Vísir - 25.03.1963, Blaðsíða 1
—:---------------------------- , , A--_
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins
í Norðurlandskjördæmi vestra
Kjördæmaráð Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra hefur
gengið frá framboðslista flokksins við alþingiskosningar í sumar.
Framboðslistinn er þannig skipaður:
1. Séra Gunnar Gíslason, Glaumbæ, Skagafirði.
2. Einar Ingimundarson, bæjarstjóri, Siglufirði.
3. Hermann Þórarinsson, útibússtjóri, Blönduósi.
4. Óskar Leví, bóndi, Ósum, Vestur Húnavatnssýslu.
5. Jón ísberg, sýslumaður, Blönduósi.
6. Kári Jónsson, verzlunarmaður, Blönduósi.
7. Jóhannes Guðmundsson, bóndi, Auðunnarstöðum V.-Hú?j
8. Andrés Hafliðason, kaupmaður, Siglufirði.
9. Jón Benediktsson, bóndi, Höfnum, Austur Húnavatnssýlu.
10. Jón Sigurðsson, bóndi Reynistað, Skagafirði.
Tvöfaldur árekst-
ur á Bástaðavegi
Síðdegis í gær um kl.
2,30 varð harður og tvö-
faldur bifreiðaárekstur á
Bústaðaveginum. — Er
furðulegt að slíkt skyldi
geta gerzt á þessum
stað, þar sem engar
byggingar skyggja á við
hornið og Bústaðavegur
inn hefur verið gerður
að aðalbraut með bið-
skyldu. Þrjár bifreiðir
skemmdust mikið í þess
um árekstri og þrír
menn meiddust, þar af
tveir allmikið.
Á mynd sem hér fylgir má
sjá allvel hvernig áreksturinn
varð. Þetta gerðist innst og
austast á Bústaðavegi. Leigu-
Framh. á bls. 5.
VÍSIR
53. árg. — Mánudagur 25. marz 1963. — 69. tbl.
Tollskráin fyrir þing á
morgun eða miðvi
Þannig var Fólksvagninn út-
litandi. Upp á hann kastaðist ]
maður og fótbrotnaði.
Efri myndin.
Á árekstursstað á Bústaða-
veginum Nr. 1 Mercedes-Ieigu-
bíllinn, nr. 2 Fólksvagninn og j
ínr. 3 Dodge-bifreiðin.
Kjördngur
fluttur
frum?
Enn hefir ekki verið afráðið
á hvaða degi alþingiskosning-
arnar munu fara fram. Venju-
lega hefir verið kosið síðast í
júní, hugsanlegt er að nú verði
kosið fyrr en venjulega. Koma
helzt tveir dagar til greina,
sunnudagarnir 9. júni eða 23.
júní. Mun ríkisstjórnin taka á-
kvörðun um kjördag á næst-
unni.
Undanfarið hefir verið unnið
að samningu hinnar nýju toll-
skrár, eins og frá hefir verið
verið skýrt hér í blaðinu. Er það
mjög umfangsmikið verk þar
sem máliö er mjög víðtækt og
hér er um mikinn Iagabálk að
ræða. Undirbúningi er nú að
fullu Iokið og er frumvarpið nú
í prentun. Verður því útbýtt á
Alþingi á morgun eða miðviku
dag.
Fjölmargar lagfæringar á nú-.
verandi tollalögum eru gerðar í
frumvarpinu. Er þar um ýmsar
lækkanir á núgildandi tollum
að ræða og m. a. er söluskatt-
urinn felldur niður. ítarlega
verður skýrt frá frumvarpinu
hér í blaðinu næstu daga.
■ na«
Frostin ytra og mikill hygg-
timburskorti
„Almennt talað virðist sjaldan
hafa verið meiri hugur í mönnum
en nú að hefjast byggingafram-
kvæmdir, og niiðað við árstímann
aldrei meiri byggingaáhugi.
Þessu veldur einkum tvennt: í
fyrst.a lagi einmuna góð vetrar-
tið, sem leitt hefir til þess að
frost er farið úr jörðu í marz-
mánuði, og í öðru lagi kemur
svo velmegun fólks vegna við-
reisnarinnar og góðra aflabragða,
einkum á síld. Þessi fádæm.a
byggingaáhugi hefir leitt til þess
að timbur mun víðast hvar vera
gengið til þurrðar, og þá sérstak-
lega mótatimbur, og úr því er
erfitt 'að bæta svona snemma
vors vegna isalaga og erfiðleika
af völdum tíðarfars við Eystra-
s.alt, en aðaltimburkaup sín gera
ríkjunum. „Við erum ?ð vísu að
ríkjunum. Við erum að vísu að
reyna að fá timburfarm frá Finn-
landi snemma í apríl en vitum
ekki ennþá, hvort það tekst, m.
a. vegna jámbrautarverkfallsins
þar í landi“.
Þannig fórust Haraldi Sveins-
syni forstjóra í timburverzlun-
inni Völundi orð í viðtali við
Vísi í morgun. Hann sagði enn-
fremur sem kunnugt er, að eftir
gengisbreytinguna 1960 hefðu
byggingaframkvæmdir nokkuð
dregizt saman í bili, en nú hefði
þetta snúizt við aftur og virtust
óvenju margir ætla að hefja bygg
ingaframkvæmdir í vor, og sumir
væru þegar byrjaðir, en hætt
væri við að allir gætu ekki not-
fært sér hið hagstæða tíðarfar
um þessar mundir, vegna þess
að timbur væri gengið til þurrð-
ar.
Timburskipin koma yfirleitt
ekki til landsins fyrr en í mai-
mánuði og hefði það ekki komið
að sök nú, fremur en endranær,
ef ekki stæði þannig á, sem ó-
venjulegt er, að frost er farið úr
jörðu og öndvegis byggingatíð'
runnin upp. Haraldur Sveinsson-
sagði að timburinnflutningur
væri háður leyfisveitingum ennþá
Framh. á bls. 5