Vísir - 05.03.1963, Page 5

Vísir - 05.03.1963, Page 5
) VÍSIR . Þriðjudagur 5. marz 1963. Kvenfólk í meirihluto á hjónabandsnúmskeiði S. 1. sunnudag voru fluttir í Hagaskólanum tveir fyrstu fyrir- lestramir i crindaflokki Félagsmála stofnunarinnar, um fjölskylduna og hjónabandið. Fyrirlestramir verða alls 10. Visir hafði samband við forstöðu mann Félagsmálastofnunarinnar, Hannes Jónsson félagsfræðing, og innti hann eftir ýmsu í sambandi við námskeiðið. — Ég er mjög ánægður með þessa byrjun, sagði Hannes, og mér finnst hún lofa fremur góðu um framtiðina. Tilgangurinn með Þ*ssum erindum er að veita fólki haldgóða fræðslu um sem flesta þætti hjónabands og hjónalífs, við heilbrigðar aðstæður. Eins og ráða má af nöfnum þeirra manna, sem flytja þessi erindi, er mikið til þeirra vandað. Þeir eru meðal þekktustu manna hver í sinni grein og er Félagsmálastofouninni mikill fengur i að hafa þá til samstarfs. Um 300 manns sækja nú þessi námskeið, og er mikill hluti þess ungt fólk. Athyglisvert er, að kven fólk er í nokkrum meiri hluta, og eru hlutföllin núna um einn á móti tveimur. Ef áhuginn fyrir þessari fræðslu reynist áframhaldandi, sagði Hannes, mun áreiðanlega ekki standa á Félagsmálastofnun- inni að halda áfram. Ég er mjög þakklátur borgarstjóra, Jónasi B. Jónssyni, Ara Þórðarsyni skóla- stjóra, og menntamálaráðuneytinu, en þessir aðilar hafa veitt ómetan- lega aðstoð í sambandi við hús- næðisvandamálið, sagði Hannes að lokum. 2 miMj. króna árlegt ríkis- framlag vegna landakaupa Það kom fram á Alþingi I gær, að allir kaupstaðir lands- ins, að Keflavík undanskilinni, eiga sjálfir viðunandi landrými innan bæjartakmarkanna, en mörg kauptún eiga lítið eða ekk ert af þeim landsvæðum, sem þau hafa byggzt á. Þetta háir mjög skipulagn- ingu og framkvæmdalífi margra kauptúnahreppa. Athafnasvæði og íbúðarsvæði margra þeirra eru f einkaeign og þessar land- spildur hafa stórhækkað 1 verði vegna uppbyggingar, sem þar hefur orðið, svo að það er dýrt að kaupa og lóðaleigan einnig mikil til jarðeigendanna. Sama er að segja um einn kaupstað^ landsins, Keflavik. Mestallt bæj arlandið er í eigu einstaklinga og fyrirtækja. Ríkisstjórnin hef ur nú borið fram á Alþingi frum varp um ríkisaðstoð við kaup- staði og kauptún vegna lahda- kaupa og fylgdi Emil Jónsson félagsmálaráðherra því úr hlaði í gær. í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir að ríkissjóður leggi fram tvær milljónir króna árlega næstu 10 árin og láni kaupstöð- um og kauptúnum þetta fé til að standa straum af nauðsyn- legum landa- og lóðakaupum. Lána má allt að 60% af kaup- verði landanna til 25 ára með aðeins 5% vöxtum. Ráðherrann skýrði frá því að tekið hefði verið á fjárlög yfirstandandi árs fyrsta framlagið í þessu skyni, tvær milljónir, og hefði þetta fé þegar verið ætlað Þórshöfn á Langanesi með lagaheimild frá 1941. Einnig upplýsti hann að Grindavikurkauptún fengi að stoð næsta ár og nefndi nokkur kauptún, sem myndu æskja og þarfnast sams konar aðstoðar á næstu árum, meðal þeirra Sand gerði, eða Miðnesjirepp, Patreks fjörð og Súðavík. Eirmynd af dr. Birni á Keldum S. 1. sunnudag var afhjúpuð eir- mynd af dr. Birni Sigurðssyni, fyrst#. forstöðumann Tilraunastöðv arinnar á Keldum. Eins og kunnugt er, lézt dr. Bjöm fyrir nokkrum árum, en hann hefði orðið fimmtug ur þennan dag. Styttan var afhent í tilraunastöðinni, og gerði það Páll A. Pálsson yfirlæknir. Viðstaddir athöfnina voru menntamálaráð- herra, Gylfi Þ. Gíslason, fjölskylda Björns heitins og samstarfsmenn hans og vinir. Dr. Björn Sigurðsson vann is- Búnaðarskóli — Frh. at 7. síðu: 'efstir á blaði. Keldur og Gufu nes eru með sínar rannsóknar stofur og stóriðju tengd bún- aði okkar það nánum böndum að slíkt gæti ekki talizt óæski- legt nábýli. Hafa má það og í huga að skammt er til Reykjavíkur til að hafa gott gagn af söfnum og fræðslustofnunum, og ráðu- nautar í sérgreinum landbúnað- arins eru að jafnaði staðsettir í Reykjavík yfir vetrarmánuð- lna og teldu þeir trúlega ekki eftir sér, að hafa náin sambönd við slíka skólastofnun rétt utan við bæinn. Er þetta ekki uppástunga sem vert væri að taka til at- hugunar nú, þegar þessi mál eru tekin til yfirvegunar af Al- þingi? H. J. Peningar — ! Framhald -.1 bls. I. fram við hana svo unnt sé að j koma peningunum til skila. Áþekkt atvik kom fyrir vestur á Hringbraut í vikunni sem leið, er ökumaður bifreiðar fór út úr henni, að hann missti veski sitt allt í einu úr vasa sínum og seðl- arnir tvístruðust að því búnu eins og fjaðrafok í allar áttir. Sjálfur náði hann nokkru af fjármunum sínum aftur, en krakkar í nágrenn- inu hófu ákafa leit að peningun- um. Hvort þau hafa fundið nokk- uð af þeim eða ekki veit blaðið ekki, og heldur ekki hve þarna var um háa fjárhæð að ræða. LEIÐRÉTTING í lýsingu á skákeinvígi þeirra Friðriks og Inga I VIsi i gær slædd ist inn villa. í 11. leik stóð: Ra4, Rd6, en á að vera Ra4, Bd6. lenzkum landbúnaði ómetanlegt gagn með frábærum störfum sín- um og nægir I því sambandi að nefna bóluefnið við garnaveiki, sem hann fann upp. Björn var og einn af þeim fáu íslenzku vísinda- mönnum, sem hafa skapað sér nafn á alþjóðavettvangi á sviði vlsindamála. Pósturinn — Framhald af bls. 16. að að bera einu sinni út I hverfi, og sjá um tvö hverfi á dag. Jafn- framt er ætlazt til þess eins og áð- ur að bréfberinn taki að sér eftir- vinnu. Nú telja bréfberar hins vegar að þeim sé ekki skylt að bera út nema I eitt hverfi á dag, öll önnur vinna sé aukavinna, og beri þeim að fá aukalega greitt fyrir hana. Póst- stjórnin telur aftur & móti að það nái ekki nokkurri átt að hún geti, ekki ráðið því I hvaða hverfi bréf- beramir fara I föstum vinnutíma sínum. Er nú mikið rifrildi upp ris- ið, og hefur póstmálaráðherranum verið blandað I málið, en hann er Ingólfur Jónsson, og vilja bréfber- arnir að hann úrskurði I málinu. Hefur ráðherrann ákveðið fund með bréfberum f fyrramálið. Póst- og símamálastjóri og póst- meistarinn I Reykjavlk sögðu Vísi I morgun að það væri alis ekki verið að leggja aukna vinnu á bréf- berana með þessu móti, hvorki að þeir yrðu að fara lengri vegalengd, bera meira ,eða yfirieitt leggja á þá meira starf en áður. Forföll em mikil meðal bréfbera vegna inflúenzu. Voru átta veikir ' gær og alls ekki nægilega margir -eiðubúnir til að taka að sér eftir- vinnu, þannig að hægt væri að Ijúka bréfburði fyrir kl. 21, eins og nauðsynlegt er til að þjónustan geti a. m. k. verið viðunandi I slíkum veikindatilfellum. Þess vegna hefur hið nýja fyrirkomulag verið ákveðið. Telja póst- og síma- málastjóri og póstmeistarinn frá- Ieitt að bréfberar þurfi aðeins að bera út I eitt ákveðið hverfi á dag og að ekki megi skikka þá til að fara I önnur hverfi. nema greiða aukalega fyrir. Það sé alltaf verið að flytja bréfbera milli hverfa og láta þá bera út I hverfi heirra, sem verða veikir og geta ekki sinnt þvl. Engir bréfberar eru á byrjun- arlaunum, heldur byrja ])eir yfir- leitt með laun þeirra, sem hafa tr Islnnds stofnnr blnðnnefnd starfað I þrjú ár, og eru langflestir bréfberar á hámarkslaunum, sem eru rúmar 5100 krónur. Eftirvinnu- Iaun bréfbera voru I janúar og febrúar samanlagt frá 1000 upp I 4500 krónur. Ekki er gert ráð fyrir að aukavinna minnki verulega við hina nýju skipan mála. Þá er þess að geta I sambandi við þetta nýja fyrirkomulag, að ákveðið hefur verið að bréfberar verði að koma á Póststofuna og stimpla sig út eftir hvem vinnu- dag, þótt þeir hafi verið að auka- vinnu úti I bæ, en það hefur ekki verið nauðsynlegt fyrir þá hingað til. Hafa þeir þá getað farið heim eftir að hafa Iokið bréfburði og skrifað eftirvinnutlmann sjálfir. Samningar — Framhala at hls 1 í tilboði rikisstjórnarinnar var gert ráð fyrir 25 flokkum, en I tillögum BSRB 31 flokki. Þeir eru nú 14. Eftir er nú að raða I hina nýiu launaflokka og verð \ ur bað væn'onlega næst.a verk- efni samnin^anefndanna. Ekki hafði verið ákveðið I morgun hvenær næsti sanininga fundur verður haldinn. HnHBastnHnBH Við fáa aðila þurfa dagblöðin að hafa jafnmikil samskipti og við lækna. Daglega niá heita að blöðin leiti frétta f sjúkrahúsum og hjá einstökum læknum og þá ekki síð- ur hjá yfirmönnum heilbrigðisþjón- ustunnar, bæði borgarlækni og landlækni. Hins vegar hefir blöðunum oft þótt nokkuð á skorta að sjúkrahús og læknar gæfu að þeirra dómi nógu ítarlegar upplýsingar. Læk'n- ar hafa aftur vitnað til laga um lækningar, en þar er þeim lögð ó hendur þagnarskylda um einkamal sjúklinga sinna og einnig I eiðstaf þeim, sem allir læknar undirrita, er þeir ljúka prófi. Til þess að auðvelda samvinnu biaða og lækna hefir Læknafélag íslands nú stofnað sérstaka blaða- nefnd. Hlutverk hennar er að veita blöðum upplýsingar um það sem fréttnæmt þykir á sviði læknis- fræði og vera þeim til ráðuneytis um skrif um slík efni. Formaður nefndarinnar er prófessor Kristinn Stefánsson, en aðrir nefndarmenn dr. Jón Sigurðsson borgarlæknir og Magnús Ólafsson iæknir. Innan Læknafélags Reykjavíkur hefir ; svipuð nefnd starfað nokkra hrlð. Er tilgangur nefndanna að koma samskiptum lækna við blöðin á fastari grundvöll og má þvl segja De Gaulle — Framhald af bls. 16. að tveir OAS-leiðtogar, sem þar leituðu hælis eftir misheppnuðu byltinguna í Alsír 1961, hafi verið reknir þaðan. Var þeim stungið inn I flugvél, sem var að fara til Suð- ur-Ameríku, og fengu fréttamenn ekki að tala við þá. Annar ætlaði til Buenous Aires, hinn til Ascunc- ion I Paraguay. Brezka sjónvarpið hefir birt við- tal við Georges Bidault, Ieiðtoga leynihreyfingarinnar gegn Dc Gaulle, og hefir það vakið mikla gremju I Frakklandi, að „þannig skuli hafa verið lyft undir hreyf- ingu, sem hefir það að markmiði, I að myrða De Gaulle“, eins og kom izt var að orði I París af opinberri hálfu. Ennfremur var sagt, að Bidault færi huldu höfði erlendis — „liði sem vofá landa milli“ o.s.frv. — Sjálfur sagði'Bidault I útvarpinu, að samtökin „hefðu ekki á dag | skrá að myrða De Gaulle", að þær eigi fyrir höndum nauð- synjastarf. Hæsti turn — Framhald af bls. 1. kemur, sagði séra Jakob, er að halda áfram að steypa upp veggi aðalkirkjuskipsins og koma þeim undir þak en jafn- framt yrði kórinn að byggjast með, en það þýddi að rífa þyrfti þakið af núverandi messusal, sem er undir fyrir- huguðum kór og þá yrð.i söfn- uðurinn húsnæðislaus fyrir messur og alla kirkjulega starf- semi um tíma, á meðan verið væri að koma nýju þaki yfir þann sal, sem nú er messað I, en það þak yrði gólfið f fyrir huguðum kór Hallgrímskirkju. Munu því ýmsir hallast að því, sagði Jakob, að fara held- ur hina leiðina, fullgera neðsta hluta turnsins og flytja alla kirkjulega starfsemi þangað um sinn svo að ekki komi til algers húsnæðisleysis fyrir söfnuðinn. Á milli þessara möguleika velur sóknarnefndin endanlega. En hvað sem þeim líður þarf að ;f byggja kjallara undir hliðarálm unum I turninum, þar verða t. d. miðstöðvar- og vélaherbergi fyrir alla bygginguna, og það er fyrir þessum kjallara, sem nú er byrjað að sprengja". Séra Jakob sagði að fyrirhug að væri að gera mikið átak I fjáröflunarskyni fyrir kirkju- bygginguna, oft bærust góðar gjafir í byggingarsjóðinn og allt af miklu meira þegar fram- kvæmdir stæðu yfir en þegar þær lægju niðri. í núverandi messusal Hall- grímskirkju rúmast 250—300 manns en I aðalsal kirkjunnar verða sæti fyrir 12 —14 hundr uð manns. Auk þess er svo 500 fermetra húsnæði I hliðar- skipum turnbyggingarinnar. sem áður var getið, og á þar að verða félagsheimili, skrifstof ur og fundarherbergi þegar allt er fullgert. í sóknarnefnd Hallgrlms- kirkju ' eru nú Sigtryggui Klemenzson ráðuneytisstjóri. Helgi Eyjólfsson byggingameist ari, Gunnar Sigurjónsson, Björn Guðmundsson og Hermann Þor steinsson.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.