Vísir - 02.03.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 02.03.1963, Blaðsíða 9
V í SIR . Laugardagur 2. marz 1963. 9 ★ Sogt frekar fré FB og rædd þróunin ú sviði frétfamennik gegna óratugí dan- Á Þeim tíma, er Fréttastofa blaðanna starfaði, gerðist tvennt, sem verður til þess, að hún get- ur látið blöðunum í té miklu meiri og fjölbreyttari fréttir er- lendis frá en áður, — samið er við fréttastofu i Lundúnum um fréttasendingar og FB hefur einn ig miðlun norskra frétta. Aðal- heimildir um það, sem gerist f umhciminum, eru ekki lengur sóttar í dönsk blöð, heldur koma slíkar fréttir nú frá Lundúna- borg, mestu fréttamiðstöð heims Fréttasambandið við Norðurlönd Ieggst bó að sjálfsögðu ekki nið- ur, því að frá Kaunmannahöfn eru áfram símaðar Norðurlanda- fréttir, og meira en áður kemur af slíkum fréttum, því að í NRP- fréttunum. eða norsku radionress unni var ekki sízt getið hess, sem gerðist á Norðurlöndum, einkum í Noregi. Samið við United Press. Fyrstu árin sem FB starfaði, kemst ísland í nánara samband við umheiminn, vegna þess að athyglin hefur beinst að landinu æ meira sem viðkomustað í flugi úthafa milli. Á fyrsta starfs ári FB (1924) er flogið til Is- lands í fyrsta sinn (2. ágúst). Vísa ég þar um til greinar minn ar í Blaðamannabókinni 1946 um „fyrsta hnattflugið". Locatelli, ítalski flugmaðurinn kom þá einnig, slðar fleiri. Vegna þess- ara flugferða 1924 og' næstu ár á eftir og Alþingishátíðarinnar 1930 leggja erlendir fréttaritarar Ieið sína hingað í tugatali og ís- lenzkir blaðamenn fá því mörg tækifæri til kynna við þessa menn, sem um margt vildu fræð ast. Mjög kom það oft í ljós, að við hinir íslenzku stéttarbræður þeirra, höfðum ekki tök á að láta þeim fuljnægjandi upplýsing ar í té um það, sem var að ger ast úti f heimi á meðan þeir dvöldust hér á landi vegna þess af hve skornum skammti það var sem við fengum af fréttum er- lendis frá, og auk þess voru frétt irnar ekki nýjar af nálinni, þar sem þær voru teknar upp úr blöðum i Kaupmannahöfn. — Við Baldur heitinn Sveinsson, þá aðstoðarritstjóri Vísis, ræddum iðulega um það, allt frá fyrstu kynnum eftir heimkomu mína frá Ameríku 1923, að hér þyrfti að breyta til, og oft sfðar, er sérstakt tilefni gafst til, f sam- bandi við veru hinna erlendu stéttarbræðra. Það var þó ekki meginatriði að geta miðlað þeim fréttum, heidur hitt, að blöðin gætu látið lesendum sfnum og svo margt í — að sækja sem mest til Dana. Lengi vel héldum við þó að okkur höndunum, töldum frétta- samband við Lundúni myndi verða fjárhag FB ofviða. Þegar Baldur varð fréttaritari United Press hér á landi komst hann 1 nánari kynni við ýmsa ráðamenn þeirrar fréttastofnun- ar, og loks létum við til skara skríða og skiptum með okkur verkum þannig, að Baldur þreif aði fyrir sér hjá United Press, en ég hjá ritstjórum hinna blað anna um að ráðast í breytinguna, ef aðgengilegt tilboð fengist. Ég vil nú taka það fram, að er ég rek þetta allítarlega nú, er það vegna þess, að ég tel það marka tfmamót f sögu blaðanna er slfk breyting sem þessi kemst á, og að það er þeirra eigin fréttastofa, sem semur um þetta. Og vel má því á loft halda hve mikinn og góðan hlut Baldur heit inn átti að þessu máli. Bæði var hann frumkvöðull breytingarinn ar og honum mest að þakka, að svo gott tilboð fékkst, að það var fjárhag FB ekki ofviða. Frá breytingunni var sagt í Vísi 2 janúar 1930 f svo hljóð andi frétt: Nýtt fréttasamband Fréttastofa blaðamannafélags- ins semur um skeytasendingar við United Press. Útlend sfmskeyti, sem frétta- Axel Thorsteinson: Baldur Sveinsson. Hagmyndmi um stofmm „Frétta- stofu íslands"ber aS halda vakaadi þar með öllum almenningi í té betri þjónustu, og auk þess vor- um við sammála um, að það væri mikið metnaðarmál, að brjóta af sér þær viðjar, sem gamall hugs unarháttur og venjur höfðu lagt Skúli Skúlason, stofa Blaðamannafélagsins hefir fengið hafa frá upphafi komið frá Kaupmannahöfn. Hefir Frétta stofan haft þar íslenzkan frétta ritara til þess að annast skeyta sendingar, og hefir vitanlega ver- ið hjáverkastarf og mjög illa laun að. Oft hefir verið talað um að breyta þessu fyrirkomulagi og fá skeytin frá einhverri frétta- stofu, og nú er svo komið, að Fréttastofan hefir gert samning um skeytasendingar við United Press frá 1. janúar og gildir hann árlangt. „United Press Assocations of America“ er eitt voldugast frétta félag í heimi. Aðsetur þess er í Bandarfkjunum, en það hefir fréttaritara í öllum löndum, þar á meðal f Reykjavík, og annast að staðaldri skeytasendingar til 46 landa, víðsvegar um heim. Höf uðskrifstofur þess hér í álfu eru f Lundúnum og Berlfn, og verða íslandsskeytin send frá skrifstof- unni f Lundúnum. — United Press, eins og það er kallað í símskeytum, hefur oft verið nefnt í fréttaskeytum til blað- anna hingað, og er það vegna þess. að það hefir oft verið á undan öðrum fréttastofnunum að flytja stórtíðindi. Er það svo voldugt félag, að það þarf hvorki að spara fé né fyrirhöfn til þess að hafa fréttaritara þar til taks sem helzt er að vænta mik- illa frétta. í samningi þeim, sem Frétta- stofa Blaðamannafélagsins hefir gert við United Press, er svo um samið, að send verða til jafn aðar 150 orð á degi hverjum, alla virka daga, en borgun fyrir þessar skeytasendingar er mjög sanngjörn. Vísir væntir þess að breyting þessi verði lesendum blaðsins til ánægju, ekki sízt vegna þess, að að fréttir munu nú berast fljót- ara en áður United Press situr vitanlega betur fyrir fregnum en dönsk blöð, sem verið hafa aðal- heimild þeirra, sem sent. hafa Fréttastofunni símskeyti. Þess skal getið, að skeytasam- bandi Fréttastofunnar við Kaup- mannahöfn er ekki algerlega lok- ið, þvf að þaðan verða eins og áður, símaðar helztu fréttir frá Norðurlöndum. Þannig kynnti Baldur heitinn Sveinsson Iesendum Vísis breyt- inguna. Orðin voru fleiri en 150. Ég þarf ekki að fjölyrða um það f blaði, sem út er gefið á því herrans ári 1963 hversu mik ilvægt það var, að fá fréttirnar frá Lundúnum glænýjar og að kalla með loftsins hraða. Ég vil líka leggja á það sérstaka áherzlu, að orðin voru raunverulega miklu fleiri en 150 til jafnaðar á degi hverjum — ekki að vísu þau sem símuð voru — en United Press sendi FB jafnan geisi mikið efni fyrir fram um menn og málefni (mót, ráðstefnur o. fl.), sem gat komið að hinum beztu notum við samningu fréttanna upp úr skeyt unum, eða beinlínis var hægt að nota óbreytt. Þefta fréttaefni var bæði fjöiritað og í prentuðu máli, m. a. ítarlegar upplýsingar um alla helztu forystumenn þjóð anna, svo að nærri allt af voru nægar upplýsingar fyrir hendi um slíka menn, ef til þurfti að taka. Talsambandið við útlönd. Fimmtudag 1. ágúst ’35 gerðist sá merki atburður, að talsamband við útlönd var opnað. Hófst sú athöfn kl. 11 f. h. og að henni lokinni var talsambandið tekið til almenningsnota. Vfsir átti þá viðtal við Webb Miller forstöðu- mann Evrópufréttadeildar United Press og var svo að orði komizt, að blaðinu þætti vel við eiga, að eiga viðtal við UP á þessum degi, „þar sem aðstoðarritstjóri blaðs- ins, Baldur heitinn Sveinsson, hefði átt frumkvæði að þvf, að íslenzku blöðin sömdu við frétta stofu f Lundúnum, mestu frétta- miðstöð heims, og þar með gert kleift að fréttaflutningur til lands ins yrði hraðari og betri. Ég talaði þar næst við Webb Miller sem forstöðumaður FB og bað hann fyrir eftirfarandi orð- sendingu: íslendingar hafa beðið talsam- bands bessa, sem f dag var opnað milli Islands og Engiands og ls- lands og Norðurlanda, með eftir væntingu og góðum vonum. Með vaxandi viðskiptum við aðrar bjóðir hefir öllum, er þessi mál varða mestu, orðið ljós nauðsyn in á að hafa við höndina hin full- komnustu tæki nútímans, til þess að geta haft fljótvirkt samband við aðrar þjóðir. Við erum sann færðir um, að hið nýja talssam- band muni koma verzlun og við skiptum landsins og allri þjóðinni Framhald á bls. 10. B

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.