Vísir - 05.03.1963, Síða 4
4
VisIR^Þriðjudagui; 5. marz 19G3.
iSi
★ Sagt frá samtali
við ORSON WELLES
V
TJann er einn frægasti og sér-
1 kenniiegasti maöur sem nú
er uppi. Hann er heimsfrægur
sem kvikmyndaleikari, hvað
eftir annað hefur hann siegið
í gegn, vakið svo mikla athygli,
að allir töiuðu um hann. Hven
ær sem hann birtist á kvik-
myndatjaldinu þekkja allir
hann jafnskjótt, þennan þunga
risavaxna, skapríka mann. Oft-
ast kemur hann snögglega inn i
kvikmyndina og það fer gustur
um salinn, en áhorfendur halda
niðri f sér andanum. 1
Hann heitir Orson Welles.
Hann var ungur að árum, þeg-
ar hann skelfdi öll Bandarikin
með útvarpssendingu sinni um
innrás Marzbúa á jörðina. Síð-
ar sló hann í gegn í kvikmynda
heiminum með kvikmynd sinni
„Citizen Kane“. Seinni kvik-
myndir hans hafa allar borið
einkenni áhrifamikils leiks. Þær
hafa verið sýndar um allan
heim við geysilega aðsókn og
það er haldið áfram að sýna
þær í kvikmyndaklúbbum þar
sem kvikmyndirnar eru klass-
ískar. Flestar kvikmyndir hans
fá á sig þennan klassíska blæ.
Við munum eftir honum sem
Rochester í Jane Eyre, sem
Cagliostro í Svartagaldri, mál-
flutningsmanninum í Compulsi-
on, sem .Þriðja manninum“,
sem prédikarinn i Moby Dick
og ótal fleiri hlutverkum.
Tjrátt fyrir frægðina og snilld-
ina hefur Orson Welles
aldrei verið sérstaklega ríkur,
eða þó hann hafi verið ríkur
hefur hann verið fljótur að
eyða fé sfnu og átt niðurlæg-
ingarstundir.
Orson Welles hefur ekki
kunnað að fara með fé. Hann
Móðir mín var fyrsti kennari
minn. Ég gekk aðeins þrjú ár
í heimavistarskóla. Þar bældi
latínan mig niður og algebran
sigraði mig. En ég átti foreldra
sem elskuðu mig og dáðu.
Mamma var fræg fegurðardís
hún tók þátt í stjórnmálabar-
áttunni, hún var meistari í
riffilskotkeppni og hélt opin-
bera píanótónleika. Þegar ég
var barn er ég hræddur um að
ég hafi verið einn af þessum
vesalingum sem kallaðir hafa
verið undrabarn. Ég stóð fyrir
framan hóp tónlistarmanna
sem komu f heimsókn til okkar
og stjómaði kamme'rtónleikum
í stofunni. Þar að auki lék ég
bæði á píanó og fiðlu, hafði
krullað hár og var klæddur eins
og listamaður, svo þér getið
ímyndað yður, að mér leið ekki
vel. Svo dó manna þegar ér
var átta ára og síðan hef C,
ekki leikið á hljóðfæri.
Faðir minn var lífsglaðui
maður, sení þóttíst vera upp-
finningamaður. Hann ferðaðist
um allan heiminn og tók mig
með í ferðalög. Þessi ferðalög
urðu aðalorsök þess, hvað
menntun mín varð gloppótt.
'É’g var f írlandi, þegar ég hóf
leikferil minn. Faðir minn
hafði dáið gjaldþrota, þetta var
á kreppuárunum og ég sigldi
til Englands og ætlaði að gerast
listmálari. Það var stærsta ósk
mín f lífinu. Ég hafði hundrað
dollara í vasanum. En ég komst
ekki til Englands. Skipið kom
við í Galway á írlandi og þar
fór ég í land, vegna þess að
sólarlagið var svo fallegt. Svo
eyddi ég mestúm hluta höfuð,-
stófslhs í áð kaupa mér asna
og vágn og eyddi sumrinu í
Orson Weilés tekur vlndilinn út úr sér og segir: LÍstámáðurinn á ekki heimtingu á hamingju, aðeins
ánægju.
Kvöl að horfa á eigin kvikmynd
hefur eytt því í alls kyns von-
laus fyrirtæki. Nú sem stendur
er hann þó vel stæður, eftir
hinn góða árangur í kvikmynd
inni „The Trial“, sem fjallar
um réttarhöld yfir saklausum
manni.
Þessi velgengni upp á síð-
kastið hefur lægt skap hans og
gert hann- Ijúfari. Sennilega hef
ur það haft sfn áhrif á það, að
Orson Welles fékkst nú fyrir
nokkrum dögum til að gefa
eitt af fyrstu blaðasamtölum
sínum. Hann var þá staddur í
hinu glæsilega Ritz-hóteli í
London, þegar blaðamaður
Sunday Times kom og talaði
við hann. Fara h.ér á eftir nokkr
ir kaflar úr samtalinu:
— lVf’g langar fyrst til að
Aspyrja hvort kvikmynd-
in Citizen Kane hafi verið eins
konar sjálfsævisaga yðar?
— Nei, alls ekki, svaraði Or-
son. — Ég skil ekki hvernig sú
hugmynd getur komið upp og
orðið svo sterk. Kane var fædd
ur fátækur, ég var fæddur rík
ur en varð fátækur á sama
skeiði lífsins og Kane varð rfk-
ur. Æska hans var einmanaleg
og hann naut engrar ástar. Mín
æska var alveg öfug við það,
full af umhyggju foreldranna.
ferðalög um landið. Ég svaf
undir vagninum á næturnar og
málaði Irland á daginn.
En daginn tók að stytta og
nóttina að kólna og ég kom til
Dublin. Ég átti aðeins eftir síð
ustu skildingana en ég hugsaði
með mér, að það þýddi ekkert
að vera að spara þá, bezt að
gera sér glaðan dag, svo ég
fékk mér dýran kvöldmat og
fór í Gate-leikhúsið. Þar þekkti
ég aftur einn statistann í leikrit
inu.hafði kynnzt honum á Aran
eyjum um sumarið. Eftir leik-
sýninguna fór ég til búnings-
herbergjanna og hann kynnti
mig fyrir forstjóranum Hilton
Edwards. Áður en ég vissi af
var ég farinn að biðja um vinnu
en ekki sem statisti. Ég sagði
honum að ég væri frægur á
Broadway og kvaðst reiðubúinn
að koma fram sem gestaleikari.
Það kemur ekki til mála að
hann hafi trúað þessu öllu, en
hann var svo kurteis, að hann
lét sem hann tryði því og ég
var settur í aðalhlutverk. Þann-
ig byrjaði ég sem stjarna.
— XTvernig líkar yður sjálf-
Aum við kvikmyndir
yðar?
—Ég hef ekkert dálæti á
mínum eigin kvikmyndum. Og
ég get ekki sagt að ég haldi
sérstaklega upp á neina þeirra.
Meðan ég er að vinna að kvik-
mynd snýst allur hugurinn um
hana og ég hef sterka tilfinn-
ingu til hennar, en ekki þegar
kvikmyndagerðinni er lokið. Ég
mæti ekki á frumsýningum. Ég
fór til Parísar daginn áður en
frumsýningin var á „Réttarhald
inu“. Ég hef sjaldan séð kvik-
myndir mínar í kvikmynda-
húsi innan um aðra áhorfend-
ur. Það er mikill munur á
kvikmynd og sviðleik. í leik
ritinu er hægt að breyta leikn-
um fram á síðustu leiksýningu.
En kvikmyndin, strax og henni ■
er lokið, þá er henni lokið.
Kvikmynd er aldrei endur-
skoðuð.
Það er hreinasta kvöl að sitja
í kvikmyndahúsi og sjá vélræna
endurtekningu á verki sínu,
verki sem aldrei verður hægt
að breyta. Og á meðan sýna
viðbrögð áhorfandanna manni,
hvað hefði mátt betur fara, en
þá en engu hægt að breyta.
Tjað sem mér líkar bezt við
kvikmyndirnar er hvað á-
horfendahópurinn er stór. Það
er varla hægt að ímynda sér
hvað hann er stór eða hver
viðbrögð hans verða. Og það
er kannski það bezta. Þegar
maður er á leiksviðinu finnur
maður andann frá áhorfenda-
hópnum hverju sinni og maður
verður að miða leik sinn við á-
horfendurna Slíkt er þýðingar-
laust í kvikmyndum. Þess
vegna þýðir ekkert að gera
kvikmyndirnar fyrir áhorfenda-
hópinn, heldur verður maður^
frjáls og gerir kvikmyndina
fyrir sjálfan sig. Það er mikil
blesspn og ég geri kvikmyndir
einmitt fyrir sjálfan mig.
Það þýðir ekkert að ætla sér
að setja kvikmynd á svið eins
og leikrit. Ég byrja með mynd-
unum, ég sé kvikmyndina fyrir
mér, orðin koma seinna.
Tjá var Orson Welles spurð-
ur hvaða leikstjóra og leik-
ara honum hefði líkað bezt við.
— Ég á nú ekki auðvelt með
að svara þessu, því að ég fer
mjög lítið í kvikmyndahús.
Áður en ég fór að leika f kvik-
myndum horfði ég oft á kvik-
myndir, nú nýt ég þeirra ekki,
vegna þess, að allt sem miður
fer vex mér í augum. Ég er
slæmur áhorfandi, því miður.
En það var dásamlegt að
vinna með Carol Reed við
„Þriðja manninn“. Hann er
sjaldgæfur leikstjóri sem elskar
kvikmyndavélina en vjll þó að
leikararnir leiki. Bresson hatar
leikarana en fær samt alltaf
mikið út úr þeim. Fáir eru eins
heiðarlegir og hann. Sumir
hinna miklu leikstjóra eru of
framandi fyrir mig svo sem
Ingmar Bergman og Antonioni.
Ég veit að þið dáðust að kvik-
mynd Antonionis „L’Awen-
tura“ en ég hataði hana.
Kvikmyndaleikur er annars '
furðulegt fyrirbæri. Það er eins
og kvikmyndavélin myndi sér
eigin skoðun. Henni geðjast að
sumum leikurum, en starir köld
um augum á aðra.
Jþegar kvikmyndavélin verður
ástfangin fæðist mikil
kvikmyndastjarna og þær eru
mjög fáar. Spencer Tracy,
James Cagney, Gary Cooper,
James Dean, Marlene Dietrich
og Marilyn Monroe voru ekki
endilega góðir leikarar, en þau
voru stjörnur.
Flestar kvikmyndir Gretu
Garbo stóðu f járnum með að
borga sig, en þó var hún mesta
kvikmyndastjarna sem nokkurn
tímann hefur verið uppi.
— Jþér hafið tekið þátt í
stjórnmálabaráttunni í
Frh. á bls. 13. .