Vísir - 21.03.1963, Qupperneq 5
VÍSIR . Fimmtudagur 21. marz 1963.
5
Flugslysið *—
Framhald aí hls. I.
til þeirra kvartað yfir ís-
ingu.
Leitarstjórinn upplýsti, að
það væri einmitt ísing sem mest
hefði háð leitarstarfinu. Hann
sagði að sjö flugvélar hefðu
tekið þátt í leitarflugi, auk
Loftleiðavélarinnar, sem flaug
vestur. Hafa leitarflugvélarnar
verið bæði frá kanadiska flug-
hernum og bandaríska flughern-
um og hefðu þær komið frá
flugstöðvunum í Torbay á Ný-
fundnalandi, Greenwood á Nova
Scotia og bandarísku bæki-
stöðvunum í Argentia og
Goose Bay.
— Við höfum gert allt sem
í okkar valdi stendur til að
halda uppi leitarflugi, sagði
leitarstjórinn, en veðrið hefur
verið mjög óhagstætt hvass-
viðri af norðri og ísrigning
„freezing rain“, sem skapar
geysilega ísingarhættu fyrir
flugvélamar.
— Hvað er það stórt svæði,
sem hefur verið leitað á?
— Svæðið hefur 4 þúsund
fermílur, 40 mflur á breidd og
\ 100 mílur á Iengd SSV frá staðn
um þar sem flugvélin hvarf. Við
vissum nákvæmlega um stað-
inn, þar sem flugvélin hvarf,
vegna þess að fylgzt var með
henni f radar-tækjum. Straumur
og vindátt hefði aðeins getað
borið fleka suður á bóginn og
því hefur Ieitin aðallega beinzt
að svæði fyrir sunnan slys-
staðinn. Þegar leit hefur verið
framkvæmd hefur leitarsvæðinu
verið skipt niður þannig, að
fjórar leitarflugvélar eru á
flugi samtfmis. En við höfum
ekkert fundið.
þingið —
Framhald al bls. 1.
bera til almenningsbókasafna í
landinu var lagt fram í þinginu
í gær. Lögin um almennings-
bókasöfn frá 1956 Ieiddu til
þess að fjöldi útlánaðra bóka í
landinu jókst um nær helming
fyrstu fjögur árin sem lögin
giltu, en nú er nauðsynlegt að
hækka framlög til bókasafn-
anna vegna stórhækkaðs verðs
á bókum. Þá var einnig lagt
fyrir þingið í fyrradag stjórnar-
frumvarp um stóraukinn íkis-
stuðning við tónlistarskólana í
landinu og nýtt og ákveðnara
skipulag á starfsemi þeirra en
verið hefir.
Af merkum stjórnarfrum-
vörpum, sem verið hafa til
meðferðar í þinginu að undan-
förnu, og eru ennþá, má nefna
frumvarp að nýrri lyfsölulög-
gjöf, fyrstu heildarlöggjöf
um þau mál hér á landi.
Þá er frumvarp um árleg mill-
jónaframlög rfkisins næsta ára-
tuginn til aðstoðar kaupstöð-
um og kauptúnum vegna landa-
kaupa, það er til að hjálpa
sveitarfélögunum að eignast
þau lönd og lóðir, sem eru inn-
an þeirra takmarka. Frumvarp
‘ríkisstjómarinnar um bygging-
arsjóð aldraðs fólks markar
tímamót í afstöðu ríkisvaldsins
gagnvart elztu kynslóðinni og
mun fleira á eftir fara í þessu
efni. Þessi byggingarsjóður,
sem á að fá 40% af hagnaði
DAS-happdrættisins, er nýmæli
og með þessu frumvarpi eru
tvö fylgifrumvörp, annað um
aukna aðstoð við aldrað fólk í
heimahúsum. Segja má að
frumvarpið um Iðnlánasjóð sé
algerlega nýtt mál. Sá sjóður
hefir að vísu starfað lengi en
ávallt verið févana. Hann fær
nú um 9 milljón króna árlegan
tekjustofn með sérstöku gjaldi
af iðnaðarvörum, sem þó verður
ekki.látið ganga inn í verðlag-
ið. Frumvarp um Iögreglumenn,
sem flutt er að tilhlutan dóms-
málaráðherra, gerir ráð fyrir
stóraukinni þátttöku ríkissjóðs
í kostnaði vegna löggæzlu, rik-
ið greiðir samkvæmt frumvarp-
inu helming þess kostnaðar, en
greiddi áður aðeins sjötta hluta.
Léttir þetta stórfelldum fjár-
hagsbyrðum af sveitarfélögun-
um í landi. Síðast en ekki sízt
er að geta þess stjórnarfrum-
varps sem gerir ráð fyrir stór-
auknum rannsóknum í þágu
atvinnuveganna, og annars sem
gerir ráð fyrir stórauknum
framlögum til bygginga og rækt
unar í sveitum og kemur það
éinkum til góða minni búunum
og eflir þau.
Ný og merk löggjöf um
kirkjugarða í landinu er að vísu
ekki stjómarfrumvarp, en flutt
að tilhlutan kirkjumálaráð-
' herra. í því sambandi keriiíir
einnig í hugann stjórnarfrum-
varp um að ríkið afhendi þjóð-
kirkjunni Skálholt til eignar og
umráða, og hefir sú ákvörðun
stjómarvaldanna hlotið einróma
fylgi almennings.
Fleiri stjómarfrumvörp munu
koma fram fyrir þinglok, og ber
þar fyrst og fremst að nefna
frumvarp að nýrri tollskrá og
frumvarp um ferðamál. Þar er
gert ráð fyrir nýskipan ferða-
málanna, sem margir hafa beð-
ið eftir, stofnun Ferðasjóðs, ár-
legum ríkisframlögum til land-
kynningar, endurbótum á gisti-
húsakosti og fyrirgreiðslu ferða
manna.
Ýmislegt er enn talið meiri
háttar mála, sem ríkisstjórnin
hefir beitt sér fyrir á þessu
þingi. En af því, sem drepið hef-
ir verið á, sést ljóslega að rík-
isstjórnin hefir Iátið flest svið
þjóðlífsins til sín taka, atvinnu-
vegina, svo sem iðnað og land-
búnað, tryggingamálin, skóla-
mál, listir og vísindi, heilbrigð-
ismál, kirkjumál, flugmál, tolla-
mál, fjármál sveitarfélaga, al-
menningsbókasöfn og fleira og
fleira.
&W20—30bílar
teknir úr umferi
Enn var í fyrradag hafin her-
ferð af hálfu lögreglu og bifreiða-
eftirlitsmanna gegn bifreiðum með
ófulinægjandi útbúnaði og voru
samtals 23 bifreiðar teknar úr
umferð.
Af þessum 23 bifreiðum voru
skrásetningarmerki tekin af 15, en
þar fyrir utan var 8 bifreiðum
bönnuð umferð að svo komnu
máli og auk þess var svo fjölda
bifreiðaeigenda gefin fyrirmæli
GulEfoss —
Framhald af bls. 16.
smíðastöðvarinnar
verða yfirheyrðir.
Kristján Aðalstednsson skip-
stjóri kom fyrstur manna fyrir
réttinn. Hann lýsti því yflr, að
sökin væri óhjákvæmilega hjá
skipasmiðastöðinni.
Það kom fram við yfirheyrzl-
ur í morgun, að botnlokar í
botntönkum hafa ekki verið sett
ir f, með þeim afleiðingum, að
þegar olía var aftur látin
streyma í tankana, rann hún út
á stöðvarplássið, alls um 70
tonn. Það var þessi olía, sem á
einhvem hátt kviknaði í.
Bðrun —
Framh at bls. 1.
Um tíma var ráðgert að flytja
borinn til á Húsavík og bora þar
aðra holu nokkru ofar og innar
en sú sem boruð var. Horfið hefur
nú verið frá því ráði, en hins veg-
ar ráðgert að kaupa viðbótartæki
svo unnt sé að bora a. m. k. niður
í 1600 metra dýpi. Og unz þetta
tæki kemur verður borinn fluttur
á brott frá Húsavík og austur í
Námaskarð í Mývatnssveit, þar
sem honum er ætlað að bora 2
gufuholur. Er búizt við að það
taki 2—3 mánuði, en að því búnu
verður borinn væntanlega fluttur
til Húsavíkur aftur, og haldið þá
áfram við sömu holuna og frá var
'horfið á dögunum, enda ætlazt til
að vióbótartækið fyrir borinn
verði þá komið hingað til Iands.
Er nú unnið að því að taka bor-
inn niður og verður hann fluttur
einhvern næstu daga yfir í Mý-
vatnssveit.
Fcinney —
Framhald af bls. 1.
ekki hefir aflazt að ráði á Hráun-
víkinni enn sem komið er, taldi
hann vera, að síldin stendur djúpt
og er dreifð, en ekki að lítið sé af
henni.
SVIPLEGUR DAUÐDAGI
Laugardaginn 16. þ. m. Iézt mað-
ur í slysavarðstofunni í Reykjavík,
sem þá hafði verið áður um daginn
í fangageymslu lögreglunnar í Sfðu-
múla, en var strax fluttur til lækn-
isskoðunar er séð varð að hann
var sjúkur.
Það var árdegis á laugardaginn,
eða um áttaleytið, að lögreglunni
barst tilkynning um drukkinn og
illa útleikinn mann, sem væri á
ferli í einu úthverfi borgarinnar.
Lögreglan fór strax á vettvang og
fann manninn á þeim stað, sem
henni var vfsað á. Sá hún ekki á
manninum annað en venjulegt ölv-
unarástand og auk þess að hann
var kaldur eftir útivist um nóttina.
Var maðurinn, eins og venja er
til í þvíllkum tilfellum, fluttur í
'fangageymsluna í Síðumúla, þar
sem hlúð var að honum og reynt
að koma í hann hita. Virtist þetta
hafa tekizt eins og efni stóðu til,
maðurinn virtist hressast og von
bráðar sofnaði hann.
Það sem eftir var dagsins litu
fangaverðir öðru hverju eftir hon-
um, eins og venja er til um fanga,
sem þar eru geymdir. Virtist mað-
urinn sofa eðlilegum svefni um dag
1 inn, en um kl. 6 síðdegis fór fanga-
j vörður inn til hans og þótti hann
þá undarlegur allur og veikindaleg-
ur. Voru þá strax gerðar ráðstaf-
| anir til að flytja manninn í slysa-
i varðstofuna til athugunar, en nokkr
um mínútum eftir að þangað kom,
dó hann.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar í morgun var þarna um rtokk
uð drykkfelldan mann að ræða,
en þó yfirleitt heldur heilsuhraust-
ur að talið var. Dagana áður en
hann dó hafði hann legið í inflú-
enzu. en mun hafa farið á fætur
áður en hann var búinn að ná sér
1 til hlítar og hóf þá drykkju.
um að koma farartækjum sínum í
lag nú þegar, ella yrðu þau tekin
úr umferð.
Þetta er þriðja gagngera her-
ferð lögreglunnar í þessa sömu átt
og hefur hún borið ríkulegan ár-
angur í öll skiptin.
Eyðilögðu bíl og
létu hunn liggju
1 fyrrinótt var bifreið ekið út af
veginum skammt fyrir vestan
Hafnarfjörð og hún stórskemmd.
í gær klukkan rúmlega 7 var
Hafnarfjarðarlögreglunni tilkynnt
að illa farinn bíll Iægi í hrauninu
skammt frá Víðigerði fyrir vestan
Hafnarfjörð. Væri sýnilegt að hon-
um hafi verið ekið út af og væri
bíllinn stórlega skemmdur. Bíllinn
var mannlaus þegar að var komið
og hvergi sást til ' mannaferða í
námunda við hann.
Lögreglunni tókst þó fljótlega að
afla sér vitneskju um hvaða menn
þarna höfðu verið á ferð, en það
voru Reykvíkingar, sem komið
höfðu til Hafnarfjarðar í Volks-
wagenbíl, sem þeir höfðu fengið í
bílaleigu f Reykjavík. En ökuferð
þeirra lyktaði úti í hrauninu hjá
Víðigerði eins og að framan segir.
Lögreglan f Reykjavfk náði pilt-
unum strax er henni barst vitn-
eskja um atburðinn frá Hafnar-
fjarðarlögreglunni. Voru þeir þá
komnir til Reykjavíkur og viður-
kenndi einn piltanna að hafa verið
ölvaður við stýrið,
Á sjúkrtíhúsi í
annarlegu ústandli
I fyrrakvöld var lögreglan beðin
að hirða mann nokkurn, sem
staddur var I húsi við Óðins-
götu og virtist í annarlegu ástandi.
Við leit á manninum fundust
pillur og ennfremur rakspíritus-
glas. Var búizt við að hann myndi
hafa neytt af hvoru tveggja og
við það komizt í annarlegt ástand.
Lögreglan lét flytja manninn f
slýsavarðstofuna og þaðan var
hann fluttur í öryggisskyni í
Landakotsspítala, og mun hafa
verið dælt upp úr honum.
Samkvæmt frásögn lögreglunn-
ar er hér um utanbæjarmann
ræða, en drykkjumann mikinn og
hefur lögregla viðkomandi staðar
beðið Reykjavíkurlögregluna um
aðstoð við eftirlit og aðra aðstoð
við hann.
Steinar Lúðvíksson.
Nemeneður —
Framh af 1. sfðu.
brautskrá stúdenta afar æski-
lega. Hvort ég taki stúdeiitspróf
ið? Það fer alveg eftir árangr-
inum í kennaraprófinu.
Steirtar Lúðvíksson frá
Hvammstanga er í öðrum bekk:
— Ég fékk tækifæri • til að
kynna mér frumvarpið Iítillega,
og lízt mér mjög vel á það sem
ég sá. Mér finnst frumvarpið
í heild sinni mjög vel undirbúið
og tel alveg nauðsynlegt að
Kennaraskólinn fái tækifæri til
að útskrifa stúdenta. Ég veit að
það er mikill áhugi meðal nem-
enda á þessu máli og þeir fylgj
ast gaumgæfilega með öllu sem
gerist í sambandi við það.
Ragna Þórðardóttir frá Bol-
ungarvík er í fyrsta bekk: —
Ég er ánægð með að fá þetta
tækifæri, sem í frumvarpinu er
fólgið, en ég veit ekki livort ég
get notfært mér það. Það fer
eftir árangrinum í skólanum.
Ragna Þórðardóttir
Stúlkur
Stúlkur vantar í prentsmiðju, helzt vanar, hátt
kaup. Tilboð sendist afgreiðslu Vísis fyrir
laugardag, merkt — Bókband.
Vélskófla
Til sölu Priestman Cub vélskófla með 8 teningsfeta
skóflu (230 1.) og diesel mótor til sýnis föstudag 22.
marz kl. 14—16 í birgðastöð Vegagerðar ríkisins við
Grafarvog. Verðtilboð skulu hafa borizt skrifstofu
vorri fyrir kl. 11 f. h. laugardaginn 23. marz.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS,
Ránargötu 18.