Vísir - 09.03.1963, Qupperneq 1
j
VISIR
53. árg. — Laugardagur 9. marz 1963. — 57. tbl.
FJÁRREIÐUR
KOMMÚNISTA
Á mánudaginn hefst hér í blaðinu greinarflokkur um fjár-
reiður kommúnistaflokksins, um fyrirtæki þau sem hann rekur
leynt og ljóst og um þá menn, sem stjórna fjármagni flokksins.
Kommúnistar hafa þéttriðið fjármálanet, en þö flokksmenn-
irnir séu undir þúsund að tölu nema eignirnar í þessum fyrir-
tækjum yfir 70 milljónum króna. Hvaðan kemur þetta fjármagn?
Fylgizt með þessum athylgisverðu greinum.
Tími sjónvarpsins kominn á Islandi
Brýn nauðsyn nð takn ókvörðun um
hvaða sjónvarpskerfi íslendingar nota
Fyrir nokkrum dög-
um gerðist sá atburður,
sem mun hafa mikla
þýðingu fyrir íbúana á
Suðvesturlandi, að varn
arliðið í Keflavík setti
Upp stærra sjónvarps-
loftnet og tók jafnframt
í notkun nýja og öflugri
sendistöð.
Við þessa breytingu
brá svo við, að sjón-
varpssendingar, sem
höfðu verið móðukennd
ar og truflaðar í tækjum
hjá okkur í Reykjavík
urðu nú mjög hreinar og
Framh. i bls. b
Anderson slæðir fyr-
ir austan og norðan
Ákveðlð hefur verið að
brezkir tundurspillar komi hing-
LÖNG
BIÐ
Þessi gífurlega röð bifreiða,
sem er að sjá á Miklubrautinni
og nær milli Lönguhlíðar og
Rauðarárstígs er ekki komin til
af góðu. Götuvitarnir, sem ný-
Iega voru settir upp á gatnamót
um Miklubrautar og Lönguhlíð-
ar fyrir skömmu síðan starfa
ekki rétt í samræmi við um-
ferðina. Þess vegna gengur öku-
mönnum á Miklubrautinni erfið
iega að komast leiðar sinnar.
Ljósin bíða ekki nógu lengi eft-
ir þeim. Ljósastillingin er sem
sagt ekki eins og hún á að vera
en unnið er að því að endur-
bæta hana, svo að meira jafn
vægi gæti í umferðinni þarna
framvegis. (Ljósm. Vísis B.G.)
að eftir nokkra mánuði og
hreinsi tií í botni Seyðisfjarðar
og á Eyjafirði. Landhelgisgæzl-
an hefur á undanförnum árum
orðið að gera óvirk allmörg
tundurdufl sem fundizt hafa á
þessum fjörðum eða út frá
þeim.
Fór Landhelgisgæzlan þess á
leit við dómsmálaráðuneytið að
það hlutaðist til um að fengnir
yrðu tundurduflaslæðarar til að
hreinsa til á þessum svæðum.
Var utánríkisráðuneytið beðið
um að hafa milligöngu og sam-
band við brezka aðila, en eðli-
legast þótti að ræða við þá, þar
sem það voru Bretar, sem á sín
um tíma, á stríðsárunum, lögðu
duflin.
Fyrir nokkrum dögum barst
svo endanlegt svar við þessarri
máialeitan, eftir að menn frá
brezka flotanum höfðu komið
hingað og rætt málið.
Send verða fimm skip, stórt
björgunarskip og 4 tundurdufla-
slæðarar, deild undir stjórn
Anderson, kapteins, þess sem
frægur varð úr þorskastríðinu,
sællar minningar. Bretarnir
borgar brúsann.
Fjölskylda í Reykjavík horfir á sjónvarp.
Fara íslenzk skip á
síldveiðar við Noreg?
Það er ekki útilokað, að ís-
lenzk skip verði send á síld-
veiðar við Noreg nú í vor eða
síðar, ef aðstæður teljast heppi-
Iegar.
Vísir frétti fyrir nokkru, að
útgerðarmaður nokkur úti á
landi, sem á mikil afiaskip, hafi
haft hug á að senda skip sín á
vorslldarveiðar við Noregs-
strendur. Leitaði hann til Fiski-
félagsins og mun það grennslast
eftir, hvaða hömlur mundu vera
á slíkum veiðum af hálfu Is-
lenzkra skipa, hve nærri landi
þau mættu veiða, hvort þau
mættu leggja afla á land i
norskar verksmiðjur eða til
vinnslu á annan hátt og þar
fram eftir götunum.
Fyrir nokkru munu Fiskifé-
laginu hafa borizt greið svör
við fyrirspurnum um þetta frá
Framh. á bls. 6.