu á þessu sögulega tímabili, sérstaklega á tímabil- inu, sem byrjaði árið 1937, og öllum er óljúft að minnast. Efninu í „Dagur í lífi ívans“ er að sjálfsögðu takmörk sett með tíma, atburðasviði og andleg- um sjóndeildarhring aðal- persónu sögunnar. En einn dag- ur í lífi fangans ívan Deniso- vichs Shoukovs, eins og hann ■ er sagður af Alexander Solzhen itsyn í þessari bókmenntalegu frumsmíð, þróast og breytist í óvenjulega glögga mynd, sem ber vitni um heiðarleik gagn- vart sannleikanum í lýsingu á mannlegu eðli. Þetta framar öllu gerir söguna svo áhrifa'- ■ ríka. Lesandinn getur séð fyrir sér mafga þá menn, s'efn héf1 er Iýst í hinu sorglega hlutskipti ,.fanga“, sem lifa í bókinni við aðrar aðstæður — á vígstöðv- unum eða jafnvel á fyrirstríðs- byggingasvæðum. Þeir eru sömu mennirnir, sem hlutu eldskírn við erfiðar aðstæður, er reyndu á sál og líkama til þrautar. í þessari sögu getur ekki að finna neitt samsafn af hryllileg- um staðreyndum um grimmd og ólög, sem stafaði af mis- notkun sovézks réttarfars. Höf- undurinn hefur valið einn þess- ara vanabundnu daga úr lífinu í fangabúðunum — frá morgun- kalli til hvíldar að kvöldi. Engu að síður verður þessi vana- bundni dagur þannig, að ekki er hægt að komast hjá því, að hann veki í lesaranum bitur- leika og sársaukakennd til þeirra manna, sem koma fram svo ljóslifandi á blaðsíðum skáldsögunnar. Það er ótvírætt ávinningur fyrir höfundinn, að þessi sársauki og sorg eiga ekkert skylt við þunglyndi og vonleysistilfinningu. Þvert á móti eru áhrifin af þessu skáld- verki svo óvenjuleg, vegna nakins og sárs sannleika, að þau Iétta á sálinni, og lyfta af henni því fargi, sem á henni hvílir við að þegja um það, sem verður að segjast. Á þennan hátt Iyftir bókin sálinni og nærir hana. Þessi hörkulega saga er enn eitt dæmi um það, að listamenn í Ráðstjórnarríkj- unum láta sér engar ' hliðar lifsins eða viðhorf til raunveru- leikans óviðkomandi eða telja það ekki persónuleika sínum > sæhvawdifvað' lýsá; Nú’ner það eingöngu komið undir listræn- um haáfileikúih þeirra sjálfra. Aðra einfalda og forvitnilega ályktun er hægt að draga af þessari sögu: Þá er inntak skáldverks er verulega mikil- vægt, menn trúverðugir sann- leikanum í lýsingu á lífinu, Alexander Solzhenitsyn. þegar menn nálgast óáþreifan- legustu viðfangsefni á djúp- stæðan og mannlegan hátt, hlýtur form að samhæfast efn- inu. Stíllinn á „Dagur í Iffi ívans“ er lifandi og frumlegur með hversdagslegu orðalagi sínu og hógværð hið ytra. Hann er ekki stíllinn stílsins vegna og þess vegna öðlast hann eðli- legan virðuleikablæ samfara þrótti. Ég kæri mig ekki um að spá neinu um álit lesarans á þessu skáldverki, þótt ég sé sjálfur ekki í neinum vafa um, að það skapi tímamót í bókmenntum okkar með komu nýs, frumlegs og fullmótaðs snillings. Ef til vill munu vandlátustu gagnrýnendur vera andvígir því, hvernig höfundurinn notar orð og orðtök sem tíðkast í samskonar umhverfi og sögu- hetjan lifir og hrærist í. Því er raunar í hóf stillt og haganlega beitt og alls ekki að yfirlögðu ráði. Einn dagur í lífi ívans eru bókmenntir, sem við óskum við lesturinn, að aðrir Iesarar geti verið samtaka okkur í að votta höfundi þakkir fyrir. Alexander TVARDOVSKY. IÐJA x-B IÐJA Æsku lýðsdagur Þjóðkirkjunnar Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar — HINN árlegi Æskulýðsdagur hinnar íslenzku þjóðkirkju er n.k. sunnudag 3. rnarz. Verða þá æsku Ég hefi aldrei verið kommúnisti í Vísi frá 28. febr. s. 1. segir, að blaðið hafi leitað til nokk- urra rithöfunda og kommúnista foringja um álit þeirra á njósna máli Rússa, sem blöðum hér hefir verið tíðrætt um undan- farna daga. Blaðið birtir m. a. mynd af mér og stendur undir Bréf frd frú Sigríði iiríksdóttur myndinni að ég sé forstöðu-1 kona Menningar- og friðarsam-1 taka kvenna. í sambandi við upplýsingar \ þessar um mig, vil ég lýsa því| yfir, að ég hef aldrei verið fé-i; lagi og því síður foringi í! „Kommúnistaflokknum“, en ég| geri ekki ráð fyrir að Vísismenn| telji mig til rithöfunda! Ég er meðlimur í Menningar- og friðarsamtökum kvenna, en hef aldrei verið í formannssæti eða stjórn þess ágæta félags- skapar, sem hefir það að mark- miði að berjast gegn vopna- skaki og erlendri hersetu. Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunarkona. Það er ástæða til að spyrja: Flytur blaðið þessar röngu frétt ir af misgáningi eða í ákveðnum tilgangi? lýðsguðsþjónustur með sérstöku sniði. Kvöldvökur í ýmsum söfnuð- um, útvarpsdagsskrá síðdegis og merki seld víða um Iand. Þetta er fimmta árið sem kirkj an hefur sinn sérstaka æskulýðs- dag. Undanfarin ár hefur unga fólk ið tekið í hina útréttu hönd safn- aðarleiðtoganna og flykkst til sókn arkirkjunnar. Er fyrirkomulag og með þeim hætti, að öllum verður auðvelt og eðlilegt að vera virk- ari þátttakandi í guðsþjónustunni heldur en oft vill verða. Eru prent aðar messuskrár afhentar hverjum kirkjugesti við kirkjudyr, en á þess um blöðum eru öll messusvörin. Er þess vænzt, að kirkjugestir flytji svörin og syngi sálmana. Þá munu einnig ungmenni lesa pistil og guðspjall dagsins og biðja inn- göngubænina.. Verða þessar guðs- þjónustur í flestum kirkjum lands ins, annað hvort núna um helg- ina eða næsta sunnudag, þar sem svo hagar til, að prestur getur ekki messað í öllum kirkjum prestakallsins sama daginn. Síðdegis á æskulýðsdaginn verð ur svo sérstök útvarpsdagskrá, þar sem m.a. kemur fram ungt fólk og fjallar um ýmis atriði hins kirkjulega samstarfs, sem það hef ur verið þátttakendur í. Einnig verða víðs vegar um landið sér- stakar kvöldvökur, sem unga fólk ið býður foreldrum og vinum að sækja. Merki munu einnig verða boðin til kaups, en allur ágóði af sölu þeirra rennur til byggingu sumar búða, sem kirkjan annað hvort er að reisa eða senn verður hafizt handa um. Er mikil gróska í þeim málum, og mjög margir áhugasam ir menn hafa lagt sinn skerf fram til þess, að þetta starf megi bera sem ríkulegastan ávöxt. Eru for- eldrar hvattir til þess að lofa börn um sfnum að selja merkin. Æskulýðsstarf kirkjunnar vill ekki breikka þá gjá, sem oft virð ist vera milli foreldra og barna þeirra, sérstaklega hinna stálpaðri, heldur reynir kirkjan að brúa bil ið milli kynslóðanna. Þess vegna er vonazt til þess, að æskulýðs- dagur kirkjunnar megi jafnframt verða kirkjulegur fjölskyldudagur, og í sem flestum kirkjubekkjum megi sjá foreldra meðunglingunum Verði sú raunin mun boðskapur kirkjunnar þennan dag sem alla aðra, stuðla að traustari fjölskyldu böndum og samstilltari einingu inn an heimilanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.