Vísir - 09.03.1963, Page 16
VÍSIR
Laugardagur 9/marz 1963.
Kvikmynd um segl
skipið PAMÍR
í dag gengst félagið Germanía
fyrir kvikmyndasýníngu í Nýja
bíói. Er kvikmyndin um þýzka
skðlaskipið Pamir, fjögurra mastra
sem er aðallega notað til að æfa
unga menn í sjómennsku.
Nú á tímum eru nær öll skip,
sem um höfin ferðast vélknúin, en
skammt er síðan svo varð og munu
því margir minnast seglskiþanna,
með mörg möstur, rá og reiða,
þakin hvítum seglum, sem gnæfðu
við himin. Slík skip eru heillandi
sjón og má vænta þess að marga
íslendihga fýsi að sjá kvikmynd
af slíku skipi.
Kvikmyndin hefst kl. 2 e. h. og
er öllum heimill ókeypis aðgang-
ur, börnum þó einungis í fylgd
með fullorðnum.
LÖGÐU AUSTURSTRÆTI UNDIR SIG
VERZLUNARBANKINN
OPNAÐUR í KEFLA VlK
í dag geta Keflvíkingar fagn-
að yfir því, að bankaútibú tek-
ur þar til starfa. Er það úti-
bú Verzlunarbankans sem verð-
ur til húsa áð Hafnargötu 31.
Bankinn opnar ki. 10. Alla virka
daga verður hann opinn kl. 10
til 12.30, 2-4 og 6—7, en á
Iaugardögum kl. 10—12.30.
Bankastjóri Verzlunarbankans
verður Björn Eiríksson, sem hef
ur starfað undanfarin ár sem
fulltrúi í Verzlunarbánkanum í
Reykjavík. En almennt mun lit-
ið svo á, að stofnun bankaúti-
bús í Keflavík verði lyftistöng
Björn Eiríksson bankastjóri.
fyrir atvinnu og viðskiptalifið
í bænum.
í gær bauð banikaráð Verzl-
unarbankans ýmsom forystu-
mönnum og kaupsýslumönnum
í Keflavlk að skoða hin 'nýju
húsakynni. Þar flutti Þorvaldur
Guðmundsson formaður banka-
ráðs’ Verzlunarbankans ræðu
þar sem hann gerði grein fyrir
þessu máli. Hann sagði, að
Verzlunarbankinn hefði ákveð-
ið hinn 31. ágúst s.l. að setja
á stofn útibú í Kefjavík.
Ýmsar ástæður ^agði hann
að hefðu legið til þess að þessi
ákvörðun var tekin, en þyngst-
ar á metunum, að áskoranir
hefðu komið fram um þetta frá
fjölmörgum viðskiptamönnum á
Suðurnesjum. Hann kvað það
ekki ætiunin að sækja inn á
svið Sparisjóðs Keflavíkur, er
hefði gegnt mjög merku hlut-
verki á undanförnum áratug-
um í uppbyggingu Keflavíkur.
Yrði leitazt við að annast þau
viðskipti sem Sparisjóðurinn
hefði ekki ráðið við svo sem
nauðsynlega þjónustu við við-
skiptalffið. Hann sagði að ætíð
hefði verið vinsamlegt samstarf
við Sparisjóð Keflavíkur og
kvaðst vænta þess, að það sam-
starf mætti treystast þegar þeir
færu að vinna hlið við hlið.
Undirbúning að stofnun úti-
búsins hafa þeir haft með hönd
um Kristján Oddsson skrifstofu
stjóri Verzlunarbankans og
Björn Eiríksson, sem nú verður
bankastjóri. Húsnæðið hefur
verið tekið á leigu hjá þeim Ara
Jónssyni forstjóra og Gunnari
Sigurjónssyni bakarameistara,
en arkitektarnir Gunnlaugur
Halldórsson og Guðmundur
Kristinsson hafa séð um breyt-
ingar.
SjólfstæðÉsfólk!
Munið Ifsírkrkaffið
í Valhöll í day
Dr. Sigurður Jónsson.
g Nemendur 4. bekkjar Verzlun
arskólans héldu sinn árlega
peysufatadag hátíðlegan í gær-
dag allan og fram eftir nóttu.
Gerðu þeir víðreist um bæinn,
með pompi og pragt, karlmenn
í kjólfötum og konur í peysuföt
um. Gengu þau um götur og
sungu, snæddu hádegisverð á
Sögu, drukku kaffi á Hótel
Borg, og skemmtu sér um kvöld
ið í Sjálfstæðishúsinu, Myndin
er tejdn af hinni fríðu fylkingu
í Austurst. um hálffjögurleytið,
þegar hún var á Ieiðinni i heitt
kaffið á Borginni, en tekið var
að kólna úti, snjór i Esjunni og
farið að skyggja. (Ljósm. VIsis
B.G.)
Prentaraverkfallið
í New York leyst
Prentaraverkfallinu í
New York lauk í gærmorg
un, Vegna þessa verkfalls
stöðvaðist útgáfa 9 stór-
blaða í 3 mánuði. Það var
borgarstjórinn Robert
Wagner sem tilkynnti ‘áð
loknum fundi, sem staðið
hafði alla nóttina, að sætt
ir hefðu tekizt.
Og samkomulag náðist á grund-
velli miðlunartillögu, sem hann
lagði fram. Það er þó ekki enn
víst hvenær blöðin geta byrjað að
koma út, þvi eftir er að ná sam-
bandi við tvö önnur verkalýðsfé-
lög, félag þeirra, sem vinnur að
þvi að steypa valsa o. s. frv. og
félag þeirra sem annast dreifingu.
Prentarar fá launahækkun sem
nemur 12 dollurum og 27 centum
á viku á tveimur árum, á fyrra ári
nemur aukningin 6 dollurum og
51 centi. Blaðaeigendur hafa fall-
izt á að vinnuvikan verði 36
klukkustundir að ári liðnu.
Upphafleg krafa prentara var 18
dollarar á viku, auk hlunninda, og
hefði kauphækkun á hvern prent-
ara orðið sem svarar 35 dollurum
á viku.
í gærkveldi, klukkan Iangt geng-
in 7, kviknaði í togaranum Þor-
móði goða sem staddur er í
Reykjavíkurhöfn.
Hafði eldurinn kviknað í vélar-
rúmi skipsins, í eins konar raf-
magnsskáp, þar sem mikið er af
raftengingum 1 og urðu talsverðar
skemmdir á einangrun. Er viðbúið
að skipta þurfi um leiðslur í ein-
stökum tilfellum.
Islendingur verðw doktor
við Svartaskóh
Þann 23. febrúar s.l. varði Sig- j
urður Jónsson doktorsritgerð í,
náttúruvísindum við raunvísinda-
deild Svartaskóla (Sorbonne) í Par-
is. Hópur franskra vísindamanna i
var viðstaddur vörnina, svo og all-
margir fslendingar i París.
Doktorsprófið, sem Sigurður gekk i
undir er Doctorat d’État, sem er
æðsta menntagráða við Svarta-
skóla og er Sigurður fyrsti íslend-
ingurinn, sem lýkur því doktors-
prófi.
Aðalritgerð Sigurðar fjallaði að
mestu um ættliðaskipti meðal græn
þörunga í Norðurhöfum og tók þar
til athugunar þörungsættkvíslarn-
ar Acrosiphonia og Spongomorpha,
sem eru algengar við Islandsstrend
ur. Ennfremur hafa rannsóknir
Sigurðar snúizt um frumbyggingu
þessara þörunga, einkum mólekúl-
byggingu frumuveggjanna.
Andmælendur við vörnina voru
þeir prófessor Lu-ien Plantefol úr
frönsku vfsindaa'kademíunni og
þeir prófessorarnir Feldmann og
Chadefaud prófessor við Svarta-
skóla, en þeir tveir eru með
fremstu þörungáfræðingum í
heimi. Luku þeir miklu lofsorði á
verkið og kváðu það fyrirmynd
rannsókna á þessu sviði.
I