Vísir - 21.03.1963, Page 6

Vísir - 21.03.1963, Page 6
6 V í SIR . Fimmtudagur 21. marz 1963. 'eimdallin* Gför rétt — ÞoB ei órétt Ritstjórar Asgeir Thoroddsen og Ragnar Kjartansson AUKIN HAGRÆDING = AUKIN HAGSÆLD Æskulýðssíðan hefur leitað til Péturs Sigurðs- sonar alþm. og lagt fyrir hann nokkrar spurningar tmrðandi svokallaða vinnuhagræðingu og mál þar að lútandi. Sem kunn ugt er er Pétur formaður milliþinganefndar, sem hefur með styttingu vinnutímans að gera. Áberandi skilnings- og áhugaleysi virðist ríkj- andi meðal alls þorra manna á mikilvægi vinnu ransókna og hagræðingar SÍÐAN vonast ti! að við- tal þetta megi leiða til aukins skilnings og á- huga á þessu merka máli. Viö spyrjum fyrst hvert sé hlut verk Vinnutimanefndarinnar svo- köUuöu. „1 stuttu máli að leggja fram tillögur um hvernig gera megi 8 st. vinnudag raunhæfan án skerð ingar launa. Jafnframt var okkur falin viðtæk skýrslusöfnun og rannsðknarstörf I og með sem nauösynlegs undanfara að okkar tillögum". Hafiö þiö sent frá ykkur til- lögur, og ef svo er, hvert stefna þær? „Óhætt er að segja, að nefndin hafi fljótlega orðið sammála um að æskilegt væri að sem fæstar ráðstafanir til styttingar vinnu- tfmans yrðu gerðar, nema tryggt væri, að framleiðslan gæti þrátt fyrir þær haldið áfram að aukast og eða batna með sama eða lækk uðum tilkostnaði, eða með öðrum orðum sagt, að auka framleiðsl- una. Tii lausnar þessum þætti vanda málsins tel ég að til þurfi skipu- lagða, almenna hagræðingastarf semi. Þau mál kynnti nefndin sér æðstu trúnaðarmenn sinna sam- taka á þessu sviði, heldur einnig og jafnframt staðið fyrir áfram- haldandi kennslu og leiðbeining- arstarfsemi innan þeirra". Og hver urðu viðbrögð ríkis- stjórnarinnar við þessari mála- leitan? „Talið var nauðsynlegt að fá ýtarlega kostnaðar- og starfsáætl un. Var Sveini Björnssyni frkvstj. Iðnaðarmálastofnunarinnar falið að vinna það verk. Sú áætlun barst ríkisstjórninni í desember s. 1. og er enn til athugunar hjá henni“. Þú minntist á framleiðni. Hver Rabbað við Pétur Sigurðsson alþm. mjög ýtarlega og fyrstu niður- stöður urðu þær, að til þess að lcömef'feplsari 'st|nsemí af stáð al,- . ' 'rnennt, yrði að auka þekkingu 1 þjóðarinndr,’ én sérstakiega þó aðila vinnumarkaðarins á þessum málum, yrði aðstoð ríkisvaldsins óhjákvæmileg. Með þessum forsendum og öðr- um, sendum við ríkisstjórninni fyrirspurn snemma á s. 1. sumri þess efnis, hvort hún vildi styrkja nokkra menn frá sam- tökum launþega og vinnuveit- enda til að kynna sér og læra siíka starfsemi til hlftar, þannig að þeir gætu ekki aðeins orðið er skilgreiningin á þvi hugtaki? „Reyndar hef ég þegar getið um það, en framleiðni er íslenzka heitið á Produktivitet, en fræði- lega er það skýrt sem nýtingar hlutfallið milli ákveðins fram- leiðslumagns og magns hinna ýmsu þátta framleiðslunnar, sem til þurfti. Og það er talað bæði- um vinnuframleiðni og heildar- framleiðni, en þá er átt við, að aukning framleiðni sé fólgin f því að framleiða meiri og eða betri vöru með sama eða lækk- uðum tilkostnaði. Framleiðni má mæla fyrir hrá- efni, vinnuafl, vélakost, orku, .V.V,V.V.\\V.V.V.V.V.V.V.,AV.V.V.V.V.V.V.,.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.,.V.V.V.,.V, Pétur Sigurðsson. fjármagn og annað sem máli skiptir hverju sinni“. Þegar ég hef heyrt þig tala um þessi mál, Pétur, talar þú um hagræðingu, en ekki vinnu- hagræðingu. Hver er munurinn? „Vinnuhagræðing er aðeins einn þáttur hagræðingarstarfsem innar, og fjallar um betri nýt- ingu vinnuaflsins, en inn á það ,.v.v.,.v,v.v.,.,.v.,.*.v.,.v.v er að vísu komið í öllum þáttum hennar“. Er þá hægt að skipta hagræð- ingarstarfinu í marga þætti? „í stórum dráttum má skipta henni f þrennt: 1. Skipulagsleg verkefni í sam- bandi við stjórnina. 2. Rekstrarhagfræðileg við- fangsefni, t. d. skipulagningu reikningshalds og rekstrareftir- lits, og f 3. lagi. Framleiðslu- tæknileg viðfangsefni, sem fjalla um sjálfa framleiðsluna, og þess- um þætti má skipta í undir- flokka, t. d. hvort þeir krefjast fjárfestingar eða ekki og undir- fíokkur í þessum þætti er sá þátt urinn, er nefndur hefpr verið vinnuhagræðing. Hún er fyrst og fremst fólgin í því að finna beztu vinnuaðferðina, spara óþarfa flutninga, óþarfar hreyfingar, erf- iðustu átökin og hvers konar tfmatafir vegna skipulagsieysis". En vinnurannsóknimar, eru þær ekki nauösynlegur liður í þessari starfsemi? „Jú, þær eru einn stærsti liður allrar hagræðingarstarfsemi og ekki sízt vinnuhagræðingarinn- ar“. Og þær em notaðar viö ákvörö un ákvæðisvinnu? „Já, þessi mælitækni hagræð- ingarinnar er notuð til þess að tímamæla og ákveða réttlátan grundvöll ákvæðisvinnu. Annars er sá misskilningur mjög út- breiddur, að vinnuhagræðing og ákvæðisvinna séu óaðskiljanlegir hlutir, en hagræðingarstarfið allt getur í sjálfu sér verið óháð á- Framhald á bis. 10. .V/.V.V.V.V.V." I i Ó, SÚ NÁÐ AÐ lír ræðum Krúsévs: KRUSTSJOV: 1936 tilefni: rétt- arhöldin yfir Trotzkyistum) Meö þvf að lyfta höndum sin- um gégn félaga Stalín lyftu þeir þeim gegn öllu þvi, sem bezt er í mannkyninu. Stalin — von okkar. Stalin — þrá okkar. Stal in — Ijós hins framfarasinn- aða mannkyns. Stalin — vilji okkar. Stalin — sigur okkar.“ KRUSTSJOV: 1956 (nokkur at- riði úr leyniræðunhi um Stalin) 1. Stalin þoldi enga sam- virka forystu, ekkert samvirkt starf, hann beitti fruntalegu of- beldi, ekki aðeins við hvern þann, sem andæfði honum, heldur og gegn öllu því, sem duttlungafullu og gerráðu eðli hans fannst brjóta í bága við skoðanir sínar. Það var ekki að- ferð Stalins að sannfæra, út- lista og vinna af þolinmæði með öðrum, heldur að þröngva skoðunum sínum upp á þá og krefjast skilyrðislausrar undir- gefni. Hver sá sem andmælti skoðunum hans . . var fyrir- fram dæmdur til að verða . . • •I „Þessir vesælu ómerkingar reyndu að gera einingu flokks- % ins og sovézka ríkisins að engu. ■» WLWMW.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.'.W.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V útrýmt, bæði andlega og líkam- Iega.“ 2. „Hann (þ.e. Stalin) hvarf frá aðferð hinnar fræðilegu bar- áttu og tók upp valdboð, fjölda kúgun og ógnarstjórn I staðinn. Hann beitti refsivaldinu f stöð- ugt stærri stil og af æ meiri hörku. Gerræðisleg framkoma Stalins varð öðrum hvöt og heimild til gerræðis, fjöldahand tökur, nauðungarflutningar á mörgum þúsundum manna f út- legð, aftökur án réttarhalda og venjulegrar rannsóknar — allt skapaði andrúmsloft þetta ó- vissu, ótta og jafnvel örvænt- ingu.“ 3. I þessari frægu ræðu gefur Krústsjov þær upplýsingar að t.d. hafi 98 miðstjórnarmenn af 139 (þ.e. 70%), sem kosnir voru á 17. flokksþingið verið teknir fastir og skotnir. Af 1966 fulltrúum með „atkvæðisrétt“ á flokksþinginu vorú 1108, eða liðlega helmingur, teknir fastir og sakaðir um gagnbyltingar- sinnaða glæpi. 4. Um afskipti Stalins af hernaðaraðgerðum kemst Krúst jov svo að orði: „Eftir að stríð- ið' var byrjað gerðist sá tauga óstyrkur og sú móðursýki, sem Stalín sýndi, er hann blandaði /Sér í raunverulegar hernaðar- aðgerðir, her okkar til alvarlegs tjóns. Stalín var stöðugt að blanda sér í hernaðaraðgerð- ir og gefa út fyrirskip- anir,- sem tóku ekkert tillit til hins raunverulega ástands á viðkomandi hluta vfgstöðvanna og ekki gat hjá farið, að þær hefðu gífurlegt manntjón í för með sér.“ 5. „Táknræn dæmi um sjálfs dýrkun Stalfns kom fram í „Stuttri æfisögu" Stalíns, sem birtist 1948. Sú bók var vottur taumlauss smjaðurs. Hún er dæmi þess hvernig hægt er að gera mann að guði, að óskeik- ulum spekingi, „mesta leiðtoga“ og „djúphyggnasta herstjómara allra tíma og þjóða“. Við þurf- um ekki að tilfæra nein dæmi þessa viðbjóðslega smjaðurs, sem fyllir þessa bók. Því einu þarf við að bæta, að það var allt samþykkt og gefið út af Stalín sjálfum og sumt af því skrifað inn f uppkast bókar- innar með hans eigin rithönd". Og þá sveif andinn yfir vötn unum hjá meistara Jóhannesi úr Kötlum og hann orti um „Stalín — ljós hins framfara- sinnaða mannkynS“, iofsöng, sem hin steinrunnu nátttröll Sovét-íslands kyrjuðu baki brotnu nótt sem nýtan dag: „Hér öskrar ekki loddari um ofurmannlegt kyn — — hér brosir aðeins maður, sem er mannsins bezti vin“. !■ ■■■■_■_!

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.