Vísir - 14.03.1963, Síða 10

Vísir - 14.03.1963, Síða 10
10 V í S I R . Fimmtudagur 14. marz 1963. Beittar klær — ./ Framhala af bls. 9. fræga rithöfund súpa úr glasi. Þá birtu blöðin nýlega mynd af íslenzkri fegurðarsölusnót, sem var í nautaatsboði á Spáni, og auðvitað varð hún að vera með vínglas í hönd. Ekki mátti það vanta. Einnig birtu blöðin fyrir nokkru auglýsingu frá Nausti. Þar er mynd, sem sennilega á að vera hafmeyjan. Það er mjög rýr efri kven- mannsbúkur, hausinn töluvert stærri og á andliti kattarsvip- ur. Þetta hangir svo við þrif- legan, slöngulagaðan neðri lík- ama með sporði Snotur mynd og örugg auglýsing en eitt mátti ekki gleymast. Ekki var flskur I Nausti. ekki há- karl, hrognkelsi eða annað góð- gæti úr sjónum. Nei, það var „staupið“. þótt ekki sé það á- berandi, nægileg ábending um það, að ekki skorti drykkjar- föng á þeim stað. Klær áfengispúkans eru beitt ar. Þær ná gegnum öli laga- ákvæði og allar hömlur, og þær ná einnig inn að hjarta- rótum milljóna manna, níst- andi sárar hjörtu drykkju- manna-kvenna og barna, en kitlandi hjörtu hinna ístöðu- lausu, unz heljartökunum er náð á þeim. Þá er bráðin ör- ugglega klófest. Hvað á að gera við þetta klóuga rándýr? Hreiðra um það innan við varnarmúr ríkisrekst- urs eða sleppa þvi algerlega lausu? Hvort tveggja hefur ver- ið reynt, og ferill þess er blóði- drifinn og fórnardýrin liggja hvarvetna um öll lönd og álfur, ýmist dauð eða helsærð við veginn, og allur þorri hins „miskunnsama“ fólks, jafnvel „préstur" og „levíti" ganga enn framhjá og hafast ekki að. Miskunnsami Samverjinn er þó enn á ferð, en hann er liðfár. — Hver vill rétta honum hönd til aðstoðar? Já, í Bretlandi heitir áfengis- verzlunin og framleiðsla hinna áfengu drykkja „the trade", —- viðskiptin, eins kon- ar alls herjar viðskipti. Hér er notað svipað hugtak eins og þegar pólitískur flokkur talar um æskulýðsfylkinguna, eins og að til séu aðeins ein æsku- lýðssamtök í landinu. Til þess að örva þessi viðskipti í Bretaveldi er varið árlega minnst sextán milljónum ster- lingspunda. Samkvæmt núver- andi gengi gjaldmiðilsins, verð- ur þetta næstum 200 milljónir ísl. króna árlega til örvunar á- fengisneyzlu í þessu eina ríki. Ein grein uppskerunnar er svo talin vera hálf milljón of- drykkjumanna — áfengissjúk- linga, sem oft eru nefndir svo. Auk þess allmikið af umferðar- slysum, mjög mikið af afbrot- um æskumanna, slysum á vinnustöðum, miklu vinnutapi og alls konar ófarsæld. Já, afguð þjóðanna — Pún- ingurinn — er máttugur, og fyrir honum beygja ríkisstjórn- ir sig í auðmýkt. Er þá stór- átaka að vænta frá hinum? Pétur Sigurðsson. ÍVftltun P prentsmlðja & gúmmlstlmplagerð Elnholtf 2 - S(mj 20960 Auglýsið í VÍSI HoÍEndullur — Framhald af bls. 6. hafa haft þann þroska til að bera að varast ásælni Sovét- ríkjanna þrátt fyrir öll þau gylliboð, sem yfir þá hafa dun- ið. En þegar við lítum yfir at- burði síðustu mánaða í alþjóða málum, er það eitt sem öðru fremur hefur snúið spilinu svo greinilega við, að frjálsar þjóð- ir heims, sem áður voru í sí- felldri varnaraðstöðu, hafa nú hafið nýja sókn, Það er Kúba. MIKILVÆGUR SIGUR í KUBUMÁLINU. Kúbumálið svonefnda sýndi svo ekki verður um villzt, að sú skoðun er rétt, sem margsinnis hefur verið haldið fram, að ef fullri hörku er beitt gegn ásælni hins jovézka heimsveldis, Iætur það undan síga, ÖIl meðhöndl- un Bandaríkjamanna á Kúbu- málinu var slík, að ljóst er, að þeim mönnum, sem því stjórn- uðu, er fullkomlega treystandi til þess að takast á við kom- múnista hvar sem er í heim- inum. Að mínum dómi liggur þó megin vinningurinn af endalok- úm Kúbumálsins í því, að vest- rænar þjóðir hafa öðlast aukna trú á sjálfar sig og hæfni sína til þess að sigrast á heimsveld- isstefnu Sovétríkjanna. Eftir að hafa látið undan þunga hinnar kommúnísku útþenslustefnu ár- um saman, liggur við að frjáls- um þjóðum hafi verið nauðsyn á svo tvímælalausum sigri, sem þeim sem Kennedy uppskar úr Kúbumálinu, til þess að öðlast sjálfstraust sitt aftur. Það má að vísu segja, að það tækifæri sem gafst við lqk Kúbumálsins til þess -að hefja allsherjarsókn gegn alheims- kommúnismanum hafi ekki ver- ið notað sem skyldi, en það breytir ekki þeirra staðreynd, að við erum í sókn, þótt hún mætti vera kröftugri. UPPLAUSN í HEIMSVELDI KOMMÚNISTA. Menn hafa lengi velt því fyrir sér að til þess hlyti að koma fyrr en síðar, að alvarlegur á- greiningur kæmi upp á milli hinna tveggja stórvelda austan járntjalds, Sovétríkjanna og Kína. Samt held ég að engan hafi grunað, að það yrði svo fljótt sem raun hefur orðið á. í Kína búa nú milli 700—800 milljónir manna. Fólksfjölgun er þar gífurleg á hverju ári, svo SKÚI.AGATA 55 — SÍ.MI 15812 Rússajeppi ’59 70 þús. Taunus station ’55 65 þús. sem nýr Tanus ’59 100 þús. þús. VW-rúgbrauð ’56 70 VW ’58 75 þús. Opel Caravan ’61 150 þús. Prefect ’59 80 þús. Höfum kaupendur að 5 —6 manna bíium og l I mikil að hjá því getur ekki far- ið, að Kína þarfnist innan tíðar meira Iandrýmis. Það er ekki að finna nema annað hvort suð ur á bóginn til landa Suð-aust- ur-Asíu, sem þegar eru fjölset- in, eða norður til hinna óbyggðu og óbrotnu slétta Sí- beríu. Hvað er eðlilegra en að Kínverjar renni lörigunarfullum augum þangað? Enda hefur það nú gerzt, að Kínverjar hafa krafizt stórra landssvæða í Sí- beríu, og algjörlega ómögulegt að sjá fyrir um framvindu þeirr ar deilu, sem þar er í uppsigl- ingu milli Rússa og Kínverja. En þessar tvær stórþjóðir grein ir ekki aðeins á um landsvæði. Sovétríkin eru orðin háþróað iðnaðarveldi. Þjóðir þeirra hafa lagt mikið að sér síðustu ára- tugi og krefjast nú bættra lífs- kjara. Þungi þeirra krafna er orðinn svo mikill, að valdhaf- amir geta ekki annað en látið undan. Þeir gera sér einnig grein fyrir því, að eftir fórnir fyrri ára hafa þjóðir Sovétrfkj- anna meiri áhuga fyrir aukinni efnalegri velsæld heldur en krossferð um heiminn í þágu kommúnismans. Þessu er á allt annan veg far- ið um Kínverja, sem ekkert eiga og koma til með að lifa í ör- byrgð í langan tíma enn. Meðal þeirra logar glatt í byltingar- hugsjóninni og þeir virðast ekki kippa sér upp við að leggja út í styrjöld, þar sem kjarn- orkuvopnum yrði beitt. Enda ekki ólíklegt að úr rústum slíkr ar styrjaldar risi Kína upp sem voldugasta stórveldi heims. Þarna er Ijóslega um að ræða hagsmunaárekstra Kína- og Rússa, sem ólíklegt verður að teljast að þeim takist að jafna. SAMStAÐA GEGN KÍNVERJUM. Ég gat þess í upphafi þessa spjalls, að ég teldi von til þess að þau umbrot, sém nú eiga sér stað i heiminum, geti orðið til þess að bæta samskipti Sovét ríkjanna og vestrænna þjóða. ir eflst geysilega bæði hernað- arlega og efnahagslega. Undir forystu Macnamara varnarmála ráðherra Bandaríkjanna hafa he^styrkir þeirra verið efldir, svo að nær útilokað má teljast að Sovétríkjunum takist úr þessu að ná svo miklu forskoti í vopnásmíði, að það geti um-' bylt valdajafnvæginu í heimin- um. Efnalega hafa vestrænar þjóðir tekið miklum framförum og þó alveg sérstaklega hin sameinaða Evrópa. Það virðist vera Sovétríkjunum og lepp- ríkjum þeirra í Austur-Evrópu í hag að ná einhvers konar samkomulagi við hinar þrótt- miklu þjóðir Vestur-Evrópu og njóta góðs af efnahagslegri vel- sæld þeirra. Á hinn bóginn blasir við okk ur sundrungin í kommúnista- heiminum milli þjóða, sem eru komnar töluvert langt í að byggja upp efnahag sinn og at- virinulíf og leitast við að bæta lífskjör fólksins af fremsta megni og þeirra þjóða, sem eru að hefja sínu uppbyggingu en eiga mjög langt í land og telja . það verða sér til hags að láta í odda skerast við auðvalds- Iöndin. í stuttu máli sagt, hags- munir Sovétríkjanna og annarra Austur-Evrópuríkja færast nær hagsmunum vestrænna þjóða jafnframt því sem ágreining- urinn eykst við Kína og fylgi- fiska þess. Hvað er þá eðlilegra en að vestrænar þjóðir og Sovétþjóð- irnar taki höndum saman til varnar gegn hinum herskáa gula kynstofni? Franz scnam. I Ameríku stendur auglýs- : ingatækni, sem kunnugt er, á ' háu stigi, og er ómögulegt að reikna út hvað auglýsendum '->• getur dottið í hug. Nýjustu fórnarlömb þeirra eru Schu- bert og Mona Lisa. Lyfjagerð ein hefur sett á íj markaðinn nýjar vitamíntöfl- ur,\ sem nefnast XY og fram- Ieiðendur heita því að þær séu fullkomin vörn gegn blóð- leysi og auki kraftana til muna. Og svo er auglýst: Ef Franz Schubert hefði getað tekið inn XY, hefði hann áreiðanlega fullgert þá „Ófullgerðu". Vöruhús eitt í New Jersey hefur sent út bækling til við- skiptavina og í honum stend- ur m. a.: Shoor C ctr a :INAR MARGA KOSTI „Við sáum þetta dásamlega listaverk í Washington. Þegar við stóðum fyrir framan Monu Mona Lisa. Lisu og drukkum i okkur feg - urð hennar, gleðibrosið var óhjákvæmilegt að láta sig * dreyma. Ef til vill kom hún til USA til að heimsækja vöruhús eins og okkar. Matvöruhús, þar seni gæðin eru mikil en verðið lágt, þannig að lífið verður ||§ ódýrara og þægilegra. Og kannski er það einmitt ? þess vegna sem hún brosir. Hún hefur áreiðanlega þegar Ikomið í vöruhús og komizt að raun um hve ótrúlega góð kaup þar er hægt að gera, og hin ódýru kaup hafa sett bros á varir á þúsunda bandarískra /< kvenna". Parisar-tizkukóngurinn Bal- ' enciaga — oft nefndur „Cristo ; bal le Magnifique" — sagði nýlega um karlmennina: — Karlmaður vill helzt ekki fara út með konu sinni ef ;;; hún er í ábcrandi kjól, með mikið make-up og með bjána- ' Iegan hatt. En ef hún fer i látlausum kjól, strýkur dálítið ■; af farðanum af sér og setur á sig lítinn fallcgan hatt, fer hann gjarnan með hana út á veitingahús, þar sem hann get ur starað heillaður á konur, sem eru í áberandi kjólum, með mikið make-up og með bjánalega hatta. Já, svona eru karlmenn. Að mínum dómi renna tvær megin stoðir undir þá skoðun. Annars vegar þetta: Á síðustu 2—3 árum hafa vestrænar þjóð OG L Á G T V E R Ð ! —srsr1' HÖFUM KAUPENDUR AÐ: Moskvitsh’ 61, staðgreiðsla. VW ’61—’62, útb. 60 þús. Volvo station ’60. Góðum 4—5 manna bíl ’58—60, staðgreiðsla. Énn fremur höfum við kaupendyr að flestum tegundum af 4, 5 og 6 manna bílum. I TIL SÖLU: Ford ’60. Chevrolet ’60, skipti á eldri bíl. Plymouth ’56, alls konar sipti. Oldsmobile '53. Góður Willys station ’55, glæsilegur, allur nýuppgerður, með vatnsvörðu rafkerfi. J

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.