Vísir - 21.03.1963, Page 15

Vísir - 21.03.1963, Page 15
VÍSIR . Fimmtudagur 21. marz 1963. 15 BEATRICE HERZ: 15 SYSTURNAR Framhaldssaga getað relcið henni jitan undir. — Kœra Helena, þú gleymir, að engin lcona getur tekið eiginmann frá annarri konu, ef hann er ham- ingjusamur í hjónabandi sínu. Slíkt heppnast ekki, nema eitthvað sé að í hjónabandinu. Ef ástin hefir slokknað og allt er orðið grátt og hversdagslegt og eins og á sama •tandi um allt — eða kannski ef eiginmaðurinp uppgötvar, að hann hefir elcki fyrr vitað hvað er að elska og vera elskaður, verður að horfast í augu við þetta. — Og þú vogar þér að halda því fram, að þú gætir veitt Fil- ippusi slílca ást, þú, sem aldrei hef- ir hugsað um neinn nema sjálfa þig. Það flögrar víst ekki að þér, að ég hafi elskað hann og elski hann heitara en þú? Og vita máttu, að ég neita að sleppa honum £ þín- ar hendur — vegna þess, að ég veit, að ég get gefið honum meira en þú. Ég heyrði, að hún dró andann ótt og títt. Hún var reið en reyndi að stilla skap sitt: — Talaðu ekki svona heimsku- lega, Helena, það er tilgangslaust og það veiztu vel. Þú getur rætt um' þetta við hann, en auðvitað neitar hann öllu — vegna þess að hann kennir í brjóst um þig — sama meðaumkvunin mundi vakna I brjósti hans og þegar hann kvong aðist þér. .— Hve lítið þú veizt um okkur, sagði ég angruð. Þú virtist eðal- lyndari I morgun, Dóra, þegar hann heyrði til. Við verðum að spyrna móti — hennar vegna. Var það ékki þannig, sem þú tókst til orða? Vesalings Filippus, hann má ekki fá að vita hvernig þú ert. — Hann elskar mig eins og ég er, sagði hún, en auðvitað neitar hann öllu, ef þú spyrð hann — segir, að þú ímyndir þér þetta, því að þannig eru karlmennirnir, ragir, þegar á hólminn er komið, hræddir við rifrildi, hræddir við að særa, draga því allt á langinn í von um að allt fari vel að lokum. Eftir að hún hafði látið þetta I út úr sér, ríkti þögn. Og ég fann, | að ég var ein. Hún var farin, hef- ur fráleitt árætt að horfa á mig lengur. Ég sat þarna lengi ein, mér fannst ég hafa beðið mikinn ósig- ur og að ég gæti ekki hugsað skýrt lengur. „Þú ert hjálpar þurfi elskan mín“. Þegar kvöld var komið var ég ekki enn komin að niðurstöðu um hvað ég gæti gert. Tala við Filip- pus og hlýða á afsakanir hans og fullyrðingar? Nei, það gat ég ekki. Þegja og engjast áfram sundur og saman eins og sært dýr? Hverfa að fullu? Filippus tók allt í einu utan um mig og ég heyrði, að honum veitt- ist erfitt um mál, — eins og hann væri að leita að orðum, án þess að geta fundið þau, en loksins hálf- stamaði hann: Helena, ég held að þú ættir að gangast undir læknisskoðun. Það er eitthvað að. Hvíld á sjúkra húsi við góða aðhlynningu myndi áreiðanlega verða til mikilla bóta. Mér flaug í hug, að þau hefðu dottið niður á þetta til þess að losna við mig. — Til hvers sagði ég? Það er ekki hægt að gera neitt fyrir aug- un í mér. , • — Ég var ekki að hugsa um augun í þér, Helena. Ég var að hugsa um hversu slæm þú ert á taugum, — óskiljanlega framkomu þína á stundum. Þú virðist búin að fá tilhneigingu til þess að mis- skilja ailt, ert þunglynd, —- lokar þig inni í skel þinni að tilefnis- lausu. — Að tilefnislausu, — sagðirðu tilefnislausu — Ég þagnaði skyndilega, varð að gæta þess, að ræða þetta ekki í hugaræsing. Ég varð þess var að hann virtist eins og í vafa. — Ég vildi gjarnan hjálpa þér vina mín, til þess að skyggnast inn.í alla myrka króka hugarfylgsn anna, og hleypa inn birtu. Og ég minntist þess sem Dóra hafði sagt, að karlmenn væru rag ir. Ég þagði. — Hlustaðu nú á mig, Helena, hélt hann áfram — maður má ekki láta hugarkvíða myrkva allt fyrir sér. Orsakir geta verið fyrir öllu, en allt hefur sfna skýringu. Gæti ekkí verið bending í sögunni um kettlinginn ... ? — Ég hafði aldrei sagt honum frá kettlingnum mínum. Það hlaut Dóra að hafa gert, — sagt honum frá örvæntingu minni og hugar- æsingu þegar hann var að drukkn un kominn. Um hvað annað hafði hún rætt við hann? -— Mér þótti svo vænt um hann — þú skilur ekkert — pabbi hafði gefið mér hann. — það er eins og ég segi, elsk- an mín, allt hefir sína skýringu. Þú þarft að lcomast yfir þunglyndis köstin þín. Ég vildi fegin geta hjálpað þér Þunglyndisköst mín! Hvað skyldi næst gerast? Voru þau að reyna að gera mig taugaveiklaða, svo að ég þyrfti stöðugs eftirlits með? — Núna gætirðu bezt hjálpað mér með því að lofa mér að sofa, sagði ég hörkulega, til þess að stappa í mig stálinu — ella hefði ég farið að gráta. — Eins og þú vilt. .....Hann sneri sér út af í rúniinu eins fjarri mér og hann gat. Opni glugginn. Þegar ég kom niður til morgun- verðar daginn eftir var Filippus farinn á bílnum niður í bæ. Mér fannst heimili mitt sem stórt fang elsi. Dóra var heldur ekki heima. það gat svo sem vel verið að hún hefði farið með honum. — Mér fannst hver stund sem eilífð. Loks var komið að miðdegisverðartíma og þá skiluðu þau sér. Undir borð um var fátt rætt. Filippus fór þeg ar að miðdegisverði loknum til les stofu sinnar, en Dóra fór út. Hugur minn var í uppnámi og QS8fe , . - <saa Þér ættuð nú að taka dálítið fyrir hálsinn, Jensen — — . ég vissi ekki hvað ég ætti að gera, en allar mínar hugsanir snerust þó um það helzt, að í kvöld yrði ég að ræða þessi mál við manninn minn til þrautár. Ég gat ekki dreg- ið þetta á langinn lengur. Þetta hvíldi á mér eins og mara. Allt hlaut að vera betra en þetta. Áður en ég vissi af var ég á leið upp stigann og studdi mig við handrið- ið. Ég var orðin nokkurn veginn örugg að fara ferða minna um húsið. Á svefnherbergisdyrum mín um var snerill úr messing, hinn eini á efri hæðinni úr því efni. Herbergið var til hægri, er upp var komið. Aðrar dyr voru á gesta herbergjum og loftherbergi. Ég studdi höndum á vegginn, þreifaði fyrir mér. Ég tók um snerilinn, en fann að það var ekki snerillinn á herberginu mínu. Hafði ég þá farið fram hjá því? Loks snerti hönd mín hinn svala messingsneril og þó fannst mér hann einhvern veginn öðru visi, er ég þrýsti hon um niður. Undir eins og ég var komin inn í herbergið fann .ég, að ég var í hætty stödd. Eitthvað var öðru vísi. Mér var ógnun búin, af ein- hverju, en ég gat ekki gért mér grein fyrir hvað það var. Ég gekk á gólfi, sem einhvern veginn var allt öðru vísi að ganga á held- ur en á svefnherbergisgólfinu mínu. Jafnframt fann ég að þungt loft var í herberginu, eins og títt er í herbergjum, sem lengi hafa verið lokuð — og samt fann ég að einhversstaðar í þessu herbergi var opinn gluggi. Ég gekk áfram, eins og ósýnilegar hendur toguðu í mig. Alit í einu brakaði í gólf- planka undir fótum mér og hönd mín snerti skilrúm. Ég var dauð- hrædd. Mér leið eins og gripið hefði verið um kverkar mér. Hvar ■P"* ■■ *SO!"SMP THE T0A5U CHIEPTAIN C’EFIA.NTLy. ‘THERE 15 WO WHITE WOV.AH HEg£." _ R Z A N "IGUESS WE'LL HAVE TO TKY SOME- PLACE ELSEv" ZUKOFF SEGAN. "WOT NECESSARILVv" KEPLIEP’ THE APE-MAN. _ —... -....—--- ■ * *“ ‘ ^ /// LVING! TAKZAN SHKUGGEP. "VERY WELL, GREAT CHIEF, WE WILL TAKE OUK LEAVE." 'ItoSdtn J:Ufl C-MtO iO-il-996g Tarzan: „Ég held að Tombu höfð ert séð til Ivy Vines. En við skul uðu — ekkert sást til Ivy Vines. aftur þangað og tala við Tombu inginn hafi logið að okkur, þegar um nú samt leita víðar, til vara“. Tarzan: „Hún hlýtur að vera í höfðingjann“. að hann sagði að hann hefði ekk- Það var sama hve mikið þau leit- þorpinu. Ég er reiðubúinn að fara var ég? I alit öðru herbergi en ég hafði ætlað inn í, en á dyrum þessa herbergis hafði verið mess- ing snerill eins og á svefnherbergis dyrunum mínum. Hvers vegna? Það var seinasta hugsun mín, er ég hnaut og missti meðvitund f fallinu. Var það ég sem æpti? Var það ég, sem rak upp þetta skerandi vein, sem barst til mín eins og gegnum þoku og úr fjarlægð. Allt var óljóst fyrir mér og þó var eins og ég væri að byrja að átta mig. Ég vissi aðeins að ég hafði steypzt fram og að ég lá á gólfi og að mig sárkenndi til í höfðinu og raunar öllum líkamanum. Vindur næddi um hár mitt. Hvár lá ég — úti eða inni. Ég gat ekki hugsað lengur. Ég hneig aftur inn í sorta meðvitundarleysisins. Það sem gerðist næsta dag var sem nokkrar mfnútur — þvf að um mest allt sem gerðist vissi ég ekkert fyrr en eftir á. Mér hafði verið ekið meðvitundarlausri í sjúkrahúsið. Filippus, Dpra, læknar i og hjúkrunarkonur höfðu- ver®i á1 sveimi kringum rrrigl' Ég1: fékk sprautur og blóðgjafir og svo voru rannsóknir á rannsóknir ofan. Og það var á þessu dægri, sem ég meðvitundarlaus — eða réttara sagt líkami minn — streittist við að halda lífinu í fóstrinu, sem ég bar undir brjósti, en það var von laust, og þessi litli lífsneisti slokkn aði. Mig grunaði hvað gerst hafði —- grunaði það áður en læknirinn kom inn og sagði mér sannleikann. Hinir blindu eru næmir og þurfa ekki alltaf augnanna með til þess að geta skilið til fulls. Læknirinn þurfti ekki nema nefna nafn mitt, er ég vissi hvað koma myndi. Hann var vinsamlegur, en þó vott ur ásökunar f því sem hann sagði: SÆNGUR Endumýjum gömlu sængum- ar. Eigum dún og fiðurheld ver. Dún og fiðurhreinsun Kirkjuteig 29. Sími 33301 Snjóbomsur Kuldaskór m

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.