Vísir - 14.03.1963, Síða 15

Vísir - 14.03.1963, Síða 15
V í SIR . Fimmtudagur 14. marz 1963. 15 BEATRICE HERZ: 10 STURNAR Framhaldssaga Og hvað vildlr þú verða, Helena? — Mamma hefir verið svo veik fyrir hjartanu í seinni tíð, Helena. Það er bezt, að þú vitir það. Maður verður að vera við öllu búin. Ég býst ekki við, að hún minnist á þaðj svo að þú lætur það vera okkar í milli. Dóra þagnaði sem snöggvast, eins og hún væri mjög hugsi. — Stundum liggur við, að ég skammist min fyrir að vera evona hraust — mamma veik fyrir hjart- anu — og Helena. — Helena er ekki veik, Dóra, sagði Filippus. Ég þakkaði honum í hljóði fyrir að hafa svarað henni og dálítið hvasslega. Og nú fannst mér að eihs votta fyrir, að hann væri far- inn að gruna hvað fyrir henni vekti. Þetta fór ekki frarri hjá Dóru, því hún skipti þegar um umræðu- efni. Fyrst fór hún að tala um sjón leik, sem hún hafði séð í New York, og þótt gaman að, og þar næst um málverk, sem hún hafði séð í listverkasafni. Filippus svar- aði, — dálítið ertnislega, þar til ég heyrði hana segja: — Filippus, viltu leggja jakkann á axlir mér, — mér er orðið svalt á hálsinum. —- Þarftu að stýra með báðum höndum? Ég hélt næstum, að þú gætir stýrt með því einu að ein- beita sterkum vilja. Það var engu líkara en honum væri skemmt. Dóra hló hátt, en ég kreppti hnefana, læsti nöglunum í holdið, og beit á varirnar, til þess að æpa ekki. Nú hallaði hún- sér að honum — lítið eitt. — Mér finnst alveg dásamlegt að aka bíl, sagði Dóra í léttum tón. Ég veit nú sannast að segja ekki mikið um bíla, hreyfla og hestöfl og það allt, en hraðann elska ég, að hafa fullt vald á sér, á.hestbaki á þeysireið, við stýrið -— fullt vald á huga sínum, og hönd, öllum líkam- anum, líka eins og þegar maður dansar. Einu sinni ætlaði ég að verða Ballett-dansmær — fræg vlt- anlega. — Og þú, Helena, hvað vildir þú vepða? Filippus hafði snúið sér að rpér og ég hugsaði örvæntandi að ein- hverju yrði ég að svara, g gat ekki sagt þarna, að ég vildi bara vera hjá honum, svo nærri að ég fyndi andardrátt hans, svo nærri, að ég væri örugg, af því, að hann átti þrek fyrir okkur bæði, af því að ég var sæl hjá honum og örugg. En Dóra varð fyrri til að svara: — Helena óskaði sér þéss að giftast einhverjum úti á lands- byggðinni og eignast sæg af börn- um. — Hvers vegna bætti húr. ekki við: Helena hefði átt að giftast ein- hverjum hjartagóðum, rólegum, en leiðinlegum náunga — ekki manni eins og þér, Filippus. Þú ert mín týpa. Þú átt heima á allt öðrum vettvangi. —- Mér þótti líka gaman að dansa, \Filippus ... Þetta var víst ósköp kjánaiegt, en það Var komið yfir varir mínar áður en ég vissi af. — Þú þarft ekki að segja mér það, ástin mín. Ég veit hve þú dansar dásamlega vel. Ertu búin að gleyma þegar við vorum í kránni hjá Nikulási. Ég fann hönd hans við kinn mér. Ég sneri mér og kyssti hrærð á handarbak hans og þrýsti henni svo að vanga mér. Nú var allt gott aftur — næstum þvi. —i Þú gætir verið sonur hans! j í sömu svifum varð Dóra að ] beita hemlunum svo snðgglega, að j ég hentist fram að bakinu á fram- í sætinu. — Hvílíkur bjálfi, fnæsti Dóra. í Skyldi hann halda, að þjóðvegur- inn sé einkabraut hans? Filippus ræskti sig. — Ég er nú smeykur um, að þú hafir ekið eins og þegar þú hleypur á sprett, þar sem engar hindranir eru. Og ég held, að ef eltthvað hefði komið fyrir hefðirðu staðið illa að vlgi fyrir rétti stúlka mín. Hann hló við, eins og til þess að draga úr þvx, að orðin mátti sldlja svo, sem alvarlegt slys hefði getað orðið. — Þú skalt ekki ala neinar á- hyggjur. Þetta var hann Frank Ross og hann etur úr hendi mér. Hann er meðal annarra orða opin- ber ákærandi heima í héraði. Frank Ross! Ég var búinn að gleyma honum. Hann hafði verið tryggur aðdáandi Dóru um langt árabil og alltaf búizt við, að hún mundi verða konan hans. Ég gat ekki stjllt mig um að spyrja hvern- ig væri milli þeirra. Ef eitthvað al- varlegt væri nú milli þeirra gat það breytt öllu. — Þú hittir Frank 1 kvöld, sagði hún, hann ætlar að líta inn: - Ég hafði aldrei séð Frank, því að við kynntumst honum ekki fyrr en eftir að ég var orðin blind, en mamma lýsti honum svo, að hann væri hár og ljóshærður. Röddin var þý^ og samúðarleg og hafði róandi áhrif, en hann virtist ekki eins, rólegur og öruggur, þegar Dóra var nærri. Ekki var það nein- um vafa bundið, að hann elskaði hana. —- Nú erum við bráðum komin, Filippus, sagði Dóra. Húsið í Eikar- lundi er ekki sérlega tilkomumikið, en pabbi valdi það vegna þess, að eignin var í hjarta Nýja Englands. Ég reyndi að seiða fram minn- ingar um Eikarlund, en þar var unaðslega fagurt. — Þar gnæfðu gömlu trén, sem staðurinn dró nafn sitt af, — á með kristalskæru vatni rann um landareignina, .og f fjarska voru fjöllin fagurblá. Og vissulega var fagurt að sjá hvítmáluð húsin og grænar limgirðingarnar og gömlu timburkirkjurnar í héraðinu. Og svo var þessi dásamlega ró yf- ir öllu. Og ég var ekki í neinum vafa um aðdáunina í rödd Filippus- ar, er hann virti fyrir sér lands- lagið, og ég reyndi að láta ekki bera á vonbrigðunum, og þess í stað vera glöð í hjarta mínu eins og hann, — njóta þess með hon- um, sem hann sá. Ef við hefðum bæði getað séð allt og talað um ■það, trén, ána, fjöllin, húsin og kirkjurnar — eða hlegið saman að krökkunum, sem hlutu að vera hingað ’ og þangað að leika sér, imti „.IMÍRÍIÍ!:! í'*, íiil 'S' 1 iii li rí iií!!!!!S «! li.ii !, j| mIIÍÍ!« —.....~~ lii ... s ÓZZ Hve oft þarf ég að segja þér, að ég vil ekki hafa að þú sért ; að veifa til ókunnugra — —! eins og forðum daga, en ég gat að- eins sagt: — Velkominn heim, elskan mín! Dóra stöðvaði bílinn og andar- taki síðar faðmaði mamma mig að sér. Og svo ríkti þögn, sem lagðist á mig eins og mara. Ég vissi hvað koma mundi. Og svo sagði mamma: — Ég get varla trúað mínum eig- in augum, — þú gætir verið sonur hans, Filippus! — Guði sé lof, að svo er ekki. Þá væri ég bróðir Helenar. Þetta hlýtur bara að vera einhver svipur. — Einhver svipur, endurtók mamma, en hún sagði ekki meira um þetta í bili, aðeins: — Gerðu svo vel að koma inn, Filippus. Ég vissi hvert þau mundu hafa farið, — inn I lesstofuna hans pabba, þar sem mynd af honum hékk yfir arninum. Þegar Filippus kom þaðan aftur fann ég undir eins, að það hafði komið ónotalega við hann að' sann- færast um, aþ það yar ineira til í þessu en hann haíði ætlað. Ég fann þetta á.mér, þótt hann segði ekki neitt, og nú mælti Dóra hátt, ákveðin að vanda. — Þarna gaztu sjálfur séð, Fil- ippus. Er það ekki furðulegt. — Jú, það fer ekki milli mála, að útlitið er líkt, en þetta er ekkert eins dæmi. Ég hef einu sinni hitt tvífara, sem ég á í London. Hann stóð við hlið mér og það var mér til óumræðilegrar gleði, er hann allt í einu tók utan um mig, traustlega eins og hans var vandi, og það hafði róandi áhrif á mig. Dóra þóttist vera mikið að sýsla og næstum ýtti mér inn í baðher- bergið á fyrstu hæð, með þeim um- mælum, að ég gæti snyrtað mig til þar. 1 stofunni angaði allt af rósum, T A R Z AKIF THENiTO A!77 TO THE CONFUSIOKI, A SKONZEI7 GIANT FIZOFFEC7 FOWN IN THEIK H\I175t! Allir þátttakendur í leiðangrin þeir komust að því að Ivy hafði undrun þeirra og ótti minni, þeg stökk niður, mitt á meðal þeirra. um voru skelfingu lostnir þegar horfið um nóttina. Og ekki varð ar risastór brúnleitur maður ’ J,_ HERCULE5 jk m- 13 l'- fcSa Vs er við sátum að miðdegisverði og i við röbbuðum saman að miðdegis- ; verði loknum. Ég hafði þegar orðið þess var, að engar breytingar höfðu ' verið gerðar þarna, húsgögflin Vöfu jj á sínum stað, og ég gat farið ferða > minna eins og áður. Stóru, djúpu ’j hægindastólarnir voru á sínum; stað í ná.nd við arininn og fyrir framan hann lága kaffiborðið. í gluggakistunum voru blómsturpott- : arnir hennar mömrftu, og nokkrir J smáhlutir úr keramik, sem Dóra 3 hafði búið til. Var það únyndun ein hjá mér, 3 að Dóra hefði aldrei sýnt mér slíka umhyggju sem nú? Og — var þaðj í einhverjum ákveðnum tilgangi?; Hún kom jafnvel með teppi og; vafði um fætur mér. Og hún kom • með kaffibolla til mín — alveg i eins og ég væri gámalmenni eða farlama manneskja, sem ekkertj gæti hjálparlaust. En ég var ung, fi'ísk óg glöð. Og ég vildi vera eins og þau, geta gert að gar^ii mínu sem þau, hleg- ið með þeim — og ekki þannig.J að þau töluðjj í'ibreyttum tón, í hvert skipti, sem þau beindu orðuml slnum til míp. Eða var það bara rödd Dóru, sem breyttist? Og var; umhyggja Filippusar eins eðlileg og; í upphafi? ÉRRA a||aé r4 N D HJFtfe 1N 5 AÐ / R EFNALAUGIN björg Sólvollogötu 74. Simi 13237 Bormohlíð 6. Simi 23337 SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængum- ar. Eigum dún og . fiðurheld ver. Dún og fiburhreinsun Kirkjuteig 29. Sími 33301 eldSiýskojðisr ■ i’ >' >■•' t'i | \ ;H fl 'r'í*-‘I ■'! V <!' t' •>. (! * * ..Vt •-«•

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.