Vísir - 09.03.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 09.03.1963, Blaðsíða 4
4 Rabbað við HELGA TRYGGVASON yfir- kennara sextugan A morgun verður hinn þjóð- kunni skólamaður Helgi Tryggvason yfirkennari Kenn- araskólans sextugur. í tilefni af þessum tímamótum í ævi hans hitti fréttamaður Vísis hann að máli og spjallaði við hann um ævi hans og lífsstarf. Nemend- ur Heiga skipta nú þúsundum og sjáifur er hann sfvakandi i áhuga sínum á uppeldis- og fræðslumálum þjóðarinnar. — Svo að þú ert fæddur 10. marz 1903? — Já. mér er sagt, að ég hafi komið þann dag í heiminn í öskuhríð, svo svæsinni, að faðir minn gat ekki tosað ljóðmóður- ina með sér, og var hún þó vel rösk. Ég varð þess vegna að koma sjáifur. Móður minni varð samt ekki meint af því að eiga % mlg frekar en öll hin börnin. — Og hvar var nú svona ógurlegt veður í marz 1903? — jNorður við Miðfjörð, uppi í Vatnsnesfjalli. Bærinn heitir Kothvammur, rétt fyrir ofan Hvammstanga. , — Og hvernig fóru svo veðr- in með þig yfirleitt þegar þú varst að alast upp? — Vetur voru þá harðari en þeir eru nú, og maður fékk fljótt að sjá hann svartan og basla úti í alls konar veðrum næstum því upp á líf og dauða. .— Hafðir þú ekki bara gott af þessum vinnu- og veðra- skóla? — Fjöll og illviðri hafa víst komið seiglu í Islendinga. En margan daginn var líka gott veð ur í blessuðu fjallinu, og Vatns- riesfjall er mjög fallegt og með grösugustu fjöllum á landinu. Þaðan er ágæt útsýn, og þaðan horfði ég út yfir heiminn og þráði að mega ferðast lengra en ég sá. En úr því að þú nefndir skóla, þá má bæta farskólanum við. — Já, hvernig var að vera i farskóla á þeim tfma? — Mér er ánægja að minnast á það. Fræðslulögin voru tiltölu lega ný af nálinni, og ég held, að áhugi á alþýðumenntun hafi verið talsvert mikill. Faðir minn sá um að útbúa skólann. Sjálfur hafði hann verið f gömlu Flens- borg nokkru fyrir aldamót og haft mjög gott af því námi, eins og fleiri. Þarna í farskólanum höfðum við alls konar kort af löndum og álfum, margs konar líkamsfræðilegar myndir, mynd ir af mannflokkunum, auðvitað hnött og allgóða veggtöflu. þokkalegustu skólaborð og nokk ur áhöld til eðlisfræðiathugana. Okkur þótti gaman að þeasu öllu. — Skólaáhugi þinn hefur þá byrjað snemma? — Það má segja það, enda skiptir miklu, að byrjunin fæli ekki frá. Strax f barnaskóla hugsaði ég mér að kenna f skóla þegar ég '‘stækkaði. Kennarinn okkar var allvel menntaður, bæði utanlands og innan. Það var mikill vorhugur í fólki á mínum barnsárum, framfarir í mörgum hlutum, skáldin voru ennþá að kveða kjark og starfs- gleði í þjóðina, sum þeirra bæði raunsæ og rómantísk, eins og t. d. Hannes Hafstein, sem ég var mjög hrifinn af, enda fylgdi faðir minn hon'ín að málum. — Var ekki fíðlr þinn þing- maður Húnvetnlnga um skeið? — Dálítinn tíma var hann það, en svo dró hann sig í hlé, enda hafði hann líka mörgu öðru að sinna fyrir sína sveit fyrir utan búskapinn, sem hann stundaði af kappi, er mér óhætt að segja. — Datt þér aldréi f hug að verða bóndi? — Jú, ég held það nú. Bæði erfðir og áhrif frá föður mínurn og fleirum munu sennilega hafa valdið annarri bernskuákvörðun minni, nefnilega að búa á jörð og ganga á jörð og rækta jörð og vera í félagsskap við gróður og húsdýr. Ég gleymdi þá í nokkur ár, að ég ætlaði að verða kennari. Faðir minn ákvað ungur að byggja og treysta á landið — og áður en Hannes hvatti þjóðina til þess — og varð einn eftir af mörg- um systkinum, sem öll fóru til Ameríku, þegar vesturfararald- an reis sem haést. — En svo hefur kennslustarf ið orðið ofan á hjá þér. — Já, fyrri ásetningurinn kom aftur. Ég er ánægður með það. I kennslustarfinu fær mað- ur lfka að ryðja og rækta og hlúa að gróðri og varna illgresi, eða þetta eigum við kennararnir að minnsta kosti að gera. Ég spurði sjálfan mig þessarar spurningar áður en ég fór í Kennaraskólann: Heldurðu, að þú sért nú virkilega nógu hneigður fyrir að kenna? Það stóð ekki á svarinu. Hefur það ékki verið ástríða þín að kenna skepnunum í kringum þig, kenna hundinum hundakúnstir og að skilja ótal orð og setn- ingar? Hvort þessi hrossa- og hundakennsla hefur verið nokk- ur röksemd í málinu, skal ég láta ósagt. En afi minn kenndi líka flestöllum börnum i sveit- inni og víðar, ég hef sennilega bakteríuna þaðan. Ekki var auðugt um kennslutækin þá, en hann bjó sér til ýms tæki, svo sem hnött úr tré, sem hann mál- aði heimsálfurnar á. Þetta var furðu nákvæmt. Hann smíðaði líka langspil og notaði það við söngkennslu. Hann hét Eggert Helgason, og f Sögu alþýðu- fræðslunnar á íslandi hefur einn af þakklátustu nemendum hans skrifað um hann. — Hvenær laukst þú prófi frá Kennaraskólanum? — Það var vorið 1929. — Hvernig var að kosta sig f skóla á þeim árum? — Ýmslr höfðu úr litlu að spila. Húsaleiga var há, eins og vill vera í ört vaxandi bæjum. Ég komst vel af, því að ég vann fyrir mér með hraðritun í þing- inu um þingtímann. Hafði þvf oft mikið að gera í allt. — Þú varst heppinn að geta sameinað skólanámið og þing- skriftirnar. — Já, séra Magnús Helgason gerði það af góðvild sinni að leyfa mér þetta. Og ég varð þá auðvitað að reyna að standa mig ekki lakar en aðrir og nota leyfið ekki sem skálkaskjól. — Hvenær varst þú fyrst þingskrifari? — Veturinn 1924. Ég hafði lært ofurlítið f hraðritun og æft mig síðan eins og óður maður, og var farinn að ná hraða furðu fljótt. Mér þótti gaman að sprettinum á þeim árum, hvort sem það var að hleypa hesti, hlaupa sprettinn á eigin fótum, synda eða hraðrita. — Varstu kannski íþrótta- stjarna? — Nei, ónei, en ég kvikaði töluvert, og það jók mér hreysti og lífsgleði. Sund kenndi ég þó nokkuð fyrr á árum og þótti það mjög skemmtilegt, þegar ég var búinn að stúdera og iðka sund undir handleiðslu þeirra Pálssona, sem allir þekkja. Þeir kenndu manni að beita skyn- seminni til hins ýtrasta í sund- námi og kennslu. — Varstu lengi hraðritari í þinginu? — Já, þó nokkuð á þriðja ára tug. — Gaztu náð ræðunum orð- réttum? — Að -sjálfsögðu, að því varð maður að keppa, og það er eins hægt hér á landi með 'góðri hraðritun f höndum eins og í erlendum þjóðþingum. Á meðal- hraða ræðumanna er þetta létt verk og löðurmannlegt, en þeg ar mest gengur á, er það full- komið erfiði og þarf mikla leikni og æfingu. En sú æfing gafst líka í ríkum mæli. Þing- in 1925 til 1930 voru ákaflega starfsþung. Þegar hraðmæltur þingmaður lét í ljós undrun yf- ir, að ég skilaði ræðu hans allri orði til orðs og óskertri, þó að ég væri ekki búinn að vera lengi f þinginu, svaraði ég: Það er engin vandi. Þegar þú herðir á þér, þá herði ég á mér líka og hugsa sem svo: Ég skal ekki láta fantinn hafa betur? — Ert þú ekki búinn að kenna mörgum hraðritun? — Jú, mörgum í allt, þing- skrifurum fyrr á tírnum og V1SIR . Laugardagur 9. marz 1963. Helgi Tryggvason fjölda af skrifstofustúlkum. Hraðritunin flýtir fyrir í dag- legum störfum á skrifstofum. — Þú verður að koma með einhverjar minningar frá göml- um tíma í Alþingi. Ýmislegt gæti það verið, en persónuleiki margra þingmanna er mér minnisstæður. Mér er sem ég heyri þá ennþá halda ræður, þegar þeir koma mér f hug. Ég skal nefna aðeins fáa. Jón Þorláksson hafði mjög ör- ugga ræðubyggingu og ná- kvæmt og auðugt orðaval. Hann lagði sterkan grundvöll og byggði verkfræðilega ofan á. Mér fundust ræður Jóns Bald- vinssonar — og þær voru marg ar og langar — oft vera sem grísk-rónyversk glíma, leikseig og átakamikil. Stundum leyndi sér ekki, að honum veitti betur, en þó að sótt væri að honum hart og lengi, virtist mér aldrei takast að keyra hans breiðu herðar svo niður, að þær snertu gólf. — Hverjuhi fleiri af eldri þingmönnum manstu vel? — Ég man þá flesta vel. En síðast en ekki sízt ætla ég að nefna Benedikt Sveinsson for- seta Neðri deildar. Mér varð starsýnt á hann þegar ég kom fyrst. Hann stjórnaði fundum með þeirri reisn og glæsibrag og röggsömum úrskurðum. Rödd hans var skilmerkileg og virðuleg og fyllti salinn. Við fundarstjórnina viðhafði hann fastmótað orðalag, ’ mjög ótví- rætt og rammíslenzk^. Ég þoli alltaf illa að hlusta á fundar- stjórn sem er ;andstæða við1 stjórn Benedikts. — Var hann ekki líka mælsk- ur ræðumaður? — Hann hélt ekki oft ræður. En þegar hann talaði úr þing- mannssæti sat ég mig aldrei úr færi að hlusta á hann ef kost- ur var. Mér finnst ekki nóg að segja, að hann hafi verið af- burða vel að sér í íslenzku. Mér fannst alltaf, að a)f munni hans talaði íslenzkari sjálf með öllum sínum krafti og fegurð að fornu og nýju. Og þetta klass- iska málfar klæddi hann betur en nokkurn annan, sem ég hef heyrt tala íslenzku. Hann talaði aldrei eins og vel rituð bók, gullaldarmálið var runnið hon- um í merg og blóð, og ræðu- sniðið sýndi mér eins og glampa af vopnaburði sögu- hetjanna, sem ég las um í ís- landssögunni sem drengur, hvort sem þeir beittu orði eða sverði. Mér var líka alltaf mjög hlýtt til Benedikts fyrir sér- staklega ljúfmannlega fram- komu við mig, ungan og ó- kunnugan. Annars kynntist maður mörgum g&ðum mönnum innan veggja þinghússins og ég á góðar minningar þaðan. En mér virðist þyngra yfir okkar þingi heldur en sums staðar er- lendis, þar sem ég hefi hlustað á ræðuhöld. — Hvar hefur þér þótt mest gaman að koma og hlusta? — Auðvitað er alltaf lang- mest gaman að koma I brezka þingið. Þangað hef ég oft kom- ið. Þar er svo léttur og hress- andi blær yfir umræðunum. Frönsku þingmennirnir lögðu ekki i að kasta blekbyttum meðan ég var inni, en heitt var í þeim. En á Möltu var okkur sýnd stór blekklessa á voldugu veggteppi. Þingmaður ætlaði meði suðrænni reiði að klekkja á arldstæðingi sínum. Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.