Vísir


Vísir - 05.03.1963, Qupperneq 15

Vísir - 05.03.1963, Qupperneq 15
V í SIR . Þriðjudagur 5. marz 1963. 75! BEATRICE HERZ: SYSTURNAR Framhaldssaga Dóra hefði átt að fara ... — Ég hef sagt þeim að annast þig vel, sagði Nóra frænka háum, mjóun\rómi. Svo sannarlega skulu þeir fá að láta í té þjónustu fyrir peningana. Og mundu mig um, að vera ekki að gefa þeim þjórfé, Helena. Ég lofaði því og hún klappaði saman lófunum, og fáeinum augna blikum slðar hafði þjónninn, Stav- ros að nafni, tekið sér stöðu fyrir aftan stólinn minn, og tautaði eitt- hvað í kurteisisskyni, en mér fannst kenna þreytu hjá honum, er hann endurtók hvað eftir annað: „vitanlega, frú“, „já, frú“, „nei, frú“ og annað því um líkt. Hann var sá eini af starfsfólki gistihúss- ins, sem talaði ensku sæmilega, og þegar við sátum að morgunverði fyrsta daginn, ákvað Nora frænka að ég held, að hann skyldi fá það' hlutverk, að gæta mín, og taka þannig á sig nokkurn hluta þeirrar ábyrgðar, sem henni fannst hvíla á sér vegna mín. Nóra frænka þurfti alltaf að sinna einkaviðskiptum og fjármál- um, og nú var eitthvað flókið á döfinni, sem hún gat ekki leyst úr, nema hún færi sjálf með fyrstu ferð til Aþenu til þess að tala við einhvern bankamann, og hún þurfti sannarlega að segja fyrir um allt mig varðandi meðan hún væri fjar- verandir~ Og Stavros fékk sínar fyrirskipanir og hvarf. Nóra lagði gaffalinn á diskinn svo harkalega, að glamraði f — en það kom vitanlega ekki fyrir nema henni væri mikið í hug að hún gleymdi borðvenjum kurteiss fólks, og tók til máls: — Það, sem ég furða mig á mest af öllu er hve mjög þetta fólk skortir sjálfsvirðingu. Það gefur sig algerlega á vald taumlausri pen- ingagræðgi. Það nennir ekki að taka til höndunum við ærleg störf, vill dansa og syngja og hafa lítið fyrir lífinu — láta ferðamennina borga, rýja þá inn að skinni. Já, svona er það, þetta hyski. Ég anzaði henni engu, þóttist vera að leita að sfgarettum í tösk- unni minni. Annars, — ef ég hefði ekki lært af reynzlunni að betra er að hafa taumhald á tungu sinni, hefði mér getað orðið það á að minna hana á, að hún hefði aldrei difið hendinni í kalt vatn. Og kann ski væri erfitt að heimfæra það undir „ærlegt starf“, að hún hafði þrívegis gifzt efnuðum mönn- um, ekkert hjónaband hennar átti sér langan aldur, en hún hagnaðist peningalega á þeim öllum, því að hún féllst ekki á skilnað fyrr en hún fékk framgengt öllum sínum kröfum. Sá sfðasti, Felix, hafði reynzt tryggastur allra, og var ekki nema ár síðan leiðir þeirra skildu, en það varð raunar með þeim hætti, að hann hvarf í aðra og betri tilveru. En í þakkarskyni fyrir útheldnina gekk Nóra frænka enn svártklædd og talaði oft um „veslings Felix" og hve allar ferð irnar sem þau fóru saman hefðu verið dásamlegar. — Ég hefði beðið Stavros að fylgja þér niður á baðströndina að morgunverði loknum og ég hef fengið honum peninga til þess að leigja sólhlíf. Þú hefur fataskipti áður en ég legg af stað. Skipið fer eftir hálfa klukkustund. Og ég vona, að ég verði komin aftur f seinasta lagi eftir tvo daga. Að vanda kenndi nokkurrar ó- þohnmæði í roddinm. Ég hef alltaf| ^ . Iegt um að_hugsa, að a tilfinnmgunm að henm hefð! þó«<» væri Önnum kafin, — þessi miklu skemmtilegra ef það hefði verið Dóra systir mín, sem hefði farið í ferðina með henni. Og vitanlega var það f rauninni Dóra, sem hefði átt að fara þessa ferð en ekki ég. Samt var ég ein ... Þegar skeytið kom og við höfð- um lesið það sátum við agndofa fyrst í stað, mamma og ég. Það var stílað til mömmu og var þess efnis, að hún mætti senda aðra hvora okkar, Dóru eða mig, til Parísar, til þess að fara með Nóru Nóru frænku í skemmtiferð til Miðjarðarhafsins. Ennfremur að greitt hefði verið fyrir flugfarið til Parísar. Dóra var um þessar mund- ir farin að starfa sem tízkuteikn- ari, og hafði farið til Kaliforniu nokkrum dögum áður starfs síns vegna, og við vorum þvf einar heima, mamma og ég. Mamma minntist svo ekki frek ar á símskeytið fyrr en morguninn eftir þá sagðist hún hafa sent svarskeyti og þegið boðið með þökkum, og ég mundi koma með fyrstu flugferð eftir að ég væri tilbúin. Ég komst í slíka hugar- æsingu, að ég gat engu svarað fyrst í stað, en loksins fékk ég mál ið: — En, mamma — Dóra ...? — Nóra minntist ekki á það í skeytinu, að hún vildi Dóru frekar en þig — nefndi sannast að segja hvoruga ykkar á nafn. Vertu ekki með neinar grillur út af þessu. Og eins og þú veist — Nora þarf að hafa einhvern sér við hlið, sem hlustar á hana af þolinmæði. Ég flaug frá New York án þess að geta kvatt systur mína, sem var þrem árum eldri. Mamma bað mig ekki einu sinni.um að skrifa Dóru og segja henni, að ég færi f þessa ferð. Hún sagði, að þess væri eng in þörf, og Dóra hefði svo mörgu að sinna í nýja starfinu. , Sannast að segja fanst mér það skapmikla, ævintýragjarna sýstir mín, sem var afbragðs reiðkona, synd sem selur, vissi allt og gat allt, og fékk ávalt vilja sínum fram gengt. Allir í kringum hana virtust fúslega lúta boði hennar og banni. Sannast að segja mundi ég hana betur en sjálfa mig, hina dökku, fögru systur mína, örugga og hand sterka, sem hélt í járngreipum öllu, sem var hennar, — og svo hafði það verið: frá því hún var barn, allt frá bernsku hafði hún jafnt traust hald á öllu og taum- hald hennar var, þegar hún fór að temja óstýrláta fola. Það var engin furða þótt pabbi sæi ekki sólina ■w-.-'&r-wqp' Hef ég ekki alltaf veriö að brýna fyrir þér aö ekki nálægt þrýstiloftsvélum - - - ? fyrir henni. Ég man hve aðdáunin var innilega .og gagnkvæm, þegar þau horfðu hvort á annað. Hún varð alltaf að horfa upp, þvf að hann var höfðu hærri. Og svona var það hvort sem þau voru að rabba saman, hlógu eða þögðu. Hún var miklu lagnari og áræðnari við hesta en ég. í fyrstu var ég með — en einhvern veginn fór það svo; að brátt voru þau ein, pabbi og hún í reiðtúrunum Pabbi var rithöfundur og bækur hans fengu góða dóma, þótt hann næði aldrei því marki að verða í hópi hinna frægu. Umræðu efni Dóru og pabba virtist alltaf óþrjót andi — og það var sem þeim gleymdist oft og tíðum, að aðrir voru viðstaddir, að taka yrði til- lit til þeirra. Þau voru á sinn hátt fagrar og aðlaðandi manneskjur svo að af bar. Dóra þótti for- kunnar fögur allt frá 10 ára aldri. Pabbi var hár vexti og dökkur, allir andlitsdrættir skarpir.augun blá og tillit þeirra oft dálítið ögr- andi, hlátur hans smitandi, svo að allir komust í gott skap. Og Dóra var honum lík að þessu leyti og í mörgu öðru og hún hafði karl- manns þrek og skap, og kom því kvenlegur yndisþokki, sem hún átti til sjaldnar f ljós en ella. Ég held næstum, að hún hafi búið yf- ir meira þreki og verið skapmeiri en pabbi. En á mig leit pabbi eins og brúðu, sem handleika yrði með gætni. Hann kallaði mig stundum litlu, gullinhærðu brúðuna sína, þegar hann lék sér við mig, sem eftir ýmsu að dæma var á heimili hans eins og af einhverri tilviljun, og stundum gat verið gaman að hafa nálægt sér. En svo gat liðið SISHOP TURNE7 AWAY, SMOLPEKING IN ANGEK AFTEK 5EING HUMILIATE7 5Y THE Bishop gekk burt, og reiðin sauð í honum eftir að leikkonan hafði auðmýkt hann. „Þú ert ekki laus "yOU HAVEN'T 5EEN PISMISSE7 YET/ ivy A77E7 HAUGHTILY. "NOW I WANT YOU TO 7RE7ARE A\Y 5ATH!" ennþá“, bætti Ivy við hrokafull. Bishop: Við Zukoff: „Nú er nóg „Nú áttu að útbúa bað handa komið“, hrópaði hann fokvondur. mér“. „Ég er farinn. Þú og þessi krakka- ' iriAT 717 "!'JOE EX7L07E7 VlOLENTLY. "I OL"”1 YOU AN7 THAT i70ILE7 SRAT CAN STAY HE7E AN7 FORALLI CARE!" n Ó 7975 kjáni þinn megið rotna hér í friði fýrir mér“ langur tfmi svo, að það var serr hann hefði gleymt því, að ég vai til. Og samt atvikaðist svo, af það varð hlutskipti hans að deyja mér við hlið. — Helena þú verður að fara að flýta þér. Ég ætla að fara upp með þér. Farðu I sundbolinn þinn og gleymdu ekki baðsláinu þfnu. Stavrós fylgir þér svo niður á baðströndina... Nóra var því vön að endurtaka allt að minnsta kosti tíu sinnuro — sennilega vanist á það að vera sýknt og heilagt á ferðalagi — kannske var þetta líka tengt því, að málkunnátta hennar var af mjög skornum skammti, og hafði þvf takmörkuð skilyrði til þess að svala þeirri löngun sinni, að tala við fólk, að þeim undanteknum, sem alltaf voru í kringum hana. Ef til vill fór hún enn frekar í taugarnar á mér en ella, af því að ég var blind, og leið oft illa af tilhugsuninni um, að fólki kynni að finnast ég hlédræg og óaðlað- andi kannske vera illa vaxin ög ófríð. Þegar ég sat við gluggann minn á kvöldin og ég heyrði óm af hlátri unga fólksins á leið í veitingastofuna, til þess að fá sér hressingu, dansa og syngja, varð ég klökk af þrá — ekki vegna þess að mig langaði til þess að slást í hópinn, heldur var þrá mfn eftir samvistum við einhvern, sem þætti vænt um mig og mér gæti þótt vænt um, — eftir að þurfa ekki að vera einmanna, þvf að þótt all ir hefðu samúð með mér og allir vildu hjálpa mér, fannst mér ég vera ein, einmanna, yfirgefin. — Þú ert líkust móðir þinni, Helena. Hún var ljómandi falleg þegar hún var ung stúlka. Kannske fullgrönn og fíngerð, en ákaflega aðlaðandi. Ég man alltaf hvað hún dansaði vel. ERRA ATTAR L ^ANDHREINSAÐlR EFNAUUGIN BJöRG Sólvallagötu 74. Simi 13237 Barmohlíð 6. Simi 23337 Nælonsokkar aðeins kr. 25.00

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.