Vísir - 25.03.1963, Blaðsíða 2
2
V í S I R . Mánudagur 25. marz 1C63.
im
KR ÍSLANDSMEISTARAR
ÍR burstaði
Ármann 71:48
Ármann sigurvegari í 8. flokki
1 gærkvöldi voru leiknir tveir
leikir i körfuknattleiksmótinu. Ár-
mann og Skarphéðinn í I. flokki
og f meistaraflokki ÍR og Ármann.
Fyrri leikurinn var milli Ár-
manns og Skarphéðins. Ármann
sigraði með yfirburðum 73:41 og
hlaut þar með meistaratignina í I.
flokki. Eru þeir vel að titlinum
komnir þar sem þeir hafa unnið
alia leiki sína með yfirburðum. I
liði Árnesinganna eru nokkrir
efnilegir leikmenn. en þeir eiga
mikið ólært.
Seinni leiksins var beðið með
nokkurri eftirvæntingu, þar sem
Ármenningar hafa staðið sig mjög
vel að undanförnu. Var þess
vænzt, að þeir mundu hafa í fullu
Framh. á bls. 6
26—15 og unnu mótið
— og ísland varð neðst fyrir bragðsð
ísland hafnaði i neðsta sæti
Noröurlandamótsins í hand-
knattleik unglingalandsliða. —
Samt var árangurinn nú betri
en í fyrra. Nú vann ísland einn
Ieik, én í fyrra fékkst aðeins
eitt jafntefli.
„Við verðum að horfast í
augu við staðreyndirnar,“ sagði
Ásbjörn Sigurjónsson, er við
náðuni í hann í gærkvöldi á
Regnbuen, binum víðkunna veit
ingastað í Oslo, en þar sat liðið
að snæðingi. „Föstudagurinn
reið liðinu að fuliu. Fyrst harð-
ur leikur gegn Norðmönnum.
síðan harka gegn Dönurn, en
þann leik hefðu piitarnir unnið,
ef ekki hefði liðið svo stutt frá
leiknum við Noreg. Á laugar-
dag var liðið mjög slakt, menn
með harðsperrur og strengi um
alian skrokkinn og ekki mikið
um góða baráttu f liðinu.“
ísland tapaði á laugardag
gegn Finnum nieð 17-12 og var
sigur Finna sanngjam. íslend-
ingar voru greinilega þreyttir í
leiknum og leikgieðin brauzt
aldrei fram hjá þeim. í gær
tapaði íslenzka liðið með 15-26
gegn Svíum og gátu aldrei rönd
við reist gegn hinum snjöllu
leikmönnum Svía, sem urðu
Norðurlandameistarar með því
að skora svo oft hjá íslending-
um. í hálfleik var staðan 12-7.
Danir unnu Svía 15-13 í gær og
Norðmenn Finna 15-11.
Svíar unnu keppnina á aðelns
1 marki yfir Dani, en hefði
Dönum tekizt að skora einu
sinni enn í úrslitaleiknum gegn
Svíum, hefði sigurinn lent í
þeirra höndum. Neðsta sætið
lenti mjög knappt f höndum
fslands, sem hafði 4 mörkum
lakara markahlutfall en Finnar,
en bæði vom löndin með 2 stig.
íslcnzku leikmennimir eru
viðurkenndir sem góðir „taktík-
erar“ f leik sfnum, en allt of
daufgerðir og þróttiitlir, og er
það mál manna í Noregi að ís-
lendingum hafi hér orðið lít-
ið út úr góðum efnivið. Sex
leikmannanna sem léku með nú
fá aldurs vegna að vera með í
Framhald á bls. 6.
Körfuknattleikur:
i II. FL OKKI
r
— Unnu IR naumlega 48:44
Úrslitaleikurinn í II. fl. á fs-
landsmótinu f körfuknattleik var
háður s.l. laugardagskvöld. Átt-
ust þar við KR og ÍR; 1 byrjun
var taugaóstyrkur helzta ein-
kenni leiksins og voru dómararn-
ir manna verstir. Anton skoraði
fyrstu tvö stigin fyrir fR, úr vlta-
köstum. ÍR náði þegar betri tök-
um á leiknum. Voru mun ákveðn-
ari en KR-ingar, lengst af. Þeim
gekk betur að skora og höfðu
yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn.
Komust þeir mest 12 stigurn yfir
(21:9) er nokkrar mínútur voru
eftir af hálfleiknum. KR rétti
nokkuð hlut sinn það sem eftir
var hálfleiksins og stóðu leikar
21:15 fyrir ÍR að honum loknum.
KR skoraði fyrstu þrjú stig
seinni hálfleiksins. ÍR-ingar tóku
sig á og héldu forustu sinni megn-
ið af hálfleiknum. Mest munaði
10 stigum, lengst af höfðu þeir
þó átta stig yfir. En þar kom, að
þeir misstu tökin á leiknum og
um ieið fslandsmeistaratitilinn. —
KR sótti mjög í sig veðrið og
minnkaði bilið jafnt og þétt. Er
örfáar mínútur voru til leiksloka
stóðu leikar jafnir 42:42. KR
tryggði sér sigur á síðustu mín-
útu, en leiknum lauk með 48:44.
Hlutur dómara er mikill í hverj-
um leik;, og vandrataður hinn
gullni meðalvegur. Venjulegast
dæma þeir of lítið. Þessi leikur
var andstæðan. Fyrsti ofdæmdi
leikurinn í körfuknattleik á fs-
landi, að margra áliti. Setti þetta
mjög svip á leikinn. í byrjútt var
dæmd villa á hverja varnartilraun
af beggja hálfu. Einum ieikmanna
ÍR, Viðari, varð það á að verða
hissa á þessu athæfi. Fyrir vikið
var dæmd á hann hæfnisvilla (ótil-
hlýðileg framkoma gagnvart dóm-
ara). Þar með var hann kominn
með 4 villur (á 5 mín.). Við næsta
brot hefði hann orðið úr leik og
hafði hann sig lítt í frammi eftir
það.
Þegar á leið varð úr þessu hrein
vitleysa. Sem dæmi má nefna, að
einn leikmanna KR fékk sína 5.
Framh. á bls. 6.
Hulda Guðmundsdóttir og Óskar Guðmundsson unnu Reykjavíkur-
meistaratitilinn í tvenndarkeppninn i.
Norðurlandamót í handknattleik:
Svtor sigruBu Ísíendingu
Hinir ungu og efnilegu KR-ingar sem hrepptu sigurinn á íslandsmóti
en þeir unnu spennandi úrslitaleik gegn ÍR með þriggja stiga mun.
2.
flokks
í
körfuhandknattleik,
með 6-—15, vann hins vegar
seinni lotuna 15—3. Aukalotuna
vann Óskar svo með 15—8. Jón
Árnason, sem keppti gegn Óskari
í úrslitunum hefur um nokkurt
skeið stundað sjómennsku og ekki
getað sinnt æfingum af þeim sök-
um. Verður fróðlegt að fylgjast
með þeim köppunum á íslandsmót-
inu í vor, þegar Jón verður kom-
inn í æfingu.
Óskar og Garðar Alfonsson
fengu óvænta andstæðinga í úrslit-
Framhald á bls. 6.
ÓSKAR GUÐMNDSSON sýndi í
gærdag geysilega yfirbu'rði á
Reykjavíkurmótinu í badminton,
sem fram fór í Valsheimilinu. Ósk-
ar, hinn hnellni og snöggi leik-
maður varð þrefaldur meistari og
virtist alis ósigrandi. Hann vann
einliðaleikinn, tvíliðaleik karla á-
samt Garðari Alfonssyni og
tvenndarkeppnina ásamt Huldu
Guðmundsdóttur.
Úrslitin i einliðaleiknum voru
skemmtileg. Óskar var ekki fijót-
ur í gang og tapaði fyrstu lotunni
w/y////Æk//////////áM/////////M
Badminton:
ÓSKAR ÞREFALD-
UR MEISTARI