Vísir - 23.03.1963, Page 9

Vísir - 23.03.1963, Page 9
VÍSIR . Laugardagur 23. marz 1963. VALTÝR STEFÁNSSON. ritstjóri — minning TVTeð Valtý Stefánssyni er höfðingi íslenzkrar blaða- mennsku genginn til moldar. Sjálfur staðreyndi hann hið gamla orðtak að enginn veit sfna ævina fyrr en öll er. Þegar hann ólst upp ungur sveinn í menntagarði foreldra sinna, frú Steinunnar og Stefáns skóla- meistara mun hann várt hafa rennt í grun að lífstarf hans yrði að meginþætti í því fólgið að færa þjóð sinni blöð hins nýja tíma, blöð sem ekki létu sig einvörðungu skipta ávirð- ingar stjórnmálanna, heldur dagblöð í þess orðs beztu merk- ingu. í huga Valtýs Stefánsson- ar var blaðið lifandi afl, vett- vangur fyrir stórhug, framfarir og nýjungar, sem landi og þjóð mættu að gagni koma. Það var hluti af honum sjálfum, hans eigið þinghús og kennarastóll. Valtýr Stefánsson hefir verið nefndur faðir íslenzkrar blaða- mennsku. Sú nafngift er ekki að ósekju. Þegar hann kom að Morgunblaðinu fyrir fjörutíu árum var íslenzk blaðamennska enn steypt í mót horfinnar ald- ar. Valtýr kom heim frá Kaup- mannahöfn með andbiæ nýrra tíma og nýjar skoðanir á því hvert væri hlutverk blaða. Ég vildi gera blaðið að góðu fréttablaði, sagði hann nokkru eftir heimkomuna, og skýra lesendum sem fljótast og gleggst frá öllum þeim atburð- um, sem nokkru varða, og þeim straumum í viðskiptum og menningu þjóðanna, er nokkru máli skipta. Valtýr vildi með öðrum orðum opna dyr heimsins á gátt með lykli blaða- mennskunnar. Saga Morgun- blaðsins á síðustu fjórum ára- tugunum er vitni þess hve hon- um tókst þetta ætlunarverk sitt mæta vel. Undir handar- jaðri Valtýs, og vinar hans Jóns Kjartanssonar, varð það ekki einungis svo stórt að undrun sætir með svo fámennri þjóð, heldur og vandað blað, sem bar þeim vilja ritstjóranna vitni að ieggja öllum þeim málum lið. sem þeir töldu að til framfara og þjóðnytja horfðu. Með Morgunblaðinu hefir Valtýr reist sér þann minnisvarða. sem lengst mun halda nafni hans á lofti. Það stóra blað er fyrir löngu orðinn sá spegill sem þjóðin skoðar samtíð sína gjarnast í. í velgengni þess rættust draumar hins unga bú- fræðings, sem ekki lét sér nægja að yrkja jörðina, heldur kaus sér víðari akra og breið- ari lendur. í garði hans báru að vfsu ekki allar urtir blóm, fremur en í öðrum mannanna görðum, en fáir munu geta lit- ið ánægðari yfir landið að loknu dagsvprki en Valtýr. Mæit hefir verið að þjóðir eignist þau blöð, sem þær eiga skiiið. Ef það er rétt hefir ís- lenzku þjóðinni farið mikið fram síðustu áratugina. Með starfi sínu, fordæmi og hug- myndum hafði Valtýr þau á- hrif á þróun íslenzkrar blaða- mennsku, sem raun ber vitni um í dag. Þar með er þó ekki sagt að íslenzk dagblöð séu Valtýr Stefánsson var mikill og minnisstæður persónuleiki. Brautryðjandi í blaðamennsku á nútíma vísu. Hugsjónamaður, sem vildi græða landið, skrýða það skógi og yrkja akra. Lífsförunautur hans var listakonan Kristín Jónsdóttir, prýdd þeim kostum, sem beztir hafa verið í fari íslenzkra kvenna að fornu og nýju. Saman skópu þau heimili sem mótað var þeirri smekkvísi og hlýju hjartans, að óvíða var betra að koma. ^ Mannkostir þeirra hióna eru greyptir svo fast í huga mér, að fyrnazt munu þeir aldrei, meðan líf endist. Gunnar Thoroddsen. fullkomin og nákvæmlega eins og þau eiga að vera. En þeir mörgu, sem muna íslenzka blaðamennsku fyrir sfðustu styrjöld og gera sér grein fyrir þeim breytingum, sem síðan eru orðnar munu taka undir það sem hér er sagt. Og víst munu allir íslenzkir blaðamenn, hvar i flokki sem þeir annars standa, á einu máli um að þar hafi Valtýr átt mestan hlut að máli. Ég kynntist Valtý ekki fyrr en hann var orðinn nokkuð við aldur, en um nokkurra ára skeið hitti ég hann nærri daglega og starfaði við blað hans. Víða eru til blaðamannaskólar og meira að segja er sums staðar hægt að taka háskólapróf f þeirri grein. En mér er til efs að nokk- ur ungur maður hafi getað fundið betri skóla en starf með Valtý Stefánssyni, og á það reyndar við um margt annað en blaðamennskuna eina saman. Hollari ráðgjafi og vinur starfs- mönnum sfnum mun trauðla hafa verið fundinn. Elja hans og þrek i erlissömu starfi var óbilandi og hann kunni þá list að vekja áhuga og- starfsgleði hvar sem hann fór. Hann var jafnan yngstur f ungra manna hóp og við hlið hans voru flest- ir dagar sunnudagar. f þeim stjórnmálaskrifum, sem blaða- mennskunni fylgja lét hann ekki sinn hlut fyrir nokkrum manni, en kunni þó flestum öðrum betur að slfðra sverðin þrátt fyrir rfka lund og mikið geð. Því átti hann andstæðinga að vinum, ekki sfður en sam- herja. Sí&jjstu árin, eftir að hann tók sjúkdóm sinn, voru honum erfið. En það voru ekki van- heilindin sjálf, sem tóku mest á hug hans, heldur það að verða að hverfa frá þeim störf- um, sem hann unni svo mjög f rauninni á bezta aldri. Það er ekki lengur í tízku á þessu landi að mæra fornar dvggðir en nú, þegar Valtýr er allur, verður hann í vitund minni ímynd þess karlmennis sem kunni að taka örlögum sínum. ★ Þegar Valtýr Stefánsson and- aðist var hann liðlega sjötugur að aldri, en hann fæddist 26. janúar 1893 að Möðruvöllum f Hörgárdal. Stúdent varð hann árið 1911. Innritaðist hann þá í Hólaskóla til búnaðarnáms og sigldi síðan til Kaupmanna- hafnar til framhaldsnáms og lauk kandidatsprófi í búnaðar- fræðum árið 1914. Árin 1915— 1917 stundaði hann fram- haldsnám við Landbúnaðarhá- skólann, en starfaði jafnframt við jarðabótadeild danska Heiðafélagsins til 1918. Þá kom hann heim og gerðist um skeið sýsluráðunautur, en varð svo jarðræktarráðunautur Búnaðar- félagsins árið 1920 og gegni því starfi í fjögur ár. Á þeim árum ferðaðist hann um allt landið og kynnti sér búnað og gróður og óhætt er að fullyrða að ekki hafi margir verið nákunnugri íslenzkum landbúnaði en hann. Þessi staðgóða þekking Val- týs á íslenzkum landbúnaði varð honum mikils verð eftir að hann hafði tekið við ritstjóra- starfinu árið 1924. I því sæti ritaði hann fjölmargar greinar um hag og framfarir landbúnað- arins og allt fram á síðustu ár átti búfræðin ramma taug í brjósti hans. En það var skóg- ræktin sem átti hug hans allan. Vökudraumur hans var landið eins og þeir fóstbræður Hjör- leifur og Ingólfur litu það: skógi vaxið milli fjalls og fjöru. I endurminningum sínum segir Valtýr frá því að þegar hann var ungur drengur norður í Hörgárdal hafi hann margt hugsað um skóga og ímyndað sér hvernig þeir litu út. Og í barnshuga hans varð njólastóð- ið við bæina eina uppbótin fyrir skógleysið, Nú, sextiu árum síðar,- þurfa norðlenzkir drengir ekki lengur að efla laufskóga í ímynd sinni. Þar sem áður voru óræktarmó- ar eða illgresisstóð standa nú víða beinvaxnir laufskálar. Hlutur Valtýs er sá að hafa vakið þjóðina öðrum fremur til meðvitundar um það að fóstur- skuldin við landið er ekki greidd fyrr en þær auðnir, sem skapazt hafa fyrir kolaeld og skógarhögg aldanna eru aftur grænar í rót. Enn er deilt um fjárhagslegt gildi skógræktar og skal hér enginn dómur lagð- ur á þær ræður, en hitt er ó- mótmælanlegt að landið er bæði betra og fegurra þar sem skógurinn skríður. 1 baráttu sinni fyrir skógræktinni vildi Valtýr kenna þjóð sinni að nema fegurð landsins og jafn- framt hvetja hana til þess að gjalda skuld sfna til þeirrar moldar, sem hún er vaxin úr. Hann unni fögrum listum. ekki síður en fögrum gróðri. En hann lét sér aldrei nægja hlut- verk áhorfandans eitt saman. Hann var raunhæfur fagur- keri. ★ Þannig var athafnaævi Val- týs Stefánssonar tvinnuð saman úr þessum tveimur meginþátt- um, blaðamennskunni og skóg- ræktinni, og honum féll sú hamingja í skaut að sjá það hús, sem hann ungur lagði hornsteininn að verða háreist. En að leiðarlokum er ekki unnt að lúka aftur ævibókinni án þess að minnast þess, sem hann sjálfur mun þó hafa talið sína mestu hamingju, hans eigin garðs við Laufásveg. Kristín Jónsdóttir var honum ekki ein- ungis góð eiginkona heldur einnig hollur ráðgjafi á fjöl- þættu sviði umfangsmikils lífs- starfs. Og honum entist aldur til þess að sjá mannvænleg börn dætra sinna tveggja vaxa úr grasi. Á hátíðlegum stundum er gjarnan rætt um vormenn þessa lands. Nú að leiðarlokum minnist ég ekki þess manns annars, sem mér þykir sú eink- unn hæfa betur. Valtýr Stefáns son var sannur vormaður. Hann var maður gróandans. Gunnar G. Schrani. Tjegar komið er að þvf að " kveðja Valtý Stefánsson minn gamla leiðtoga og Iæriföð- ur, get ég ekki farið að rekja æviferil hans né ræða um það hverja þýðingu störf hans höfðu fyrir þjóðfélag okkar í heild. Kveðja mfn verður aðeins að rifja upp endurminningu um margar samverustundir með Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.