Vísir - 02.03.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 02.03.1963, Blaðsíða 10
10 V í SIR . Laugardagur 2. marz 1963. FRETTASTOFA - Framhald af bls. 9: að gagni. Leyfið mér að biðja United Press að koma áleiðis kveðju íslenzkra blaðamanna til allra, sem hin víðtæku frétta- sambönd yðar ná, en einkum kveðju þeirra þriggja blaða, sem um mörg ár hafa fengið frétt ir United Press, dagbiaðanna Vísis og Morgunblaðsins, sem eru málgögn Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðublaðsins, sem er aðalmálgagn Alþýðuflokks Is- Iands. Berið enn fram sérstaka kveðju frá mér til allra starfs- manna United Press með þökk fyrir góða samvinnu og velvilja um mörg undanfarin ár. Webb Millejr lét þá ósk í ljós, að talsambandið mætti koma ís- landi að miklum notum og kvaðst fúslega mundu koma á- leiðis kveðju fslenzku blaðanna. „Undir eins og þessu viðtali er lokið", sagði hann, „mun ég síma kveðjuna til þeirra nálega 1400 sambanda er vér höfum f nálega öilum löndum heims og minnast sérstaklega þeirra þriggja dag- blaða, sem fá fréttir vorar. Fyrsta talsambandsfréttin. Að svo búnu, þetta var kl. lið- lega eitt, kvaðst Mr. Miller vilja láta FB fá fyrstu talsambands- fréttina, sem send hafði verið frá Englandi til Islands. — Hún var þess efnis, að nýkomnar fregnir frá Genf hermdu, að Bretar og Frakkar væru að ganga frá sam- komulagstillögum, er von væri um, að bæði Italía og Abessiniu- frv. NRP-skeytin Eins og í upphafi var getið miðl aði FB einnig NRP-fréttum. Hér var um að ræða fréttayfirlit á norsku frá norsku fréttastofunni (NTB), sem sent var loftleiðis tii norskra skipa á höfum úti dag- lega. Loftskeytastöðin tók niður þessi skeyti og sendi FB, sem svo miðlaði þeim sem öðrum fréttum sfnum. NRP-skeytin fékk FB sér algerlega að kostnaðarlausu og átti hún þar — blöðin og lescndur þeirra — þakkir að gjalda ágæt- um Norðmanni, hr. Henri Bay aðalræðismanni Noregs, en hann átti frumkvæði að því, að FB fékk afnot þessara frétta. Hann hafði áður rætt um það við mig nokkrum sinnum, að hann teldi æskilegt að hingað bærist meira af fréttum frá Noregi, og niður- staðan af þessum viðræðum varð, að hann gekk frá málinu til fulln ustu, og þurfti FB ekki annað en taka við skeytunum. Tel ég skylt, að minnast í þessu yfirliti áhuga, framtakssemi og drengskapar þessa ágæta manns í þessu máli. Útvarpsfréttir — ný fréttaþjónusta. Á starfstfma FB tekur Ríkis- útvarpið til starfa. Tilraunaútvarp fór fram m. a. með útvarpi á frétt- um fyrri hluta vetur 1931 og þegar komið er fram f desember er öllum undirbúningi að verða lokið, og má vfst segja að öll þjóðin hafði verið gripin fagnaðar kennd af tilhugsuninni um það sem í vændum var, og berast mundi inn f hvert hreysi ,á öldum Ijósvakans", eins og svo oft heyrð ist til orða tekið þá og sfðar, — og ekki þarf um það að fjölyrða hve eðlilegt það var, að þjóðin tæki þessari stofnun opnum örm- um. Ríkisútvarpið stofnaði sína eigin fréttastofu. FB birti tilkynn- ingu Ríkisútvarpsins um þessa nýju fréttastarfsemi, er hún tók til starfa, og Fréttastofa útvarps ins fékk fréttir frá FB í byrjun, meðan starfsemin var að komast i fastar skorður. Vil ég leggja áherslu á það góða samstarf, sem hér var um að ræða. Kreppa. Kreppa var á þessum árum, — tími þeirrar útþenslu sem síðar varð á ýmsum sviðum, var ekki genginn í garð. Á vettvangi blaða mennskunnar gætti þess enn að þjappa saman frekar en þenja út, fyrirsagnir yfirleitt litlar og lftið um myndir. Og það var ekki neitt líkt því eins algengt og síðar varð, að keypt væru fleiri en eitt dagblað á heimili. Og á meðan svo var gerði minna til, þótt öll blöðin birtu mikið af fréttum frá sömu fréttastofu. Breyting framundan. En því lengur sem leið því meira fannst mér ég verða var nokkurrar óánægju yfir því, að of mikið væri af sömu FB-fréttunum í öllum blöðunum. UP-skeytin komu þó venjulega bæði kvölds og morgna, en um það þurfti ekki að efast, að menn sættu sig ekki eins vel við og áður, að sjá of mikið af fréttum, sem allar voru blað lagði æ meiri stund á frétta- öflun á eigin spýtur. Ekki ætti að þurfa að taka fram, að starfsemi fréttastofa getur verið á ýmsan hátt nauðsynleg og gagnleg, þrátt fyrir slíka þróun, og aðhyllist ég fyrir mitt leyti þá skoðun, að þörf sé opinberrar eða háK' berrar (semiofficial) fréttastofu, sem hefði með höndum verkefni I samræmi við þörf og þróun á hverjum tíma. FB hafði sem fyrr var getið starfað með nokkrum ríkisstyrk (4000 kr.) og var því í rauninni hálf-opinber stofnun, og sama gegnir um Fréttastofu útvarps- ins. Tvennt gerist. Nú gerist tvennt á þessum tíma, sem ekki var nema eðlilegt, eins og þróunin var á þessum tima: 1. Rikisútvarpið tekur upp frétta sölu til blaðanna. Gefst blöðunum þar með kostur á miklu frétta- magni til viðbótar og fjölbreyttu fyrir sanngjarnt verð. 2. Ríkisstyrkurinn til FB er felldur niður á þeirri forsendu, að ekki sé lengur þörf að styrkja hana lengur af opinberu fé, þar sem Rikisútvarpið hafði sett á stofn fréttastofu. FB starfaði þó áfram og blöðin birtu jöfnum höndum fréttir henn ar og fréttastofu útvarpsins og var fréttaefni blaðanna fjölbreytt ara um þessar mundir en áður hafði verið. Fréttastofa blaða- manna ’at þó vitanlega ekki haldið áfram að starfa til lengdar styrklaus, þegar og greinilegt var, að aukið fé mundi heldur iagt í sjálfstæða fréttaöfl- un en í meira af sameiginlegum fréttum. Seinustu skeytin, l m FB sendi frá sér voru frá togaraáhöfnum í árslok 1939, en þær voru van- ar að senda heimafólki sínu jóla-, nýárs- og sumaróskir sínar um FB. Þróunin. Þróunin, sem ég gat um, og öll stefndi i áttina til sjálfstæðr- ar fréttamennsku, þar sem hvert blað gæti farið sínar götur til þess að vera „fyrst með frétt- imar" og sett sinn svip á þær, hélt áfram og hefur gert fram á þennan dag. Hún hafði sín áhrif, að þvi er FB varðaði, er á Ieið, og einn- ig að því er varðaði fréttasölu útvarpsins til blaðanna. Hún lagðist niður vegna sömu þró- unar. Blöðin vildu sjálf afla sér frétta, — fljótt og milliliðalaust. Þörfin fyrir fréttastofu Nú munu menn ef til vill spyrja, hvort nokkur þörf sé, að stofn- uð verði Fréttastofa íslands, eins og stungið hefir verið upp á, þar sem þróunin á undangengnum tíma hefur verið sú, sem að framan hefir verið lýst, og ætla má að hún verði áfram. Skoðan- ir kunna að verða skiptar, en þetta er mál, sem þarf að vera áfram til athugunar og umræðu. Ég fyrir mitt leyti tel slíkrar stofn Guðjón — Framhald af bls. 1. — Á undanförnum árum hefur hin Iýðræðissinnaða stjórn Iðju, sem tók við sjóðum og skipulagi félagsins í upp- lausn, vegna hraksmánalegrar stjórnar kommúnista á félaginu í mörg ár, unnið að því að end- urskipuleggja félagið og efla starfsemi þess til þess eins að styrkja félagið sem samnings- aðila gagnvart vinnuveitendum. Það hefur tekist framar öllum vonum. Iðja hefur fengið miklar kjarabætur á undanförnum ár- um, án þess að þurfa að eyða fé og þreki félagsmanna og fé- lagskvenna í harðvítuga verk- fallsbaráttu. GLÆSILEGUR ÁRANGUR. Meðal þess, sem þannig hefur náðst er 6% launahækkun árið 1957, orlofsgreiðslur á eftir- vinnulaun, sama ár, ýmsir launaflokkar lagðir niður og aðrir færðir upp. Árið 1958 var aftur samið um 6% launahækk- un, þetta ár var lífeyrissjóður félagsins stofnaður og vinnu- veitendur samþykktu að greiða 6% af launum allra Iðjufélaga. Samið var um nýjan taxta fyrir konur, og jafngilti sá samning- ur um 3.500 króna árlegri kaup hækkun. Þremur árum síðar var samið um 16.2% Iauna- hækkun á almennt kvennakaup, samið um stofnun sjúkrasjóðs, sem iðnrekendur greiða í, sam- ið um 19.4% kauphækkun eftir 24 mánaða starf og 22.6% kauphækkun eftir 36 mánaða starf. Árið eftir það fékkst 10% kauphækkun á allt fast mánaðarkaup og 8% hækkun ákvæðisvinnulauna og nú á þessu ári hefur verið samið um 5% launahækkun á allt kaup iðnverkafólks. Þá má geta þess að launjöfnuður karla og kvenna er alltaf að verða meiri og fneiri, en það er að þakka frumvarpi, samþykktu á Al- þingi. Othlutun úr sjúkrasjóði er hafin, og hafa konur, sem eru frá vinnu vegna barneigna fengið 4000 krónur hver í styrk. Þannig má lengi telja um ýmis hagsmunamál Iðiufólks, sem unnist hafa fyrir ábyrga verka- lýðsafstöðu og viðurkenningu unar þörf og drap í fyrri grein minni á verkefni, sem slík stofn- un ætti að inna af hendi. Nú hefir legið niðri um hríð, að ræða stofn un Fréttastofu íslands, eins og lagt var til með nefndartillögun- um, sem minnt var á £ fyrri grein, en væri ekki vegur, að athugað væri hvort ekki gæti náðst sam- samkomulag um stofnun frétta- stofu, sem hefði takmarkað verk- efni, —væri tengiliður blaðanna og hins opinbera, — annaðist miðlun opinberra tilkynninga, ríkisstjórnarinnar og opinberra stofnana, félaga og fyrirtækja — svaraði fyrirspurnum erlendis frá og annaðist útgáfu mánaðar- skýrslu á ensku um efnahag, við- skipti o. fl. í þágu erlendra stofn- ana, viðskiptafyrirtækja og ein- staklinga o. s. frv. Væri þannig unnt að koma á slíkri þjónustu nú, mætti jafnframt miða að því, að leggja grundvöll að víðtækari fréttamiðlun síðar til blaðanna, telji þau sér hag að, en hér er í rauninni, við nútíma skilyrði, sérstakt athugunarefni, þar sem fullnægja yrði þörfum einstakra blaða með tilliti til þeirrar þró- unar, sem gerð hefir verið að umtalsefni. Að síðustu: Hugmyndinni um stofnun Fréttastofu íslands ber að halda vakandi við forystu Blaðamannafélags íslands. iðnverkafólks á kostum þess að vinna á friðsamlegan hátt að kjaramálum sínum. HVAÐ ER FRAMUNDAN? — Hvað er svo framundan í kjaramálum Iðju? — Undirbúningurinn undir ákvæðisvinnuna. Við höfum lagt gífurlega áherzlu á það að vera sem bezt undir þá samn- inga búnir, en mikið ríður á að við vitum út £ æsar um hvað er verið að semja, en þetta er flókið mál, sem tekur Iangan tfma að ganga frá. — Hvað er að segja um fræðslu og þjálfun fyrir iðn- verkafólk? — Það er álit þeirra, sem um það mál hafa fjallað, og þá um leið álit stjórnar Iðju að fræðsla og þjálfun iðnverka- fólks sé veigamikið mál fyrir íslenzkt atvinnulíf og vanda beri til framkvæmda á þessu sviði, eins og segir i nefndar- áliti um þetta mál. Það þarf að koma á fót námskeiðum, hefja verklega þjálfun starfsfólks i verksmiðjum, gefa út fræðslu- rit um þessi mál og gera yfir- leitt allt, sem hægt er til að auka verklega þekkingu iðn- verkafólks. FRAMBOÐIN 1 IÐJU. — Hvað viltu að lokum segja um framboðin, Guðjón? — Um B-listann, hef ég það að segja að hann er bórinn fram af stórum, einhuga hópi þeirra manna og kvenna í Iðju, sem vilja kjarabætur án verk- falla, efla félag sitt, og auka hróður þess eftir megni. A-listi kommúnista eru auðvitað há- pólitlskur listi, borinn fram eins og áður af þeim, sem vilja blanda kjarabaráttu verkalýðs- ins inn £ . ólitfska valdabaráttu kommúnistaflokksins. Um C- listann er fátt að segja. Hann er fram kominn vegna ótta Framsóknarmanna við frekara opinbert ..tsjarf við kommún- ista fyrir Alþingiskosningarnar. Margt ber þess merki að listan- um er skyndilega klistrað sam- an, og með nokkrum erfiðis- munum. Hvorki A-Iistinn né C-listinn geta lofað betri og ör- uggari stjórn og betri framtlð fyrir Iðju en við B-listamenn, segir Guðjón Sigurðsson að lokum. menn féllist á, og menn gerðu eins og „eyrnarmerktar" stofn- sér þð nbkkrar vonir um, 'áð uninfti. Þétta ýáF'úíidánfárí þróun-’ mundi leiða til þess að sættir ar, sem fór f þá átt, að hvert tækist og ófriði yrði afstýrt o. s. hefur frá Liz Taylor — hvað veldur? Sem stendur er Lis með IRichard sínum Burton og leik | ur nú á móti honum i kvik- | myndinni „Very Important || Persons". Kvikmyndarinnar „Cleo- petra", sem enn er ófullgerð, mun verða minnst í mann- kynssögunni sem þeirrar myndar, sem mest var um töluð, áður en hún var full- gerð. En aftur á móti hefur ekkert verið sagt um „Vary Important Persons" fyrr en nú — og ástæðan? Elizabeth Taylor og Ric- hard Burton fengu setta sér- staka lagagrein í samninginn um leik í kvikmynd þessari. Og þessi grein, bannar að leyfa blaðamönnum og blaða mönnum og blaðaljósmyndur- um að vera við upptöku mynd arinnar. Enn fremur varða all ar auglýsingar um myndina Richard Burton Liz Taylor að samþykktar af Liz og Rich ard. Og hvers vegna skyldi þeim skyndilega vera orðið svona illa við blaðamenn? Jú, þeim finnst þeir koma með of nær- göngular og persónulegar spurningar. Lagagreinin á að sjálfsögðu við aðra leikara kvikmyndar- innar svo sem Elsu Martinelli, Orson Welles og Maggie Smith. Það er ekkert Ieyndarmál að kvikmyndin „Wary Import ant Persons" mun fullgerð ekki nema 1/10 hluta af því sem Cleopatra hefur þegar kostað. MGM hefur skuld- bundið sig til að sýna ekki „Vary Important Persons" fyrr en Twentieth Century Fox hefur frumsýnt „Cleo- patra" Já, það er ekki ólíklegt að Richard Burton og Elizabeth Taylor séu dýrasta par ald- arinnar. * Pétur prins af Grikklandi —: frændi Páls konungs — leggur upp í mikla ferð í apríl með átta kvikmyndamönnum. Þeir ætla að fara um 13 Iönd og tilgangurinn er að gera kvikmyndina iíí fótspor Alex- anders mikla". ICvikmyndin á að lýsa lífi Alexanders mikla og hinni sögulegu þýðingu herferðar- innar, einkum mótun aust- rænnar menningar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.