Vísir - 09.03.1963, Síða 7
/
VIS IR . Laugardagur 9. marz 1963.
Saga gáfaðs hugsjónamánns
rjMnar Olgeirsson er dæmi um
gáfaðan hugsjónamann, sem
tapar sálu sinni.
Ungur gekk hann kommún-
ismanum á hönd. Við tungu-
málanám úti í Þýzkalandi
hreifst hann af hugsjón komm-
únismans um bræðralag á jörðu.
Hann fylltist eldmóði og átti
þann draum heitastan að Ieysa
hlekki arðráns og kúgunar af
alþýðu veraldar, og þá ekki sízt
af alþýðu sins smáa lands í
norðurhöfum. Hver skyldi lá
ungum eldhuga íslendingi slíka
draumsýn og slík áform.
Þá var byltingin í Rússlandi
ekki nema rúmlega áratugs
gömul. Einræðið, bræðravígin,
ógnarstjórnin — allt voru þetta
atburðir, sem voru huldir í þoku
framtíðarinnar. Kommúnisminn
virtist mörgum mætum mann-
inum vera eina von heimsins á
kreppu og jámhælatíð.
/"kg Einar Olgeirsson, þessi
ungi, gáfaði stýrimannsson,
gekk stefnunni fagnandi á
hönd. En blómaanganin var
ekki Iengi í garði kommúnism-
ans. Árin liðu og þróunin í
Sovétríkjunum hélt áfram. En
hún fór í öfuga átt. Hreinsan-
irnar í Moskvu sýndu mörgum
hugsjónamanninum að undir-
stöður sæluríkisins voru maðk-
smognar. En Einar lét þær sem
vind um eyru þjóta. Á altari
mikilla framfara verður að
fóma einu Iífi og fleirum ef
nauðsyn krefur. Hann sá þó, er
fram liðu stundir, að hann átti
meira sameiginlegt með merk-
ustu mönnum kaþólsku kirkj-
unnar, jesúítunum, en hann
hafði áður haldið. Báðum var
þúsundáraríkið efst í huga —
og hverju máli skipta mennirn-
ir, þegar himinninn hefir verið
höndum tekinn?
jgn hetjuleg barátta sovézka
hermannsins gegn. ógnum
nazismans eyddi þeim hljóðu
efasemdum úr huga Einars, sem
teknar voru að láta á sér bæra.
Sovétríkin sönnuðu þar ótví-
rætt fullvissu og trú hins unga
tungumálakennara, að þau væru
brjóstvörn mannkynsins í bar-
áttunni fyrir betra lífi. Þar var
húmanismanum, þessu ideali
hins menntaða íslendings, skip-
að á veldisstólinn. Og Einar fór
til Moskvu með Síberíulestinni,
St styrjuhrogn og drakk grúsíu-
Einar Olgeirsson.
f
vín með vini sínum Zhadnov
menningarkominisar og fékk
staðfestingu á barnatrú sinni
og allar efasemdir hurfu á brott
£ hinu ferska rússneska vetrar-
Iofti. Og árin liðu og nýjar
hreinsanir hófust og furðufrétt-
ir um þrælabúðir austur í Síb-
eríu urðu svo háværar að þær
komust meira að segja alla leið
til íslands. Og Einar fór aftur
til Moskvu. En Zhadnov var
ekki lengur á skrifstofunni
sinni. Hann var sex fet í moldu,
því allt í einu kom í Ijós, að
hann hafði alla tíð verið óvin-
ur flokksins. Nú át Einar styrju-
hrogn og drakk grúsíuvfn með
sjálfum nafna Jósefs, eigin-
manns heilagrar Maríu, og það
var allt harla gott.
I Ungverjalandi skutu skrið-
drekar á klæðlitla alþýðuna
vegna þess, að hún vildi fá
meira frelsi, alveg eins og hafði
átt sér stað í borginni hans
Sveins Bergsveinssonar, Aust-
ur-Berlín, nokkrum árum áður.
Og Einar lagði aftur af stað
til Moskvu. En nú var Stalín
ekki lengur á skrifstofunni
sinni. Hann var moldu neðar
í fátæklegum kirkjugarði, enda
hafði í Ijós komið, að hann var
óvinur flokksins. Nú át Einar
styrjuhrogn og drakk grúsíuvín
með félaga Nikita. Og sjá, það
var harla gott.
j jetta er sagan um það, hvern-
ig hægt er að sef ja einn ís-
lenzkan hugsjónamann, sem
trúði á hið eilífa réttlæti, þeg-
ar hann var ungur. Það er nefni
Iega svo ákaflega erfitt að snúa
við, varpa sinni bamatrú fyrir
róða. Það eru ekki allir menn
svo miklir menn, að þeir fái
það af sér að viðurkenna að
þeim hafi skjátlazt. Og þeir sem
gera það eru menn með veikan
karakter og vafasaman heiðar-
leika eins og Áki Jakobsson —
eða þá Halldór Kiljan Laxness,
sem Ieitar skjóls í áhugaleysi
á pólitík. Því hvað tekur við ef
menn viðurkenna að þeim hafi
skjátlazt, að allt þeirra lífsstarf
hafi verið unnið fyrir gýg? í
hvaða hús er þá að venda fyr-
ir þyrsta hugsjónahugi, nema ef
vera skyldi til kristinnar kirkju?
En sextugir menn eru of gaml-
ir til þess að gerast trúboðar
suður í Kongó.
J>vi er miklu einfaldara fyrir
aldraða stýrimannssyni að
fylgja stjörnunni rauðu enn þau
ár, sem eftir lifa. En í stað
eldmóðsins er komin rósemi
hins hæruskotna manns. Nú á
að undirbúa valdatöku komni-
únismans á þingræðislegan hátt.
Og því er afneitað með kulda-
hlátri þess manns, sem alla sína
ævi hefir Iifað eftir hugsjóna-
kerfi, sem frystir allar efasemd-
ir, að bylting með ofbeldi hafi
nokkru sinni verið hugleidd i
hessu litla, stéttlausa landi.
Samt man niaður eldmóðsins
eftir þeim orðum, sem hann
skráði með eigin hendi í Verk-
iýðsblaðinu í október 1934. Þar
segir hann: „Það er hið leiftr-
andi tákn til alls verkalýðs ver-
aldar að sameinast eins og
spánski verkalýðurinn á grund-
velli allsherjarverkfalls og vopn
aðrar uppreisnar“.
4_'kg líklega er erfitt að finna
betrd dæmi þess, hverju
það skiptir að ungir, gáfaðir
hugsjónamenn velji sér í upp-
hafi þá réttu hugsjón, ef þeir
eiga ekki að enda ævi sfna sem
aldraðir ósannindamenn, sem
hafa glatað sálu sinni á vígvelli
lifsins.
Ráðstefna nor-
rænna stúdenta
Dagana X. til 4. marz s.I. var
haldin í Helsingfors ráðstefna nor-
rænna stúdenta. Mættust þar for-
ystumenn norrrænna stúdentasam-
taka og ræddu áhuga- og hags-
munamál þau, sem nú eru helzt
á döfinni. Fyrir hönd Stúdentaráðs
Háskóla íslands, SHÍ, sátu ráð-
stefnuna þeir Ellert B. Schram og
E. Ragnarsson.
káðstefnur sem þessar eru orðn-
ar fastur iiður í samstarfi nor-
rænna stúdenta og eru haldnar
minnst tvisvar á ári hverju. Skipt-
ast menn á upplýsingum, b^ra sam
an bækur sínar og móta sameigin-
legrá stefnu í alþjóðamálum stúd-
enta.
SHÍ hefur tekið þátt I þessum
norrænu formannaráðstefnum síð-
an 1955 og hefur sífellt haft nán-
ara samband við kollega sína á
Norðurlöndum. Gagnsemi sú, sem
íslenzkir stúdentar hafa af þátt-
töku sinni í ráðstefnum þessum,
er ekki Iengur dregin í efa,
Á ráðstefnunni í Helsingfors
skiluðu stúdentasamböndin skýrsl-
um um störf sín á s.l. ári, skipt-
ust á fróðlegum upplýsingum um
mál, eins og byggingar stúdent^-
garða, stúdentaskírteini, hagkann-
anir, seminör, ferðamál o. fl. o. fl.
Einnig voru rædd alþjóðamál,
afstaða Norðurlandanna til ISC,
COSEC annars vegar og IUS hinS
Tékkneskur söngvuri
hjú Tónlisturféluginu
Tékkneskur söngvari að nafni kovsky. Undirleikari verður Árni
Jiri Koutny er kominn hingað til
lands og mun hann halda hér
tvenna tónleika á mánudag og1
þriðjudag á vegum Tónlistarfé-!
lagsins. Fara tónleikarnir fram í
Austurbæjarbíó, bæði kvöldin kl. l
sjö.
Koutny er baritonsöngvari.
Hann er 32 ára, stundaði söngnám
í Tónlistarháskólanum í Prag og
lauk þaðan burtfararprófi. Árið
1958 hlaut hann fyrstu verðlaun í
Haydn-Schubert söngkeppni í Vín-
arborg og 1960 hlaut hann viður-
kenningarskjal fyrir frábæra
frammistöðu í söngkeppni í Ber-
lín, helgaðri Robert Schumann.
Hann hefur komið fram á tónleik-
um víða um lönd og er nú fastráð-
inn einsöngvari við Karlin - söng-
leikahúsið í Prag.
Á efnisskrá hans nú eru m. a.
Ijóðaflokkurinn Liederkreis eftir
Schumann, lög úr Svanasöngnum
eftir Schubert, sígaunasöngvar eft-
ir Dvorak og lög eftir Tchai-
Kristjánsson.
Jirí Koutny.
vegar, mismunandi sjónarmið
kynnt og fullkomin vilji sýndur á,
að áframhaldandi samstaða héldist
'j í utanríkismálum.
! Norræn formannaráðstefna verð
! ur væntanlega haldin á íslandi
1 1964.
lírslitaskók
Friðriks og Bngo
Urslitaskákin í einvígi Friðriks
Ólafssonar og Inga R. Jóhannsson-
ar um tiltilinn „Skákmeistari
Reykjavíkur" verður tefld á rnorg-
un sunnudag, í Snorrasal, Lauga-
vegi 18, og hefst hún kl. 14.
Eins og kunnugt er standa leik-
ar þannig að báðar kempurnar hafa
hlotic jafnmarga vinninga, einn og
hálfan hvor, svo að allt veltur á úr-
slitum bessarar einu skákar Mikið
er £ húfi, og bíða skákunnendur um
all lant eftir úrslitunum, og munu
eflaust margir verða til að horfa á
keppnina.
msítsar
MELKA GOLD EXPRESS skyrtan er sænsk
úrvalsframleiðsla, framleidd úr NYLON
JERSEY, efnið sem hefur alla eiginleika
hinnar fullkomnustu skyrtu.
MELKA GOLD
EXPRSS skyrtan er
auðveld í þvotti.
Þornar fljótt.
Og er ótrúlega
endingargóð.
melka
Flibbinn heldur sínu upprunalega lagi þrátt
fyrir mikla notkun og marga þvotta.
H E RRA P_EJLL
\