Vísir - 02.03.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 02.03.1963, Blaðsíða 16
IBju-Bjöm samdi stórfeBdar kjara- bætw af iðnverkafólki 1952-53 Páll Ásg. Tryggvason Það er orðin ómótmæl- anleg staðreynd, að Björn Bjarnason og félagar hans sömdu af Iðjufólki stór- felidar kjarabætur, þegar iþeir fyrir hönd félagsins | geðru samning við iðnrek- sndur 1952—53 um ákvæð- isvinnulaun Iðjufólks. Þá sömdu þessir menn um að Iðjufólk í ákvæðisvinnu | fengi 20% af mánaðarkaupi i í viðbótargreiðslur, fyrir á- kvæðisvinnu sína. Nú er hins vegar komið í ljós að Iðjufólk í hverri verksmiðju getur samið um þriðjungi hærra kaup, ef byggt er á starfsmati og vinnuhagræðingu. Þetta tóku Björn Bjarnason og félagar hans ékki með í reikninginn. Fyrir bragðið hefur Iðjufólk tapað mikl um upphæðum í launum, að ekki sé talað um þá staðreynd, að vegna fyrrgreinds samnings hefur dregizt að bæta vinnuaðstöðu fólksins. Sönnunin fyrir því að Iðjufólk hafi tapað sem nemur um þriðj- ungi launa sinna síðan 1952, er sú, að á síðasta ári var gerður samn- ingur í einu fyrirtæki í borginni, milli Iðju og vinnuveitandans. Var byggt á vinnuútreikningum og starfsmati, ásamt vinnuhagræð- ingu, og hefur iðnverkafólk í þessu fyrirtæki um 40—80% hærra kaup ; fyrir 5 daga vinnuviku en það - fólk, sem starfar upp á 20 pró- sentin hans Björns. Þessi tilraun hefur gefizt mjög vel. Stjórn Iðju, sem nú er úr hönd- ’ um Björns og félaga hans, hefur unnið að því markvisst að búa félagið undir stórfellda baráttu fyrir nýju vinnufyrirkomulagi, á- kvæðisvinnunni, og þvf launakerfi, sem fylgir því, með það fyrir aug um að hækka laun iðnverkafólks og bæta vinnuaðstöðu þess, gera vinnu auðveldari og betur skipu- lagða. Hefur stjórnin þess vegna sent mann á námskeið hjá Iðnað- armáiastofnuninni til að læra vinnuhagræðingu og kynna sér ýmsa launaútreikninga í sambandi við hana. Er Iðja fyrsta félagið, fyrir utan fagfélag, sem gerir þetta Með þessu móti tryggir fé- lagið betur en ella aðstöðu sína í væntanlegum samningum um á- kvæðisvinnuna og launagreiðslur fyrir hana. Ekkert hættumerki þótt rússnesk- ar sprengjupotur væru á ferð Vísir spurðist fyrir um það í gær hjá bandariska varnariiðinu, hvernig það hafi brugðist við þeg- ar flugvélar þess urðu varar við stórar rússneskar sprengjuflugvéi- ar fyrir austan ísiand. en í blaðinu í gær var skýrt frá yfirlýsingu DANIR EIGA í ÝMSUM ERFIÐLEIKUM Spjalluð við Pál Ásgeir Tryggvason Það var eins og að fljúga yfir íshellu Grænlands, segir Páll Ásgeir Tryggvason sendi- ráðunautur við sendiráð íslands i Kaupmannahöfn, og á við flug ferðina yfir Danmörku á leið til íslands. — Morguninn sem við fór um frá Kaupmannahöfn var 17 stiga frost. Og í Árósum var frostið 26 stig. En þegar hing- að kom var sólskin og hiti og maður trúir því varla að slíkur fimbulvetur ríki suður um alla álfu, þegar maður spókar sig hér heima i blíðunni. BLAÐAMANNA- SKÓLINN. Páll Ásgeir og kona hans Ný fram- haldssaga hefst í blaðinu eftir helgina, „Syst- ; urnar“, eftir B. Herz, en hún hefst í á smáey f Eyjahafinu. Önnur syst- j irin, sem er blind, er þar á skemmti I ferðalagi með frænku sinni. Það er blinda systirin, sem segir söguna. j Þetta er saga, sem kvennaskari sá, i sem les framhaldssögur Vísis, óef- ‘ a> mun kunna að meta. Björg eru komin hingað i nokk urra daga orlof. Fréttamaður Vísis notaði tækifærið og spjall aði Iitla stund við Pál. Fyrst barst talið að blaða- mannaskólanum í Árósum, en þar flytur Páll fyrirlestra um íslenzk efni. Blaðamannaskóli þessi er einn ávöxtur norrænn- ar samvinnu og sækja hann á hverjum vetri allmargir blaða- menn frá Norðurlöndum. Allt fram að þessu hefur enginn ís- lendingur sótt skólann. — Við hörmum það, segir Páll og þeirra hefir verið sakn- að í hópinn. En nú er úr þessu að rætast. Skólinn er nú að hefja starf sitt og munu nú tveir íslenzkir blaðamenn sækja skólann f vetur. Stendur hann í þrjá mánuði og eru margar námsgreinar þar kenndar, flest sem lýtur að blaðamennsku, en auk þess eru fluttir fyrirlestr- ar um sérmál hvers Norður- landanna, alþjóðastjórnmál og hagfræði. ERFIÐLEIKAR DANA. Þá berst talið að Danmörku og þeim málum, sem nú eru þar efst á baugi. — Danir, þessi glaðlynda þjóð, eru heldur dauf ir í dálkinn eins og sakir standa, segir Páll. Kemur þar þrennt til í fyrsta lagi hinir miklu kuldar í vetur og þeir erfiðleikar og samgönguleysi, sem þeir hafa skapað. Þá er það sú þróun mála að Danir gerast ekki aðilar að Efnahags- bandalaginu, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. Við þvi var þó búist. Er eins og síðustu atburðir í þessu máli hafi kom- ið Dönum í opna skjöldu. Telja flestir að þessar málalyktir muni hafa ill áhrif á efnahags- líf iandsins og þróun danskra atvinnuvega. Er óhjákvæmilegt að útflutningsatvinnuvegirnir lendi í talsverðum erfiðleikum vegna þess að Danir fengu ekki aðild. I þriðja lagi er svo það að miklir erfiðleikar steðja að í efnahagsmálum Danmerkur. Dýrtíðin hefir vaxið þar mjög Framh á bls 5 bandaríska landvarnarráðherrans McNamara um flug þessara sprengjuflugvéla norðan frá fs- hafssvæðinu og suður eftir At- Iantshafi. Var það hinn 22. febrúar s.I. sem bandarisk könnunarflugvél varð vör Rússana yfir hafinu aust- ur af fslandi. 4 Bandaríkjamennirnir voru á venjulegu föstu könnunarflugi yfir hafinu, er þeir urðu Rússanna var- ir. í þessu tilfelli var ekki um það að ræða, að sérstakar flugvélar væru sendar til að rannsaka ferðir Rússanna, það vildi aðeins svo til að könnunarflugvélin var þarna á ferðinni. Könnunarflugvélin gerði ekkert frekara til að fylgjast með ferðum Rússanna, þar sem þær héldu á- fram ferðinni og ekkert hættu- eða varúðarmerki né nokkur minnsti viðbúnaður var hafður í Keflavík þó sprengjuflugvélarnar væru þarna á ferð fyrir austan ís- land. Iðjukosningar í dag og á morgun Stjórnarkosning í Iðju, félagi iðnverkafólks í Reykjavík, fer fram í dag og á morgun. I dag er komið frá kl. 10—7 og á morgun frá kl. 10—10. Kjósið snemma — Kjósið B-listann — i i Orkideur Sjélfstæiisfólk! Munið Varðcrrkaffið í Valhöll í dag Dagskráin verður sem hér seg- J ir: Dr. Gunnar G. Schram, for maður Blaðamannafélags Ís-J lands, mun flytja upphafsorð.J Gunnar Gunnarsson skáld flyt- ' ur hátíðarræðu,* Svala Nielsen syngur, Kristinn Hallsson syng-[ ur skopkviðlinga um merkilega* menn og ómerkileg málefni, og, þeir Gunnar Eyjólfsson og BessiJ Bjarnason flytja leikþátt í létt- um stíl. Vínstúkan verður opn-I uð kl. 6 e. h. Á matseðlinum er m. a. blaða- mannasúpa, humar og önd. ErJ ekki að efa að þetta verður hinn bezti fagnaður og hyggst Blaða- mannafélagið gangast fyrir ár-J Iegu Pressuballi liéðan í frá. ,V.,AV.,.V.VA,.%V.V.W%%%WAVAV.,..V.,.W.,.V.V.V.W.>AV.WAV.W.V.,U,Á'i í kvöld kl. 9 stundvís- lega hefst Pressuballið að Hótel Sögu. Nær 400 manns munu taka þátt í fagnaðinum, þessu fyrsta Pressuballi, sem haldið hefir verið I fjöl- mörg ár. Þar mur. margt verða til skemmtunar, en í gær bættist nýtt atriði við. Prófessor Níels Dungal tilkynnti Blaðamannafé- laginu að hann myndi gefa nokk ur hinna fágætu blóma, orkide- ur, sem ýmist skreyta hár Gunnar Gunnarsson kvenna eða hnappgat karl- manna og verða þær boðnar upp á ballinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.