Vísir - 23.03.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 23.03.1963, Blaðsíða 3
V í S IR . Laugardagur 23. marz 1963. g ranan Eftir Leif Þórar- insson Helzta einkennið á þeirri músík sem samin hefur verið á þessari öld, mætti held ég segja að sé æðisgengin, allt að því örvæntingarfull leit að nýj- ungum. Um aldamótin voru tónskáldin þegar orðin all veru- lega taugaveikluð yfir glæsi- leik fyrirrennaranna. Evrópsk músík hafði að því er virtist náð að þróast { slíkar ómælis- hæðir, eftir öruggum ieiðum tóntegundanna, að lengra varð ekki komizt án breyttrar stefnu. Tóku ófáir það ráð að hverfa nokkur hundruð ár aftur í tím- ann í von um vegarnesti til smalamennsku á hálfgleymd- um afréttum. Þaðan er runnin sú misheppnaða skrumskæl- ingarstefna sem stundum er kölluð nýklassikismi, og átti miklu fylgi að fagna í Evrópu Atli Heimir Sveinsson stjórnar æfingu á verki sínu. tónlistarskólann og sinfóníu- hljómsveitina, og á ailt gott skilið fyrir þá starfsemi, var svo seinheppin að binda trúss sitt við lágkúrulegasta aftur- úrandann í Evrópu, og fékk full trúa hans til að uppfræða gelgj- ur sínar, ogm unum við þar seint bíta úr nálinni. En á allra síðustu árum hefur þó vaxið hér upp kynslóð tónskálda og hljóðfæraleikara, sem virðist andi rústir og föðurmorð 1 fermingargjöf, hafði, er henni óx fiskur um hrygg, manndóm til að taka upp þráðinn þar sem „óarískir“ fyrirrennarar voru hraktiÉ eða drepnir frá, og þannig svo um munaði. Pierre Boulez hinn franski var rétt tvítugur í stríðslok, en með Sónatínu fyrir flautu og píanó, sem hann samdi 1946, má segja að fullt skrið komist þegar á um, sem enn eru efst á baugi, má segja að Stockhausen sé mestur uppfinningamaður. Síð- ustu árin hefur hvert verk frá hans hendi opnað nýja, meira og minna aðlaðandi heima. Allt fram að þessu hefur starf hans falizt í tilrauninni, þ. e. upp- götvun hins óvænta, fyrst og fremst, og hafa ýmsir andlegir skuldunautar hans jafnvel legið honum á hálsi fyrir að benda verk. Tuttugu grúppur fyrir flautu. óbó og klarinett eftir Svíann Bo Nilson er af þeirri tegund sem annarhver avant- gardisti hefur soðið saman síð- an Stockhausen lét píanóstykki nr. 11 frá sér fara. Hvert hljóð- færi hefur til meðferðar tuttugu grúppur af tónum, sem má leika í hvaða röð sem er, eins oft og vill, og á hvaða hraða sem andinn inn gefur, og segir sig sjálft að út úr þessu getur komið allur þremillinn. Verkið sem beðið er eftir með hvað mestri óþreyju, er hins vegar eftir íslending, Atla Heimi Sveinsson. Nokkur kurr hefur verið meðal músíkalska hlutans af bæjarbúum vegna rosafrétta sem borizt hafa frá æfingu á verkinu. Einblína margir á þau tíðindi, að þar er á einum stað látin brotna flaska og öðrum kallað hó. Verkið er annars samið fyrir ellefu hijóðfæri, og byggist á röðum óvæntra at- burða, eða öllu heldur sam- stæðu sífelldra andstæðna. Þetta léysist stig af stigi upp í algjörlega frjálsan kafla, þar sem hver hinná ellefu hljóð- færaleikara spilar uppúr sér, eins og honum bezt lætur. Verður ekki sízt fróðlegt að heyra hvernig tekst áð brúa bilið milli þess fyrirfram- ákveðna og ófyrirsjáanlega, sem ef heppnin er með hlýtur að kallast á og gefa hvað öðru aukið gildi. Atli Heimir er ungur Reyk- HIN NYJA TONLIST milli heimsstríðanna, og í Ame- ríku allt fram á síðustu daga. Aðrir sáu sæng sína útbreidda á akurlendum fjarskyldra menn- ingarerfða, og eru þeir óteljandi kompónistarnir, sem þóttust finna lausnina í framandi kerf- um tóna og hljóðfalls. Höfuð- mistök þeirra síðarnefndu ætla ég að feiist í með hvílíku oflæti þeir seilast til slíks „hráefnis". Þeir skoða það sem eins konar hressingarlyf, ágætt til að lífga upp lúin bein um stundarsakir, en einskisvirði í sjálfu sér. Eða er ekki fáránlegt að heyra ind- verskar rögur, eða afríkanska trumbubálka felld undir form- klafa okkar kæra og eilífa sam- hljóms? Þvi ber þó ekki að neita, að einstaka sinnum hefur slíkt tekizt mæta vel, samanber í Vorblóti Stravinskys, en það heyrir til undantekninga, og sannar bókstaflega ekkert um gildi þess konar vinnubragða. Enn einn flokkur tónskálda, og sá var í upphafi lang minnstur, lcaus að leggja á brautir sem ó- ljóst eru boðaðar í sumum síð- ustu verkum Wagners og jafn- vel, og ekki sízt, Liszts, það er algjört fráhvarf frá tóntegund- um og fyrirfram ákveðinni efnis ráð. Til þessa fámenna og ein- angraða hóps, sem hafði tilraun ir Arnolds Schönbergs að ieið- arljósi, getum við, eftir ólík- legustu leiðum, rakið þræði þess sem mestu máli skiptir í músik nútímans. Þessi þróun, og barátta við naflastrenginn, hefur til skamms tíma, eins og flest annað af menningarhrær- ingum meginlandsins, látið okkur Islendinga algjörlega í friði. Fram yfir lok striðsins okkar þekktum við Brahms sem helztan módernista, og þó að- eins örfáir nema af afspurn. Sú kynslóð sem bjó I haginn fyrir nokkuð hugleikið að hrista af sér doðann. Þetta fólk hefur myntiað með sér félagsskap sem nefnist „MUSICA NOVA“ og gengst annað slagið fyrir hljómleikum þar sem flutt eru verk tiltölulega ný af nálinni. En þessari starfsemi, sem er sniðinn alltof þröngur stakkur, hefur verið tekið misjafnlega af fulltrúum andans, og í ■ nokkrum tilfellum með fullum fjandskap. Það éru svo undar- lega margir pótentátarnir, sem hræðast hvert lífsmark sem skugga á persónuhróin sín. Hins vegar standa vonir til að fyrir- tækið hafi þegar lifaö af verstu byrjunarörðugleikana, og megi framvegis vænta byrs undir vængi. í það minnsta skal ekki öðru trúað, því hér er svo sannarlega um að ræða einu tilburðina í raunsæisátt á íslenzku músíksviði. Þessir til- burðir eru einfaldlega náin samvinna tónskálds og hljóð- færaleikara, sem hafa komizt að raun um að hvorugur er neitt án hins. En hvenær skyldu forráðamenn sinfóniuhljómsveit arinnar átta sig á, að án fullrar meðvitundar nú og hér, verður aldrei byggð upp hljómsveit boðleg fornum meisturum. Án tengsla við það sem nýtt gerist í tónsköpun heimsins, megum við vænta sama stíl- og stefnu- leysis og hingað til hefur ein- kennt starfsemi hennar, og breyta fingra og varatækni- framfarir hljóðfæraleikaranna litlu eða engu. En látum þetta kyrrt liggja að sinni. Með tilkomu nazismans 1 Þýzkalandi og þeim hroðalegu áhrifum sem hann hafði á til- veru allrar Evrópu, er um stund tekið illilega fyrir kverk- arnar á nýsköpun I músík þar. En sú kynslóð, sem hlaut rjúk- þá músíkþróun, sem enn skipt- ir öllu máli. Á árunum milli 1950 og 1960 kom fram tqn- skáld eins og Þjóðverjinn Kari- heinz Stockhausen, ítalirnir Luigi Nono og Luciano Berio, og Belginn Henri Pousseur. Þeir áttu ásamt Boulez drýgst- an þátt í að byggja undir þá frjálsu formhugsun sem er við- urkennd staðreynd í allri skap- andi músík í dag. Með frjálsu formi er þó svo sannarlega ekki átt við að tónskáld nú- tímans skrifi verk sem séu laus í reipunum, heldur þveröfugt. Formið éem slíkt hefur sjaldan skift jafnmiklu máli og einmitt nú, en það þýðir að hvert verk lýtur eingöngu eigin efnisnið- urröðun og duga þar með són- ötu og fúguforskriftir ásamt „hefðbundinni" hljóðfæraskipan ekki lengur. Af þeim tónskáld- á of margar ieiðir. Ekkert verka fyrrtaldra manna hefur verið flutt á hljómleikum hér á landi. Eina fyrirtækið sem hefði hug á slíku er Musica Nova, en eins og er hefur það vart bolmagn til þess. Verkin eru það flókin og erfið, að óhugs- andi er að koma þeim saman nema varið sé til þess meiri tíma en stopul brauðstritsfrí hljóðfæraleikaranna hrökkva til. En hvar er allur sildargróð- inn og velgengnin? Hefur nú ekki einhver, ríkið eða þeir ríku, efni á að leggja í púkk til þessa, og þar með bæta fyrir þó nokkrar stórsyndir? Á næstu hljómleikum Musica Nova, sem verða haldnir i Sögu-hótelinu á morgun kl. 2.30, verða þrátt fyrir allar að- stæður flutt tvö all nýstárleg víkingur sem undanfarin ár hefur stundað nám á höfuðvig- stöðvum S.tockhausens og lags- manna hans, þ. e. Köln á Rínar- bökkum. Hann lauk þó prófi i tónskáidsskap frá tónlistarhá- skólanum þar í borg I fyrra, og hefur því mestanpart iagt stund á „hefðbundnar" aðferðir fram að þessu, því eins og allir vita eru tónlistarskólar venju- iega minnst 150 árum á eftir tímanum. Eins og flestir sem sleppa lifandi út úr slikum hörmungastofnunum er Atli guðsfeginn frelsinu, og dembir sér á bólakaf í það sem mestur er í hasarinn. Enda fullyrðir hann óbanginn að fugiar eins og Boulez og Nono séu óþol- andi stagneraðir, sem er á sinn hátt ekki svo fráleitt sjónar- mið. En hvað erum við þá, drottinn minn. Á leikatavikunni / Kaupmannahöfn Hin góðkunna Ieikona Sigrún Magnúsdóttir er hér á mynd- inni lengst til hægri í hópi Ieik- ara frá hinum Norðurlöndunum. Myndin er tekin í tilefni af 9. norrænu leikaravikunni, sem haldin var í Kaupmannahöfn, fyrir nokkru. Með Sigrúnu á myndinni eru talið frá vinstri: Lisi Tandefeldt, Finnlandi Esther Hagemann, Noregi, Laila Anderson, Danmörku, Ulla-Britt Boström, Dagny Lind, Svíþjóð, og Paula Iliemann-Feder, Dan- mörku, og maðurinn í miðjunni er Gutaf Bentsen þekktur leik- ari í Danmörku. Meðan lcikara- vikan stendur yMr er lögð áherzla á heimsóknir f leikhúsin og hafa þau séð ýmsar af helstu Ieiksýningum Kaupmannahafn-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.