Vísir - 23.03.1963, Page 4

Vísir - 23.03.1963, Page 4
V V, ' tav;v.w.v, cs>?~i trk. r VÍSIR . Laugardagur 23. marz 1963. Kvennasíða HÁRGREIÐSLAN í PARÍS | Mikið hefur verið rætt og rit- að um Parísartízkuna hvað föt snertir, en aftur á móti minna am, hvernig Parísardömurnar ætla að hafa hárið í vor og sumar. Það er aldrei íiægt að gefa neina ákveðna forskrift um hár greiðsluna, hver hárgreiðslu- meistari fer eftir sínu eigin höfði. En að sjálfsögðu verður alltaf ein hárgreiðslan vinsælli en önnur og í dag birtir Kvenna síðan myndir af tveimur, sem margir spá að muni „slá í gegn“; Mona Lisa er með hálfsítt slétt hár skipt í miðju. Greiðsl- an krefst þess að andlitið sé ávalt og einnig gerir skiptingin í miðju miklar kröfur til andlits ins. Assan (Aiglonne) er alger and stæða Monu Lisu. Þar er hárið stuttklippt og því er „rúllað" svo með fingrunum (greiðsla er Framh. á bls. 5. Nemendur í vefnaðarskólanum saumuðu kjólana og sýndu þá. Kjólarmr eru ótrúlega sterkir, pappírinn þolir um 10 kílóa tog, um helmingi minna en venjuleg kjólefni. Pappírskjóla er bæði hægta að saunia og líma og óhætt á að vera að strjúka þá. Kjólar úr pappír Megum við eiga von á mikilli byltingu f tízkuheiminum? Þannig spyrja „leiðandi“ menn i vefn- aða- og fataframeiðslu um þessar rnundir. Og nú spyrjum við: í hverju er byltingin fólgin? I vefnaðariðnaðarmiðstöðinni Boras í Svíþjóð voru fyrir stuttu saman komnir ýmsir sænskir vefarar og, fatakaupmenn, til að sjá helztu nýjungarnar í vefn- aðinum. Nemendur vefnaðarskóla á staðn um — fallegar stúlkur — komu þar fram í mjög fallegum kjólum, til að sýna gest- unum. En þégar gestirnir tóku í kjólana til að finna hvernig efnið í þeim væri, brá þeim heldur en ekki í brún. Kjólarnir voru úr — pappír. En sá sem heiðúrinn átti, Birger Lars- son, sagði að hann hefði eiginlega gert þetta „svona upp á grín“. Pappírinn, sem í kjólana var notaður, hefði álls ekki verið gerður með þetta fyrir augum. Og Birger Lar.»on var alveg undrandi yfir þvi hve alvarlega þessi tilraun hans — þetta grín — var tekið. Og blöðin, ekki stóð á þeim, „Bráðum geta konur fengið sér nýjan kjól á hverj um degi. Þurfa hvorki að þvo þá né strjúka — og ekki er hætta á að eigin- mennirnir verði reiðir yfir of háum fata- reikning. Hver kjóll kostar aðeins um 60 krónur (ísl), og blússur koma til með að kosta helmingi minna. Herra- skyrtur verður hægt að fá fyrir 15 krón- ur‘.‘. En áður en þetta gekk lengra tók Birg- er Larsson í taumana: Hversu fallegir og skemmtilegir, sem kjólarnir kunna að verða, og hversu léttir og mjúkir þeir eru að vera í — eru þó enn margir van- kantar á málinu. Áður en hægt verður að setja „efnið" á markaðinn, verður að gera það þannig, að það hrindi frá sér vatni og ryki og sé ekki eldfimt.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.