Vísir - 23.03.1963, Side 16

Vísir - 23.03.1963, Side 16
VISIR Laugardagur 25. marz 1963. Mikill bruni varð í hleðslu- stöð Póla h.f. við Þverholt í gær. Klukkan 21.17 barst slökkviliðinu tilkynning símleiðis um brunann. Þrjár slökkviliðsbifreiðar fóru þegar á vettvang, og reyndist þá mikill eldur í húsinu svo að eldtungur stóðu allhátt upp úr því. Innbrot á Þarna inni voru um 7—800 rafgeymar og ýms tæki, en hleðslutækin í viðbygg- ingu. Slökkviliðið var önn um kafið við að slökkva eldinn, þegar blaðið fór í prentun. Tveir snáðar, sem voru að leika sér rétt hjá húsum Póla h.f. í Þverholti urðu fyrstir varir við brunann, þeir Kristinn Pedersen, Skúlagötu 72, og Ágúst Björgvins- son, Skúlagötu 62. Þeir hlupu þeg- ar inn í Mosaik h.f. sem er næsta hús við Póla og tilkynntu þar Framh. á bls. 5 rakarnstofu í nótt var brotizt inn i rakara- stofu Péturs og Vals á Skólavörðu- stíg 10. í morgun þegar rakararnir komu til vinnu sinnar, veittu þeir því at- hygli, að gluggi rakarastofunnar var opinn og að það myndi hafa verið farið þar inn í nótt. Ekki sáu þeir í fljótu bragði, að neinu hafi verið stolið, en þeg- ar átti að grípa til handhárþurrku í morgun var hún horfin. Virðist það hafa verið hið eina, sem stolið hefur verið. Peningar voru engir geymdir í rakarastofunni. Landhelgisbrot: RéttarhöU / dag Réttarhöldunum yfir skip- stjóranum á Carlisle, sem tek- inn var að ólöglegum veiðum í Faxaflóa I fyrrinótt, hefjast kl. 9.30 í dag. Brezka herskip- ið Malcolm kom að þegar Óð- in.i var búinn að taka togarann og gerði athuganir sínar, og komst að sömu niðurstöðu og skipherrann á Óðni. Óðinn lá’ í höfninni í gærkveldi og var fyrirhugað að hann yrði þar í nótt, þar sem veður voru vá- lynd, að sögn forstjóra Land- helgisgæzlunnar, og rétt að hafa skipið til taks, ef eitthvað skyldi út af bregða. ★ Lögregluvörður var um borð í togaranum Carlisle eftir aC hann kom að Faxagarði í gær, skipstjórinn tekinn fyrir land- helgisbrot. Skipstjórinn hafði mótmælt og tóku skipverjar hans undir það, þegar Vísis- menn hittu þá um borð í gær. Unnu Norðmenn en fvrír Dönum t hörkuleik íslenzka handknattleiksliðið keppti í gær við Norðmenn og Dani í Norðurlandameistaramóti unglinga að Hamri í Noregi. — Þeir unnu Norðmenn með 16 mörk- um gegn 14, en töpuðu fyrir Dön- um með 15 mörkum gegn 21. Báð- ir leikirnir voru mjög spennandi og ber mönnum saman um að Is- lendingarnir hafi staðið sig mjög vel. Þeir léku fyrst við Norðmenn og byrjuðu heldur illa, enda vantar þá keppnisæfingu og eru alllengi að átta sig. Lauk fyrri hálfleik 9.3 Norðmönnum í 'vil. I seinni hálfleik tóku íslendingar forust- una, Stefán Sandholt skoraði 4. markið, Viðar 5., Norðmaður 10. markið. Síðan Auðunn 7. markíð, Norðmenn 11. og Viðar 8. og Stef- án 9, markið. Þá gera Norðmenn 12. og 13. mark fyrir slæm útköst og einnig 14. markið. Eftir það áttu íslendingar Ieikinn. Jón Karlsson skoraði 10. markið, Sigurður Hauksson það 11. og Sigurður Dagsson því næst þrjú mörk í röð. Síðan gerðu þeir Jón Karlsson og Sigurður Dagsson lokamörkin. Næst kepptu Svíar og Finnar og unnu Svíar með 20:12. Magnús Pétursson úr Þrótti dæmdi og gerði það mjög vel. Jafntefli var hjá þeim í hálfleik. Leikurinn við Dani endaði óhag- stæður, enda var hann spennandi því islenzka og danska liðið skipt- Framh >ls. 5 " " ff 1400 metra jarðgöng í Færeyjum Snáðarnir, sem sáu fyrst brun- ann, og létu menn við næsta síma vita uni hann. Þeir heita Kristinn Pedersen og Ágúst Björgvinsson. í Færeyjum hefur verið unnið að því nú á annað ár að leggja gríðarlega mikil jarðgöng, um 1400 metra löng. Það sem at- hygli vekur er, að þessu mikla verki hefur fslenzkur verkfræð- ingur, Páll Sigurjónsson .stjórn að fyrir hönd danska fyrirtækis- ins Phil & Sön. Auk Páls, hafa starfað þarna íslenzkur verkstjóri og íslenzk-* * ur flokksstjóri, auk nokkurra islenzkra verkamanna. Fyrir nokkru síðan voru göngin sprengd í gegn, opnuð, en að sjálfsögðu ekki komin í notkun ennþá. Fyrirtækið Pihl & Sön, vann að virkjunninni í Efrafalli ásamt Almenna byggingarfélag- inu á sínum tíma. Frekari upplýsingar hefur blað ið enn ekki fengið af þessu verki og þátt fslendinganna í því, en mun væntanlega geta sagt nán ar frá því á næstunni. r Eldtungurnar stigu upp úr hleðslustöð Póla h.f. við Þverholt, þegar ljósmyndarann bar þar að. Þá var slökkviliðið nýkomið. (Ljósm. S. H.)

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.