Vísir - 21.03.1963, Page 7
VÍSIR . Fimmtudagur 21. marz 1963.
7
Vísindin í þjónustu
friðar og öryggis
Á Pugwashráðstefnunni,
sem haldin var í London
dagana 2.-7. september
1962, sagði bandaríski
mannfræðingurinn Mar-
garet Mead m. a. í ræðu:
„Framtíð rússnesku barn
anna er í höndum Banda-
ríkjamanna og framtíð
bandarískra barna er í
höndum Rússa“.
Þessari staðreynd var vitanlega
ekki mótmælt af neinum, en það
sem Margaret Mead átti við var
aðeins það, hvort bömin ættu að
lifa eða deyja, með öðrum orðum
hvort hafin yrði kjarnorkustyrj-
öld eða ekki. Pugwashráðstefnan
tók af öll tvímæli um það, að eng-
ar varnir eru til gegn mestu eyð-
ingarvopnum, sem stórveldin ráða
nú yfir, aðeins eitt getur bjargað
mannkyninu frá tortímingu, og
það er friður. Pugwashráðstefnan
fjallaði um þátt vísindanna f að
varðveita friðinn.
Látum okkur fyrst athuga hvað
Pugwash þýðir. Pugwash er heiti
á litlum fiskimannabæ f Nova
Scotia f Canada. Á þessum stað
var fyrir fimm árum haldin ráð-
stefna, sem fjallaði um ábyrgð
vísindamannsins gagnvart mann-
kyninu og hvað vísindamaðurinn
gæti gert til þess að koma f veg
fyrir styrjaldir og hvaða þátthann
gæti átt í þvf að koma á frið-
samlegu samstarfi allra þjóða
heimsins. Víáindamennirnir, sem
þarna komu, voru ekki fulltrúar
ríkisstjórna eða hagsmunasam-
taka, Þeir komu allir sem ein-
staklingar, sem fundu til ábyrgð-
ar gagnvart meðbræðrum sínum
og óskuðu að gera sitt til að
hindra tortímingu mannkynsins,
sem framtíðin gæti brosað við ef
tækninni yrði beitt til friðsam-
legra þarfa einna saman.
□----
'J'veimur árum áður en fyrsta
Pugwashráðstefnan var hald-
in höfðu 11 vísindamenn, flestir
Nóbelsverðlaunahafar, í eðlisfræði
sent opið bréf til vísindamanna
víða um heim, þar sem þeir voru
hvattir til, að taka höndum saman
í þágu friðarins. Aðalhvatamenn
að þessu bpna bréfi voru Bert-
rand Russel, Albert Einstein og
Curie. Einstein var þá orðinn sjúk
ur maður en eigi að síður skrif-
aði hann Russel jarli og hvatti
hann til að semja bréfið i þeim
anda sem Einstein lagði til. Þegar
það hafði verið gert skrifaði Ein-
stein undir tveimur dögum áður
en hann dó. Þetta plagg hefur
því með réttu verið nefnd erfða-
skrá Einsteins til mannkynsins
Mikil áherzla var lögð á það
frá upphafi að þessi samtök vís-
indamanna yrðu engum háð þann-
ig að hvorki austur né vestur
gætu talið sér til tekna þær yfir-
lýsingar, sem þau Iétu frá sér
Fyrri grein
fara. Þetta hefur tekizt svo vel,
að þegar ráðstefnan í London var
opnuð 2. september bárust heilla-
óskir frá Kennedy, Macmillan,
Khruschev og Nehru auk fjögurra
annarra þjóðhöfðingja og U.
Thant framkvæmdastjöra Sam-
einuðu þjóðanna. Brezka ríkis-
stjórnin sýndi hug sinn til sam-
takanna með því að fela vísinda-
málaráðherra sínum að opna ráð-
stefnuna. Þessum ungu og ,fá-
mennu samtökum hefur þannig
tekizt það, sem hlaut að vera
grundvöllur þess að þau nytu á-
lits, sem sé að starfa þannig að
enginn grunaði þau um að veita
einum fremur en öðrum að mál-
um.
Þegar í hinu opna bréfi hinna
11 var lögð sérstök áherzla á
hlutleysi vísindamannanna. Niður-
lag þess bréfs hljóðar þannig:
.Flestir erum við ekki hlutlaus-
ir hvað tilfinningar snertir og því
megum við aldrei gleyma ef á-
greiningsefni milli Austurs og
Vesturs eiga að leysast á þann
hátt að við verði unað. Hvort
sem menn eru kommúnistar eða
andkommúnistar, Asíumenn, Ev-
rópumenn eða Ameríkanar, svart
ir eða hvítir, verða þeir að muna,
að úr ágreiningi má ekki skera
með því að heyja stríð. Við ósk-
um þess að þetta verði skilið bæði
í austri og vestri.
Framundan er ef við viljum sí-
aukin þekking og vísdómur sam-
fara meiri hamingju. Eigum við
í stað þess að njóta alls þessa að
velja dauðann aðeins vegna þess
að við getum ekki gleymt ágrein-
ingsefnunum. Munið mannleika
yðar en gleymið öllu öðru. Ef þér
getið - það er leiðin opin inn í
nýja Paradís. Getið þér þetta ekki
er tortíming mannkynsins fram-
undan“.
□-----
jþegar boðað hafði verið til
fyrstu ráðstefnu vísindamanna
sem vinna vildu að friði í heim-
inum var undirbúningsnefndinni
mikill vandi á höndum hvað fjár-
öflun snerti. Þá kom til skjalanna
bandarískur milljónamæringur að
nafni Cyrus Eaton og bauðst hann
til að kosta ferðir þátttakenda til
Pugwash í Canada og sjá þeim
enn fremur fyrjr dvalarkostnaði.
Þetta boð batt ekki hendur vfs-
indamannanna á neinn hátt svo
það var þegið og síðan hefur þessi
sami maður þrásinnis lagt sam-
tökunum lið hvað fjárhagsaðstoð
snertir, en nú hafa fleiri bætzt í
hópinn og munu Bandaríkjamenn
vera drýgstir í þvf efni.
Fyrstu ráðstefniina sóttu 22 vís
indamenn, 7 frá Bandaríkjunum,
3 frá Rússlandi, 3 frá Japan, 2 frá
Bretlandi og 2 frá Canada, en
einn frá hverju eftirtalinna landa,
Austurríki, Ástralíu, Kina, Frakk-
landi og Póllandi.
10. júlí 1957 var fyrsta Pug-
washyfirlýsingin samþykkt og var
þar m. a. bent á, að eins og þá
væri komið gæti ein H-sprengja
jafnað við jörðu borgir eins og
New York, London og Moskvu’,
en hún var þá orðin 2500 sinnum
sterkari en A-sprengjan, sem á
sínum tfma eyðilagði Hiroshima.
Með tilliti til þeirrar skelfingar.
sem kjamorkustyrjöld myndi
leiða yfir mannkynið hvatti ráð-
stefnan allar ríkisstjórnir til að
jafna deilumál sín á friðsamleg-
an hátt og grípa ekki til vopna.
Samtímis var bent á ýmsar leiðir
til að draga úr spennu í heimin-
um og hafa sumar þeirra verið
hafðar í huga við samninga er
síðan hafa farið fram milli þjóða.
Sú stefna var mörkuð skýrt
og ótvírætt á ráðstefnunni, að
Pugwashráðstefnur mættu aldrei
verða háðar ríkisstjórnum né
neinum öðrum valdhöfum, þær
ættu aðeins að túlka það sem
þátttakendurnir vissu sannast og
eftir Ólaf
Gunnarsson
sálfræÖing
réttast um þær hættur, sem vig-
væðing leiddi til og hvaða leiðir
væru tiltækilegastar til að koma
í veg fyrir styrjöld.
Síðan hafa Pugwashráðstefnur
verið haldnar á hverju ári og
stundum oftar, hin 10. var ’eins
og áður var sagt haldin í Lon-
don í september ’ 1962. Voru
þar mættir 198 vísinda- og
fræðimenn frá 35 þjóðum. Hafa
þeir, sem hófu þessa starfsemi
smám saman bætt nýjum mönn-
um við, sem þeir hafa talið að
eitthvað gætu lagt til þessara
mála.
□------
ITver sá, sem ekki hafði áður
A tekið þátt í Pugwash hlaut
þegar að veita því athygli, að
andrúmsloftið á þessum stað var
óvenjulega gott. Þetta var vitan-
lega í anda samtakanna en samt
kom það ýmsum nokkuð á óvart
þegar þeir urðu þess varir að
fremstu fræðimenn Bandarikja-
manna, Englendinga og Rússa á
sviði kjarnorkuvísinda og geim-
fara unnu þarna saman I mesta
bróðemi og mátti segja að þar
bæri svo lítið á milli, að oft
hefði verið örðugt að skera úrum
hvort Bandaríkjamaður eða Rússi
var í ræðustólnum ef ekki hefði
málið skorið úr. Þessar þrjár
þjóðir áttu líka ásamt Japönum
mestan þátt í að semja lokayfir-
lýsingu ráðstefnunnar að svo
miklu leyti sem hún fjallaði um
stríðshættu.
í yfirlýsingunni segir, að ef
kjarnorkustyrjöld hefjist muni
hundruð milljóna manna láta lífið
þegar í stað og vafi leiki á hvort,
þeir sem af komast í fyrstu hríð-
inni muni halda lífi til lengdar
vegna eiturefna í lofti og vatni,
sem hljóti að valda skæðum sjúk-
dómum og úrkynjun meðal
Ólafur Gunnarsson.
þeirra, sem kynnu að vinna bug
á sjúkdómunum. Gegn hættu-
legustu vopnum nútfmans er
engin vörn til.
Um gervallan heim er vits-
munum afreksmanna og óhemju-
fé eytt f hervæðingu. Þetta er út
í hött, því i stað þess að draga
úr spennu í heiminum eykur
hervæðingin hættuna á stríði.
í pólitískum deilum er gagns-
laust að ógna með stríði. Orða-
forðinn sem, lýsti styrjöldum for-
tíðarinnar er orðinn úréltur.
Menn verða að tala um tortím-
ingu en ekki stríð ef þeir vilja
tala um að nota kjarnorkuna í 6-
friði. Alger afvopnun er það
Framhald á bls. 10.
Fundur í Sameinuðu þingi — Fyrirspurnir til
ráðherra — Rabbað um höfn í Dyrhólaey -
Einnig um starfsfræðslu.
gnn einu stjórnarfrumvarpi
var dreift á Alþingi f gær.
Er það Kennaraskólafrumvarp-
ið, en frá því er sagt annars
staðar í blaðinu í dag. Á það
skal og bent, að frá frumvarp-
inu um aukið framlag til al-
menningsbókasafna er einnig
sagt annars staðar í blaðinu.
Fundur var í Sameinuðu þingi
í gærdag og fyrir var tekinn
fjöldi mála. Flest þeirra hafa
áður verið rakin, og voru eink-
um atkvæðagreiðslur ellegar
nefndarálit tekin fyrir og er á-
stæðulaust að rekja ganginn í
þeim þingstörfum, sérstaklega
þar sem öll mál hlutu eðlilega
afgreiðslu.
'J'veim fyrirspurnum var beint
til ráðherra. Önnur af Karli
Guðjónssyni (K), um hvað
liði hafnargerð í Dyrhólaey
og Þykkvabæ. Emil Jónsson,
sjávarútvegsmálaráðherra svar-
eftir Ellert B. Schram
aði því. — Hann hafði vísað
spurningunni til vitamálastjóra,
sem síðan gaf, eftirfarandi upp-
Iýsingar: Oft áður hefur verið
gerð fyrirspurn um hafnargerð
á þessum stöðum og því hafa
áður farið fram athuganir þar
með hafnargerð í huga. Niður-
stöður þeirra liggja fyrir og því
hefur ekki þótt ástæða til að
Iáta fara fram rannsókn nú ný-
lega. ‘Fyrir liggur að tæknilegir
möguleikar eru á að byggja
hafnir í Dyrhólaey og Þykkva-
bæ, en verkið mundi verða
geysierfitt og kostnaðarsamt.
Mundi þar ekki velta á tugum
milljóna króna, heldur hundruð-
um. Kemur þar til, að staðirnir
vita beint að opnu hafi og hinn
geysimikli sandburður, sem al-
gjörlega er ókannaður.
Ráðherra bætti því við, að
von væri nú á bandarískum sér-
fræðingi til landsins, sem dvelj-
ast mundi hér í sumar og kanna
hversu mikill sandburður væri
á þessum slóðum, og hversu
mikinn sand þyrfti að flytja
burt. Áætlað er lauslega að sand
flutningur verði um hundrað
þúsund teningsmetrar á ári.
Óskar Jónsson (F) tók einnig
til máls við þessa umræðu, svo
og Guðlaugur Gíslason, og und-
irstrikuðu þeir báðir mikilvægi
hafnar, sérstaklega í Dyrhólaey.
TTin fyrirspurnin var gerð af
n Karli Kristjánssyni (F) og
fjallaði um starfsfræðslu. Ing-
ólfur Jónsson atvinnumálaráð-
herra varð fyrir svörum. Kvað
' hann rétt að halda áfram starfs-
fræðslu þeirri, sem komin væri
á, og stefnt væri að því að
auka hana, sérstaklega til
sveita. — Benti hann á,
að nú í fyrsta skipti væri áætl-
uð upphæð á fjárlögum, sem
veita ætti til starfsfræðslunn-
ar. Vakin var athygli á ágætu
starfi Ólafs Gunnarssonar sál-
fræðings að þessum málum.