Vísir - 25.03.1963, Síða 5

Vísir - 25.03.1963, Síða 5
V1 S IR . Mánudagur 25. marz 1963. Ný rannsókn á Hrafnkelssögu tökum þeim, sem virðast vera berg máluð í sögunni. Eftir því sem ég fæ bezt séð eru rökin fyrir því, að Brandur Jónsson ábóti sé höf- undur sögunnnar svo margvísleg og traust, að óþarft er að draga slíkt í efa“. Auk inngangs eru í bókinni 11 kaflar fyrir utan nafnaskrá og til- vitnanir. Stærð bókarinnar er 176 blaðsíður, hún er prentuð í prent- smiðjunni Hólum og bundinn í Hólabókbandinu. Frágangur er allur hinn smekklegasti. Hermann Pálsson lektor. áreksfur —» Kramhald at hls i bifreið af Mercedes gerð R-2062 var að koma niður Stóragerði (gamla Háaleitisveginn) Kvaðst bílstjórinn á henni hafa stöðvað við Bústaðaveg og Iitið í kring um sig en ekki séð bíl koma eftir Bústaðaveginum. Tók hann þá af stað aftur, en þá kemst hann að raun um að Dodge bifreið R-5103 hafði verið á mikilli ferð á Bústaðavegin- um og við það að fara af stað ekur leigubíllinn á vinstri hlið hennar. Dodge-bifreiðin nam þó ekki staðar við þetta, enda mikil ferð á henni, hélt hún áfram austur eftir Bústaðaveginum en beygði yfir á hægri vegarbrún. Þar munaði 1 fyrstu litlu að hún æki á ljósastaur, en síðan hélt hún áfram eins og stjómlaus eftir hægra kanti. Þar stóð Fólksvagn R4772 á vegarkantin- um og tveir menn hjá honum. Skellur nú Dodgebifreiðin á Fólksvagninum og mönnunum. Öðrum manninum tekst með undraverðum hætti að velta sér undan hinni aðvífandi bifreið. Hinn kastast upp á Fólksvagn- inn og slasaðist illa, fótbrotnaði m. a. Eftir þetta þverbéygir Dodge-bifreiðin yfir á vinstri vegarbrún og stöðvast á sk;urð- bakkanum. Farþegi sem f henni sat kastaðist á mælaborð og ' rúðu og meiddist illa. Þegar blaðið átti tal við lög- regluna um þetta f morgun bað ■ hún að birt yrði skilaboð til sjónarvotta ef þeir væm ein- hverjir að þeir kæmu og gæfu lögreglunni skýrslu um atburð- inn Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur sent frá sér bókina Hrafnkels saga og Freysgyðlingar eftir Her- mann Pálsson lektor í Edinborg. Hermann Pálsson er eins og kunn ugt er afkastamikill rithöfundur og hefur ritað margt um íslenzkar bókmenntir. Með rannsóka sinni á Hrafnkels sögu hyggst höfund- ur sýna fram á að sagan sé skrifuð upp úr miðri 13. öld með samtíma viðburði í huga þótt efniviður sé á margan hátt sóttur til 10. aldar. Einig leitar Hermann að höfundi Hrafnkels sögu. Um þetta hvor tveggja segir í inngangi bókarinn- ar: Ráðherrar og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins bera kistu Valtýs Stefánssonar í kirkju. . Útför Valtýs Stefánssonar Útför Valtýs Stefánssonar rit- stjóra var gerð á laugardaginn frá Dómkirkjunni. Hófst athöfnin kl. 10,30 fyrir hádegi. Kistu hins Iátna ritstjóra báru í kirkju ráð- herrar og miðstjórnarmenn’ Sjálf- ^æðisflokksins. Þá lék dr. Páll ísólfsson sorgargöngulag eftir Beethoven og Dómkirkjukórinn söng „Hærra minn guð til þín“. Dómprófasturinn sr. Jón Auðuns flutti líkræðuna og minntist hins mikla starfs Valtýs Stefánssonar. Þá söng Kristinn Hallsson lofsöng eftir Beethoven. Úr kirkju báru kistuna nánustu samstarfsmenn Valtýs Stefánssonar við Morgun- blaðið, form. Árvaks h.f. og for- maður Blaðamannafélags Islands. Lúðrsveit Reykjavíkur lék sorg- argöngulag utan við kirkjuna. Jarð sett var í Fossvogskirkjugarði og bárps,skó.aþækt^rstióri og skógrækt grménn^kistuna si'ðasta spölinn. Vaf,útfö,rin’t|njögJvirðuleg. Mik- ill fjöldi blóma og minningar- kveðja barst hvaðanæva að af landinu. „Þjóðfélag það, sem kemur fram í Hrafnkels sögu, er blendið og sundurleitt. Annars vegar koma fram einkenni tíundu aldar, svo sem Iandnámsþættir, heiðinn sið- ur og sumar réttarvenjur, en hins vegar eru aðrir þættir sóttir til samtímans: afstaða höfðingja til þingmanna, átök höfðingja og valdabarátta, og fyrirmyndir ein- stakra mannlýsinga og viðburða. Og þegar Hrafnkels saga er lesin ofan í kjölinn, má glögglega sjá, að höfundur hennar hefur haft til tekna samtíðaratburði í huga. At- burðir þeir, sem hér um ræðir, gerðust á tímabilinu 1242—1255, og er þeim Iýst í Sturlungu, svo að hægt er um vik að bera frá- sagnir hennar saman við skáld- söguna... Leitin að höfundi Hrafn kels sögu er í sjálfu sér auðvelt verk, þar sem höfundur hennar virðist vera Svínfellingur, og á hinn bóginn er kunnugt um einn Svínfelling, sem sjálfur var rit- höfundur og einnig nákominn á- Ævintýri — Málverkasýning ICára Eiríkssonar Sl. laugardag opnaði Kári Eiríksson sýningu í Listamanna- skálanum. Kári hefur stundað nám á Norðurlöndum og á Ítalíu um þriggja ára skeið. Og síðast í Róm, í boði Ítalíustjórnar. Þar var honum boðið að sýna í „Galleria Babuinetta. 1958 sýndi Kári í fyrsta skipti í Flórens og sama ár í Milano. Gífurleg aðsókn hefur verið að þessari sýningu og munu um 1400 manns hafa séð hana á tveim dögum. 40 af 55 myndum hafa selzt. Sýningin stendur yfir í hálfan mánuð og verður opin frá kl. 10 22 dag hvern. Þetta er önnur sýning Kára hér á landi. Sú fyrsta var í Listamannaskálanum 1959. Timbur — Framh at I siðu og leyfin væru venjulega veitt i byrjun hvers árs. Hann sagði ennfremur að hans verzlun t .d. hefði þótt um innflutningsleyfi á síðasta fjórðungi ársins sem leið, og ætlað að birgja sig þannig upp nógu snemma, en hefði þá ekki fengið leyfi fyrir nema til- tölega litlum hluta þess magns, sem um hefði verið sótt. Framhald af bls. 16. hneig þá niður. Einhverjir vegfar- endur sáu til mannsins og gerðu lögreglu og sjúkraliði aðvart. Var maðurinn fiuttur f slysavarðstof- una og komst þar til sjálfs sín, en reyndist lítið sem ekki meiddur. Var hann að því búnu fluttur í fangageymslu og geymdur þar yf- ir nóttina. Lögreglunni skýrði maðurinn svo frá að hann hafi haft aðgang að bíl bróður síns sem býr hér í borg, en sjálfur býr hann utan við bæ- inn og ætlaði hann að fara í bif- reiðinni heim til sín eftir vel heppn aða drykkju. Tvennt slasast í bifreiðaárekstri í gærkvöldi, á tímabilinu kl. hálfníu til níu varð umferðarslys á þjóðveginum skammt frá Félags- garði í Kjós. Tvennt slasaðist þar í árekstri og var flutt í sjúkrabíl í slysavarðstofuna í Reykjavík. Fólkið sem slasaðist var í Volks- wagen bíl og var á leið upp i Kjös. Við stýrið sat kona, Sigþrúð- ur Elísabet Jóhannesdóttir, en eig- andi bifreiðarinnar Konráð Péturs- son kennari við hlið hennar í fram- sæti. I aftursæti sat unglingsstúlka oa tvö börn. Sigþrúður skýrði svo frá að hún hafi ekið á hægri ferð, séð bíl koma á móti sér, en um það leyti og bílarnir mættust telur hún að bíllinn hafi lent í skvompu á veg- inum og í sömu andrá skullu bíl- arnir saman. Við það brotnaði framrúðan £ Volkswagenbifreiðinni og bæði Sigþrúður og Konráð skár ust allmikið í andliti, Konráð þó meira, en hann hlaut stóran skurð á enni. Þá sem sátu í aftursætinu sak- aði hins vegar ekki. Þau Sigþrúður og Elísabet voru bæði flutt í Slysavarðstofuna til aðgerðar, en læknir taldi meiðsli þeirra ekki alvarlegs eðlis, þótt þau hafi skorizt og skrámast meira eða minna. Hjarkær eiginmaður minn faðir, tengdafaðir og afi KRISTINN KRISTJÁNSSON kaupmaður Njálsgötu 77 andaðist 23. þ. m. Vilborg Sigmundsdóttir Reynir Kristinsson Erna Haraldsdóttir og barnabörn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.